Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1992 Póstur og sími: Ljósleiðarasamband til Egilsstaða opnað STAFRÆNT ljósleiðarasamband til Egilsstaða var opnað í gær og við það fjölgar símalínum til Egilsstaða um 19 og um 11 til Reyðar- fjarðar og verða þá 75 línur á ijósleiðara og 50 línur á örbylgju frá Egilsstöðum og 30 á ljósleiðara og 10 á örbylgju frá Reyðarfirði til Reykjavíkur. Að sögn Ólafs Tómassonar, pósts- og símamálastjóra, er þessi fjölgun símalina aðallega vegna ljósleiðarasambandsins, en örbylgja verður notuð áfram vegna öryggis og fer Ijósleiðarasam- bandið frá Egilsstöðum í gegnum Akureyri til Reyýavíkur ásamt örbylgju auk þess sem örbylgja verður í gegnum Höfn til Reykjavíkur. Ólafur segir að með Ijósleiðara- sambandinu aukist gæði mikið og fyrir þá sem t.d. séu með gagna- sendingar eða tölvuviðskipti sé þetta mjög mikil breyting. Hann segir að talsambandið sé suðlaust og að það sé eins og að tala innan- bæjar með komu ljósleiðarasam- bandsins. Póstur og sími hefur unnið að því undanfarin ár að leggja ljósleið- arasamband frá Reykjavík norður og síðan austur. „Það eina sem nú vantar upp á að slíkt samband sé alla leið frá Reykjavík á Austfirði er að enn er stafrænt radíósamband frá Reykjavík til Akraness, en hins vegar verður sæsími lagður yfir Hvalfjörðinn í sumar. Einnig verður ljósleiðari lagður á Vestfirðina í ár,“ segir Ólafur. Ennfremur segir hann að næst verði hringnum suður um lokað, en ljósleiðarasamband er nú þegar komið frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði og því megi búast við að á næsta ári verði slíkt samband komið á hringinn í kring um landið. „Á leiðinni eru margir fírðir, sem verður að brúa, og til þess þarf sæstrengi, sem verða lagðir nú í ár. Ljósleiðarasambandið hefur gíf- urlega mikla flutningsgetu og stór- eykur öryggi alls langlínukerfisins í landinu," segir Ólafur. Hann segir á þessu ári verði staf- rænar stöðvar teknar í notkun á Eskifirði, Vopnarfirði og í Borgar- firði eystri og að á þeim stöðum á Austfirðum, sem eftir séu, verði stöðvar teknar í notkun á næsta ári. Hann segir að stafrænu stöðv- arnar séu afkastameiri og geti af- greitt fleiri samtöl samtímis auk þess sem gæðin séu mun meiri. Hann bætir því við að með þessari þróun séu mun minni líkur á að heilu sveitimar verði símasam- bandslausar. Utflutningur Færeyinga á karfaflökum: Ber ekki saman við upp- lýsingar í Þýskalandi - segir framkvæmdastjóri Aflamiðiunar SKÝRINGUM Færeyinga á því magni af karfaflökum sem þeir segjast hafa sent á Þýskalandsmarkað til sölu í þessari viku ber ekki saman við upplýsingar Aflamiðlunar í Þýskalandi. Vilhjálmur Vilhjálmsson hjá Aflamiðlun segir að hann hafi haft samband við Færeysku Fiskisöl- una og þar fengið þær upplýsingar að þeir hafi sent 50 tonn af flökum til Þýskalands en aðrir aðilar í Færeyjum sent 15 tonn. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gærdag er talið að magn karfaflaka frá Þýska- landi hafi verið 150 tonn en þeir sögðust ætla að senda 50 tonn. Upp- lýsingar frá dönskum umboðsmanni virðast styðja upplýsingar Afla- miðlunar. Aðalstræti 6 og 8. Tímamót hjá Trygg- ingamiðstöðinni hf. Tryggingamiðstöðin hf. sem er 35 ára um þessar mundir hefur nú flutt afgreiðslu sína á jarðhæð Aðalstrætis 8 og á hluta jarð- hæðar Aðalstrætis 6. Framvegis verða söludeild, gjaldkerar og afgreiðsla korthafatjóna á jarðhæð Aðalstrætis 8. Á jarðhæð Aðalstrætis 6 verður afgreiðsla ökutækja- og slysa- tjóna. Yfirstjórn Tryggingamið- stöðvarinnar hf. verður ásamt at- vinnurekstrartryggingum, farm- og skipatryggingum og bókhaldi áfram á 6. hæð Aðalstrætis 6. Skrifstofa Tryggingamiðstöðvar- innar hf. er opin daglega frá kl. 8.30-16.30. Friðriks Þórs beðið með eftirvæntingu í Rouen Rouen. Frá Elínu Pálmadóttur blaðamanni Morgunbladsins. EFTIR fyrstu 5 dagana höfðu 9.000 manns þegar sótt kvikmyndasýning- ar á 5. Norrænu kvikmyndahátiðinni í Rouen sem var opnuð við hátið- lega athöfn miðvikudag í síðustu viku og allan sunnudaginn voru sýn- ingar hátíðarinnar fyrir fullum húsum i 6 bíóum. Áhuginn hefur verið ótrúlega mikill á íslensku myndunum bæði nýjum og gömlum. Börn náttúrunnar var sýnd hér fyrsta kvöldið og auðheyrt er að Friðriks Þórs Friðrikssonar er beðið hér með eftirvæntingu af kvikmyndafólki og að orðstír hans hefur hækkað mjög við útnefninguna til Oskarsins. Auk Barna náttúrunnar er Ryð eftir Lárus Ýmis Óskarsson önnur ís- lenska keppnismyndin í hópi 10 úrvalsmynda en Hvíti víkingurinn eft- ir Hrafn Gunnlaugsson er önnur norska myndin í keppninni. 7 verð- laun verða veitt við hátíðlega athöfn á laugardag. Morgunblaðið hafði samband við eina af dönsku umboðsskrifstofunum sem boðið hafa karfaflök til sölu á Iágu verði í Þýskalandi þessa viku. Heitir hún Ghris Fisk og er staðsett í Hanstholm. Hjá forráðamönnum hennar kom fram að öllum dönskum umboðsaðilum hefði verið boðið mik- ið magn af karfaflökum frá Færeyj- um á mjög hagstæðu verði. Töldu þeir magnið ekki undir 100 tonnum í þessari viku. Chris Fisk fékk aðeins lítinn hluta af þessu magni til endur- m sölu í Þýskalandi en bauð flökin þar á 5.40 mörk kílóið eða sem svar- ar 65 krónum fyrir kíló af heilum karfa. Aðspurðir um þetta lága verði sögðu forráðmenn Chris Fisk að hið SIGRÍÐUR Ingvarsdóttir, fulltrúi Sotheby’s á íslandi, segir að það hafi ekki komið sér á óvart að málverk þeirra Jóns Stefánssonar og Jóhannesar Kjarvals, sem boð- in voru upp hjá Sotheby’s í fyrra- dag, hafi ekki selst þar sem is- lensk myndlist sé óþekkt erlendis. Byggingar- vísitalan hef- ur hækkað um 3,3% á árinu VÍSITALA byggingarkostnaðar hefur hækkað um 0,1% frá miðj- um febrúar fram í miðjan mars og er 187,2 stig samkvæmt út- reikningum Hagstofunnar. Þessi vísitala gildir fyrir aprílmánuð. Byggingarvísitalan hefur hækk- að um 3,3% síðustu 12 mánuði. Síðustu þijá mánuði hefur vísitalan lækkað um 0,1%, en það samsvarar 0,4% lækkun á heilu ári. hagstæða verð sem þeim bauðst hafi gert þeim kleyft að bjóða þetta verð en einnig verði að hafi í huga að um frekar smá flök var að ræða, eða 80-100 grömm að stærð. Vilhjálmur Vilhjálmsson segir að það sé erfitt fyrir þá að meta hver sé sannleikurinn í þessu máli en sam- komulag það sem gert var um upp- lýsingaskipti er á milli Aflamiðlunar og Færeysku Fiskisölunnar sem er Iangstærsti útflytjandi á karfa frá Færeyjum. „Við gerum okkur vonir um að hér eftir faí við réttar upplýs- ingar um karfaútfluting þeirra enda er ég sannfærður um að það sé báð- um aðilum til góðs,“ segir Vilhjálmur. Hún bendir á að einungis helming- ur listaverkanna á uppboðinu hafi selst. Sigríður segir að sömu lögmál gildi á listaverkamarkaðnum erlendis og á öðrum mörkuðum, til dæmis á hlutabréfamarkaðnum. Fólk kaupi yflrleitt ekki verk sem það þekki ekki og íslensk myndlist sé óþekkt erlendis. „Jón Stefánsson og Jóhannes Kjarval voru einu listamennimir sem kynna þurfti sérstaklega á uppboðinu og það segir sína sögu,“ segir Sigríð- ur og bætir við að það sé auk þess mjög algengt að verk seljist ekki á fyrsta uppboði. Slíkt hafi gerst með norræna myndlist þegar verið var að kynna hana á síðasta áratug. Hún segist ekki mæla með því að málverkin verði sett aftur á uppboð í bili. Helst segir hún að líða þurfí að minnsta kosti tvö til þijú ár frá þvf að verk sem ekki hefur selst á uppboði sé boðið upp aftur. Sigríður segir að það geti tekið langan tíma að kynna íslenska mynd- list erlendis en innan skamms verði sýning á vegum Sotheby’s á íslensk- um verkum sem sé liður í að stuðla að þessari kynningu. Kvikmyndamenn, svo sem Bengt Forslund framkvæmdastjóri Nordisk fílm fond, segja að kvikmyndahátiðin í Rouen sé mikilvæg fyrir norrænar kvikmyndir, því þetta sé önnur af 2 sem einbeiti sér að Norðurlöndum, sem vilji drukkna á stóru hátíðum og hún opni norrænum myndum franska markaðinn og fleiri. Þessi kvikmyndahátíð er miklu viðameiri og stærri en ég átti von á og verður æ stærri. Auk keppnismyndanna 10 sem margar eru stórgóðar eru sýnd- ar Norðurlandamyndir í ýmsum grúppum. Einu Eistrarsaltslandi er boðið í þetta sinn, Lettland, og þykir blaðinu Herald Tribune mestur feng- ur í að með þeim komu hinar sígildu myndir Sergeis Eisensteins sem var fæddur í Riga. Ingrid Bergman er heiðruð með sýningu á hennar sænsku myndum frá 1932 til 1939 og ljósmyndasýningu. Margt fleira athyglisvert er í kring um hátíðina. Herald Tribune vekur líka athygli á hinu íslenska „panorama" en í því eru kynntar íslenskar myndir allt frá Höddu Pöddu Guðmundar Kambans og fram á okkar daga. Þessi þögla mynd þykir merkilega góð. Ég hitti mann þar sem var búinn að sjá allar íslensku myndirnar á sýningunni nema Ryð, þ.e. Land og synir, Óðar feðranna, GÍsla sögu Súrsonar, Skila- boð til Söndru, Skyttumar, í skugga hrafnsins, dokument myndina um Vestamannaeyjar eftir Sólvegu Ánspach og-til viðbótar í flokki stutt- mynda Ókunn dufl eftir Sibba Aðal- steinsson. Tilheyrandi íslenska hlutanum voru teknar til sérstakrar sýningar tvær sígildar franskar myndir um frönsku fiskimennina Pécheur d’Is- land eftir sögu Pierres Lotis, þögul mynd frá 1924 og önnur frá 1933 og boðið upp á umræður á eftir við Elínu Pálmadóttur frá íslandi og Jean LeMeur frá Paimpol. í því sam- bandi setti bókabúðakeðjan FNAL upp sýningu á ljósmyndum frá þeim tíma og Ljósmyndasafninu í Reykja- vík og Paimpol og efnt til umræðna í fullum fyrirlestrasal við Elínu. Ágúst Guðmundsson sem hér er vegna sýninga á tveimur af sínum myndum sat líka fyrir svörum um íslenska kvikmyndalist hjá FNAL og eftir sýninguna á Gísla sögu um miðnætti. Það kemur mér á óvart hve íslandi er gert hátt undir höfði og hve áhuginn er almennur á öllu íslensku. Líka í blöðum þar sem myndimar eru vel kynntar og viðtöl við Elínu og Ágúst, sVo og Knut Hallsson ráðuneytisstjóra í Mennta- málaráðuneytinu sem var m.a. við hina hátíðlegu opnunarhátíð. En samkeppnin er mikil og gestir hafa úr mörgu að veljá. M.a. er hér norsk myndlistarsýning, höggmyndasýning o.frv. Spenningurinn verður þó mestur þegar líður á vikuna og úrslitunum. I dómnefnd er þekkt fólk; Dominique Pinon leikkonan úr Delictessen, Emqnuelle Riva þekkt úr Hirosima mon amour, rithöfundurinn Maurice Pons, leikstjórinn Susanne Schiff- mann og píanóleikarinn Michel Ber- off. Hefur valið þótt takast vel. Danska myndin Babettes Gæstebud fékk verðlaunin á fyrstu hátíðinni, þá óþekkt og fékk strax byr. Loks má geta þess að Sigríður Hagalín hefur verið boðin á lokahátíðina sem segir líklega að Börn náttúrunnar eru a.m.k. í sigtinu. -----» ♦ ♦--- Samvinnubankinn: Avöxtunar- krafa hús- bréfa lækkar Verðbréfaviðskipti Samvinnu- bankans hafa lækkað ávöxtun- arkröfu húsbréfa um 0,05 pró- sentustig úr 7,75% í 7,70%, en það jafngildir 16,3% afföllum með öllum kostnaði. Þorsteinn Ólafs, framkvæmda- stjóri Verðbréfaviðskiptánna, sagði að framboð væri ekki mikið á hús- bréfum. Eftirspurnin væri hins veg- ar mikil og færi vaxandi. Þess vegna væri ávöxtunarkrafan lækk- uð enn frekar, en hún hefur verið á niðurleið að undanförnu. -----» ♦ ♦--- Leiðrétting Á forsíðukorti viðskiptablaðs í gær yfir stærstu hluthafa Flugleiða voru tvær prentvillur í tölum um hlut Líf- eyrissjóðs verslunarmanna og Burða- ráss í félaginu á árinu 1991. Af tölun- um mátti ráða að hlutur þessara aðila hefði minnkað lítillega milli ára. Hið rétta er að bæði árin var hlutur Burðaráss 34% og hlutur Líf- eyrissjóðs verslunarmanna 6,1%. Beðist er velvirðingar á þéásum mis- tökum. Kom ekki á óvart að verkin seldust ekki - segir Sigríður Ingvarsdóttir, full- trúi Sotheby’s á íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.