Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRMIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1992 B 3 HANDKNATTLEIKUR Heimavöllur Eyjamanna sá erfiðasti í deildinni - segir Kristján Arason. „Á von á miklum baráttuleikjum" KRISTJÁN Arason stýrði FH til sigurs gegn Stjörnunni íátta liða úrslitum, en það gekk ekki átakalaust fyrir sig og oddaleik þurfti til að skera úr um hvort liðið færi áfram. „Þetta var barningur. Við vorum ekki tilbúnir í fyrsta leik, en vöknuðum til lífsins rétt eins og stuðningsmennirnir. Ég á von á miklum baráttuleikjum gegn ÍBV í undanúrslitunum, en það er erfiðast að sækja Eyja- menn heim — heimavöllur þeirra er sá erfiðasti í deildinni — en við erum tilbúnir í slaginn.*1 Kristján sagði að stuðningsmenn hefðu gríðarlega mikið að segja í svona úrslitakeppni, þar sem hver leikur væri nánast spurning um líf eða dauða. „Ég held að áhorfendur okkar hafi talið að við ættum greiða leið í undanúrslit og því ekki fjölmennt á fyrsta leikinn. Tapið ýtti við þeim og þeir voru frábærir í Garðabæn- um að ég tali ekki um þriðja leik- Leikir í undanúr- slitum karla Tvo sigra þarf til að komast áfram í úrslit: FH - ÍBV: Kaplakriki, í kvöld 20.30 Vestm., föstud. 24. apríl... .20 Kaplakriki, sd. 26. apríl.... Víkingur - Selfoss: .20 Víkin, í kvöld .20 Selfoss, föstud. 24. apríl... .20 Víkin, sunnud. 26. apríl.... .20 Leikir í úrslit.um kvenna Leikir, sem eftir eru: Stjarnan - Víkingur: Víkin, fimmtud. 23. apríl.. .20 Garðabær, lau. 25. apríl.... .14 ■Tímasetning í 5. leik ekki endanlega ákveðin. inn. Stemmningin var mjög góð og á eftir að verða betri. Það er mikill styrkur að eiga tvo heimaleiki vísa gegn Eyjamönnum — og sjálfsagt veifir ekki af.“ FH tekur á móti ÍBV í Kapla- krika klukkan 20.30 í kvöld og sagði Kristján að Eyjamenn hefðu sýnt í leikjunum gegn KA að þeir væru til alls líklegir. „Styrkur liðs- ins felst í því að leikmennirnir eru jafnir og Sigmar Þröstur getur hreinlega lokað markinu. Það verð- ur erfitt að eiga við þessa menn, en okkur er ekkert að vanbúnaði." Selfyssingar í Víkinni Víkingar taka í kvöld á móti Selfyssingum í Víkinni og er þetta fyrri, eða fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum. Ef marka má leiki liðanna í vetur þá ættu Víkingar ekki að verða í vandræðum í kvjöld. Þeir unnu fyrri leik liðanna, á Sel- fossi, 33:29 og síðari leikinn, í Vík- inni, 31:15. En það er ekki alltaf að marka tölulegar staðreyndir, þær segja ekkert um hvernig liðin leika í kvöld og það er ekki að efa að leikurinn verður spennandi og skemmtilegur. Selfyssingar gera yfirleitt mörg mörk og hafa góða markverði sem geta gert út um leikinn. Bæði lið' Kristján Arason á von á efrfíðum leikjum gegn Eyjamönnum í undanúrslitum íslandsmótsins. eru ákveðin í að fara alla leið í úrslit, og því verður ekkert gefið eftir í kvöld. SKIÐI/VISA-BIKARMOT SKI Heimasigur „ÞETTA var sætur sigur og ekki var verra að sigra á heimavelli," sagði Isfirðingurinn Arnór Gunnarsson eftir sigurinn í svigi karla á Visa- bikarmóti SKÍ á Seljalandsdal á skírdag. Sænski ólympíumeistarinn, Pernilla Wiberg, hafði mikla yf irburði í svigi kvenna eins og vænta mátti. Arnór var með fjórða besta tímann eftir fyrri umferð en þá hafði Svíinn Christophe Granberg besta tímann, en fór útúr í síðari umferðinni. Kristinn Björnsson fór út úr brautinni í fyrri umferð í þriðja hliði. Arnór hlaut 53,36 fis-stig (alþjóðleg styrkstig) og er það besti árangur hans til þessa, átti áður best 73 fis-stig. Arnór hyggst dvelja í Noregi við æfingar næsta vetur. Ólympíumeistarinn Pemilla Wiberg sýndi yfirburði sína í svigi kvenna. Hún keyrði á fullu báðar umferð- irnar, ólíkt því sem hún hafði áður gert. „Eftirlitsmað- urinn sagði að ég yrði að keyra á fullu alla leið ann- ars myndi hann dæma mig úr leik. Það væri allt of áberandi að stoppa í brautinni til að gefa hinum kepp- endunum betri punkta. Ég gaf því allt í báðar umferð- irnar að þessu sinni,“ sagði hún. Ásta Halldórsdóttir varð fjórða, tæpum sex sekúnd- um á eftir Pernillu. Ásta hlaut 55,97 fís-stig, sem verður að teljast mjög raunhæft miðað við styrkleika mótsins. ValurB. Jónatansson skrifarfrá Isafirði Erla óstöðvandi „ÞETTAvar mjög spenn- andi enda mjög jöfn lið og hver leikur uppá líf og dauða og harka eins og á að vera. Þetta verður erfitt íVíkinni en við stefnum að sjálfsögðu á sigur“, sagði Erla Rafnsdóttir, sem var hetja Stjörnunnar í 20:19 sigri yfir Víkingum í gær- kvöldi. Stjarnan hefur nú unnið tvo leiki en aðeins tapað einum gegn Víking í úrslitakeppninni og þarf einn sigur í viðbót til að hljóta titilinn. Stjarnan náði strax naumri forystu og hélt henni nema hvað Víkingum tókst að komast yfir einu sinni í leiknum, þegar staðan var 5:6 og átján mínútur liðnar af leiknum. Varnir liðanna voru harðar en Víkingar sýndu mun fleiri sóknarfléttur á meðan Stjarnan reyndi meira að kom- ast í gegnum miðjuna. Stjarnan hélt tveggja marka forystu eftir hlé og var að ná tökum á leiknum með stórleik Stefán Stefánsson skrifar. Erlu Rafnsdóttur þegar Víking- ar tóku góðan sprett og minnk- uðu muninn niður í eitt mark. Inga Lára tók þá Erlu úr umferð, liðin skiptust á að skora en þegar 40 sekúndur voru til leiksloka minnkaði Svava Ýr muninn í eitt mark. í næstu sókn missti Stjarnan boltann þegar aðeins 15 sekúndur voru til loka en Nina varði skot úr hraðaupphlaupi Víkinga þegar 5 sekúndur voru eftir, boltinn hrökk út í hendur Svövu en Nina gerði sér lítið fyrir og varði aftur. Baráttan færði Stjörnunni sigurinn. Erla og Herdís Sigur- bergsdóttir stóðu sig mjög vel en Nina hefur oft varið betur. Sóley Guðmundsdóttir kom inná í skamma stund og varði ágætlega. Víkingar sýndu oft skemmti- legar fléttur í sókninni og vörn- in var yfirleitt góð en var refsað fyrir hver mistök. Inga Lára og Halla María Helgadóttir stóðu sig best. Markverðimir Sigrún Ólafsdóttir og Hjördís Guð- mundsdóttir áttu einnig ágætan leik. SUND / ALÞJOÐLEGT MOT I SKOTLANDI Allir fiarri Ól-lágmörkum Ingibjörg Arnardóttir og Arnar Freyr Ólafsson settu íslands- met á alþjóðlegu sundmóti í Edinborg um páskana, en hvorki þeim né öðrum íslenskum þátttakendum tókst að synda undir lágmarki vegna Ólympíuleikanna í Barcelona. Ingibjörg synti 800 m skriðsund á 9.06,14, en íslandsmetið var 9.07,30 og ólympíulágmarkið er 9.00,40. Hún varð í 5. sæti. Arnar Freyr fór 400 m fjórsund á 4.37,27 og hafnaði í 4. sæti, en metið var 4.39,43 og lágmarkið 4.33,03. Eðvarð Þór Eðvarðsson varð í 2. sæti í 50 m baksundi á 27.64 og í 4. sæti í 100 m baksundi á 58,82, en ólympíulág- markið er 57,75. Aðrir íslenskir keppendur vom fjær lágmörk- unum fyrir Ólympíuleikana og Islandsmetum. Ragnheiður Runólfsdóttir er því enn eini sundmaðurinn, sem hefur synt undir lágmörkum sem sett voru fyrir Ólympíuleikana. HANDKNATTLEIKUR ísland 5 sek. frá að komast áfram Islenska landsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri eru úr leik í Evrópukeppninni í handknatt- leik. Strákarnir töpuðu ekki leik í Litháen, en máttu lúta í lægri haldi fyrir landsliði Litháen á markamun. íslensku strákarnir unnu landslið Lettlands, 24:22, og lið Eistlands, 32:24. Þeir gerðu síðan jafntefli, 22:22, gegn liði Litháen, sem jafnaði þegar fimm sek. voru til leiksloka. Það er óhætt að segja að lítill undirbúningur hafi orðið íslenska landsliðinu að falli. Þau mistök urðu hjá Handknattleikssambandi íslands að rangur aldurs- hópur var þjálfaður upp fyrir keppnina í Litháen, al- veg frá því í október. Það kom ekki fram fyrr en rétt rúmlega viku fyrir mótið að rangur aldurshópur hafi verið við æfingar í hátt í sjö mánuði. Hættir Eyjólfur með Stjörnuna? Samningur Eyjólfs Bragasonar við Stjömuna er útrunninn og er óvíst hvort hann heldur áfram að þjálfa liðið. Hann sagði við Morgunblaðið að þar sem miklar breytingar væru fyrirsjáanlegar hjá félag- inu, bæði varðandi stjóm og leikmenn, gæti hann ekki annað sagt en að framtíðin væri óráðin. Stjarnan var nálægt því að slá FH út af laginu í átta liða úrslitum íslandsmótsins, en fór illa að ráði sínu í öðrum leik og tapaði síðan aftur á útivelli í oddaleiknum. „Miðleikurinn situr í manni,“ sagði Ey- jólfur. „Við höfðum möguleika á að komast áfram og hefðum gert það með skynsamlegri leik á heima- velli og því er svekkjandi að vera úr leik. Hins vegar voru leikirnir góðir fyrir íslenskan handknattleik og ljóst er að við erum á réttri braut varðandi mótafyrir- komulagið. Þessi úrslitakeppni er gott veganesti fyrir lið í Evrópukeppni sem og landsliðið, því hver leikur er í raun úrslitaleikur og það er allt annað að leika með 2.000 áhorfendur á bakinu en að spila í hálftómu húsi.“ Völsurum boðið til Frakklands Valsmönnum hefur verið boðið að taka þátt í sterku handknattleiksmóti í Frakklandi í haust. Þetta er sama mótið og Valsmenn sigruðu á síðastliðið haust en fyrirkomulaginu hefur verið breytt. Nú eru vegleg peningaverðlaun i boði fyrir tvö efstu sætin og ætla Valsmenn sér að krækja í þau auk þess sem þeir ætla að halda bikarnum veglega sem þeir hafa varð- veitt. Mótið verður í Frakklandi 4.-6. september og á svipuðum tíma eiga Valsmenn heimboð til Spánar, Þýskalands og Luxemborgar og svo gæti farið að þeir leiki nokkra leiki á þessum stöðum um leið og þeir fara til Frakklands. KNATTSPYRNA Grasshopperán lykilmanna Sigurður Grétarsson og samheijar í Grasshopper hafa tapað dýrmætum stigum að undanfömu í úrslitakeppni svissnesku deildarinnar og eru nú stigi á eftir Sion, en sex umferðir eru eftir. „Við höfum spilað ágætlega en ekki tekist að skora,“ sagði fyrir- liði íslenska landsliðsins við Morgunblaðið. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að sex af fastamönnum liðsins hafa verið frá vegna meiðsla og munar um níinna." Grasshopper tapði 1:0 heima fyrir Sion um helgina eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir sömu móthetjum í umferðinni þar á undan. „Leikurinn á mánudaginn var í járnum. Við fengum þijú góð marktækifæri í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora og Sion tryggði sér sigurinn mínútu fyrir leikslok.“ Sigurður hefur leikið í fremstu víglínu en mest vinstra megin á miðjunni. Iiann sagði að tveir fasta- menn á miðjunni væru að ná sér og yrðu væntanlega með í síðustu umferðunum og því væri ekki öll nótt úti enn. Síðasta umferðin verður 30. maí og taldr Sigurður sennilegt að úrslitin réðust ekki fyrr en þá. GOLF Nýr goHklúbbur ÁHUGAMÉNN um golf ætla að stofna nýjan golf- klúbbb, Golfklúbb Hvammsvíkur, og verður stofnfund- urinn í kvöld kl. 21 í Brautarholti 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.