Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 7
J ■- MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 22. APRIL 1992 B 7 IJUDÓ Norðurlandamótið Norðurlandamótið í júdó var haldið um síð- ustu helgi í Laugardalshöll. Keppt var í þyngdarflokkum karla og kvenna, opnum flokkum og í unglingaflokki karla, 21. árs og yngri. Opinn flokkur 1. Bjarni Friðriksson, fslandi 2. Sigurður Bergmann, fslandi 3-4. Vernharð Þorleifsson, fslandi. 3-4. Toni Salojárvi, Finnlandi. - 60 kg 1. Pasi Luukkainen, Finnlandi 2. Knut Harefallet, Noregi 3. Roger Svedberg, Svíþjóð -65 kg. 1. Janne Kurki, Finnlandi 2. Patrik Ivarsson, Sví 3. Jean Nyman, Finnlandi - 71. kg. 1. Alfredo Chinchilla, Noregi 2. Tobias Frygner, Svíþjóð 3. Peter Nyvall, Svíþjóð 3-4. Mika Mákela, Finnlandi -78 kg. flokkur 1. Rami Myllymáki, Finnlandi 2. Freyr Gauti Sigmundsson, fslandi 3-4. Toni Salojarvi, Finnlandi 3-4. Vesa-Matti Peltola, Finnlandi -86 kg. flokkur 1. Ari Jááskeláinen, Finnlandi 2. Jukka Laritinen, Finnlandi 3-4. Hákon Olausson, Svíþjóð 3-4. Bárd Are Hultegren, Noregi - 95 kg. flokkur 1. Bjami Friðriksson, fslandi 2. Petri Sandell, Finnlandi 3. Vernharð Þorleifsson, fslandi + 95 kg. flokkur 1. Marko Malinen, Finnlandi 2. Sigurður Bergmann, íslandi. 3. Jón Jakobsson, íslandi KONUR - 52 kg. flokkur 1. Matio Vilhole, Finnlandi 2. Pernille Carlsson, Svíþjóð 3-4. Ása Andersen, Svíþjóð. 3-4. Carin Hannoluna, Svíþjóð. - 56 kg. flokkur 1. Maria Person, Svíþjóð. 2. Tanja Silvan, Finnlandi. 3. Heidi Hagen, Noregi. - 61. kg. flokkur 1. Anita Nilson, Sviþjóð. 2. Kirsi Harkalampi, Finnlandi. 3. Gigja Gunnarsdóttir, fslandi. - 66 kg. flokkur Gry Imsgárd, Noregi. 2. Martha Eriksson, Sviþjóð. 3. Susan Koivu, Finnlandi. + 72 kg. flokkur 1. Ilse Vuyster, Noregi. UNGLINGAFLOKKUR - 60 kg flokkur 1. Pasi Luukkainen, Finnlandi. 2. Ómar Árnason, fslandi. 3. Rúnar Snæland, íslandi. 4. Sævar Sigursteinsson, fslandi. -65 kg flokkur 1. Janne Kurki, Finnlaiidi. 2. Jean Nyman, Finnlandi. 3. Patrik Ivarsson, Svíþjóð. 4. Hans Rúnar Snorrason, íslandi. - 71 kg flokkur 1. Simri Nieminen, Finnlandi. 2. Peter Tedeholm, Svíþjóð. 3. Tryggvi Gunnarsson, fslandi. 4. ívar Þrastarson, íslandi. - 78 kg flokkur 1. Freyr Gauti Sigmundsson, íslandi. 2. Odd Sandgren, Noregi. 3-4. Jón Gunnar Björgvinsson, íslandi. 3-4. Marko Ylikano, Finnlandi. - 86 kg flokkur 1. Timo Peltola, Finnlandi. 2. Henri Honkanen, Finnlandi. 3. Ari Sigfússon, fslandi. -95 kg flokkur 1. Vernharður Þorleifsson, íslandi. 2. Eiríkur Jónsson, fslandi. Stigakeppni þjóðanna Karlar 1. Finnland 2. fsland 35 22 3. Noregur 10 4. Svíþjóð 9 Konur 1. Svíþjóð 30 2. Finnland 12 3. Noregur 6 4. ísland 1 Karlar U-21 27 2. ísland 17 3. Svíþjóð 4 4. Noregur 3 ÍÞRÓmR FOLK ■ JOHANN Cruyff, þjálfari Barcelona sagði, eftir 7:1 sigur liðsins á laugardaginn, að nú færu erfiðir tímar í hönd hjá helstu keppi- nautum liðsins, Real Madrid. Hann varð að draga ummæli sín til baka daginn eftir þegar Real vann 7:0! ■ STOICHKOV gerði fjögur marka Barcelona í leiknum. ■ HIERRO gerði einnig fjögur mörk á Spáni um helgina. Hann Serði mörkin í leik með Real. I HUGÓ Saftchez leikmaður hjá Real Madrid hefur leikið síðasta leik sinn með félaginu. Stjórn fé- lagsins hefur sett hann í bann þar til samningur hans við félagið renn- ur út, þann 30. júní og dæmt hann til að greiða 600 þúsund króna sekt. ■ SANCHEZ hefur verið ósáttur við Beenhakker þjálfara fyrir að vera ekki í liðinu eftir að hann náði sér af meiðslum. Hann hefur látið þessa skoðun sína í ljós og fyrir það var hann settur í bann og sektaður. ■ DAVID Platt lék ekki með Bari um helgina þegar liðið sigraði í fyrsta sinn á útivelli í 28 mánuði. ■ MARSEILLE virðist vera nokkuð öruggt með fjórða meist- aratitil sinn í röð í Frakklandi. Liðið sigraði Mónakó um helgina og nú stefnir í miklar breytingar hjá liðinu. ■ JEAN-PIERRA Papin, knatt- spyrnumaður Evrópu og fyrirliði Marseille er á förum til AC Milan. H CARLOS Mozer, fríherjinn frá Brasiliu er líklegast einnig á förum. H CHRIS Waddle hinn enski fer einnig frá Marseille eftir þetta tímabil. H BERNARD Tapie forseti fé- lagins ætlar að gera liðið að Evr- ópumeisturum og yrði það í fyrsta sinn sem frönsku liði tækist slíkt. Fimm stig voru gefin fyrir gull, þrjú fyrir silfur og eitt stig fyrir brons. KNATTSPYRNA / EVROPA Mattháus úr leik í átta mánuði Lothar Mattháus, fyrirliði heimsmeistara Þýskalands, mun ekki leika með Þjóðverjum í Evrópukeppni landsliða í Svíþjóð í sumar. „Þetta er mikil blóðtaka fyrir okkur,“ sagði'Berti Vogts, Iandsliðsþjálf- ari Þýskalands, eftir að Mattháus hringdi í hann um páskana og sagði honum tíðindinn. Mattháus meiddist á hné í leik með Inter Mílanó gegn Bari á dögun- um - liðbönd á hné vinstri fótar slitnuðu og sagði læknir Inter að Mattháus yrði frá keppni í sjö til átta mánuði. Mattháus er 31 árs og hefur leikið 93 landsleiki fyrir Þýskalands. „Þetta þýðir ekki að Mattháus hafi’leikið sinn síðasta landsleik. Hann er inni í myndinni hjá mér fyrir heimsmeistarakeppnina í Bandaríkjunum 1994,“ sagði Vogts. Þjóðveijar leika þijá æfingaleiki fyrir EM í Svíþjóð - fyrsta gegn Tékkóslóvakíu á morgun, og er talið að þrír leikmenn komi til greina sem leikstjórnendur í stað fyrirliðans. Þetta eru þeir Sammer hjá Stuttgart, Effenberg hjá Bayern og Möller hjá Frankfurt. Lothar Mattháus, fyrirliöi Þýska- lands, meiddist alvarlega og leikur ekki með Þjóðveijum í EM í Svíþjóð í sumar. Maradona lékþrátt fyrir bann Diega Maradona lét ekki 15 mánaða bann Alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA) aftra sér frá því að taka þátt í góðgerðarleik á miðviku- daginn var. Leikurinn var til styrktar fjölskyldu argentínsks landsliðsmanns sem lést eftir skurðaðgerð fýrr á árinu. Maradona lék við hvern sinn fingur í leiknum. Hann gerði tvö mörk sjálfur og laggði upp önn- ur tvö. FIFA hafði hótað leikmönn- um fyrir leikinn að þeir gætu átt von á sektum ef þeir léku með, eða á móti Maradona. Bayem skaut Stutt- gart af toppnum Jöfn og spennandi barátta í Þýskalandi. Dortmund í efsta sæti Stuttgart tókst ekki að nýta tækifærið sem þeir höfðu á að komast í efsta sæti þýsku úrvals- deildarinnar um páskana. Eftir níu leiki í röð án táps kom að því. Liði tap- aði 1:0 fyrir óvenju- sterku liði Bayern Múnchen og Dortmund er því eitt á toppi deildar- innar, sem sjaldan eða aldrei hefur verið eins jöfn og spennandi. Stefan Effenberg lék vel fyrir Bayern enda vissi hann af tveimur Jón Halldór Garöarsson skrifarfrá Þýskalandi „njósnurum“ frá ítalska liðinu Flor- ens. Hann gerði eina mark Bayern undir lok fyrri hálfleiks eftir send- ingu frá Olav Thon. Eike Immel markvörður Stuttgart bjargaði lið- inu frá stærra tapi, varði vel í leikn- um og m.a. vítaspyrnu frá Thon. Ahorfendur voru óvenju margir að þessu sinni. Uppselt var á leikinn og því 65.000 manns á áhorfenda- svæðinu, sen þeir hafa ekki verið iðnir við að sækja leiki Bayern í vetur. Þrátt fýrir tapið og að Sche- fer hafi verið vikið af leikvelli und- ir lokin vegna brots á Laudrup var Daum þjálfari Stuttgart brattur eftir leikinn. „Þetta er ekki búið ennþá. Við vinnum Dortmund um næstu helgi og Leverkusen vinnur Frankfurt og þá er allt opið aftur," sagði hann. Ef spá hans rætist þá verða Stuttg- art og Dortmund með 45 stig, Frankfurt með 43 og Leverkusen einnig, en menn hafa viljað gleyma Leverkusen þegar rætt er um hvaða lið eigi möguleika á meistaratitlin- um. Bilið breikkar á Ítalíu Birgir Breiödal og Luca Testoni skrifa frá Ítalíu Trúlega tryggði A.C. Milan sér meistaratitilinn á Ítalíu um páskana. Liðið sigraði Inter á með- an Juventus gerði jafntefli við Róma og nú munar sex stigum á liðunum og aðeins fimm um- ferðir eftir. Fabio Capello( þjálfari Mílanól- iðsins, tekur þó lífinu með ró. „Ég nota ekki þetta orð [meistarar] fyrr en þetta er allt orðið tölfræðilega öruggt. Við stigum skref f rétta átt í dag, við erum að nálgast en það er ekkert öruggt ennþá,“ sagði hann eftir leikinn. Sigurinn var naumur, aðeins 1:0 þrátt fyrir að leikmenn A.C. Milan væru einum fleiri frá miðjum fyrri hálfleik eftir að Desideri var vikið af leikvelli. Það hafði greinilega áhrif á leik liðanna að í þau vant- aði lykilmenn, Gullit hjá Milan og Mattháus hjá Inter. Peruzzi, arftaki Tacconi mark- varðar Juventus, varði mjög vel er Juventus gerði 1:1 jafntefli við Róma. Peruzzi bjargaði einu stigi fyrir Juventus. Knattspymumenn í verkfall Knattspyrnumenn á Ítalíu hafa boðað til verkfalls á sunnudaginn kemur vegna óánægju með breytingu á lögum um fjölda er- lendra leikmanna með hverju liði þar í landi. Enn er ekki ákveðið hvernig lagabi-eytingin verður, hvort liðum verði heimilað að hafa eins marga erlenda leikmenn innan sinna raða og þau sjálf vilja eða hvort einhver „kvóti" verður hafður á. ítalskir knattspyrnumenn óttast mjög að verða atvinnulausir verði tillagan um algjört frjálsræði samþykkt. Ef af verkfallinu á sunnudaginn verður þá er sá möguleiki fyrir hendi að deildarkeppnin í ár verði gerð ómerk. ínémR FOLK JEAN Fernandez, núverandi aðstoðarþjálfari Raymond Goet- hals hjá MarseiIIe segist taka við liðinu eftir þetta tímabil en að Goet- hals muni sjá um að undirbúa liðið fyrir Evrópukeppnina. WADDLE snéri sig á ökla í leiknum við Mónakó um helgina og verður líklega ekki með í tveim- ur síðustu leikjum liðsins. GIL RUI Barros sem er frá Portúgal, en leikur með Mónakó verður iíklega ekki með liðinu er það leikur til úrslita í Evrópukeppni bikarhafa í Lissabonn í bytjun maí. Hann braut tá um helgina og getur því ekki leikið með liði sínu í_heimalandi sínu að þessu sinni. TVEIR búlgaskir knattspyrnu- menn létust um páskahelgina er rúta sem var að flytja lið þeirra fór útaf veginum og valt. “ ÁHORFENDUR og blaðamenn sem fylgdust með æfingu HSV um páskana ráku upp stór augu þegar Andreas Thon mætti til leiks. Thon leikur með Leverkusen og ætlar að gera það áfram, en hann var í heimsókn hjá besta vini sínum, Rohde sem leikur með HSV og~ fékk að kíkja á æfíngu með honum. ÞÝSKIR blaðamenn eru oft fljótir að draga ályktanir og svo var einnig í þessu tilfelli. Eitt blað var ekki lengi að slá því upp að Thon væri genginn í HSV. H OFT hefur verið talað um að Manfred Kastl væri á förum frá Stuttgart. Svo virðist þó ekki vera því um helgina opnaði hann lítið og huggulegt hótel ásamt eiginkonu sinni í nágrenni Stuttgart. H MARKAKÓNGUR mikill frá S-Kóreu æfði um páskana með Stuttgart en ekki er talið líklegt að félagið kaupi hinn 26 ára gamla Kim Yoo-Sung. H STUTTGART keypti Andre Golke frá Niirnberg á dögunum fyrir um 90 milljónir ISK og félag- ið lánar einnig Júrgen Kramny til Niirnberg, sem seldi einnig Martin Wagner fyrir 50 milljónir ÍSK til Kaiserslautern. H DUISBURG hefur ekki gengið vel í vetur og berst nú við fall. Willibert Kremer, þjálfari hefur ákveðið að hætta með liðið og Uve Reinders hefur tekið við. H KÖLN hefur í hyggju að selja einhveija leikmenn hefur verið gef- ið í skin að þeir muni selja hjarta liðsins, Pierre Littbarski til Jap- an. Littbarski neitar þessu og seg- ist vilja vera áfram hjá félaginu og byggja upp gott lið. H JONAS Thern sem er frá Sví- þjóð en leikur með Benfica segist vera á förum til Napolí. Hann seg-. ir 95% Jíkur á að hann slái til og 'fari til ítaliu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.