Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 12
: 12 C...........MOEGUWBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 17. MAl 1992 HROARSKELDU BROSANDI ÞUNGLYNDI BRESKA sveitin Cure hefur löngum verið eftirlæti rokkunnenda um heim allan, enda söngvari sveitar- innar, Robert Smith, skapað henni einstakan stíl og sjálfstæðan. Nokkuð er um liðið síðan sveitin lék síð- ast frá sér heyra og margur orðinn óþreyjufullur þegar síðasta plata sveitarinnar. The Wish, leit loks dagsins Ijós fyrir stuttu. Cure hefur verðskuld- að verið með vinsælustu heims undan- farin ár með sérstaka tónlist sína og texta, en mikið hefur verið gert úr þunglyndislegu textum Rob- erts Smiths. Svo virðist reyndar sem þeir eigi einkar góðan hljóm- grunn meðal bandarískra ungmenna (kalvínsk áhrif?), en sveitin nýtur litlu minni hylli í Evrópu. Á Wish er léttara yfir tónlist sveitarinnar en oft- ast áður, og fróðir herma að andrúmsloft innan henn- ar hafi batnað til muna við að forðum félaga Smiths, IjoI Tolhurst, var sparkað fyrir. nokkru. Athygli vekur hve létt er yfir textum Smiths, sem hefur gælt við Þunglyndi Robert Smith. þunglyndi og almennt von- leysi af nokkurri íþrótt fram að þessu, og steininn tekur úr í laginu Friday I’m in Love, sem er með Carpent- erskum texta. Tónlistin er þó svipað flæði og oftast áður og fátt um nýjungar, en þó greinileg merki um að sköpunargáfa Smiths er langt í frá þorrin. Appelsínusveit Valgeir Sigurðsson og Svanur Kristbergsson í The Orange Empire. Innvortis popp Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Rut + IROKKS VEITIN Rut + hefur haft hljótt um sig und- anfarið, en á laugardag treð- ur sveitin upp með Leiksvið- inu í Grjótinu við Tryggva- götu. Þar verður kynntur til sögunnar nýr sögvari, Bogi, sem áður söng með Sor- oricide. KRISTJÁN Kristjánsson, sem flestir þekkja einfaldlega sem KK, hefur verið önnum kafinn í Þrúgum reiðinnar í Borgarleikhúsinu og þvi lítið verið á ferðinni við tónleikahald. Á morgun gefst þeim sem þráð hafa kostur á að sjá hann á tónleikum í Gerðubergi. IGerðubergi hafa menn verið að prófa sig áfram með tónleikahald undanfarið og tónleikar KK og félaga verða liður í þeirri þróun. KK kemur fram með sveit sinni, sem skipuð er Þorleifi Guðjónssyni, Ellen Krist- jánsdóttur og Kormáki Geirharðssyni, en Eyþór Gunnarsson er fjarri góðu gamni á Kúbu að taka upp með Bubba Morthens. í Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir KK Tónleikar í Gerðubergi. skarðið hleypur Þórður Árnason gítarleik- ari, Stuðmaður með meiru. V.JMU' ROKKHÁTÍÐIN í Hróarskeldu á norðan- verðu Sjálandi er jafnan með mestu tónlistar- viðburðum Evrópu ár hvert. Svo verður og að þessu sinni og líklegt að fjöldi Islendinga stefni þangað eins og iðulega. Forráðamenn Hróarskelduhátíðarinnar tóku fyrir nokkrum árum þá ákvörðun að fækka stórstjörnunum til að draga nokkuð úr ásókn í hátíðina, sem þeim fannst vera orðin of stór í sniðum. Þeir sögðust og vilja móta hana sem vettvang rokksveita sem stæðu á barmi frægðar- innar og hefðu að auki eitthvað nýtt fram að færa, en láta fáeinar stórstjörnur fljóta með. Meðal flytjenda sem þegar er búið að auglýsa eru Nirvana, David Byme, Primai Scream, Blur, Crowded House, EMF, Extreme, James, Pearl Jam, Little Village, Violent Femmes, DAD, Thin White Rope, Television, Carter, Hearthill, Sanne Salomonsen, Bel Canto og Screaming Trees. Allmargar sveitir eiga eftir að bætast við og þá helst einhveijar stórstjörnur, auk þess sem væntan- lega verða fjöl- margir listamenn frá S-Ameríku, Afríku og Asíu. Hróarskeldu- hátíðin verður að þessu sinni haldin 25. til 28. júní, að báðum dögum meðtöldum og miðasala er þegar hafin. Undanfarin ár hafa verið skipu- lagðar ferðir héðan á hátíðina, en ekki ________________________ _________________ er ljóst hvort af Á barml heimsfrægðar Nirvana verður méð- verði að þessu sinni. al sveita í Hróarskeldu. ROKKSVEITIN The Orange Empire heldur sína fyrstu tónleika í Hótel Borg á fimmtudag. Þó þetta verði fyrstu tónleikar sveitarinnar er hún orðin þriggja ára gömul. DÆGURTONLIST Hvad er adgerast í LosAngelesf T he Orange Empire er sveit þeirra Svans MLISTMIÐLUN Inferno 5 stendur fyrir tónleikum hljómsveitarinnar Inferno 5 og kvæðaflutningi Svein- bjarnar Beinteinssonar í Púsinum á miðvikudag. Skemmtunin er til styrktar Finnlandsfarar sveitarinnar og Sveinbjamar en Infemo 5 var fyrir stuttu boðið á rokk- hátíð í Turku 12. og 13. jún. Einnig fyrirhugar sveitin að fara til Pétursborgar í Rússlandi og heldur þar tvenna tónleika. I vændum er diskurinn Huggun frá Infemo 5, sem verður fyrsti diskur sveitarinnar, en á hon- um verður væntanlega ann- arleg danstónlist með kröft- ugri hrynjandi og hugvíkk- andi hljóðum, eins og In- fernomenn kjósa að lýsa tón- list sinni. Kristbergssonar söngvara og Valgeirs Sigurðssonar gítarleikara, en þeir félagar hafa fengið til liðs við sig ýma aðstoðarmenn, að þessu sinni Einar Scheving trommuleikara, Birgi Brag- ason bassaleikara, Lárus Sigurðsson gítarleikara og Sigurð Ragnarsson orgel- leikara. ^ Sveitin hefur sent frá sér eitt myndband og er með annað á lokastigi, en ekki hefur annað komið frá henni. Þeir Svanur og Valgeir eru þó ekki af baki dottnir, því þeir eru í þá mund að leggja upp í utanför til að freista þess að koma sveit- inni á samning ytra. Fyrst verður haldið til Lundúna, en síðan til.New York, þar sem eyða á einhverjum tíma í útgefendur. The Orange Empire leik- ur innvortis popp. KK SPILAR í GERÐUBERGI UPPÞOTIN I Los Angeles fyrir stuttu komu þeim ekki óvart sem hlustað hafa á rapptónlist manna eins og Ice-T, Ice Cube, Public Enemy og Niggers With Attitude. í textum þessara rapptónlistar- manna, sem flestir eru upprunnir í Los Angeles, hafa þeir rakið vonleysi og örvæntingu svartra íbúa borgar- innar undir járnhæl lögregi- unnar í Los Angeles, og hvað eftir annað spáð því að uppúr myndi sjóða. Astandið í Los Angeles er ekki einsdæmi í Bandaríkjunum, þó þar þyki iögreglan harðhent- ari og ruddalegri en al- mennt. Svartir íbúar Bandaríkjanna eru al- mennt allmiklu á eftir öðr- um ( lífsgæðum og töl- fræðilega upplýsingar um stöðu þein-a eru slá- andi. Til mynda er algeng- asta dán- arorsök ungra svartra karlmanna byssu- sár og þriðja algengasta er sjálfsvíg, atvinnuleysi er yfír 40% í sumum. blökku- eftir Árno Matthíosson mannahverfum og fleiri svartir eru í fangelsi en í lang- skólanámi, sem bendir ekki tii þess að ástandið eigi ' eftir að batna í bráð, því menntun er lykil- atriðí í baráttunni við fátæktina. Rapp- tónlist hefur fjallað mikið um þessi mál og Chuck D í Public Enemy bendir rétti- lega á það að rappið sé CNN svaitra Banda- ríkjamanna. Ice-T hefur verið einna atkvæða- mestur þeirra rapp- ara sem taldir voru hér að fram- an, en moðfram rappinu hefur hann rekið trashrokk- sveitina Body Count sem sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu fyrir skemmstu. Sveitina kynnti hann reyndar í lag- inu Body Count, sem er einskonar Staii-way to Hea- ven tíunda áratugarins, á síðustu plötu sinni, Original Gangster. Á nýútkominni plötu Body Count heldur hann upptekum hætti að hamast að bleiknefjum sem hann segir vísvitandi og skipulega halda svörtum Bandaríkjamönnum niðri. Ekki má skilja texta Ice-T þó svo að hann sé að boða kynþáttafordóma með öfugum fonnerkjum, því hann leggur ríka áherslu á baráttu gegn öllum kyn- þáttafordómum, ekki síst vaxandi andúð svartra á kóreskum Bandaríkja- mönnum. Ekki má svo gleyma fikniefnaneyslunni, sem fær sinn skammt. Body Count-diskurinn er eins og bein útsending frá óeirðunum I Los Angeles, með sífelldum innskotum tölfræðilegra upplýsinga um stöðu svartra í borg- inni. Tónlistin er hrátt rappskotið þungarokk, sem svipar lítt til þess svarta þungarokks sem flestir þekkja, t.a.m. hjá Living Colour, og vísar kannski til nýrra tíma í svörtu rokki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.