Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1992 Áherslur launþegasamtaka í velferðarmálum; Lántaka kemur ekki til greina - segir Jón Baldvin Hannibalsson ALÞÝÐUSAMBAND íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Kennarasamband íslands kynntu í gær stjórnvöldum sameiginleg áhersluatriði samtakanna í velferðarmálum. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, segir að svar stjórnvalda muni liggja fyrir eftir helgi, en það sé ljóst að aðgerðir sem leiði til aukinnar lántöku hins opinbera komi ekki til greina, þar sem það stangist á við markmið um stöðugleika, atvinnuöryggi og lækkun vaxta. Hins vegar sé ríkisstjórn- in að sjálfsögðu reiðubúin til þess að fara ofan í saumana á gagnrýnis- atriðum, ef sýnt væri fram á með rökum að einhverjir hópar hefðu orðið sérstaklega fyrir barðinu á sparnaðaraðgerðum stjórnvalda, en sem kunnugt væri hefði þess verið gætt við gjaldtöku vegna þjónustu að hlífa sérstaklega barnafjölskyldum, öldruðum og öryrkjum. í dag munu samninganefndir launþegasamtakanna hittast og í kjölfarið munu opinberir starfsmenn funda með Samninganefnd ríkisins og Al- þýðusambandið með vinnuveitendum. „Við kynntum þessi atriði og sögð- um að við væntum þess að það yrði komið til móts við okkur,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB í samtali við Morgunblaðið. „Við skýrðum hvemig stæði á því að menn hefðu farið fram með kröf- ur um kaupmáttaraukningu á mjög lágum nótum. Það væri vegna þess að fólk vildi standa vörð um velferð- arkerfið og fyrst láta bæta hag þeirra sem hefðu orðið fyrir mestri skerð- ingu en mættu jafnframt minnst verða fyrir henni, sjúklingar og barnafólk," sagði hann ennfremur. Hann sagði að þau væntu þess að vel yrði tekið á þessu erindi. Þau legðu megináherslu á heilbrigðismál- in, þ.ám. að ekki yrði tekið gjald af þeim sem kæmu á heilsugæslustöðv- ar eða til heimilislækna. Hámark verði sett á greiðslur vegna læknis- og lyíjakostnaðar, greiðslur vegna krabbameinsleitar verði felldar niður og flatur niðurskurður á sjúkrahús- um komi ekki niður á þjónustustigi. Flugleiðir hf.: Tap af iniianlandsflug1- inu 144 milljónir í fyrra TAP af innanlandsflugi Flugleiða varð alls um 144 milljónir króna árinu 1991 sem er um 12% af veltu þess. Á aðalfundi félagsins í gær kom fram að afkoma innanlands- flugsins hefði verið með öllu óvið- unandi undanfarin ár og eitt þýð- ingarmesta verkefni félagsins nú væri að snúa þessu tapi í hagnað. í ræðu sinni benti Hörður Sigur- gestsson, stjómarformaður félags- ins, á að samgönguyfirvöld hefðu ákveðið að koma á samkeppni á stærstu flugleiðum innanlands. „Þessi samkeppni verður aukin um næstu áramót þegar Flugleiðir missa sérleyfi sitt til flugs til Akureyrar, isafjarðar og Egilsstaða og takmörk- uð samkeppni verður heimiluð á flug- leiðum þangað. Nú þegar er tak- mörkuð samkeppni á flugleiðunum „Efnisatriði þessara tillagna voru að taka til baka veigamikla þætti í sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnarinn- ar, auk tillagna um skatta-, hús- næðis- og skólamál," sagði Jón Bald- vin Hannibalsson, utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið. „Svörin voru þau að við ríkjandi kringum- stæður væri það mat stjórnvalda að meginmarkmiðin sem keppa ætti að væri að forða atvinnuleysi, treysta atvinnuöryggi og veija kaupmátt, einkum hinna lægstlaunuðu, þrátt fyrir versnandi ytri skilyrði. Það væri yfirlýst og yfii-veguð stefna rík- isstjómarinnar að þetta væri best gert með því að varðveita og treysta stöðugleika í efnahags- og atvinnu- lífi okkar, að ná settum markmiðum með að halda verðbólgu undir verð- bólgustigi grannlanda og renna þannig stoðum undir stöðugt gengi. Þetta væri forsenda þess að unnt væri að lækka vexti sem allir aðilar legðu höfuðáherslu á að kæmi að bestum notum skuldugum fyrirtækj- um og heimilum," sagði Jón Baldvin. Morgunblaðið/KGA Edward A. Notter og Christian Roth forstjóri ÍSAL á fundi með Jóni Sigurðssyni iðnaðarráðherra í gærmorgun. Edward A. Notter framkvæmdastjóri Alusuisse: Setjum Landsvirkj- un enga afarkosti Telur óskir Alusuisse um lækkun orkuverðs sanngjarna í ljósi slæmrar afkomu og markaðsaðstæðna til Vestmannaeyja og Húsavíkur." Hörður greindi frá því að félagið hefði þegar hafið undirbúning að stefnumótun innanlandsflugs sem yrði kynnt síðar á þessu ári. „Leiða má líkur að því að dregið verði úr flugi stórra véla á borð við Fokker- 50 til smæstu staðanna en hugað að því að fá í staðinn minni vélar. Sennilega yrði það gert með sam- starfi við minni flugfélög sem hafa sérhæft sig í rekstri minni flugvéla." Sjá nánar í frétt á miðopnu. EDWARD A. Notter framkvæmdastjóri hráefna- og málmsviðs Alusu- isse, móðurfyrirtækis ÍSAL í Straumsvík, er staddur hér á landi, m.a. í þeim tilgangi að ræða við forsvarsmenn Landsvirkjunar um mögu- leika á tímabundinni lækkun raforkuverðs sem ISAL greiðir til Landsvirkjunar. Hann sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær- kveldi vera ánægður með þá fundi sem hann átti í gær með Jóni Sigurðssyni iðnaðarráðherra og dr. Jóhannesi Nordal, formanni stjórnar Landsvirkjunar. Engin niðurstaða hefði fengist í málaleitan hans, en hann væri bjartsýnn. hveijir möguleikar væru á því að félagar okkar hér, sem við greiðum 1,2 milljarða króna á ári fyrir raf- orkuna, lækkuðu verðið tímabund- ið, vegna erfiðrar stöðu okkar,“ sagði Notter. Notter kvaðst ekki hafa búist við neinni endanlegri niðurstöðu í þess- um viðræðum, en hann kvað við- ræðumar í gær hafa verið mjög jákvæðar og hann ætti von á því að frekari viðræður færu fram á milli Landsvirkjunar og dr. Christ- ians Roth, forstjóra ÍSAL. Notter var spurður hvert yrði næsta skrefið af hálfu Alusuisse, hvað varðar álbræðsluna í Straums- vík, ef endanlegt svar Landsvirkj- unar við óskum Alusuisse yrði nei- kvætt: „Sennilega géram við ekki nokkum skapaðan hlut, ef svo fer, annað en reyna að herða sultarólina enn frekar og vona að efnahagsað- „Það var ekki einungis raforku- verðið sem dró mig til Islands þessu sinni, heldur er heimsókn mín nú hluti af hefðbundnum störfum mín- um sem framkvæmdastjóri hrá- efna- og málmsviðs Alusuisse," sagði Notter. Hann kvaðst vissu- lega hafa viljað nota tækifærið til þess að hitta góðkunningja sinn Jóhannes Nordal og ræða við hann um raforkuverðið og markaðsað- stæður áliðnaðarins í Evrópu og þau áhrif sem offramboð áls frá Rúss- landi hefði á markaðinn. „Vegna markaðaðstæðna erum við að beijast við umtalsverðan tap- rekstur hér sem annars staðar og í ljósi 25 ára samstarfs við íslend- inga taldi ég mér það rétt og skylt að upplýsa iðnaðarráðherra Islands um stöðu mála hjá ÍSAL og að ræða við Jóhannes Nordal og Landsvirkjun um það hvort ein- stæður fari batnandi. Það má á engan hátt líta á þessar viðræður mínar við ráðamenn hér á landi á þann veg að íslendingum hafi verið settir einhveijir afarkostir - síður en svo,“ sagði Notter. Notter var spurður hvort þessar óskir Alusuisse um lækkun raforku- verðs til Landsvirkjunar gætu talist réttmætar í ljósi þess að ÍSAL greiddi að meðaltali 27% lægra raf- orkuverð en tíðkaðist um álbræðsl- ur annarra landa á fijálsum mark- aði: „Ég get ekki tjáð mig um þá tölu sem þú varpar þarna fram, en ég veit að við höfum góðan raforku- samning við Landsvirkjun í saman- burði við raforkuverð t.d. í Þýska- landi og á Spáni, sem er auðvitað ástæða þess að við hófum álfram- leiðslu hér á landi. Frönsk raforku- yfírvöld hafa nýlega gert áliðnað- inum þar í landi mjög hagstæð raf- orkuverðstilboð vegna markaðs- aðstæðna. Við erum augljóslega að framleiða ál með það að markmiði að geta talist samkeppnishæfir. í ljósi aðstæðna í dag setjum við því fram óskir um tímabundna lækkun og með hliðsjón af því hveijar þær eru, tel ég óskir okkar vera sann- gjarnar," sagði Edward A. Notter. Brenna lýsi vegna skorts á svartolíu Síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði hafa þurft að brenna lýsi vegna mikils svart- olíuskorts að undanförnu. Þórhallur Jónasson rekstrar- stjóri verksmiðjunnar sagði að að þetta ástand hefði verið viðvarandi í vetur. Verksmiðjan átti von á svart- olíusendingu í gær sem duga á í fímm sólarhringa. Þórhallur sagði að þetta hefði ekki komið niður á rekstri verksmiðjunnar enn. „Þejta er búið að vera allt á tæp- asta vaði og við þurft að brenna kjamalýsi til að ná endum sam- an. Þetta er óvenjulegt en það hefur verið tæpt með svartolíuna Lallan vetur,.“ sagði Þórhallur- Fullyrt að undirboð á íslenskum saltfiski eigi sér stað í Suður-Evrópu: Get ekki keypt fisk á venju- legu verði við þessar aðstæður - segir Mario Rotllant, forstjóri Copesco VIÐSKIPTAVINIR Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda telja sig ekki geta keypt saltfisk nú á venjulegu verði og geymt hann yfir sumar- mánuðina til að selja í haust í ljósi þess að verið sé að bjóða sambæri- legan saltfisk á markaði á Spáni frá öðrum íslenskum framleiðendum á mun lægra verði. Hafa þeir krafist þess að SÍF lækki verð til samræmis. saltfíski, þrátt fyrir að aðalsölutími físksins á Spáni hefjist ekki fyrr en í nóvember og neyslan sé mest yfír jól og páska. „Við höfum venjulega orðið við óskum um að kaupa fiskinn á íslandi síðla vetrar og geyma hann í kæligeymslum fram á haust þegar aðalsölutíminn fer í hönd. En í þetta sinn er ég ekki viss um að við náum slíkum samningum í fyrsta skipti í mörg ár. Þá yrði ég að hafa trygg- ingu fyrir því að verð sé stöðugt allt Einn af stærstu viðskiptavinum SÍF er fyrirtækið Copesco í Barcel- ona, sem hefur keypt um 25% af þeim fiski sem SÍF selur til Spánar. Að sögn Marios Rotliants, forstjóra Copesco, hefur fvrirtæki hans keypt íslenskan saltfisk í 140 ár og haft af því mjög góða reynslu. Og þar sem íslenski saltfiskurinn sé sá besti á Spáni sætti fólk sig við að hann sé örlítið dýrari en fiskur frá öðrum. Hann sagðist venjulega koma til 20% lægra verði en besta verð sem ég get boðið,“ sagði Rotllant. Hann sagðist hafa séð blaðaviðtal við íslending um spánska saltfisk- markaðinn, og átti þar við viðtal í DV við Jón Asbjömsson saltflskút- flytjanda, sem hefur leyfi frá utanrík- isráðuneytinu til að selja saltfiskflök á Spáni. í viðtalinu segir Jón að umboðsmaður hans á Spáni fái betri fisk og greiði hærra verð fyrir hann og geti því varla selt hann ódýrar á Spáni en SIF-fiskurinn sé seldur. Rotllant sagði að annaðhvort vissi Jón ekki hvað umboðsmaður hans á Spáni væri að gera, eða segði hrein- lega ósatt. því hann hefði sannanir fyrir því að þetta fyrirtæki byði salt- flsk á 20% lægra verði en hann gæti boðið best. íslands um þetta leyti árs í lok vetrar- árið og ekki sé_ verið að selja nýjan _„Þ»ð er ljóst að við þessar aðstæð- um SIF. veifíðár til að gánga frá kaupiim á íslénskan sáltfisk á Sþáni í ha'ust á úr gét ég ékki kéýþt fisk hér á sámá verði og venjulega; ég get ekki keppt við það verð á Spáni sem aðrir íslend- ingar eru að bjóða þar nema kaupa fiskinn ódýrar hér. Af þessum ástæð- um verðum við nú að bíða um stund og sjá til hvernig þróunin verður. Eg veit að þetta á eftir að valda erfiðleikum víða á íslandi, því lítil sjávarsamfélög geta varla beðið fram í október að selja físk sem er verið að verka nú. En ég verð að hugsa um mína hagsmuni, og ef íslending- ar eru selja öðrum mun ódýrari fisk verð ég að reyna að fá sambærilegt verð frá þeim sem ég kaupi af,“ sagði Rotllant Sigurður Haraldsson, fram- kvæmdastjóri SÍF, sagði við Morgun- blaðið, að svipuð afstaða og Rotllant lýsir komi fram í öllum markaðslönd-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.