Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÚTVARP/SJONVARP SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992 47 FÓLK FÆR TILFINN- INGALEGA ÚTRÁS „Ef ég tæki öll vandamál- in inn á mig væri ég dauð- ur. Maður lærir að hrista þetta af sér,“ segir útvarpsmað- urinn Eiríkur Jónss'on. eftir Hildi Friðríksdóttur/ Mynd: Árni Sæ- berg .. KVOLDSOGUR hófust á Bylgjunni fyrir rúmu ári og eru nú orðnar fastur liður í lífi margra, bæði ungra sem aldinna. Jafnvel er það svo, að kvöldsögurnar sameina fjölskylduna fyrir framan út- varpstækin líkt og þekktist í „gamla daga“ þegar heimilis- fólkið sat og hlustaði saman á útvarpsleikritið. Þættirnir eru fjórum sinnum í viku kl. 23, hver með sínum umsjón- armanni. Morgunblaðið hitti einn þeirra, Eirík Jónsson, að máli nú í vikunni. Eiríkur hafði nýlokið morgun- þætti sínum á Bylgjunni, þar sem hann er vanur að spyrja menn í þaula — ja, á sinn sér- stæða hátt sem fer misjafnléga fyrir brjóstið á fólki — þegar blaðamann bar að garði og hafði gleymt því að hann hafði sjálfur lofað viðtali. „Ja, þú verður að fyrirgefa," sagði hann, „ég var að koma frá Bandaríkjunum í gær. Það var svo vont veður að við urðum að fljúga til Evróþu og bíða veðrið af okkur og síðan fór ég beint í Kvöldsögurnar. Það er ekki laust við að ég sé svolítið syfjaður í dag.“ Við sitjum á skrifstofunni sem Eiríkur og Guðrún Þóra, sam- starfsmaður hans í mprgunút- varpinu deila með sér. A veggn- um fyrir aftan skrifborð Eiríks hanga myndir af James Dean og Madonnu en á veggnum fyrir aftan Guðrúnu Þóru hangir daga- tal með mynd af stæltum karl- manni. „Sumir halda að það sé alltaf sama fólkið sem hringir,“ segir Eiríkur um leið og hann færir blaðamanni kaffibolla, „en það er alls ekki rétt. Það er jú alltaf einn og einn fastagestur, sem hefur skoðun á öllu eða hef- ur lent í öllu því sem er til um- ræðu. En það fer mikið eftir því hvað er á dagskrá hveijir hringja, stundum eru það nánast ein- göngu karlmenn og stundum er meirihlutinn konur.“ Eiríkur segir að munurinn á þessum þáttum og öðrum sem fólk getur hringt í sé sá, að í Kvöldsögum verði fólk að segja sögu af einhveiju sem það hefur lent í, ekki þýði að koma ein- göngu með athugasemd. Tilfinningaleg útrás Talið berst að tilfinningalegi’i útrás fólksins sem tjáir sig í Kvöldsögunum og blaðamaður slær því fram, að umsjónarmenn- irnir hljóti að taka álagstoppa af fólki og spyr hvort sálfræðing- ar hafi nokkuð rætt við þá um þetta. „Nei, við hugsum ekki um þetta á neinum faglegum braut- um. Þetta eru bara Kvöldsögur. En þær eru örugglega miklu merkilegri en margir gera sér grein fyrir. Það er ekki spurning að þetta hjálpar mörgum. Þarna hringir inn fólk sem hefur ekki Eiríkur Jónsson segir að í Kvöld- sögum tali fólk oft um það sem það hefur engum sagt frá getað talað um ákveðna hluti við nokkurn mann. Oft er um átak- anleg mál að ræða.“ Blaðamaður skýtur því inn að hann hafi heyrt að Eiríkur geti fengið konur til að opna sig um ótrúlegustu hluti. „Ekki bara kvenmenn," segir hann graf- alvarlegur. „Það hafa hringt karlmenn, sem hafa farið að gráta yfir einhveiju sem hefur legið þungt á þeim og þeir aldrei rætt um við neinn.“ Hann verður hugsi smástund, segir svo: „Það er svo skrýtið, að fólk hefur á tilfinningunni að það sé að ræða einkasamtal, svo eru kannski 28 þúsund manns að hlusta." — Hvert er minnisstæðasta samtalið? „Ja, þetta eru svo ótalmörg samtöl sem maður hefur átt. Þó var það einu sinni að í þætti var umræðuefnið „slysið þitt.“ Það eru til alls konar slys, beinbrot, bílslys og ég veit ekki hvað. Nema það hringir maður og hann segir: „Ég skaut besta vin minn.“ — Eiríkur horfir alvarlegur á blaðamann. „Hvernig bregst maður við í beinni útsendingu? Maður talar við viðkomandi. Það kom á daginn að þessi óham- ingjusami maður hafði ungur verið að handfjatla byssu og skot hafði hlaupið úr henni með fyrr- greindum afleiðingum." Við sitjum þögul smástund. „Getur þetta ekki verið erfitt andlega? Nú eru þætirnir oft full- ir af vandamálum fólks. Tekurðu þau ekki inn á þig?“ „Nei, það er sjaldnast," svarar hann, „ekkert frekar en daglegt amstur. Ef ég tæki öll vandamál- in inn á mig væri ég dauður. Maður lærir að hrista þetta af sér.“ Stemningin hefur allt að segja Eiríkur segir að í hveijum þætti þurfi að ná upp stemningu. „Ef stemningin er engin verður þátturinn að engu og fólk hlustar til einskis. Það er annars furðu- legt hvernig svona þáttur byggist upp. Þegar ekkert ákveðið mál- efni er á dagskrá byijar maður á því að leyfa fólki að tala um eitthvað. Svo kemur kannski einn með umræðuefni sem vekur at- hygli og allt í einu er símaborðið logandi. Þegar líða tekur á seinni helminginn finnst fólki það verða að koma sínum skoðunum og sinni sögu á framfæri. Fólk fær útrás og það er hluti af stemning- unni. Það væri örugglega hægt að halda áfram til kl. 4 eða 5. En Kvöldsögur eru bara í klukku- tima Svona er það.“ í Kvöldsögum í kvöld segir Eiríkur að umræðuefnið verði grátur. „Ég er viss um að margt fólk hefur ekki talað um grátur. Það er hægt að tala um fyrsta gráturinn, þann lengsta eða stysta. Eða hvað kemur fólki til að gráta. Það er alltaf svo að einhver kemur með sögu sem kveikir í öðrum og svo leiðast umræðumar oft út í eitthvað annað en beinan grátur, eitthvað sem tengist gráti óbeint. Það góða við þessa þætti er að fólk fær útrás fyrir eitthvað sem það hefur ekki fengið að tala um áður, því það hafa allir þörf fyrir að segja frá sjálfum sér.“ 16.00 Reykjavík síödegis. Hailgrímur Thorsteinsson og SteingrimurÓlafsson. Mannamál kl. 16. Frétt- ir kl. 17 og 18. 18.05 Landsíminn. Bjarni Dagur Jónsson tekur púlsinn á mannlífinu og ræðir við hlustendur. 19.19 Fréttir. 20.00 Kristófer Helgason. 23.00 Kvöldsögur. Umsjón Eiríkur Jónsson. 24.00 Næturvaktin. Björn Þórir Sigurðsson. EFF EMM FM 95,7 7.00 í morgunsárið. Sverrir Hreiðarsson. 9.00 Morgunþáttur. Águst Héðinsson. 12.00 Hádegisfréttir. 12.10 Valdís Gunnarsdóttir. Tónlist og getraumr. 15.00 ivar Guðmundsson. Stafaruglið. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Gullsafnið. Ragnar Bjarnason. 19.00 Halldór Backman. Kvöldmatartónlistin. 22.00 Ragnar Már Vilhjálmsson. 1.05 Haraldur Jóhannsson. 5.00 Náttfari. HUÓÐBYLGJAN Akureyri FM 101,8 17.00-19.00 Pálmi Guðmundsson fylgir ykkur með góðri tónlist. Tekið á móti óskalögum og afmæl- iskveðjum í sima 2771 1. Fréttir frá fréttastofu Bylgjunnar/Stöð 2 kl. 18.00. SÓLIN FM 100,6 7.30 Ásgeir Páll. 11.00 Karl lúðvíksson. 15.00 Jóhann Jóhannesson. 19.00 Ragnar Blöndal. 22.00 Kiddi Stórfótur. 1.00 Nippon Gakki. ÚTRÁS FM 97,7 16.00 Iðnskólinn í Reykjavík. 18.00 FB. 20.00 Kvennaskólinn. 22.00 MR. 1.00 Dagskrárlok. Gárur L eftir Elínu Pálmadöttur Tflumræðu Oánægja með það sem maður hefur er yfirleitt tilkomin af því að mað- ur telur sig vita að aðr- ir hafi það betra einhvers staðar. Eina rós höfum við haft í hnappagatið umfram aðrar þjóð- ir. Osjaldan getað montað okkur svolítið þegar fróðleiksfúst fólk kemur að spurningunni: Er þá ekkert atvinnuleysi hjá ykkur? í nágrannalöndunum brennur hún á tungu af því að þar er glimt við þetta skrýmsli, sem ekkert virðist vinna á þótt reynt sé að höggva á einhvern hausinn. 4,9% atvinnuleysi í Noregi, 5,4% í Sví- þjóð, 9,5% í Finnlandi og 10,3% í Danmörku og í löndum Efna- hags- ög framfarastofnunar Evr- ópu reiknað með 9,3% atvinnu- leysi í ár. í augum slíks fólks virðist það jafnvel lúxus að geta unnið eins mikið og maður vill og orkar. Jafnvel verið í tveimur störfum til að geta veitt sér meira en maður hefur efni á. Við kvörtum aftur á móti gjarnan undan of miklu vinnuálagi. Nú þegar rúmið í viðkomandi grein er lítið orðið, er eitt af því sem lönd með atvinnuleysi beita sér fyrir. Þessi óværa sem að sækir, eins og svo mörg önnur óþægindi nú um stundir, hefur vakið upp spurn- ingar. Og það sem meira er um vert umræður. Háskólafólk var fljótt að taka við sér með ráð- stefnu um nýsköpun mennta- manna og tengingu náms við atvinnulífið, sem lítið hefur farið fyrir fyrr. Enda augljóst að í mörgum greinum verður illa rúm fyrir þá sem kjósa að mennta sig í þær. Og þó! Hveijum skyldi hafa dottið í hug að á sl. áratug yrði rúm fyrir 600% fjölgun lista- manna mælt í ársverkum, 80% fjölgun ársverka við leiklist og hljðmsveitir og 70% við útvarp og sjónvarp meðan aðeins varð 19% fjölgun á heildarvinnuafli í landinu, eins og segir í frétt sem Tíminn hefur unnið upp úr vinnuaflsskýrslum Hag- stofunnar. Og þótt íslending- um yngri en 25 ára hafi ekkert fjölgað, þá hafa 37«/0 ársverk við 23% við erum farin að sjá framan í skrýmslið, búist við 3-4% at- vinnuleysi, hrekkur maður við. Einkum við að hitta fullorðið fólk og góða starfskrafta á sínum stað í áratugi og allt í einu at- vinnulaust. Skyldi hér byijað það sem horfa má upp á víða erlend- is. Þegar allt unga fólkið kemur úr námi út á vinnumarkaðinn án þess að fá nokkuð að gera, þá herðist atgangurinn að ýta frá þeim sem fyrir eru. Undan þrýstingnum stundum verið tekið til bragðs að setja fólk fýrir allar aldir á eftirlaun til að rýma til, undir öðrum formerkjum. Enda nýir og óreyndir starfskraftar venjulega ódýrari. Kannski skiljanlegt t.d. í landi eins og Frakklandi þar sem 180 þúsund ungar manneskjur koma á hveiju ári út á ofsetinn vinnu- markað. Líkt og aðrir hafa Frakkar með rýrum árangri verið með átak með hlunnindum og léttari sköttum á ný fyrirtæki og með að skapa svokölluð „petits boulots“, eða ríkisgreidd smá- störf handa ungu fólki þau 2 ár að meðaltali sem það fær ekki vinnu. Getur þá verið að hugsa um gamalmenni, þrífa, rækta eða hreinsa garða og götur. Þetta síðasta með þeim formerkjum að það fari verst með fólk að sitja heima án þess að hafa nokkuð að iðja. Ætli þar gildi ekki sama um fullorðna fólkið? I slíkum löndum heyrir maður um eða rekst á fólk sem eftir langa skólagöngu verður að láta sér nægja hvaða starf sem er. Lendir t.d. á leigubílstjóra með háskólapróf í New York. Voða- legt, er auðvitað fyrsta viðbragð. Svo vaknar spurningin: Er mað- urinn í bílstjórasætinu í raun verr settur með að vera vel menntaður en ómenntaður leigu- bílstjóri? Líklega a.m.k. óánægð- ari? Endurmenntun þegar svig- kennslu í skólum aukist um 125% í háskólum, 77% í menntaskólum, 28% í grunnskólum og 22% í sér- skólum. Ætli verði ekki fyrst og fremst þörf mikillar endurmennt- unar og ómælds sveigjanleika í framtíðinni, sem unga fólkið er um þessi mál ræddi í sjónvarps- þætti sýndist raunar hafa. Það var uppörvandi. Auðvitað lítum við á atvinnu- missi sem mesta hugsanlegt böl. Ekki er það þó algilt. Rifjast upp viðtal við uppfinningamanninn Eggert Briem er hann flutti heim. Eggert hafði fyrstur flugpróf á íslandi og var flugmaður í Bandaríkjunum í kreppunni. „Þá missti ég vinnuna," sagði hann. Bætti svo við: „Það var það besta sem fyrir mig hefur komið." Blaðamaðurinn varð eitt spurn- ingarmerki. „Já, þá varð ég at- vinnulaus.“ Ekki minnkaði undr- unin. „Jú, þá hafði ég ekkert annað að gera en að sitja inni á bókasöfnum og grúska." Og upp úr því fór hann „að leysa vanda- mál“, eins og hann vildi orða það og efnaðist af því að finna upp það sem þörf var fyrir í iðnaðin- um. Ekki hafa margir slíka sögu að segja eða geta unnið svona úr áföllurtum. En þessari sögu úr gömiu við- tali skaut upp í hugann þegar ég eftir lestur á óhugnanlegum atvinnuleysistölum heyrði í bíln- um mínum þáttastjóra í útvarpi orða það eitthvað á þá leið í kynn- ingu á gerð minjagripa, að hing- að til hefði einkaframtakið eitt ráðið þar lögum og lofum. Tónn- inn neikvæður. Ég hugsaði: í þessari grein virðist svigrúm fyr- ir einhvern hugvitsaman og lag- hentan einstakling til að bæta sér upp vinnumissi. Kannski eru matarholurnar fleiri, einmitt fyrir fólk með jákvætt einstaklings- framtak og sveigjanleika. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.