Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992 19 Afmæliskveðja: Guðmundur Jónsson fv. skólasljóri Þann 2. mars nk. verður Guð- mundur Jónsson fyrrum skólastjóri á Hvanneyri níræður. Við sem þekkjum Guðmund frá Hvanneyri, eins og okkur Hvanneyringum er tamt að kalla hann, finnst hann lít- ið eldri en þegar hann kvaddi sem húsbóndi á Hvanneyri fyrir tuttugu árum. Guðmundur er fæddur Hún- vetningur og var bernskuheimili hans að Torfalæk á Ásum er þar bjuggu foreldrar hans þau Jón Guð- múndsson og Ingibjörg Björnsdóttir miklu myndar- og rausnarbúi. Guð- mundur nam ungur við Hólaskóla og lauk þaðan búfræðiprófí aðeins 19 ára gamall, sem fátítt var á þeirri tíð. Námsferill hans var glæs- ilegur á Hólum og það hvatti til frekari átaka á sviði búfræðinnar. Frá Hólum hélt Guðmundur því til Danmerkur og lauk kandídatsprói frá Búnaðarháskólanum í Kaup- mannahöfn, árið 1925. Þegar heim kom haustið 1925 var Guðmundi falin skólastjórn á Hólum um eins árs skeið í forföllum þáverandi skól- astjóra. Með þessu verkefni má segja að hefjist afskipti Guðmundar af búnaðarfræðslu hérlendis. Þessu verkefni var hann tengdur um hálfrar aldar skeið og á sviði bú- fræðslumála vann hann afrek sem lengi munu halda nafni hans á lofti. Guðmundur Jónsson var ráðinn kennari að Hvanneyri haustið 1928 og starfaði þar óslitið til ársins 1972 er hann hætti fyrir aldurs sakir. Hann var kennari við skólann í 19 ár og skólastjóri í 25 ár. Á fyrstu árum sínum sem kennari hóf hann baráttu fyrir eflingu bókhalds meðal nemenda og bænda til að auðvelda afkomugreiningu bú- rekstrar. Hann samdi sérstakt bú- reikningsform og fékk bændur í nágrenni Hvanneyrar til þess að færa búreikninga eftir því formi. Þessi tilraun tókst svo vel að Búnað- arfélag íslands fékk Guðmund til að útbreiða búreikninga sem gerðir voru eftir þessu formi. Þetta var undanfari Búreikningsstofu ríkisins sem stofnuð var 1936 og Guðmund- ur veitti forstöðu fyrstu árin. Á sama tíma réðust þeir Guðmundur og Þórir Guðmundsson kennari á Hvanneyri í útgáfu rits um búnað- armálefni sem þeir nefndu Búfræð- inginn. Riti þessu stýrðu þeir félag- ar fyrst um sinn en síðar varð það sameiginlegur vettvangur bænda- skólanna beggja. Búfræðingurinn kom út um 20 ára skeið og bar Guðmudnur ætíð hita og þunga af útgáfunni. Á árunum sem Guð- mundur stýrði Búreikningsstofu ríkisins var hann einnig virkur þátt- takandi um mótun landbúnaðar- stefnunnar og var m.a. formaður Búnaðarráðs og átti sæti í verðlags- nefnd landbúnaðarins. Árið 1947 var Guðmundur skip- aður skólastjóri Hvanneyrarskóla og við það breyttust störf hans um margt. Guðmundur helgaði sig nær einvörðungu málefnum skólans all- an sinn skólastjóraferil og dró sig því út úr mörgu sem hann áður hafði haft afskipti af. Þegar haust- ið 1947 fékk hann því til leiðar komið að stofnað var til framhalds- náms í búfræði við Bændaskólann á Hvanneyri. Þetta var fyrsti vísir að háskólanámi í búfræði hér á landi og frumraun í kennslu á há- skólastigi utan Háskóla íslands. Allir frammámenn íslensks land- búnaðar voru sammála um þörfína fyrir aukna starfskrafta til að leið- beininga fyrir íslenska bændur. Samt sem áður var stofnun Fram- haldsdeildarinnar á Hvanneyri ekki fagnaðarefni öllum hlutaðeigandi. í reynd varð í mörg ár að heyja harð- vítuga baráttu fyrir tilvist fram- haldsdeildarinnar. Guðmundur átti sér það lokatakmark að Hvanneyri yrði öflug búvísindastofnun sem veitti æðri búnaðarmenntun jafn- hliða landbúnaðarrannsóknum. í upphafí var námið miðað við að bæta úr brýnni þörf leiðbeinanda landbúnaðarins. Þegar í upphafi var markvisst unnið að því festa þessa starfsemi í sessi svo sem kostur var. Komið var á tilraunastarfsemi í jarðrækt og hafínn rekstur efna- rannsóknastofu. Verkfæranefnd ríkisins, sem síðar varð bútækni- deild Rannsóknastofnunar landbún- aðarins, hóf störf á Hvanneyri. Fleira mætti nefna sem Guðmundi tókst að koma fram og varð til þess að búvísindanámið þróaðist í þá átt sem hann ávallt stefndi að. Þessi ár voru enginn dans á rósum en þó orrahríðin væri oft hörð og baráttan háð á mörgum vígstöðum lét Guðmundur aldrei deigan síga og sýndi oft ótrúlega þrautseigju og kjark. Hann lét ekkert koma sér úr jafnvægi, hvorki hina sætustu sigra né hin sárustu vonbrigði. í þessu æðsta baráttumáli sínu hafði Guðmundur sigur og í dag telst hann helsti brautryðjandi æðra bún- aðarnáms á íslandi og mun einn skipa öndvegi þegar fjailað er um upphaf og uppbyggingu háskóla- menntunar í búfræði hérlendis. Þó málefni æðra búnaðarnáms væru veigamikill þáttur í starfi Guðmundar sem skólastjóri á Hvanneyri er fjarri að hann hafi ekki sinnt öðrum málefnum staðar og skóla af elju og árvekni. Námið tók miklum breytingum í skóla- stjóratíð hans. Þá hófst hann handa um uppbyggingu umfangsmikilla skólamannvirkja á staðnum sem sköpuðu skilyrði fyrir aukinn fjöl- breytileik í öllu skólastarfi. Ollu þessu kom Guðmundur í verk án þess að mikið færi fyrir því á ytra borði. Hann var mikill verkmaður og velvirkur, vann jafnan langan vinnudag, oft svo iangan að undrum sætti. Þá var hann hjúasæll og hafði lag á að laða fram í hverjum manni starfsgleði og áhuga. Á Hvanneyri var því ávallt starfslið sem vann staðnum af ósérplægni og lagðist á árar með skólastjóra sínum þegar mest á reið. Það má ekki gleyma, þegar af- köst Guðmundar eru metin, að hann var mikill gæfumaður í einkalífi sínu. Ragnhildur Ólafsdóttir á Hvanneyri bjó manni sínum og börnum fallegt heimili og var mikil húsmóðir. Hún studdi Guðmund í öllum hans verkum og lagði áherslu á að ys og þys starfsins og átök umhverfisins næðu ekki inn fýrir dyr heimilisins. Guðmundur og Ragnhildur voru og góð heim að sækja og öllum háum sem lágum tekið af alúð og hlýju. Ragnhildur lést í september árið 1980. Þau Guðmundur og Ragnhildur eignuð- ust þijá syni og kjördóttur, öll mannkostafólk. Elsti sonur þeirra, Ólafur, er látinn, langt um aldur fram. Þegar Guðmundur varð sjötugur árið 1972 lét hann af skólastjórn á Hvanneyri og flutti sig um set til Reykjavíkur. Starfsdegi hans var þó á engan hátt lokið. Hann hélt mjög tryggð við Hvanneyrarskóla og vann að mörgum verkefnum á hans vegum. Meðal þess var ritun 90 ára sögu skólans er út kom árið 1979. Þá tók hann sér fyrir hendur að ritstýra og standa að útgáfu bókaflokks í sjö bindum um horfna merkisbera íslensks landbúnaðar. Guðmundur hefur fram á þennan dag verið fulltrúi búnaðarskólanna hér á landi í stjórnamefnd Norræna búrfaðarskólans í Óðinsvéum. Öllum þessum verkefnum hefur hann sinnt af elju og kappi. Guðmundur á Hvanneyri níræð- ur. Hver skyldi trúa því sem um- gengst hann dags daglega? Ern í besta lagi, kvikur í spori, hrókur alls fagnaðar á mannamótum og dansar sér til dægrastyttingar. Fylgist með öllum málefnum Hvanneyrarskóla af sama áhuga og þegar hann hætti þar störfum fyrir tuttugu árum. Hvanneyringar hvarvetna flytja í dag fyrrum hús- bónda sínum og fræðara árnaðar- og heillaóskir. Þeir gleðjast með Guðmundi á þessum tímamótum og minnast með hlýhug þess yfir- gripsmikla starfs sem hann áorkaði bæði fyrir skólann þeirra og lands- byggð alla á löngum vinnudegi. Með þessum fáu línum viljum við fylla þann flokk sem samfagna Guðmundi Jónssyni frá Hvanneyri á þessum tímamótum og jafnframt þakka samstarf og samverustundir liðinna ára í leik og starfi. Magnús B. Jónsson og fjöl- skylda Hvanneyri og Magnús Óskarsson, Hvanneyri. 15-50% afsláttur EGGERT feldskri Efst á Skólavörðustígnum, sími 11121.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.