Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 48
9f$mifrlafrtíÞ varða i l Landsbanki Islands 1 Banki allra landsmanna MORGUNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMl 691100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Hlaupið yfir brýrnar Morgunblaðið/Þorkell Reykjavíkurborg hélt í gær upp á þann áfanga að borgarbúar eru orðnir 100.000. Á hátíðardagskránni var meðal annars svokallað hlaupárshlaup um Elliða- árdal. Hlaupið var yfirbrýrnar í dalnum. í gær var opnuð sýning í Gailerí Borg um upphaf borgarmynd- unar í Reykjavík og Innréttingarnar. Skemmtiganga var um miðborgina og síðdegis var dagskrá á Lækj- artorgi og eldri íbúum borgarinnar boðið í Höfða. Kanadamenn æfir vegna rányrkju EB: Helgi Hallvarðsson beðinn um að koma og hafa klippumar með SAMTOK útgerðarmanna á Nýfundnalandi óskuðu eftir því í samtali við Helga Hallvarðsson skipherra hjá Landhelgisgæsl- unni í beinni útsendingu sjón- varpsstöðvar þar í landi að hann komi þeim til aðstoðar vegna rányrkju flota Evrópubanda- lagsins fyrir utan tvö hundruð mílna lögsögu Kanada. Þeir vilja að Helgi kenni þeim að beita klippunum, en svo virðist sem hróður hans úr þorskastríð- inu við Breta 1976 hafi borist mönnum þar vestra. Sjómenn á Nýfundnalandi ræddu minnkandi þorskkvóta á fundi í St. John sl. föstudag og ákváðu að hefja aðgerðir í mars- mánuði til að trufla veiðar togara frá Spáni og Portúgal fyrir utan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu landsins, en þessar þjóðir virða að vettugi fiskveiðistjórnun samtaka fiskveiðiþjóða í Norðvestur- Atlantshafi. Fyrr í vikunni ákváðu Davíð Oddsson forsætisráðherra: Um 15% fyrirtækjanna bera 40% skulda sjávarútvegsins Meðaltalsupplýsingar um afkomu sjávarútvegsins gefa ranga mynd af stöðunni DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra segir að um 15% fyrir- tækja í sjávarútvegi beri um 40% þeirrar skuldabyrði sem hvíli á greininni. Þess vegna sé ekki hægt að segja að það séu ein- hver tiltekin rekstrarskilyrði, sem eigi við sjávarútveginn í heild, einfaldlega vegna þess að hann sé ekki ein heild og ekki eitt fyrirtæki. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali Morgunblaðsins við forsætisráðherra í blaðinu í dag. _ „Mjög lítill hluti sjávarútvegsfyr- irtækja skekkir þetta svokallaða meðaltal rosalega. Ég hygg að um 15% af fyrirtækjunum, beri um 40% þeirra skulda sem hvíla á sjávarút- vegsfyrirtækjum í heild. Það segir manni hversu ranga mynd af raun- verulegri stöðu fyrirtækjanna með- altalsupplýsingar gefa,“ segir Davíð. Forsætisráðherra segir að það gangi einfaldlega ekki upp að segja að lækka beri gengið vegna þess að þetta og þetta mörg fyrirtæki lítandi illa. „Það fær mig enginn til þess að fallast á þá niðurstöðu að gengi íslensku krónunnar eigi að miðast við verst reknu fyrirtækin í sjávarútvegi á íslandi — það gengur aldrei upp,“ segir Davíð. „Ég held að skilyrði fyrir sjávar- útveginn í dag séu tiltölulega hag- felld, og þótt hægt sé að sýna fram á að fyrirtæki, kannski fyrirtæki sem aldrei hafa átt neitt eigið fé, standi ekki vel, eða séu á barmi gjaldþrots, þá sé ósköp iítið við því að gera. Þau fyrirtæki sem eiga enga von, eiga einfaldlega enga von, og það er enginn sem breytir því. Það verður aldrei hægt að bjarga öllum fyrirtækjunum sem verst eru stödd, enda á ekki einu sinni að reyna það. Þegar mönnum hefur með þrautseigju tekist að laga afkastagetu flota og vinnslu að því sem hafið gefur af sér er sjávarút- vegsfyrirtækjunum engin vorkunn að bjarga sér á eigin spýtur," segir Davíð Oddsson forsætisráðherra. Sjá „Engar gervilausnir" á bls. 16-18. Helgi Hallvarðsson skipherra. kanadísk stjórnvöld að skerða þorskveiðiheimildir um 35%. Það var sjónvarpsmaðurinn Michael Emred sem hafði sam- band við Helga í beinni útsendingu í sjónvarpsþætti þar sem þetta vandamál Kanadamanna var til umfjöllunar. Helgi var spurður hvort hann væri fáanlegur til að liðsinna þarlendum í fyrirhuguðum aðgerðum þeirra gegn Portúgölum og Spánverjum og kvaðst hann hafa tekið vel í þá hugmynd. Þar saka menn flota Evrópubanda- lagsþjóðanna um að veiða meira fyrir utan tvö hundruð mílna lög- söguna en samið hefur verið um og hefur kanadíska ríkisstjórnin farið fram á að þessari rányrkju verði hætt. Engin viðbrögð hafa borist við þeim tilmælum og sjá útgerðarmenn á Nýfundnalandi sig knúna til einhvers konar að- gerða, að sögn Helga. í sjónvarps- þættinum var rætt sérstaklega um framgöngu íslendinga í þorska- stríðinu við Breta. Tillögur um umfangsmiklar framkvæmdir í miðborginni: Þrjú hús frá landnámsöld endur- byggð í Aðalstræti og Suðurgötu BORGARSKIPULAG og Árbæjasafn hafa gert tillögur um endur- byggingu fimm húsa frá landnámsöld og tíma Innréttinga Skúla fógeta á 18. öld í Aðalstræti. Ennfremur er fyrirhugað að lagfæra hús við götuna, koma fyrir útivistarsvæðum í Grjótaþorpi og efna til samkeppni um svokallað Ingólfstorg á Steindórs- og Hallæris- plani. Undirbúningsvinna fer fram á þessu ári en reiknað er með að fyrsta endurbyggingin rísi á næsta ári. Markús Orn Antonsson borgarstjóri kynnti tillögumar við opnun Reykjavíkursýningar í gær. Hann segir að vissulega væri ánægjulegt ef hægt væri að ljúka framkvæmdum í Aðalstræti og Gijótaþorpi fyrir 200 ára ártíð Skúla Magnússonar fógeta 9. nóvember 1994. Upphaflega hugmyndin að með að fyrsta endurbyggingin rísi framkvæmdunum kom frá borgar- stjóra. Hann færði hana í tal við Margréti Hallgrímsdóttur borgar- minjavörð og úr varð að Árbæjar- safni og Borgarskipulagi var falið að vinna að nánari tillögum. Nú hefur verið lýst yfir einróma sam- þykki þeirra í borgarráði og er áætlað að undirbúningsvinna hefj- ist þegar á þessu ári. Reiknað er á lóðinni Aðalstræti 12 á næsta ári en viðræður standa yfír á milli Reykjavíkurborgar og Búnaðar- bankans um kaup borgarinnar á lóðum bankans í Áðalstræti. Sam- kvæmt lauslegri ijárhagsáætlun verður kostnaður við endurbygg- ingu húsanna fimm um 100 millj- ónir króna. Vert er að taka fram að þá er ekki talinn kostnaður við lóðakaup og frágang lóða. Markús segir að Árbæjarsafni verði falin umsjón með húsunum og þeirri starfsemi sem þar fari fram þannig að um eins konar miðbæjarútibú frá safninu verði að ræða. Þá sagðist hann að vel færi á því ef fyrirhugaðar gatna- gerðarframkvæmdir Aðalstrætis héldust í hendur við endurgerð húsa við götuna, uppbyggingu Ing- ólfstorgs og opnun upplýsingamið- stöðvar í Geysishúsi. Borgarstjóri segist töluvert hafa velt fyrir sér hvað væri hægt að gera til að lífga upp á Aðalstræti. Komið hefðu upp hugmyndir um að flytja þangað hús en honum hefði ekki fundist fara vel á því með tilliti til Gijótaþorpsins og brekkunnar að hafa fyrirferða- miklar byggingar út í götujaðrin- um. Sjá þyrfti til þess hafa aflíð- andi byggð í hallanum og svipað hús næst elsta húsi í bænum, Aðal- stræti 10. Þannig hefði smám sam- an þróast sú hugmynd að nýta fomleifarannsóknir til uppbygg- ingarinnar. Hugmyndin er þó ekki alveg ný vegna þess að Markús minnist þess að árið 1986 hafí hann fært í tal við samstarfsmenn sína í borgarrstjórn að festa kaup á Aðalstræti 10 með svipaðar framkvæmdir í huga en ekkert hafí orðið úr því. Markús segir að framkvæmdirn- ar séu liður í áætlun um að glæða miðborgina meira lífi og efast ekki um að svæðið verði miðstöð til upplýsinga og fræðslu fyrir borg- arbúa og gesti þeirra, innlenda og erlenda, í framtíðinni. Sjá grein á bls. C 14-15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.