Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 5
 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1992 C 5 Aóstyrkja sjálfsvitund þjóöar fjörunni á Akur- eyri er varðveitt ein heildstæðasta byggð fyrri tíma á íslandi. Elsta húsið, Laxdalshús, er frá 1795, en Nonnahús og fleiri frá miðri síð- ustu öld. Trjárækt hófst þarna um aldamót og svæðið er mjög gróið gömlum trjám. „Þegar Minjasafnið á Akureyri var stofnað 1962, var talað um að gömlu húsin yrðu hluti af safninu," segir Guðný Gerður Gunnarsdóttir, safnstjóri Minja- safns Akureyrar. „Menn héldu að byggð myndi leggjast af. En síðar kom í ljós, að fólk vildi búa áfram í gömlu húsunum. Húsvernd og náttúruvernd haldast hér í hendur, svo segja má að sum húsin séu safn í réttu umhverfi og byggðin í heild sé gott dæmi um það menningarlandslag sem styrkir sjálfsvitund okkar íslendinga." - Viltu skýra þetta nánar? „Lykilhlutverk safna er að styrkja sjálfsvitund þjóða. Og nú, þegar samruni Evrópuríkja er í brennidepli, snýst umræða safn- manna í Evrópu mikið um þetta hlutverk. Sjaldan hefur verið brýnna að íhuga og gera sér grein fyrir menningararfinum sem ís- lensk söfn eiga að geyma, hvort sem við eigum eftir að sogast út í stóra Evrópuheild eða ekki.“ - Hvernig á að varðveita ís- lenskt menningarlandslag? „Umhverfísráðuneytið gaf út yfírlýsingu í fyira. Að nú ætti að fara að hreinsa til í sveitum lands- ins. Og íslenskir safnmenn urðu skelfíngu lostnir. Það má ekki fjar- lægja allar minjar eftir gamla bændasamfélagið sem breytist ört. En auðvitað er vandi að velja hvað ber að varðveita. Við eigum heildstæðar byggðir fyrri tíma í kaupstöðum. Elstu og heildstæðustu húsaþyrpinguna er að finna_ í Neðstakaupstað á ísafírði. Á Seyðisfirði er einnig gamall byggðakjarni. Nú er komið að sveitinni. Að varðveita landslag sem maðurinn hefur mótað með búsetu sinni. Auk íbúðarhúsanna ber að huga að útihúsum, gömlum hleðslum, réttum, túnum og görð- um. Upprunalega var safnað göml- um munum í byggðasöfnin. Nú er kominn tími til að varðveita menn- ingarlandslagið sem minjar um gamla búskaparhætti." rannsóknir þurfa að liggja að baki.“ - Hvað með Kjarvalsstaði? „Kjarvalsstaðir eru á margan hátt sérstætt listasafn, bæði með einkasýningar og eldri list. En segja má, að listasöfn Reykjavíkur hafa staðið sig mjög vel. Lagt sig fram um að safna nútímalist á faglegan hátt. Auk þess að sjá um rannsóknir og bæta við í söfn Kjarvals og Ásmundar. Og nú hef- ur Errósafnið bæst við.“ Ljósmynd/RÞB Guðný Gerður Gunnarsdóttir, safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri. í baksýn Svalbarðskirkja, Nonnahús og Pollurinn á Akureyri. Lístasafn er Bera Nordal, forstöðumaður Listasafns íslands, Þorgeir Ólafsson deildarstjóri og Viktor Smári Sæmundsson forvörður virða fyrir sér jórdanskt mósaíkgólf frá 6. öld. - Hver eru verðmætustu verkin á Listasafni íslands? „Tvímælalaust að safnið skuli eiga verk frumhetjanna, upphaf að íslenskri myndlist. Sögulegt úrval hafði ekki átt sér stað þegar við komum til. Vandi listasafna er að þau þurfa að skrá samtímann. Það breytist ekki svo mikið hjá einkasöfnum, eins og safni Sigur- jóns og Ásgríms. Þar er ákveðinn rammi utan um verk viðkomandi listamanns. En söfn eins og Lista- safn íslands eru lifandi og í stöð- ugri framþróun." Mai'grét Hallgríms- dóttir borgarminja- vörður framanvið gömlu húsin í Árbæj- arsafni. MorgunDlaoio/tmnia að varðveita. Okkur ber að varðveita menningararfinn. Oft er spurt hvað við séum eigin- lega að gera á Árbæjarsafni á vet- urna? Hvort safnið sé ekki lokað? Hér hefur verið lýst því sem týtur að sýningum og miðlun. En einnig má nefna safnkennslu, ráðgjöf, út- gáfu og þjónustu í formi sérfræði- legra rannsókna. Hér starfa sex sér- fræðingar á sviði menningarsögu. Viðamikill hluti starfseminnar fel- ur í sér rannsóknir á byggingasögu,. fornleif- afræði og sagnfræði Reykjavíkur. Minja- varsla í Reykjavík er sá grunnur sem byggt er á, en undir borgarminj- ar í umsjá Árbæjar- safns falla gömul hús og sögulegar minjar í Reykjavík, einnig safn- gripir, safnhús, myndir, kort og fornleifar. Hlut- verk safnsins á því sviði er að skrá, varðveita, rannsaka og miðla. Nú um helgina er kjörið tækifæri til að skyggnast á bak við tjöldin og kynnast hinu fjölbreytta og við- amikla vetrarstarfi," segir Margrét að lokum. í gönguferð um Elliðaárd- alinn, sem hefst kl. 13.30 í dag, verður staðnæmst við sögulegar minjar og áhugaverð náttúrufyrir- brigði. Stefna Reykjavíkurborgar er að Árbæjarsafn og útivistarsvæðið tengist miklu meira. „Við erum að komast á síðasta snúning með að safna hlutum frá síðustu áratugum," heldur hún áfram. „Mikið er um að íbúabyggðin endurnýist og breytist. Fólk flytur úr og til eldri hverfa, eins og t.d. Hlíðunum. Og því miður er mikið um að fólk hendi merknm munum við flutninga. Ég vil hvetja fólk að hugsa heldur til safnanna. Safnverð- ir eru ávallt reiðubúnir til að yfirf- ara og velja úr muni sem vert er yfirs.it yfir OPNUNARTÍM ÁRBÆJARSAFN Gönguferð um Elliðaárdal, náttúru- og söguskoðun, hefst við safnið kl. 13.30 í dag, 17. maí. Opið hús í dag kl. 14-16 og á morgun, 18. maí, kl. 10-12 og 13-16. NÁTTÚRUFRÆDI5TOFNUN Sýningarsalir opnir f dag og á morgun, 18. maí, kl. 13.30-16. NESSTOFA Opið hús í dag, 17. maí, kl. 13- 16. sjOminjasafn íslands Opið hús í safninu, Vestur- götu 8, Hafnarfirði, og bátaskýlinu í Vesturvör 14, Kópavogi, í dag, 17. maí, kl. 14- 18. MÖOMINJASAFN ÍSLANDS Opið hús í dag, 17. maí, kl. 11-16. Ymis önnur söfn víða um land eru opin um helgar og starfs- semin í fullum gangi m.a. Náttúrugripasafnið í Vest- mannaeyjum, sem er opið alla daga kl. 15-17. Öll söfnin á Austurlandi verða með opið hús sunnudaginn 17. maí. Fólk er eindregið hvatt til að heimsækja söfn í sinni heima- byggð um helgina og kynnast því sem þar fer fram. IHandi istasöfnin sjá sér ekki fært að hafa opið á alþjóðleg- um safndegi. Öll á kafi við undir- búning Listahátíðar. „Hér eru ótal burðarmenn að störfum," segir Þorgeir Ólafsson, deildarstjóri á Listasafni íslands, „enda verið að koma fyrir sex tonnum af list.“ Já, þau síga í mósaík-gólfin frá 6. og 7. öld sem Jórdanir hafa verið að grafa upp undanfarna áratugi. Drottning Jórdaníu mun opna jórd- önsku listsýninguna með pompi og prakt 30. maí. En fellur þessi sýn- ing á kvenbúningum, skarti og fornminjum, ekki frekar undir þjóðminjasafn? „Ef þessi sýning væri sett upp á þjóðminjasafni yrði reynt að varpa ljósi á hliðarþætti í sögu og þjóðmenningu," segir Þorgeir. „Sýningin var í Gautaborg og Svíar settu upp hirðingjatjöld og eldhús í tengslum við hana. En við á Lista- safni íslands leggjum minni áherslu á fræðsluefni. Meiri áherslu á listrænt gildi verkanna. Þetta er áherslumunur í uppsetn- ingu á milli þjóðminja- og lista- safna.“ Og Þorgeir heldur áfram: „Safn- ið er ungt fyrirbæri sem verður til á 19. öld. Það er fyrst í lok síð- ustu aldar að farið er að greina þjóðlega safnmuni frá listrænum verkum og hin eiginlegu listasöfn verða til. Fagurfræði var vinsælt fag hjá fornleifa- og sagnfræðing- um. En fyrirbærið „listfræðingur verður ekki til fyrr en um alda- mót.“ Undarlegt að fyrirbærið „lista- safn“ skuli vera svona ungt. Að öll þessi stórkostlegu málverkasöfn úti um allan heim skuli vera svo ný. Saga Listasafns íslands endur- speglar vel togstreituna á milli þjóðminja og listrænna muna. Það var stofnað í Kaupmannahöfn árið 1884. Fluttist heim skömmu eftir aldamót. Var stundum sjálfstætt, stundum hluti af Þjóðminjasafninu. Og aðeins fyrir fjórum árum kom- ið í eigin húsakynni. - En hvað er list, Þorgeir? „Að skilgreina list er mikil ábyrgð fyrir okkur listfræðinga. Listfræðilegt gildi er alltaf um- deilt. Hugsum okkur að forstöðu- maður einhvers listasafns tæki sig til og seldi þær myndir sem honum þætti ofaukið á safninu, eða sem væru ekki nógu góðar, að hans mati. Myndi síðan velja og kaupa aðrar myndir fyrir andvirðið. Einmitt þetta gerðist á árunum 1946-50 við Listasafnið í Nor- rköping í Svíþjóð. Varð blaðamál og geysilegt umdeilt. Sýnir að fagurfræðilegt gildismat hlýtur alltaf að vera huglægt, og var- hugavert að láta einn mann um kaup og sölu. Listasöfn mega selja verk, en aðeins gegn því að kaupa annað verk eftir sama höfund. - Hver sér um innkaup til Lista- safns íslands? „í innkaupanefnd safnsins sitja forstöðumaður og tveir listamenn, skipaðir af hálfu myndlistarmanna til fjögurra ára. Það er mikil ábyrgð fyrir viðkomandi og mikils- verð viðurkenning fyrir listamann að eiga verk á listasafni. Getur skipt sköpum fyrir listamann hjá stórþjóð. Þess vegna hafa hin rót- grónu listásöfn í Evrópu sett mjög strangar kröfur um móttöku gjafa. Meginreglan er að taka aldrei við verkum starfandi listamanna. Taktu eftir að einkasýningar á verkum starfandi listamanna eru aldrei í Listasafni íslands. Ekki nema einhver mikilsverður áfangi eigi sér stað í lífi viðkomandi lista- manns. Galleríin sjá um slíkar sýn- ingar. Bera ábyrgð á að sýna vaxt- arbroddinn í listalífínu. En lista- söfn standa fyrir yfírlitssýningum á eldri list, þar sem fræðilegar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.