Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992 LYFJAMAL Bitnar sinnuleysi sundsambandsins á Ragnheiði? RAGNHEIÐUR Runólfsdóttir, sundkona og íþróttamaður ársins 1991, synti fyrir skömmu undir lágmarkstíma, sem ólympíunefnd íslands setti í 100 m bringusundi fyrir Ólympíuleikana í Barcelona í sumar. Nefndin hefur ekki viðurkennt afrekið, því samkvæmt viðmiðunarreglum hennar verður m.a. að ná ólympíulágmarki á tímabilinu apríl til júlí n.k. og í annan stað telst lágmarki ekki náð fyrr en það hefur verið staðfest með lyfjaprófi, en slíkt próf fór ekki fram í umræddu tilviki. Sundsamband íslands átti að sjá til þess að prófið færi fram innan 24 tíma frá keppninni. Afreksmannasjóður íþróttasam- bands íslands styrkir 13 íþróttamenn fram að Ólympíuleikun- um í sumar. í samstarfssamningi við íþróttafólkið er m.a. kveðið á um að lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ hafi óskorað vald Eftir . til að kalla viðkom- Steinþór andi í lyfjapróf hve- Guðbjartsson nær gem er. Nái íþróttamaður ólympíulágmarki er gengið út frá því að viðkomandi gangist undir lyfjapróf á því íþrótta- móti, þar sem árangrinum var náð, fari slík próf fram á mótinu. Lág- marki telst ekki náð fyrr en það hefur verið staðfest með lyfjaprófi og er almenna reglan að það fari fram innan 24 klukkustunda frá keppninni. Samkvæmt upplýsingum frá ólympíunefndinni er það hlutverk viðkomandi sérsambands að sjá um að þessu sé framfylgt. Á móti reglunum Guðfínnur Ólafsson, formaður Sundsambands íslands og ritari ólympíunefndar, sagði við Morgun- blaðið að SSÍ væri ekki sammála þeim tímatakmörkunum, sem ólympíunefnd hefði sett, og liti því svo á að Ragnheiður hefði tryggt sér farseðilinn til Barcelona, þó sam- bandið hefði ekkert gert til að full- nægja kröfum um lyfjapróf. „Það segir sig sjálft að sundmað- ur, sem syndir undir lágmarki í júlí næst komandi gerir ekkert á leikun- um sjálfum. Því er þetta ekki rétt stefna hjá nefndinni. Ef hún er hins vegar hörð á reglunum hvað sund- fólkið varðar kemur hún í veg fyrir að árangur náist á Ólympíuleikun- um. Þá er hún ekki að liðka til fyrir þeim, sem hafa náð árangri, sýnt sig og sannað. Eðlilegast væri að fólk, sem kemst í úrslit á Evrópu- eða heimsmeistaramóti ári fyrir Ólympíuleika hafí með því sannað sig og þá ætti að tilkynna því að það hefði verið valið til að taka þátt á Ólympíuleikunum. Hvað lyfjaprófíð varðar, þá höfum við ekkert gert í því. Fyrir það fyrsta höfum við ekki fjármagn til að hrinda slíkum prófum í framkvæmd erlendis og í öðru lagi hefur Ragn- heiður oft farið í lyljapróf erlendis og við verðum að treysta þeim.“ Mál Sundsambandsins Gísli Halldórsson, formaður ólympíunefndar íslands, sagði að sérsambönd ættu að senda nefndinni upplýsingar um keppendur, sem hefðu náð lágmörkum, og jafnframt staðfestingu á því að þeir hefðu far- ið í lyfjapróf innan 24 stunda frá því lágmarkinu var náð. „Við höfum ekkert heyrt frá Sundsambandinu og samkvæmt okkar skrá hefur eng- inn náð ólympíulágmarki ennþá.“ Allir ólympíufarar prófaðir Samkvæmt upplýsingum frá ÍSÍ hefur lyfjaeftirlitsnefnd 1,360 millj- ónir til umráða á árinu vegna lyfja- eftirlits, ráðstefna, funda og for- varnarstarfa, en hvert lyljapróf kost- ar um 12 til 20 þúsund krónur. Nefndin greiðir kostnað af þeim lyfjaprófum, sem hún telur nauðsyn- leg til lágmarkseftirlits, en um fram- kvæmd og greiðslur fyrir þau lylja- próf, sem sérsambönd óska eftir þess utan, skal semja sérstaklega. Á síðasta ári var 21 íþróttamaður lyfjaprófaður á vegum nefndarinnar og allir, sem tóku þátt í Vetrar- ólympíuleikunum í Frakklandi fóru í lyijapróf fyrir áramót. HSÍ óskaði eftir að allir leikmenn landsliðsins, sem tekur þátt í B-keppninni undir lok mánaðarins, færu í lyfjapróf og stefnt er að því að lyljaprófa alla styrkþega afreksmannasjóðs á næst- unni. Fyrir Ólympíuleikana í Seoul 1988 voru allir ólympíufarar lyljaprófaðir og sami háttur verður hafður á nú, en fleiri próf verða á uppbyggingar- tímabilinu að þessu sinni. Eftir sem áður eiga íþróttamenn ávallt von á að vera kallaðir í lyfjapróf á alþjóð- leg^um mótum. Til þessa hefur eng- inn fallið á prófum á vegum ÍSÍ, en sex íslenskir íþróttamenn hafa verið dæmdir í keppnisbann vegna lyfja- misnotkunar og þar af einn, sem féll á lyfjaprófi á Ólympíuleikunum í Los Ángeles 1984. Pró á ví fSi zgi LSÍ em im HSÍ fn lyt KKÍ am jae FRÍ kvi iftr ssí »#? Ilít JSÍ >cf i sm SKÍ hai ?f#> SÍL pa í dai STÍ re#i rlí KSÍ ið fí Samt. 1973 9 9 1 1980 20* 20 1982 4 5 9 1983 20 1984 5 8 5 2 20 1985 2 3 3 4 12 r 1986** 1987** 1988 18 15 6 2 2 2 45 1989 15* 13 5* 33 1990 8 1 9 1991 5 3 5 21 Samt. 46 21 8 65 11 9 10 2 1 5 198 *Alþjóðteg tyfcpróf þar sem lyfjaprófa er krafet Engái gógi frá þossum árum LSÍ - Lyftingasamband JSÍ - Júdósamband HSÍ - Handknattleíkssamband SKÍ - Skíðasamband KKÍ - Körfuknattleikssamband SÍL - Siglingasamband FRÍ - Frjálsíþróttasamband STÍ - Skotsamband SSÍ - Sundsamband KSÍ - Knattspyrnusamband GETRAUNIR Fyflkir félck 2,4 milljónir á 15 vikum KNATTSPYRNUDEILD Fylkis hefur hagnast mest allra á sölu getraunaseðla síðan íslenskar getraunir hófu samstarf við sænsku getraunirnar 16. nóvember á síðasta ári. Á þessum 15 vikum hafa Fylkismenn selt rúmlega milljón raðir og fengið um 2,4 milljónir í sinn hlut af um 15 milljón króna heildarhagnaði söluaðila, en síðasta starfsár voru félagaáheit um 10,6 milljónir. Seldar raðir hjá söluhæstu félögum síöustu 15 vikur og hagnaður söluaðila Félag Raðir 20% áheit 340 kr. 834 kr. 338 kr. teykjávíkur 6.3C 101.217 232, 202 ,618 kr. ,434 kr. Islenskar Getraunir hafa blómg- ast síðan fýrrnefnt samstarf við Svía hófst og hefur sala raða lið- lega þrefaldast miðað við sama tíma í fyrra. Söluaðilar hafa notið góðs af, en þeir fá 20% af söluverð- inu fyrir hveija röð merkta sér og 5% að auki fyrir raðir, sem sendar eru inn á tölvukerfi, en Fylkir er með um 24% áheit. Nú eru 207 aðilar víðs vegar um landið, sem eru með sérstakt áheitanúmer hjá íslenskum get- raunum, en salan fer auk þess fram á mörgum öðrum stöðum s.s. í söluturnum. Knattspyrnudeildir Reykjavíkurfélaganna Fylkis, Fram og KR hafa verið öflugastar í sölunni í mörg ár, en með breyttu fyrirkomulagi og aukinni hagnað- arvon hafa fleiri tekið við sér og eru Golfklúbbur Akureyrar og Golfklúbbur Reykjavíkur nærtæk dæmi. Einar Ásgeirsson er fram- kvæmdastjóri knattspymudeildar Fylkis og hefur hann yfírumsjón með getraunasölu deildarinnar. Hann sagði að salan hefði gengið ágætlega, þar til í fyrra. „Þá var almenn lægð í sölunni og við vorum svo svartsýnir síðast liðið haust um að við fengjum ekkert út úr sölunni að við snerum okkur að ítölsku getraununum. Stuðnings- mannafélagið hefur haldið þeirri starfsemi gangandi og hefur hún gefíð okkur um 900.000 krónur í sjóð til sumarsins — og veturinn er ekki búinn. Þegar íslenskar getraunir byijuðu með Svíunum vorum við vel undirbúnir og gerð- um ráð fyrir 1,2 til 1,3 milljónum í hagnað á tímabilinu, en sú tala hefur þegar tvöfaldast." Fylgjast með söluturnum Einar sagði að Fylkismenn væru nú að njóta ávaxta mikillar vinnu undanfarin ár. Félagið nyti þess einnig að ekkert annað félag væri í Árbænum og miðaðist markaðs- setningin fyrst og fremst við að ná til íbúa hverfísins. „Við eigum auðvitað dygga stuðningsmenn víða, jafnt til sjós sem lands, en vinnan felst aðallega í því að gera fólk meðvitað um áheitanúmer okkar. Salan í félags- heimilinu á laugardagsmorgnum er þetta 15 til 30 þúsund raðir og þurfum við lítið að hafa fyrir henni, en málið er að ná til hinna, sem fylla út seðlana á öðrum stöðum. Með nokkurra vikna millibili dreif- um við miðum merktum með áheitanúmeri okkar og upplýs- ingabæklingum í hverfið og gerum þetta þijár vikur í röð hveiju sinni. Við erum í söluturnunum á laugar- Morgunblaðið/RAX Einar Ágústsson dagsmorgnum og segjum kaup- endum miða frá númeri okkar auk þess sem við hengjum upp Fylkis- peysu með því á. Og ég fylgist með sölu í hveijum kassa á svæð- inu til að geta gert viðhlítandi ráð- stafanir, ef salan dettur niður á einhveijum stað.“ Einar sagði að rekstur deildar- innar kostaði um 12 milljónir á ári og því hefði getraunasalan mikið að segja. „Samstarfið við Svía hef- ur boðið upp á nýja og meiri mögu- leika og það er bjart framundan, því ég er viss um að Danir og Norðmenn koma inní þetta fyrr en síðar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.