Morgunblaðið - 13.09.1991, Side 5

Morgunblaðið - 13.09.1991, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991 5 Lögmaður kærður fyrir að skila ekki bótum: Sjö milljóna kröfur þegar komnar fram Lögmaðurinn óskar gjaldþrotaskipta og skilar málflutningsleyfi sínu ÞRIR aðilar hafa kært hæstaréttarlögrnann fyrir að standa ekki skil á skaðabótum sem hann innheimti hjá tryggingafélögum í nafni þeirra. Samtals telja þessir aðilar sig eiga um 7 milljónir króna inni hjá lögmanninum, sem hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum á búi sínu og afsalað sér málflutningsleyfi. Einn aðilanna þriggja hefur gert formlega kröfu um 3,5 milljón króna greiðslu úr ábyrgðasjóði lögmanna og að sögn Marteins Mássonar, framkvæmdastjóra félags- ins, má búast við að hinir tveir grípi einnig til þess ráðs en innistæða í sjóðnum er nú um 13 milljónir króna. Marteinn sagði að félagið hefði haft spurnir af fleiri málum svipaðs eðlis sem snerta lögmann- inn þótt formleg erindi hefðu ekki borist vegna þeirra. Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu, hafði einn skjól- stæðingur lögmanns þessa kært til félagsins vegna vanskila á þorra um 3,7 milljóna tjóna bóta sem honum voru dæmdar í Hæstaretti vegna líkamstjóns sem hann hann varð fyrir í átökum við dyraverði á veitingahúsi. í framhaldi af því hafa tvær kærur til viðbótar borist, önnur upp á um 3,5 milljónir og hin upp á 1,5 milljónir króna, báðar vegna heilsutjóns í umferðarsiys- um. Lögmaðurinn gekk á fund stjórnar lögmannafélagsins á mánudag og lýsti yfir gjaldþroti sínu og því að málflutningsleyfi sínu yrði skilað. Á vegum lögmannafélagsins starfar ábyrgðasjóður, sem ætlað er að tryggja að skjólstæðingar lög- manna komi skaðlaust frá málum sem þessu. Hluti þeirra gjalda sem greiddur er við þingfestingu bæjar- þingsmála rennur í sjóðinn og við síðasta ársuppgjör var innistæða í honum um 13 milljónir króna, að sögn Marteins Mássonar. Tvívegis hefur verið greitt úr sjóðinum, í annað skiptið var ekki um verulega íjárhæð að ræða en í hitt skiptið var um milljónir króna að ræða, þó ekki jafnháa upphæð og kært hefur verið yfir í því máli sem hér um ræðir. í gær hafði RLR ekki borist nein kæra frá skjólstæðingum lög- mannsins. Kartöfluuppskeran: Talsvert um skemmd- ir í Stóra-gullauga TALSVERT hefur borið á innan- skemmdum í Stóra-gullauga- kartöflum í uppskerunni nú í haust, en það eru svartir blettir í miðju kartaflnanna. Að sögn Matthíasar H. Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Ágætis, staf- ar þetta af því hve hlýtt og rakt var í veðri í síðasta mánuði, en þá uxu kartöflurnar mjög hratt. Ekki hefur borið mikið á kartöfl- umyglu í uppskeru sumarsins, en bændur úðuðu fyrir henni í sumar vegna þess hve algeng hún var í uppskeru síðasta árs. Enn er ekki ljóst hve mikil kart- öfluuppskeran í ár verður þar sem bændur eru enn að taka upp úr görðum sínum, en Matthías sagði ljóst að hún yrði mjög mikil. í fyrra var uppskeran 14-15 þúsund tonn, en árleg innanlandssala er um 9 þúsund tonn. „Almennt eru gæði uppskerunn- ar ágæt, en maður veit þó ekki í hve miklum mæli þessar innan- skemmdir verða. Miðað við þann vax-tarhraða sem verið hefur síðustu mánuði má þó búast við að það verði einhver prósenta af Stóra-gul- lauganu skemmt. Skemmdin sést ekki utan á kartöflunum, en nánast allar kartöflur sem eru 45-50 milli- IMýkomíð mikið úrval af Ijósum og lömpum Borgartúni 29, sími 20640 metrar og stærri eru tíndar út hjá okkur, þar sem við göngum út frá því að í þeim séu innanskemmdir. Hins vegar eru Premier, eða bökun- arkartöflur, miklu heilbrigðari, en þær verða stórar og fallegar og engar innanskemmdir í þeim,“ sagði Matthías. ♦ < »----- Leiðrétting: Níu af hverj- um tíu lifðu! Prentvilla varð í fyrstu málsgrein forystugreinar Morgunblaðsins í gær. Rétt er málsgreinin þannig: „Um ein milljón tijáplantna voru gróðursettar í landgræðsluátaki á síðastliðnu ári. Níu af hveijum tíu plöntum, sem gróðursettar voru, eða um níu hundruð þúsund, lifðu af fyrsta árið, að því er fram kom í máli Asu Aradóttur, vistfræðings, á aðalfundi Skógræktarfélags Is- lands. Þetta er verulega betri árangur en búizt var við...“. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Morgunblaðið/KGA Skólabörn í Garðabæ fá undirgöng I Garðabæ er verið að leggja síðustu hönd á undirgöng und- ir Hafnarfjarðarveg til móts við Vífilsstaðaveg og undir Víf- ilsstaðavegtil móts við grunn- skólann og íþróttahúsið. Að sögn Ingimundar Sigurpáls- sonar bæjarstjóra var ætlunin að ljúka framkvæmdum áður en skólinn tæki til starfa en verkið hefur tafist óvænt vegna lagna sem komu í ljós og ekki var vitað um fyrir. Áætlaður kostnaður er samtals 100 millj- ónir, 30 milljónir vegna undir- ganganna við Vífilsstaðaveg og 70 milljónir við Hafnarfjarð- ai-veg. ELGARTILBOÐ HÚSASMIÐJUNNAR föstudag 13. september laugardag 14. september Tilboðsverð r"'"" i Áður Bökunarform, trúður. 498 712 Vöfflujárn, Oster 3.936 4.920 Sturtublöndunartæki 1.988 2.517 Reykskynjari 836 1.115 ! Demidekk viðarvörn. 31 2.311 2.719 Snjóbræðslurör 11.880 13.200 25 m/m, 200 m rúlla Opið á laugardögum: Verslun Skútuvogi kl. 10:00-14:00 Verslun og timbursala Hafnarfirði kl. 9:00-13:00 HÚSASMKXIAN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.