Morgunblaðið - 13.09.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.09.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991 15 Fulltrúar úr afmælisnefnd Félags íslenskra leikara. Frá vinstri: Sig- ríður Gröndal, Guðrún Alfreðsdóttir, Anna Sigríður Einarsdóttir, Theodór Júliusson og Þóra Friðriksdóttir. Félag íslenskra leikara 50 ára: Opið hús í til- efni afmælisins I tilefni af 50 ára afmæli Félags íslenskra leikara verður opið hús í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og l\já Leikfélagi Akureyrar á laugardaginn. Gestum verður boðið að skoða húsin, fylgjast með þeirri starfsemi sem þar fer fram og þiggja kaffiveitingar. Sjálfur afmælisdagurinn er 22. september. Þá munu félagsmenn halda upp á afmælið með lokaðri skemmtun í Borgarleikhúsinu. Aðgangur að opna húsinu á laugardaginn er ókeypis og öllum fijáls meðan hús- rúm leyfir. I Borgarleikhúsinu verður opið hús milli kl. 10.30 og 16.00. Gestum er boðið að fylgjast með æfingu á Dúfnaveislunni eftir Halldór Lax- ness kl.ll en eftir kl. 13.30 verður boðið upp á skoðanaferðir um leik- húsið. Litið verður inn á æfíngu á Þéttingu á litla sviðinu en í æfinga- sal á 4. hæð verður sýning fyrir yngstu kynslóðina. í forsal verður tónlistarflutningur og kaffiveiting- ar í matsal á 3. hæð. I Þjóðleikhúsinu er fólki boðið að fylgjast með lokaæfingu á barna- leikritinu Búkollu kl. 13. Ástæða er til að geta þess að miðar á sýn- inguna, sem er á stóra sviðinu, verða afhentir í miðasölu frá kl. 13 á föstudaginn 13. september og milli kl. 12 og 13 á sýningardag- inn. Frá kl. 15 er gestum boðið í skoðunarferð um húsið. Þá verða ýmsar uppákomur á víð og dreif um húsið. Kaffiveitingar verða í Þjóðleikhúskjallaranum. Húsinu verður lokað kl.18. Hjá Leikfélagi Akureyrar verður opin æfing á leikritinu Stálblómum milli kl. 13 og 15 en á eftir leikur Valgeir Skagfjörð sönglög úr jóla- söngleik leikfélagsins, Tjútt og trega, í andyri hússins. Á meðan verður hægt að rölta um leikhúsið. Kaffiveitingar verða í Borgarsal. Sérstök afmælisnefnd var skipuð til þess að undirbúa afmæli Félags íslenskra leikara. Á kynningarfundi um afmælið sagði Ánna Sigríður Einarsdóttir, formaður nefndarinn- ar, að allir ættu að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfí á opna deginum. Hún sagði að afar gott samstarf hefði tekist með félaginu og for- svarsmönnum leikhúsanna um af- mælið en fram kom að félagsmenn tækju sér frí á laugardaginn og gæfu vinnu sína við opna húsið. Félag íslenskra leikara var stofn- að í Reykjavík 22. september 1941 og var fyrsti formaður þess Þor- steinn Ö. Stephensen leikari. Nú eru félagar 292. Þar af eru leikarar 218, söngvarar 36, listdansarar 19 og leikmynda- og búningateiknarar 19. Félagið á aðild að Bandalagi íslenskra listamanna og fulltrúa í Leiklistarráði, Leiklistarsamband- inu, Þjóðleikhúsráði og skólanefnd Leiklistarskóla íslands. Þá er Félag íslenskra leikara aðili að Norræna leiklistarráðinu, Alþjóðasamtökum leikara og Alþjóða leikhúsmála- stofnuninni. Gefið verður út sérstakt afmælis- rit í tilefni afmælisins. Þar verður meðal annars ágrip af sögu félags- ins, viðtöl og fleira efni. Afmælisrit- ið kemur væntanlega út snemma á næsta ári. Guðrún Alfreðsdóttir er formaður Félags íslenskra leikara. Sýnir í Hafnarborg ALDA Ármanna Sveinsdóttir sýnir málverk og vatnslitamynd- ir í kaffistofu Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, dagana 14. til 29. september. Alda Ármanna sækir efnivið sinn beint í manneskjuna sjálfa á mynd- unum á þessari sýningu. Flestar myndanna eru af konum þó að karl- ar komi einnig við sögu. Myndirnar eru málaðar á síðustu tólf mánuð- um. Alda Ármanna fæddist á Norð- firði 2. apríl 1936. Hún stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík 1954 og var virkur þátt- takandi í Myndlistarfélagi Nes- kaupstaðar á árunum 1965 til 1972. Árið 1984 lauk Alda Ármanna stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og lokaprófi úr kennara- deild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1987. Síðastliðinn vetur lagði Alda Ármanna stund á nám í lokaáfanga í olíumálun í Myndlist- askóla Reykjavíkur. Sýningin í Hafnarborg er 8. einkasýning Öldu Ármönnu. Auk Eitt verka Öldu Ármönnu. þess hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýningum og unnið mikið að sýningum og kynningum á list fatl- aðra, meðal annars setti hún upp sýninguna Úr hugarheimi í Lista- safni ASÍ árið 1990. Eftirtaldir opinberir aðilar eiga verk eftir Öldu Ármönnu: List- skreytingasjóður Ríkisins, Reykja- vikurborg, Neskaupstaður, Olafs- víkurkaupstaður og Vestmanna- eyjabær. Það er peningur i Egils gieril Allar glerflöskur frá ÖlgerÓinni eru margnota með IO króna skilagjaldi. Ekki henda verðmœtum, taktu tómt Egils gler meðferðis þegar þú endurnýjar Egils birgðirnar í ncestu verslunar- eða sjoþþuferð. Það er drjúgur peningur! Aftur og aftur og aftur! YDDA F5./64 SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.