Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 8
mmn KNATTSPYRNA / ENGLAND ÞORVALDUR Örlygsson, sem lék ekkert með aðalliði Nottingham Forest á síðasta keppnistímabili og var áf ram úti í kuldanum f vetur, fékk loks tækifæri í síðustu viku og hefur leikið með liðinu i síðustu þremur leikjum. „Samningurinn rennur út ívor og því var þetta það besta sem gat komið fyrir mig,“ sagði Þorvaidur við Morgunblaðið. „Ég skrifa ekki aftur undir hérna, en nú stend ég vei að vígi og þetta eykur líkurnar á að ég fái tilboð. Ég er vongóður um að vera kyrr í Englandi, en sjálfsagt hentar mér betur að leika á meginlandinu. Ég hef ágætan umboðsmann, sem hefur góð sambönd, en víst er að ég tek ekki hvaða boði sem er.“ Þorvaldur lék með varaliðinu á mánudag í síðustu viku, með aðalliðinu gegn Luton daginn eftir, . síðan gegn Aston Villa á laugardag og Manchester United í fyradag. Hann sagðist vera ánægðastur með hlut sinn í ieiknum gegn Aston Villa, sem Forest vann 2:0, en þá lagði hann upp seinna markið. „Eg lék þá á miðjunni, sem hentar mér best og því kann ég best við mig þar. Við höfðum mikla yfírburði í fyrri hálfleik og áttum að vera 3:0 yfir miðað við gang leiksins, en leik- menn Villa voru klaufar að skora ekki eftir hlé.“, Færri komust að en vildu, þegar Forest sótti Manchester United heim á annan í páskum. Þorvaldur sagðist ekki vera ánægður með fyrri hálfleik hjá sér og kenndi því um _að hann hefði leikið á hægri vængn- um. „Völlurinn var líka mjög erfið- ur, sennilega sá versti í deildinni um þessar mundir. En stemmningin var mikil og það var gaman að sigra á Old Trafford." Hugsa ekki um að spila heima Þorvaldur lék með Fram s.l. sum- ar, en hann sagði að staðan nú benti ekki til þess að hann spilaði heima í sumar. „Ég gef mér eins mikinn tíma og ég get til þess að ákveða um framhaldið og hef ekki hugsað um að spila á íslandi í sum- ar. Ég bíð með allar ákvarðanir þar til samningurinn við Forest rennur út.“ íslenska landsliðið hefur notið krafta Akureyringsins og sagði hann að á því yrði engin breyting. Hann átti alveg eins von á að vera í hópnum á Wembley, þegar Forest lék til úrslita í deildarbikarkeppn- inni, en fór með landsliðinu til Isra- el í vikunni á undan og fékk ekki tækifæri fyrr en eftir tapið. „Þegar maður sleppir ekki landsleik rétt fyrir viðureign á Wembley, þá verð- ur landsleik aldrei sleppt." Meistarabarátta Hér má sjá stöðu þeirra þriggja liða sem berjast um Englands- meistaratitilinn - stig, markatölu, hvað mörg mörk félögin hafa í plús og hvaða leikir eru eftir: Leeds...........................76 (70:35 +35) Sheff. Utd. (Ú), Norwich (H). Man.Utd.......75 (60:29 +31) West Ham (Ú), Liverpool (Ú), Tott- enham (H). Sheff.Wed.......................73 (61:48 +13) Crystal Palace (Ú), Liverpool (H). Meginlandið heillar Guðna Guðni Bergsson hefur verið úti í kuldanum hjá Tottenham að undan- förnu og var ekki í hópnum í leikjum páskahelgarinnar. Hann sagðist reyndar hafa verið slappur í baki að undanfömu og því ekki æft síðustu daga en verið í meðferð hjá sjúkraþjálfara, en það hefði ekki breytt neinu varðandi valið á liðinu. Tímabilinu hjá Tottenham lýkur á Old Trafford 2. maí og sagðist Guðni þá koma heim. Hann á ár eftir að samningnum við Spurs en þó hann hafi leikið um 40 af 55 leikjum á tímabilinu, telur hann þetta vera rétta tímann til að breyta til. „Ég vona að eitthvað komi upp í sumar, en ef ég skipti þá vil ég skipta alfarið um umhverfi og hef mestan áhuga á að komast til liðs á meginlandinu. En það verður að segjast eins og er að samgangurinn á mllli Englands og meginlandsins er ekki mikill varðandi flutning á leikmönnum og því verð ég bara að bíða og vona.“ Þorvaldur Orlygsson hefur leikið vel með Nottingham For- est og sótti grimmt að varnarmönnum Man. United. Rautt hjá Newcastle Newcastle á ekki sjö dagana sæla. Liðið, sem hefur aldrei leikið í 3. deild, er í bullandi fall- hættu í 2. deild og á annan í pásk- um fengu þrír leikmenn liðsins að sjá rauða spjaldið í 4:1 tapi gegn Derby á Basebal Ground og aðstoð- arþjálfarinn var bókaður. Eina von Newcastle til að halda sætinu er að sigra Leicester, sem er í 2. sæti, og Portsmouth, sem er í 9. sæti. Staðan er augljóslega slæm og ekki bættu brottrekstrarn- ir í síðasta leik ástandið. Kevin Keegan lét stór orð falla um dómar- ann o'g varnarmaðurinn Brian Kilcl- ine tók í sama streng. „Þetta var bara spurning um hver yrði næstur að fjúka. Dómarinn stillti okkur upp við vegg áður en leikurinn byrjaði. Ég gæti sagt ýmislegt, en það Það besta sem gat komið fyrir mig - sagði Þorvaldur Örlygsson, sem var í byrjunarliði Nott. Forest í þremur síðustu leikjum Kevln Keegan. kæmi mér í koll,“ sagði varnarmað- urinn. UfÓBR FOLK H RONNIE Moran, aðstoðar- framkvæmdarstjóri Liverpool, var þrumulostinn eftir stórtapið, 0:4, gegn Arsenal, en sagði: „Lífið held- ur áfram.“ Ósigurinn var sá mesti hjá Liverpool í níu ár, eða síðan félagið tapaði með sömu markatölu fyrir Coventry 1983. H ANDREAS Limpar, sem lagði upp tvö mörk, skoraði af 50 m færi, með því að senda knöttinn yfir Mike Hooper, markvörð Liverpool. „Þetta var frábært mark hjá honum. Ég hef aðeins séð Pele reyna þetta áður,“ sagði Mor- an. H GEORGE Graham var ánægð- ur með sigur Arsenal. „Áhorfendur fengu örugglega mikið fyrir pening- ana að þessu sinni.“ H ARSENAL hefur leikið fimmtán leiki í röð án taps og má segja að lokasprettur félagsins hafi komið of seint. Arsenal tryggir sér sæti í UEFA-bikarkeppninni ef liðið vinnur báða leiki sína sem eft- ir eru og Sheff. Wed. tapar leikjum sínum. H SHEFF. Wed. lék síðast í Evr- ópukeppni 1964. H ÁHORFENDUR á Upton Park bauluðu á leikmenn West Ham, eftir að þeir töpuðu, 0:2, fyr- ir Crystal Palace. West Ham er nær örugglega fallið. H COVENTRYtapaði heima, 0:1, fyrir Everton, en félagið hefur ekki unnið á heimavelli sínum síðan 30. nóvember. H GARY Lineker skoraði tvö mörk með skalla þegar Tottenham vann Wimbledon, 3:2. Hann hefur skorað 34 mörk í vetur og lýkur væntanlega ferlinum með Spurs á Old Trafford 2. maí. H IAN Walker, markvörður Spurs, var eitt spurningarmerki undir lokin, þegar Wimbledon fékk hornspyrnu. Fyrsti maður, sem hann sá inni í teignum var Hans Segers, hollenski markvörður Wimbledon! H LEEDS var ekki langt frá því að vinna fyrsta sigur sinn á An- field Road í Liverpool síðan 1972, en leiknum lauk með jafntefli, 0:0. H HOWARD Wilkinson er jarð- bundinn, þó Leeds sé á toppnum. „Það eina sem við höfum gert er að tryggja þátttöku okkar í Evr- ópukeppni félagsliða í haust.“ H ALLY McCoist skoraði tvö mörk fyrir Glasgow Rjingers, þeg- ar félagið tryggði sér skoska meist- aratitilinn íjórða árið í röð með því að vinna St. Mirren, 4:0. McCoist hefur gert 35 mörk á tímabilinu. H GUÐMUNDUR Torfason lék með St. Mirren. H MICK McCarty, fyrirliði ír- lands í HM á ítaliu, hefur skrifað undir þriggja ára samning við Millwall, sem leikmaður og fram- kvæmdarstjóri. H TONY Adams, fyrirliði Arse- nal, og David Seaman, markvörð- ur, gerðu nýjan samning við félag- ið, sem gildir út tímabilið 1996. Þeir sömdu m.a. um að fá um 100.000 ÍSK meira í vikulaun en áður. H ROLAND Nilsson skoraði fyrir Sheffield Wed. um helgina. Þetta var fyrsta mark sænska bakvarðar- ins fyrir félagið, en hann á 87 leiki að baki. H ALEX Ferguson sagðist ekki skilja hvernig leikmenn sínir hjá Manchester United hefðu misst unna leiki niður að undanförnu. „Við höfum sjálfir komið okkur i mjög óþægilega stöðu.“ H MARK Hughes var ekki í byij- unarliði United gegn Nottingham Forest. GETRAUNIR: 121 X X 1 2 X X 1X21 LOTTO: 10 11 17 25 27 / 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.