Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 5
4 B B 5 Vésteinn Hafsteinsson. Vésteinn heldur sínu striki Vésteinn Hafsteinsson heldur sínu striki í kringlukastinu og hefur nú sýnt stöðugleika á þremur mótum í röð. Um helgina mældist lengsta gilda kast hans 62,10 m á móti í Walnut í Kalifomíu og varð hann í fjórða sæti. Romas Ubartas frá Litháen sigr- aði, kastaði 68,18 m, sem er besti árangur ársins. Bandariski meistar- inn í fyrra, Antony Washington, varð annar með 63,28 m, en Nígeríumað- urinn Ade Olukoju hlaut bronsið fyr- ir 63,14 m langt kast. Vésteinn sagðist hafa verið óhepp- inn, fengið krampakippi í kálfana í útkastinu í tveimur síðustu köstun- um, misst jafnvægið og gert ógilt, en síðasta kastið hefði verið um 64,50 metrar. Margir keppendur voru með í mót- inu og tók það því langan tíma, en hitastigið var um 30 gráður á sels- íus. Vésteinn kastaði yfír ólympíulág- markinu (63 metrar) á tveimur síð- ustu mótum og þó hann hafi ekki náð því í gildu kasti að þessu sinni var hann ánægður með árangurinn og sagði keppnina góðan undirbúning fyrir Ólympíuleikana í Barcelona í sumar. Hann keppir aftur um næstu helgi. KARFA Lakers slapp fyrir hom Los Angeles Lakers tryggði sér á ævintýranlegan hátt sæti í úr- slitakeppni NBA-deildarinnar um ^■■1 helgina. Liðið sigraði Frá í tveimur síðustu Gunnari leikjunum, en Hous- Valgeirssyni ton sat eftir með sárt / Bandaríkjuhum ennjg _ tapaði óvænt síðasta leiknum á heimavelli. Atlanta missti einnig af farseðlinum á síðustu stundu, en Miami hrósaði happi í fyrsta sinn í sögu félagsins. Gífurleg spenna var um síðustu sætin. Atlanta þurfti að sigra Cleve- land í síðasta leik til að komast áfram í austurdeild, en tapaði 112:108 og þar með var draumurinn úti. í vestur- deild þurfti Lakers á kraftaverki að halda, hið ótrúlega gerðist og liðið leikur 16 árið í röð í úrslitakeppninni. Lakers mætti Portland á útivelli á laugardaginn og vann 109:101, fyrsti sigur Lakers gegn Portland á tímabil- inu. Á sunnudag fékk Houston Pho- enix í heimsókn og tapaði óvænt 100:97. Um kvöldið var síðan ná- grannaslagur í Los Angeles, þegar Lakers tók á móti Clippers og varð Lakers að sigra til að komast áfram. Spennan var geysileg, en þegar ein og hálf sekúnda var eftir af framleng- ingu skoraði bakvörðurinn Sedale Threatt og tryggði Lakers sigur, 109:108. Úrslitakeppnin hefst í nótt að ís- lenskum tíma og verður lið að sigra í þremur leikjum til að komast áfram. Það lið, sem er ofar í töflunni eftir deildarkeppnina, á fyrst tvo heima- leiki og síðan oddaleikinn ef á þarf að halda, en eftirtalin lið mætast: Austurdeild: Chicago - Miami/New York - Detroit, Boston - Indiana/Cleveland - New Jersey. Vesturdeild: Portland - LA Lakers/Phoenix - San Antonio, Utah - LA Clippers/Golden State - Seattle. SOKNAR- NÝTING rslitakeppnin í handknattleik 1992 Selfoss Haukar' Mðrií Sóknk % Mðri< Sóknir % KA IBV Mðrk Sóknir % Mörk Sóknir % 8 24 33 F.h. 13 25 52 12 28 43 S.h. 13 28 46 20 52 39 ALL.S 26 53 49 6 Langskot 8 1 Gegnumbrot 0 2 Hraðaupphlaup 8 4 Horn 2 2 Lína 5 5 Vrti 3 'tf. 'FH Mðrk Sóknir % Stjarnan Mðrk Sóknir % 15 25 60 F.h. 9 24 38 15 26 58 S.h. 17 27 63 14 24 58 F.h. 13 25 52 11 21 52 S.h. 10 21 48 30 51 59 ALLS 26 51 51 25 45 56 ALLS 23 46 50 7 Langskot 4 8 Langskot 7 3 Gegnumbrot 4 7 Gegnumbrot 2 5 Hraðaupphlaup 7 3 Hraðaupphlaup 3 9 Horn 7 3 Hom 4 4 Lina 3 4 Lfna 2 2 Vfti 1 0 Vfti 5 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 22. APRIL 1992 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 22. APRIL 1992 Vemharð kommest á óvart - saððiVachun landsliðsþjálfari Vernharð er sá keppandi sem kom mér mest á óvart. Ef hann leggur sig betur fram við æfingar þá getur hann átt bjarta framtíð," sagði Michal Vachun hinn tékkneski landsliðsþjálfari íslenska júdóliðsins. „Þegar á heildina er litið er hægt að vera sáttur við frammistöðu fslensku keppendanna. Bjarni Friðriksson kom vel út á þessu móti. Hann hefur verið að ná sér af slæmum hnémeiðslum en hann hefur sýnt ótrúlegan viljastyrk og tekið miklum framförum á stuttum tíma. Sigurður (Bergmann) er mjög líkamlega sterkur og hefur náð að koma sér í raðir sterkustu júdómanna. Hann verður hins vegar að leggja áherslu á tæknina fram að Ólympíuleikunum. Þá sýndi Preyr Gauti (Sigmundsson) að hann er til alls líklegur. Hann náði Ólympíulágmarkinu og vann síðan öruggan sigur í unglinga- flokki. hjá Bjama BJARNI Friðriksson vann til tvennra gullverðlauna á Norðurlanda- mótinu íjúdó um síðustu helgi. Bjarni sem vann allar glímur sínar á mótinu, vann til gullverðlauna í -95 kg flokknum á laugar- dag þegar hann skellti Finnanum Petri Sandell með glæsilegu bragði í úrslitaglímunni. Á sunnudag sigraði hann Sigurð Berg- mann f úrslitaglímu opna flokksins. Finnskir júdómenn voru óum- deilanlega sigurvegarar mótsins. Þeir unnu til fimm gullverð- launa af átta í karlaflokki. Það tók Bjarna Friðriksson aðeins hálfa mínútu að. leggja Petri Sandell frá Finnlandi í úrslitaglímu 95 kg flokksins. Frosti Bjarni vann fullnað- Eiðsson arsigur í glímunni s_krifar með skemmtilegu bragði sem margir áhorfenda kölluðu „Bjarna Special". „Þetta bragð hefur verið að þróast hjá mér í gegn um tíðina en það er ekki til neitt nafn á þessu,“ sagði Bjarni sem greip um annan fót Finnans og skellti honum í gólfið við góðar undirtektir áhorfenda sem flestir höfðu beðið í ofvæni eftir úr- slitaglímunni í þessum flokki. Úrslitaglíman í opna flokknum á sunnudaginn var ekki jafn mikið fyr- ir augað. Þeir Bjarni og Sigurður þekkja hvorn annan eins og lófana á fatim FOLX ■ DANIR sendu ekki hóp á Norð- urlandamótið. Landsliðsnefnd Dana ákvað í samráði við pólskan þjálfara liðsins að taka aðeins þátt í mótum af a-styrkleikafíokki í und- irbúningi sínum fyrir Ólympíuleik- ana. Norðurlandamótið var í C- styrkleikaflokki mestmegnis vegna þess að minni spámönnum var boð- ið að taka þátt í mótinu. Hefðu Danir mætt með lið sitt þá hefði mótið verið í B-styrkleikaflokki. ■ FINNINN Marko Malinen sem lagði Sigurð Bergmann að velli í úrslitaglímu + 95 kg flokksins á laugardag skráði sig ekki til keppni í opnum flokki daginn eftir. Malinen sagði að viðureignin gegn Sigurði á laugardag hefði tekið mikið á sig og hann hefði engan áhuga á því að mæta honum á næstunni. ■ VERNHARÐ Þorleifsson og Freyr Gauti Sigmundsson, ný- krýndir Norðurlandameistarar í unglingaflokki hafa báðir sett stefnuna á ferð til Argentinu á Heimsmeistaramót unglinga. Mótið verður haldið í Buones Aires í október. ■ BJARNI FRIÐRIKSSON varð tvöfaldur Norðurlandameistari í fyrsta sinn um helgina. Bjarni sem hefur orðið Norðurlandameistari til skiptis í þyngdarflokki sínum og í opnum flokki árin 1982, 1984 og 1988 hefur áður átt möguleika á tveimur gmilverðlaunum. Á NM 1982 fékk hanri tækifæri til þess þegar hann sigraði í þyngdarflökki sínum og mætti síðan léttari manni í úrslitum opna flokksins en tapaði. „Sú glíma var án efa sú erfiðasta sem ég hef glímt á ævinni," sagði Bjarni. ■ JÚDÓSAMBANDIÐ tilkynnti rnótshöldurum Evrópumótsins sem fram fer í París aðra helgina í maí að sambandið muni senda allt að fjóra keppendur á mótið. Bjarni Friðriksson, Sigurður Bergmann og Freyr Gauti Sig- mundsson hafa náð lágmörkum þeim sem júdósambandið setti fyrir þáttöku. Halldóri Hafsteinssyni skorti lítið upp á það fyrir mótið um helgina en stigin verða reiknuð út í vikunni. sér og glíman bar þess merki. Þeir fengu báðir refsistig snemma í glím- unni fyrir aðgerðarleysi. Sigurður fékk síðan fímm refsistig fyrir að stíga út fyrir völlinn. Bjarni gull- tryggði sigur sinn í lokin með því að ná fastataki sem hann hélt í síðustu sextán sekúndur glímunnar. „Sigurður er í „banastuði" um þessar mundir og það tók verulega á að keppa við hann. Ég reyndi að stíla inn á það hve hann heldur sig nálægt rauðu línunum og ég reyndi að halda honum þar,“ sagði Bjarni eftir viður- eignjna við Sigurð. „Ég hef ekki unnið Bjarna síðan 1986 og silfurpeningunum mínum fjölgar í réttu hlutfalli við gullpening- ana hjá Bjarna, að minnsta kosti eft- ir mótin hér heima. Það er gamali ávani hjá mér að halda mér nálægt rauðu línunum. Ég gerði þetta mikið þegar ég var yngri og var ekki jafn góður í gólfinu og ég er núna. Ánn- ars er ég í góðu formi en vantar að glíma við fleiri sterka menn hér heima,“ sagði Sigurður Bergmann. „ I fjölmennari flokkum voru veitt tvenn bronsverðlaun og þeir Vern- harð Þorleifsson og Halldór Haf- steinsson kepptu báðir um bronsið í opnum flokki. Vernharð glímdi við Niklas Winkvist frá Svíþjóð og sigr- aði í mikilli baráttuglímu. Vernharð hlaut fimm stig í glímunni og hefndi ófaranna frá því deginum áður. „Ég hefði aldrei fyrirgefið mér það ef ég hefði tapað fyrir honum aftur, sagði Vemharð sem missti af mögu- leikanum á úrslitaglímu með tapi fyrir Sigurði Bergmann í skemmti- legri viðureign. „Ég hef orðið fyrir vonbrigðum með eigin frammistöðu og það er svekkjandi að missa tvívegis af brons- verðlaunum. Glíman í opna flokknum var jöfn framan af en það sem réði úrslitum var að ég fékk refsistig um miðja glímuna. Þá þurfti ég að sækja meira og gaf of mikil færi á mér,“ sagði Halldór Hafsteinsson sem tap- aði fyrir Toni Salojárvi í hinni viður- eigninni um bronsið. Halldór keppti líka um bronsverðlaun í - 86 kg flokki á laugardag og tapaði þá fyrir Bárd Are Hultegren frá Noregi í fjörugri viðureign. Morgunblaðið/Alfons Freyr Gauti fagnar sigri. í eitt mark, 11:10. Hélst sá munur í hálfleik er staðan var 14:13 fyrir FH. FH-ingar höfðu góð tök á leiknum í seinni hálfleik, en þegar 10 mínútur voru til leiksloka greip Eyjólfur Brag- ason til þess kænskubragðs að taka Kristján Arason úr umferð. Við það fór bitið úr sókn FH og fyrir bragðið tókst Stjömunni áð jafna, 22:22, þeg- ar hálf fjórða mínúta var eftir. En Garðbæingar misstu mann útaf vcgna leikbrots og þá fékk Kristján aftur að leika láusum hala og náðu FH-ingar því aftur undirtökum. Stjaman fékk aftur tækifæri til að jafna á lokamínútunni en létu dæma af sér knöttinn er tveir leikmenn þeirra hlupu inn í FH-teiginn fyrir misskilning í sóknaraðgerðum. Hálf- dán innsiglaði síðan sigur FH 6 sek- úndum fyrir leikslok. ■ Markaskorar- ar / B6 FH-ingar tryggðu sér rétt til að leika í undanúrslitum úrslita- keppninnar í handknattleik er þeir lögðu granna sína úr Garðabæ að velli, 25:23, í þriðja leik lið- anna. Lengp leit út fyrir öruggan FH- sigur en með útsjónarsemi tókst Stjörnunni að jafna á lokamínútunum og rauk þá hjartsláttur um 1.500 áhorfenda upp. FH-ingar léku stórvel framan af fyrri hálfleik, leikkerfin gengu hvað eftir annað upp og auk þess var vörn- in sterk. Eftir rúmlega 11 mínútna leik var forysta þeirra fimm mörk, 9:4. Seinni hlpta hálfleiksins elti óheppnin FH-inga á röndum og tókst Garðbæingum að snúa leiknum sér í hag, skoruðu fjögur mörk í röð á skömmum tíma og minnkuðu muninn Ágúst Ásgeirsson skrifar Morgu nblaðið/Allons VernharA Þorleifsson. Morgunblaðið/Alfons Eyjapeyjar kjöldrógu KA-menn nyrðra skrifar frá Akureyri EYJAMENN fóru á kostum í þriðja leiknum gegn KA á Akureyri á laugardag og slógu norðanliðið örugglega út úr úrslitakeppninni um íslands- meistaratitilinn í handknatt- leik. Lokatölur urðu 26:20, en staðan á tímabili í seinni hálf- leik var 24:12 - og segja má að Eyjamenn hafi hreinlega niðurlægt gestgjafa sína fyrir troðfullu húsi áhorfenda, sem flestir voru á bandi KA. Lið KA náði sér engan veginn á strik að þessu sinni, en Eyja- mönnum óx stöðugt ásmegin í leikjunum við Akureyringana, og HBHBB fóru þeir hreinlega Skapti hamförum á laug- Hallgrimsson ardag. Það sem skipti sköpum í leiknum var að Sigmar Þröstur Oskarsson stóð sig stórkostlega í marki ÍBV, varði alls 21 skot, þar af 8 af línu og 3 vítaköst. Markvarsla KA var hins vegar í molum, menn í öðrum lykil- stöðum brugðust einnig og var sóknarleikur liðsins mjög slakur. „Þetta var ekki þeirra dagur. Við vorum einfaldlega betri aðilinn, og þeir virðast ekki ráða við „passíva“ flata vörn. Svo þegar markvarslan er í góðu lagi eins og hjá okkur núna þá fylgir vörnin með og verð- ur góð,“ sagði Sigurður Gunnars- son, þjálfari og leikmaður ÍBV. Lið IBV var jafnt, liðsheildin mjög góð, hvort sem var í sókn eða vörn og dreifðust mörkin nokkuð jafnt á alla útileikmennina. Hjá KA gerðu hins vegar tveir leikmenn — Stefán og Alfreð — bróðurpart markanna. Leikurinn var KA-mönnum nánast tapaður þegar í leikhléi, er staðan var 8:13, og gestirnir veittu þeim svo rothöggið í byijun síðari hálf- leiks með því að gera fjögur fyrstu mörkin. Staðan þá orðin 17:8. Bil- ið jókst reyndar enn frekar eftir það og tíu mín. fyrir leikslok höfðu Eyjamenn tólf marka forystu, 24:12. Ótrúlegar tölur í raun. Síð- ustu mínúturnar léku KA-menn maður á mann vörn, leikurinn leystist upp í vitleysu en með þessu náðu þeir að lagfæra stöðuna, þó þeir ættu aldrei möguleika á sigri. Morgunblaöiö/Alfons Verðlaunahafar í opnum flokki. Sigurður Bergmann, Bjarni Friðriksson, Toni Salojárvi, Finnlandi og Vernharð Þorleifsson. Freyr Gauti Sigmundsson og Vernharð Þorleifsson fögnuðu báðir Norðurlandameistaratitli í unglingaflokki á sunnudaginn. Vemharð hlaut gull í -95 kg flokkn- um og Freyr Gauti í -78 kg flokkn- um. Eins og í fullorðinsflokknum voru það Finnar sem voru með sterkasta hópinn en þeir áttu hina fyóra gullhafana í þessum flokki sem miðast við keppendur tuttugu og eins árs og yngri. Vernharð Þorleifsson sem er að- eins átján ára gamall sigraði Eirík Jónsson í úrslitaglímu 95 kg flokks- ins. Vernharð náði fastataki á Ei- ríki og var dæmdur fullnaðarsigur í glímunni. Norðmaðurinn Odd Sandgren stóð aðeins uppi í fimmtán sekúnd- ur gegn Frey Gauta sem náði óvæntu bragði og r.kellti honum í gólfíð. „Ég var búinn að æfa þetta bragð stanslaust fyrir mótið. Þetta er bragð sem kemur alltaf á óvart, menn halda að þeir séu óhultir vegna þess að þeir hafa aðra hönd- ina á andstæðingnum,“ sagði Freyr Gauti sem kastaði Norðmanninum í gólfið með annarri hendinni. Bjarnl Ás. FriAriksson leggur Finnann Petri Sandell að velli - -95 kg flokki. íslendingar fengu tvenn silfurverð- laun. Sigurður Bergmann tapaði úr- slitaglímu þyngsta flokksins gegn Marko Malinen frá Finnlandi í tilþrif- alítilli glímu sem Finninn vann með því að skora fimm stig. Landi hans, Rami Myllymaki, sigraði Frey Gauta Sigmundsson í úrslitum í - 78 kg flokknum. Finninn náði svokölluðu „pick up“, hann greip um fætur Gauta og náði að fella hann í gólfið. Fyrir það fékk hann sjö stig og tryggði sér sigurinn. Svíar sterkir í kvennaflokki Ilse Vuyster frá Svíþjóð vann löndu sína Anniku Nilsson í úrslitum í opn- um flokki kvenna. Ilse náði fastataki og það færði henni sigurinn í jafnri glímu. Gígja Gunnarsdóttir var ís- lendingurinn sem tók þátt í opna flokknum. Vuyster vann fullnaðarsig- ur á Gígju í fyrstu glímunni og Gígja mátti einnig þola tap í uppreisnar- glímunni, gegn Gry Imsgárd frá Nor- egi. Svíar voru með sterkasta liðið í kvennaflokki. Svíar unnu þrenn gull- verðlaun af sjö en voru auk þess með fulltrúa á palli í öllum þyngdarflokk- um. 120 júdómenn reyndu með sér á mótinu. Fjöldinn var mestur í karla- flokki, 73 keppendur. Sautján kven- menn tóku þátt í mótinu og, þijátíu kepptu í unglingaflokki. ; 57 júdómenn frá íslandi tóku þátt í mótinu, þrjátíu Finnar, 23 Svíar og tíu Norðmenn. Urslit / B7 GuAjón Árnason lék mjög vel með FH-liðinu og skoraði átta mörk. Morgunblaðiö/Bjarni Eiríksson m Fögnuður á SeHossi Geysileg stemmning og fögnuður ríktu í íþróttahúsinu á Selfossi þegar Selfossliðið sigraði Hauka og ■■■■■ tryggði sér þátttöku Sigurður í undanúrslitum úr- Jónsson slitakeppninnar í skrifar handknattleik. Sel- fyssingar spiluðu af miklu öryggi og höfðu traustatak á Haukum ■ allan tímann. Það var aldrei spuming hvort liðið myndi sigra. Lokatölumar voru 30:26 fyrir Selfoss. Ríflega 500 áhorfendur voru í húsinu og hvatningaróp þeirra sköpuðu sann- kallaða ljónagiylju fyrir andstæðing- ana. „Þetta var leikur upp á líf og dauða og hann bar þess greinilega merki. Mínir menn spiluðu mjög vel og náðu góðri baráttu í leik sínum. Betra lið- ið vann þennan leik. Framhaldið hjá okkur verður frekar erfitt. Víkingar eru sterkir og með mjög gott lið en við munum gera okkar besta og við spyijum bara að leikslokum," sagði Einar Þorvarðarson, þjálfari Selfossl- iðsins. „Leikurinn var opinn og fjörugur og sannkallaður úrslitaleikur. Við byijuðum mjög illa og skutum illa á Gísla Felix sem varði mjög vel í leikn- um. Ég óska Selfyssingum til ham- ingju. Þeir eru með mjög skemmti- legt lið og spila skemmtilegan hand- bolta. Einar Gunnar er orðinn stór- skytta á heimsmælikvarða og hann varð okkur að falli í þessari úrslita- keppni,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka. Haukar reyndu að leika hraðan bolta og komu langt fram á móti sóknarmönnum Selfoss. Þetta varð til þess að lítið fór fyrir skemmtileg- um handknattleik. Þessi leikaðferð Haukanna opnaði snöggum sóknar- mönnum Selfoss leið til þess að taka frumkvæði og skora. Um miðbik síð- ari hálfleiks virtist þó sem Selfyss- ingar hefðu verið slegnir út af lag- inu. Þá gerði Baumruk tvö mörk í röð og minnkaði muninn í tvö mörk en það þurfti meira til, liðið náði ekki að fylgja þessum kafla eftir. Haukar höfðu tak á Selfyssingum þegar tæpar tíu mínútur voru eftir, voru með boltann og áttu möguleika á að minnka muninn í eitt mark en misstu boltann í þessari sókn. „Það fór mikið þrek í fyrstu tuttugu mínút- urnar í seinni hálfleik, enda var grunnurinn að sigrinum lagður þá. Undir lokin var komin þreyta í mann- skapinn og einbeitingin ekki sem skyldi. Ég get viðurkennt það að það fór nú aðeins um mann þegar við vorum tveimur mörkum yfir og þeir höfðu boltann. En við áttum skilið að vinna," sagði Sigurður Sveinsson um þessar mínútur leiksins. Þegar tvær mínútur voru til leiks-. loka léku Haukar fjórir inná því Baumruk fékk rautt spjald fyrir að mótmæla dómi og annar leikmaður Hauka brottrekstur. I darraða- dansinum í lokin fékk Einar Gunnar einnig rautt spjald en þá voru Sel- fyssingar fimm mörkum yfir. „Ég er auðvitað alls ekki ánægður með að að tapa og detta út en við getum kennt okkur sjálfum um. Við misstum þá of langt frá okkur og misnotuðum fjölda dauðafæra," sagði Páll Ólafsson, fyrirliði Hauka. Þannig vörðu þeir Þannig vörðu markverðimir - innan sviga skot sem fóru aftur til mótheija: Gísli Felix Bjarnason, Selfossi - 20(8) (8(3) langskot, 5(4) af línu, 6(1) úr homi, 1 gegnumbrot). Magnús Óskarsson, Haukum - 10(2) (2 hraðaupphlaup, 2(2) úrhorni, 3 langskot, 2 gegnumbrot, 1 af línu). Þorlákur Kjartansson, Haukum - 1(1) (1(1) hraðaupphlaup). Árni Stefánsson, KA - 8(2) (3(1) langskot, 1 _af línu, 1 gegnumbrot, 2 úr horni, 1(1) vftakast). Sigmar Þröstur Óskarsson, ÍBV - 21(8) (7(1) langskot, 8(2) af Knu, 1(1) gegnum- brot, 2(1) úr horni og 3(3) vítaköst). Ingólfur Amarson, IBV - 1/1 (1 vitakast). Bergsveinn Bergsveinsson, FH - 10(2) (4 langskot, 3(1) gegnumbrot, 2(1) úr homi, 1 hraðaupphlaup). Brynjar Kvaran, Stjörnunni - 6(1) (2(1) langskot, 1 af línu, 1 gegnumbrot, 1 horni, 1 hraðaupphlaup). FH-ingar sluppu með skrekkinn Freyr Gauti 15 sek. að tryggja sér gull JUDO / NORÐURLANDAMOTIÐ TvöfaK HANDKNATTLEIKUR/URSLITAKEPPNIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.