Morgunblaðið - 13.09.1991, Side 19

Morgunblaðið - 13.09.1991, Side 19
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991 ieei ÆsaMHTiaa .et huoagutböt <Ji<iAjaiíU£>flOM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER Í991 a 8 19 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltróar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Arðsemi og lífskjör Gífurlegum vanda sem við er að etja í íslenzkum þjóð- arbúskap má bezt lýsa með fjór- um orðum: Eyðsla um efni fram. Þetta er vandi, sem undið hefur upp á sig undanfarin ár og ára- tugi. Enginn einn aðili ber hér höfuðábyrgð, því eyðslusemin hefur einkennt stjómvöld, at- vinnulíf og einstaklinga. Vand- inn er nú orðinn svo risavaxinn, að hann heldur niðri lífskjörum þjóðarinnar og mun gera í nán- ustu framííð. Það er ekki lengur hægt að slá honum á frest. Finna þarf leiðir til að vinna sig út úr vandanum og það þarf að gera með samstilltu átaki þjóðarinnar allrar. Um síðustu áramót voru1 löng erlend lán þjóðarbúsins ríflega 175 milljarðar króna og ekki hafa þau minnkað síðan. Af þessari upphæð nam skuld opin- berra aðila rúmum 96 milljörð- um, auk 35 milljarða skulda sjóðakerfisins. Erlendar skuldir viðskiptabankanna og einkaað- ila námu um 45 milljörðum króna. Hlutfall erlendra skulda af vergri þjóðarframleiðslu var 55,5% um síðustu áramót og tæp 140% af útflutningstekjum. Ríflega fimmta hver króna, sem fékkst fyrir útflutning fór í að greiða af skuldunum. Aðrar lán- tökur opinberra aðila í nafni almennings eru svimandi háar, svo ekki sé minnst á hvers kon- ar skuldbindingar til framtíðar. Nægir þar að nefna 56 millj- arða, sem falla á ríkissjóð vegna lífeyriskerfís opinberra starfs- manna, jafnvel þótt kerfínu yrði lokað strax í dag. Jón Sigurðsson, forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, ritaði athyglis- verða grein í Morgunblaðið sl. þriðjudag um eina hlið meðferð- ar íslendinga á fjármunum. Hún fjallaði um fjárfestingar lands- manna árin 1973-1989 í land- búnaði, fískveiðum og fisk- vinnslu. Fjárfestingin í fram- leiðslu og vinnslu búvara á þessu tímabili nam 58 milljörð- um króna, í fiskeldi 8,8 milljörð- um og 3,4 milljörðum í loðdýra- rækt, eða alls 70 milljörðum í landbúnaði. Fjárfestingin var 83 milljarðar í fískveiðum og 41 milljarður í fiskvinnslunni. Alls eru þetta 193 milljarðar. Þessi mikla fjárfesting er með ólíkindum þegar það er haft í huga, að umframframleiðsla í landbúnaði hefur verið mikil meinsemd í efnahagslífínu um langt skeið og þessi fjárfesting fer til þess að auka hana og bæta þar með klyfjum á bak neytenda og skattgreiðenda. Að ekki sé talað um, hvernig þessi óarðbæra fjárfesting rýrir kjör þeirra sem við landbúnaðar- framleiðsluna starfa. Það sama má segja um fjárfestinguna í fískveiðum og vinnslu. Lengi hefur verið augljóst, að fram- leiðslugeta þessara undirstöðu- greina er miklu meiri en físki- stofnarnir standa undir. Samt er haldið áfram að auka fram- leiðslugetuna ár eftir ár. Það er borin von, að þessi mikla fjár- festing geti skilað arði í þjóðar- búið og áhrifin eru þau ein, að framleiðslugreinarnar geta ekki staðið undir bættum lífskjörum. Þvert á móti rýrna þau. Greinarhöfundur telur, að hér sé um mikla offjárfestingu að ræða og að miklu leyti óarð- bæra. Hann telur, að um helm- ingur af erlendum lántökum geti stafað af ljárfestingunni og miðar þá við 40% offjárfest- ingu í útgerð, 25% í fískvinnslu og 25% í landbúnaði. Hann seg- ir síðan: „Menn geta svo dundað sér við að reikna, hvaða áhrif þetta hefur á skattbyrði manna og lífskjör, þegar talsvert af þess- ari viðbótarijárfestingu veitti atvinnu, sem í raun er fölsk og skilar engu til lífskjaranna, heldur einungis bindur fólk og tekur til sín kostnað.“ Jón Sigurðsson, forstjóri, ijallar aðeins um ofijárfesting- una í tveimur af undirstöðuat- vinnuvegunum. Menn geta ímyndað sér útkomuna, ef ijár- festing í iðnaði, verslun og ann- arri þjónustu er tekin með, að ekki sé minnst á fjárfestingar opinberra aðila, en það orð leik- ur á, að þær séu ekki alltaf tekn- ar með tilliti til arðsemi. Ríkisstjómin er nú með fjár- lagaundirbúning á lokastigi og stefnir að því að stöðva út- gjaldaþenslu og þar með lántök- ur hins opinbera. Á því er brýn nauðsyn og hefjast þarf svo handa um verulegan niðurskurð á umsvifum ríkisins. Viðbrögð hvers konar þrýstihópa við fréttum af fjárlagagerðinni eru dæmigerð. Það má ekki hrófla við neinu. Allir eru hræddir um að missa spón úr aski sínum. En oftar en ekki er sá spónn fenginn að láni og það kemur að skuldadögum. Það er einfald- lega ekki hægt að halda óráðs- íunni áfram. Verkalýðshreyfíngin stendur nú frammi fyrir nýrri samninga- gerð. Leiðtogar hennar eiga að krefjast þess af stjórnmála- mönnunum að hætt verði að eyða um efni fram og þær fram- kvæmdir einar leyfðar, sem skili arði í þjóðarbúið. Það mun auka kaupmáttinn og bæta lífskjörin þegar fram líða stundir. Kaupfélagið Borgarnesi; Boðið upp á hangið og meyrnað kjöt af nýslátruðu Borgarnesi. SAUÐFJÁRSLÁTRUN hófst í sláturhúsi Kaupfélags Borgfirðinga, Borgarnesi, sl. mánudag og áætlað er að henni ljúki í lok október. Reiknað er með að slátra 66 þúsund lömbum sem er um 2 þúsund lömbum fleira en í fyrra. Morgunblaðið/KGA Magnús Pétursson, ráðuneytissljóri, Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, og Steingrímur Ari Arason, aðstoðarmaður ráðherra. Fjármálaráðherra um útgjaldasparnað ríkissjóðs: Nýjar sértekjur og þjónustu- gjöld nema 2,8 milljörðum kr. Útgjaldaniðurskurður og lækkun tilfærslna 7,3 milljarðar FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra sagði á fréttamannafundi í gær, að í samkomulagi ríkissljórnarinnar um tæplega 15 milljarða útgjaldalækkun fælist að niðurskurður til rekstrarútgjalda og lækk- un á tilfærslufé næmi 7,3 milljörðum kr. í frumvarpinu, sértekjur og þjónustugjöld atvinnuvega og einstaklinga 2,8 milljörðum og að fallið yrði frá áformum um fjárfestingu eða þeim frestað að upphæð 4,9 milljarðar kr. Fjármálaráðherra ræddi stöðu fjárlagagerðarinnar en neitaði að upplýsa um einstaka liði frum- varpsins. Sagði Friðrik að fjárhagsvand- inn sem við væri glímt væri gífur- legur og kallaði á harkalegar sparnaðarráðstafanir. Ef ekki yrði gripið í taumana leiddi það til veru- legs samdráttar í efnahagslífinu, aukins atvinnuleysis, gengisfell- inga, óðaverðbólgu og stórfelldrar skerðingar á lífskjörum almenn- ings. Sagði hann að ef ekki hefði verið gripið til sparnaðaraðgerð- anna hefði að óbreyttu stefnt í að rekstrarhalli ríkissjóðs á næsta ári færi yfír 20 milljarða kr. Ríkis- stjómin stefnir að fjögurra millj- arða halla á næsta ári og því hefði ríkisstjómin þurft að koma í veg fyrir útgjaldaaukningu upp á 3 milljarða miðað við óbreytt lög, stöðva aukningu útgjalda vegna nýrra laga og samninga sem næmi 3,3 milljörðum, gjaldfæra skuld- bindingar ríkissjóðs jafnóðum og þær ættu sér stað en sú upphæð næmi 3,8 milljörðum á næsta ári, ná niður nýjum óskum ráðuneyta um auknar fjárfestingar o.fl. uppá 4,1 milljarð og fást við vanda vegna efnahagssamdráttar og nið- urfellingar á jöfnunargjaldi sem kostaði ríkissjóð 2 milljarða. Aukin útgjöld ríkissjóðs miðað við óbreytt lög em m.a. áætluð nema um 900 millj. vegna sjúkra- trygginga. Gildandi kjarasamn- ingar ásamt kostnaði af fjölgun nemenda á háskólastigi hefði kall- að á 150 millj. kr. aukin útgjöld. Heildarvandi vegna gjaldfærslu skuldbindinga ríkissjóðs hjá Bygg- ingarsjóði verkamanna og Lána- sjóði ísl. námsmanna á næsta ári næmi um 3 milljörðum. Framlag til LÍN á þessu ári er uppá 1.730 millj. en útlán sjóðsins nema 3,5 milljörðum. Framlag þyrfti því að verða 2.356 millj. en þar af vantar 626 millj. á þessu ári sem bætist við uppsafnaðan fortíðarvanda á næsta ári. Fjármálaráðherra sagði að skuldbindingar búvörusamnings- ins alls kölluðu á 2,3 milljarða kr. aukin útgjöld ef ekkert væri að gert og ákvörðun Alþingis í vetur um hækkun á frítekjumarki lífeyr- á 310 millj. kr. aukin is kallaði útgjöld. Þá upplýsti ráðherra að nýjar óskir ráðuneytanna í sumar um ný útgjöld og fjárfestingu hefðu numið samtals 4,1 milljarði. Þó sú upphæð hefði nú verið skorin niður hefði þó einstökum tillögum verið haldið inni í íjárlagafrumvarpinu. Meðal óska ráðuneytanna voru tillögur um 300 millj. kr. vegna byggingarframkvæmda við fram- haldsskóla, 350 millj. kr. aukið framlag til skógræktar og land- græðslu, 400 millj. til viðbótar fjárframlagi til hafnarfram- kvæmda, nýbygging fyrir Land- helgisgæsluna að upphæð 100 millj. á næsta ári, 130 millj. vegna fjölstofnarannsókna Hafrann- sóknastofnunar og á þriðja hundr- að millj. vegna nýrrar starfsemi við löggæslu. „í sumum tilvikum hafa þessar óskir verið strikaðar út en í öðrum tilvikum hafa ráðuneytin fengið leyfí til að halda áfram með því skilyrði að þau skeri niður önnur útgjöld á móti,“ sagði fjármálaráð- herra en vildi ekki upplýsa hvaða tillögum væri haldið inni í fjárlaga- frumvarpinu. Ráðherra sagði að ríkissjóður yrði af skatttekjum á næsta ári vegna niðurfellingar jöfnunar- gjalds sem næmi 900-1.000 millj. „Við erum að leita leiða til að Milljónir I I onn" ■ 900 620 100 150 250 100 7-800 Fjárlagavandinn skv. áætlun fjármálaráðuneytisins Aukin útgjöld miðað við ébreytt Iðg: 3 milljarðar Ýmsir þættir sjúkratrygginga Fjölgun bótaþega lífeyristrygginga Slysatryggingar Kjarasamningar og fjölgun nemenda á háskólastigi Áhrif laga um framhaldsskóla og fjölgun nemenda Rikisábyrgð á launum Vaxtagreiðslur ríkissjóðs Óskalistar ráðuneytanna: 4,1 milljarður__________________ Aukið námsframboð framhaldsskóla 120 Framhaldsskólar: Byggingar vegna fjölgunar nemenda 300 Menningarstofnanir, rannsóknir, nýframkvæmdir 340 Aukið framlag til landgræðslu og skógræktar 350 Nýframkvæmdir við hafnir 400 Nýframkvæmdir við rannsóknastofnanir -r 170 Nýbygging f. Landheldisgæslu 100 Nýframkvæmdir vegna sorphiröu á landsbyggðinni 100 Stofnanir fatlaðra, nýr rekstur 100 Hafrannsóknir, ný verkefni 330 Dómsmál og löggæsla, ný starfsemi 2-300 Gjaldfærsla skuldbindinga ríkissjóðs: 3,8 miljarðar______ Byggingarsjóður verkamanna 2.500 Lánasjóður íslenskra námsmanna 500 Uppbætur á lífeyri 550 Útgjöld skv. heimildarákvæðum 250 Aukin útgjöld vegna nýrra laga og samninga: 3,3 milljarðar Búvörusamningur 2.300 Hækkun frítekjumarks lífeyris 310 Lög um aðskilnað dóms- og framkvæmdavalds 160 Hafnaframkvæmdir 250 Grunnskólalög 100 Niðurgreiðsla á raforku 80 Samningar tengdir Evrópusamvinnu 100 draga úr afsláttum og frádrætti frá virðisaukaskatti og tekju- skatti. Við teljum ástæðu til að fínna út hveijir það eru meðal þeirra sem fá endurgreiðslur úr skattkerfínu sem hafa best efni á því að taka á sig auknar byrðar og teljum að það sé tekjuhærri hópur þjóðfélagsins. Við höfum reiknað út fjölda dæma en engin ákvörðun verið tekin hvaða leið verður valin til að auka tekjur ríkissjóðs," sagði Friðrik. Sagði hann að svigrúm gæfíst til að ganga frá tekjuhliðinni fram á veturinn. Aðspurður sagði Gunnar Guð- mundsson sláturhússtjóri að slátr- unin yrði með hefðbundnum hætti að öðru leyti en því að byijað væri um viku fýrr en í fyrrahaust. Farið væri hægt af stað og afköst væru fyrst í stað um 1.000 lömb á dag en þegar eðlilegum afköst- um væri náð þá yrði slátrað um 2.200 lömbum á dag. Megin- markmið með því að byija slát- urtíðina fýrr og með minni afköst- um í byijun sagði Gunnar vera það, að prófa hvort hægt væri að vera með breytileg afköst og jafn- framt breytilegan starfsmanna- fjölda í sláturtíðinni. Ennfremur er sú nýbreytni tek- in upp núna að taka kjötið eftir eins dags kælingu og geyma það við tveggja gráðu hita í fjóra til fímm sólarhringa. Síðan sagði Gunnar: „Við ætlum að kalla þetta kjöt, hangið og meymað lambakjöt af nýslátruðu, og bjóða það til sölu í heilum skrokkum eftir þessa meðferð. Við ætlum að byija á því að selja þetta kjöt hér í frystihús- inu á okkar heimamarkaði. Annars vegar ferskt eftir fjögurra til sex daga geymslu og hins vegar fiyst að lokinni meyrnun ef neytendur vilja það heldur. Með þessu teljum við okkur korna til móts við óskir neytenda um að lambakjötið verði meðhöndlað betur og ekki fryst eins fljótt eftir slátrun og verið hefur.“ Aðspurður sagði Gunnar að þetta meyrnaða kjöt yrði eitt- hvað dýrara en annað kjöt, en þar yrði um mjög óverulegan verðmis- mun að ræða. Ekki er búið að ákvarða nýjan verðlagsgrundvöll fyrir kjöt í þess- ari sláturtíð. í dag er nýja kjötið selt á um 5% hærra verði en gild- andi verðlagsgrundvöllur segir til um, þar til að nýr verðlagsgrund- völlur tekur gildi. Aðspurður sagði Gunnar að meðalfallþungi fyrstu tvo daga slátrunar hefði verið um 14,4 kíló. Sláturhúsið í Borgarnesi tekur við fé af svæðinu frá Hvál- firði og til og með Dalasýslu. Við slátrunina starfa um 150 til 160 manns þegar flest er. - TKÞ Morgunblaðið/Theodór Þau voru að vigta og merkja skrokkana, f.v. Eva Ragnars- dóttir, Edda Hauksdóttir og Hallbjörn Sigurðsson. Einar í Hlíð skoðar kjötið. Ferðamönnum til Húsavíkur fiölerar SUMARGESTUM til Húsavíkur fjölgar ár hvert, en keypt þjónusta þeirra vex ekki að sama skapi. Góð nýting var á gestarými Hótel Húsavíkur í júlí og ágúst og var þar mestu um hópferðir útlendinga að ræða. En júnímánuður brást alveg, en þá var veðurblíða um allt land, en veðrið hefur mikil áhrif á það, hvert íslendingar leggja leið sína. Hópferðir útlendinga á erlendum bílum fer vaxandi og að það kaupi íslenskan mat eða þjónustu fer minnkandi og sömuleiðis fara minnkandi viðskipti útlendinga við verslanir. Fjöldi einstaklinga á hjólum, bæði fótknúnum og vélknúnum, fer mjög vaxandi og hér um hérað hafa þeir vart áður orðið fleiri, en það fólk sem þannig ferðast virðist lifa spart í mat og í verslunum er það fáséð, þó helst í brauðgerðar- búðum. Hér er gott tjaldstæði, sem mest er notað af einstaklingum en ekki hópferðafólki, því íslensku ferða- skrifstofumar hafa valið sér föst tjaldstæði á Akureyri eða við Mý- vatn, en gestir á tjaldstæðinu á Húsavík í sumar voru þó fleiri en undanfarin ár. Nú drúpir haustleg jörð, eftir eitt fegursta sumar um áratuga skeið, heyfengur er mikill og góður, beija- og kartöfluspretta ágæt, en fengsæl Skátar dreifa endurskins- borðum til allra 7 ára barna BANDALAG íslenskra skáta hefur ákveðið að dreifa endurskinsborð- um til allra barna, sem verða 7 ára á árinu. Borðinn nær yfir axlirn- ar og hefst dreifingin um miðjan október. Jafnframt fær fjölskyldan rit, þar sem bent er á þær hættur sem leynast í umferðinni og að auki eru önnur öryggistæki kynnt í frétt frá skátahreyfingunni seg- ír, að endurskinsmerki sé einfalt öryggistæki í umferðinni og að samkvæmt athugun sést gangandi vegfarandi allt að fímm sinnum fyrr en sá sem ekki hefur endur- skinsmerki. Umferðinni fylgja ýms- ar hættur sé ekki rétt að farið. Þegar skyggja tekur og börn eru á ferð, er rík ástæða til að hvetja til varúðar. Bandalag íslenskra skáta vill leggja sitt af mörkum til að auka öryggi bama í umferðinni með því að standa að landsátakinu, lát- um ljós okkar skína. Fram kemur að skátahreyfíngin sé vettvangur barna og unglinga á því aldursskeiði sem er í hvað mestri hættu í umferðinni þegar rökkva tekur á haustin. Þar er því kjörinn vettvangur til að sinna þess- um málum. Munu skátar ganga í skóla og kynna börnum enn frekar nauðsyn þessa átaks. Hópur 7 ára barna með endurskinsborða eins og þá sem dreift verð- ur um miðjan október. fískimið brugðust, en samt líta Húsvíkingar björtum augum til framtíðarinnar. - Fréttaritari Erlendir ferðainenn matast í miðjum bæ. Morgunblaðið/Silli Héraðsfundur Isafjarðarprófastsdæmis: Stöðuvalsnefnd ge fi um- sögn um umsækjendur Þingeyri. HÉRAÐSFUNDUR ísafjarðar- prófastsdæmis var haldinn á Hrafnseyri við Arnarfjörð sunnudaginn 8. september. Fundurinn hófst með guðsþjón- ustu á Þingeyri þar sem séra Sigríð- ur Guðmarsdóttir predikaði og stað- arprestur, séra Gunnar Eiríkur Hauksson, þjónaði fyrir altari. Há- degismatur var síðan í Félagsheim- ilinu á Þingeyri í boði héraðssjóðs og sáu konur í kvenfélaginu Von um hann. Haldið var að Hrafnseyri og setti séra Baldur Vilhelmsson prófastur í Vatnsfírði fundinn. í máli hans kom fram áð íbúar prófastsdæmis- ins voru tuttugu færri um seinustu áramót en árið áður, og var hann að vonum ekki ánægður með það. Reikningar kirkna og kirkjugarða voru lagðir fram og að sögn séra Baldurs voru skil á reikningum mjög góð. Mest var umræða um mál sem héraðsfundur fékk til um- fjöllunar: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veitingu prestakalla nr. 44,30. mars 1987. Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða á fundinum: „Héraðs- fundur Isafjarðarprófast.sdæmis, haldinn á Hrafnseyri 8. sept. 1991, harmar að beiðni varðandi umsögn um frumvarpið til laga um breyt- ingu á lögum um veitingu presta- kalla barst ekki fyrr og hefur fund- urinn ekki haft ráðrúm til að fjalla vandlega um málið. Fundurinn teldur þó flest til bóta í frumvarpinu svo sem skyldu til að auglýsa eftir umsóknum um öll prestaköll, sem losna. Að safnaðar- fulltrúar verði kjörmenn og að stöðuvalsnefnd verði lögfest. Hins- vegar telur fundurinn að stöðuvals- nefnd eigi að gefa umsögn um umsækjendur og taka í þeirri um- fjöllun tillit til starfsreynslu um- sækjenda og starfsferils og meta að verðleikum þjónustu þeirra við söfnuði í hinum dreifðu byggðum landsins." Prófastur sleit síðan fundi í Hrafneyrarkirkju. - Gunnar Eiríkur Sjálfstæðisfélag Kópavogs: Lýst trausti á forystu- menn flokksins í bænum MORGUN BLAÐINU hefur bor- izt eftirfarandi yfirlýsing: „Almennur fundur Sjálfstæðisfé- lags Kópavogs, haldinn 12. 9.1991, vill í tilefni af rógskrifum Pressunn- ar um málefni Kópavogskaupstaðar lýsa fyllsta trausti á störf forystu- manna flokksins í stjórn bæjarins. Umrædd skrif eru dylgjur um menn og málefni sem eiga við engin rök að styðjast og staðfesta enn einu sinni hversu lítið er vandað til frét- taflutnings hjá þessum fjölmiðli. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi bent á erfíða fjárhagsstöðu bæjar- ins eftir 12 ára óstjórn A-flokkanna og það mun taka langan tíma að vinna bæjarfélagið úr þessari erfiðu stöðu.“ Slátra um sextíu og sex þús. fjár

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.