Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1992 C 15 GAMANAÐ . ELSKAST A HVITA TJALDINU OPNUNARMYNDIN á kvikmyndahátíðinni í Cannes var að þessu sinni hinn umtalaði erótiski þriller „Basic Instinct“. Sumir töldu þetta ögrandi ákvörðun, þvi talsverð mótmæli hafa verið í Banda- ríkjunum frá því myndin var frumsýnd í mars. Samtök homma og lesbía þar í landi telja myndina gefa neikvæða mynd af samkyn- Michael Douglas og Sharon Stone í myndinni „Basic Instinct." Enn ögrar Michael Douglas almenn- ingi í hlutverkavali og í viðtali við Þorfinn Omarsson á kvikmyndahá- . tíðinni í Cannes lýsir hann tökum á myndinni umdeildu, „Basic Instinct" etta hefur ekki verið til að minnka vinsældir „Basic Instinct". Þvert á móti nýtur hún gífurlegra vin- sælda beggja vegna Atlantshafsins og setti aðsóknar- met hér í Frakklandi í síðustu viku. Myndin gengur eins langt og leyfi- legt er varðandi á'staratriði og of- beldi og í rauninni gekk hún enn lengra í upphafi. Leikstjóri hennar, Hollendingurinn Paul Verhoeven, þurfti að leggja hana níu sinnum fyrir bandaríska kvikmyndaeftirlit- ið til að hún stæðist kröfur þess. Hins vegar er upprunalegu útgáf- unni dreift um Evrópu, þar á með- al í kvikmyndahúsið Regnbogann þar sem hún verður frumsýnd á næstu dögum. En það er ekki síst leikarinn Michael Douglas sem ögrar al- menningi með því að leika í mynd af þessu tagi. Hann leikur rann- sóknarlögreglumann, sem í upp- hafi myndar á í ástarsambandi við sálfræðing lögreglunnar (Jean Tripplehorn), en heillast síðan að tvíkynhneigðri konu (Sharon Stone), sem grunuð er um morð. Fyrir leik í myndinni fékk Michael Douglas ein hæstu laun sem um getur í kvikmyndasögunni, eða tæpan milljarð íslenskra króna. Morgunblaðið hitti Michael Dou- glas að máli í Cannes. Kjánaleg mótmæli Ég hitti Michael á Majestic-hót- elinu í Cannes. Michael er lítill maður vexti — mun minni en mað- ur hafði gert sér í hugarlund. Hann lítur nokkuð öðruvísi út en í mynd- inni, því hárið er bæði snöggklippt og talsvert grátt. Hann heilsar mér brosandi og kveikir sér umsvifa- laust í sígarettu þegar hann söst. Við byijum á að ræða um „Basic Instinct" enda frumsýningu henn- ar nýlokið. - Sástu fyrir þér þessi mótmæli áður og á meðan þið tókuð „Basic Instinct"? „Nei, alls ekki. Þau komu mér alveg í opna skjöldu. Enda þótt tvíkynhneigð kona sé grunuð um morð, er ekki verið að ásaka hana um að vera tvíkynhneigð. Ekki frekar en þegar gagnkynhneigðir eru í hópi grunaðra. Ég tel mig vera jákvæðan í garð samkyn- hneigðra og á marga vini úr þeirra röðum í þessum bransa. Þannig mun ég fyrstur manna viðurkenna að hommar og lesbíur eru ekki nógu jákvæðar persónur í kvik- myndum. En það er nákvæmlega ekki neitt gegn samkynhneigðum í þessari mynd.“ - Hvernig skýrir þú þá þessi mótmæli? „í fyrsta lagi eru samtökin sem að þeim standa, Queer Nation og GLAAD, í minnihluta samkyn- hneigðra. Þar að auki höfðu þau ekki séð myndina þegar þau hófu mótmælin. Ég held að þau séu ein- faldlega að notfæra sér þessa stóru mynd til að vekja athygli á sjálfum sér. Þau áttuðu sig bara ekki á því að þetta var enn betri auglýs- ing fyrir myndina." - Bandarísk kvennasamtök tclja einnig ástaratriðið á milli þín og Jean Tripplehorn vera nauðgun. „Já, hvernig er hægt að mis- skilja hlutina þannig," segir hann og hristir hausinn. „Við fórum al- veg niður í kjölinn á þessari senu áður en hún var tekin og það er greinilégt að Jean sýnir mér já- kvæð viðbrögð strax í upphafi.“ - En hún segir samt eftir á að þú hafir ekki verið að elskast, held- ur að gera eitthvað annað ... „Já, það er hluti af þessu. Við verðum að muna að ástaratlot fólks geta verið mjög fjölbreytt og ég held nú að fullorðið fólk megi haga sér eins og því sýnist í rúminu. Rólegasta fólk getur iðkað villta ástarleiki þegar enginn sér til.“ Allir hafa gert sér upp fullnægingu - Það eru mjög mörg ástaratriði í þessari mynd. Er erfiðara að leika í slíkum senum en til dæmis slags- málasenum? „Já, það er að mörgu leyti erfið- ara að gera þær trúverðugar. Sjáðu til, það vita allir af eigin raun hvernig fólk elskast, en sem betur fer Iendir minnihluti í slagsmálum. Þannig gerir áhorfandinn miklu meiri kröfur til ástaratriðanna og ber þau saman við sína eigin reynslu. En þau eru ekkert erfið- ari líkamlega séð, því við erum auðvitað bara að leika. Það hafa allir, bæði karlar og konur, ein- hvern tíma gert sér upp nautnina við að elskast. Og gert sér upp fullnægingu. Öðruvísi hefði ég aldrei lifað af „reið aldarinnar" í tíu tíma á dag, í sex daga í röð!“ - Voru þessi atriði mikið skipu- lögð fyrirfram eða lékuð þið af fingrum fram? „Ég get sagt þér að þau voru mjög kortlögð. Tæknilega er það nauðsynlegt, því við þurfum að færa okkur í fyrirfram ákveðnar áttir í takt við myndavélina. Þetta er bara kóreógrafía. En það var samt mjög gaman af þessu og maður upplifír hluti sem ekki er hægt að Ieyfa sér í daglegu lífi.“ - Lékstu þá aðallega í þessari mynd ánægjunnar vegna? „Ja, ég reyni að velja sem íjöl- breytilegust hlutverk. Síðast lék ég í gamaldags stríðsmynd („Shin- ing Through"), þar á undan í gamanmynd („War of the Roses“) og þar áður í hasarmynd („Black Rain“). Ég hafði gaman af öllum þessum hlutverkum, hveiju á sinn hátt. En ég neita því ekki að kyn- lífið í myndinni heillaði mig og mig langaði til að ganga lengra en áður í þeim efnum. Það veitir ekkert af því að hrista aðeins upp í þessu. Mér fannst handritið líka svo vitsmunalega skrifað og auk þess er ég aðdáandi Verhoevens alveg frá því hann gerði kvikmynd- ir í Hollandi. En ég held að það besta við þetta hlutverk hafí verið að ég neyddist til að skafa af mér svona tíu kíló,“ segir hann og klappar á stæltan magann. - Hvað finnst þér um það að klippa þurfti nokkur atriði til að fá myndina sýnda í Bandaríkjun- um? „Mér finnst það auðvitað slæmt, en við þekktum reglurnar áður en við lögðum af stað og reyndum síðan að ganga eins langt og þær leyfa. Alvarlegast í þessu sam- bandi er að í kvikmyndum er of- beldi orðið sjálfsagðara en kynlíf.“ - Snúum okkur að öðru. Þær persónur, sem þú hefur leikið síð- ustu árin, hafa verið nokkuð spillt- ar siðferðislega. Framhjáhald í „Fatal Attraction", fjársvikari í „Wall Street", ofbeldisfull lögga í „Black Rain“ og nú rannsóknarlög- reglumaður með mjög vafasama fortíð. Hefur þú einhveija skýringu á þessu samhengi? „Ja, ég veit það nú varla. Ég vel hlutverk mín algerlega eftir tilfmningu hveiju sinni, en kannski langar mig að taka þátt í vanda- málum þessara manna og reyna að leysa þau. Mér finnst ekkert varið í fullkomnar hetjur. Þær eru ekki af holdi og blóði og það vant- ar alla dýpt í þeirra persónuleika. Mig langar að túlka góðu og slæmu hliðarnar á sömu persónunni.“ - Er þetta eitthvað sem þú átt sameiginlegt með persónum þín- um? „Nei, ég held ekki. Þvert á móti hjálpa kvikmyndirnar mér að halda stöðugleika í einkalífínu. Ég lifí hamingjusömu lífi með minni fjöl- skyldu, en eins og hjá öðrum kem- ur fyrir að ég hef þörf fyrir að gera óskynsamlega hluti. Þá leita ég í kvikmyndirnar og losa mig við neikvæðu hliðarnar á sjálfum mér. Þannig vernda ég í rauninni einkalífið." Læt tilfinninguna ráða - Handritið að „Basic Instinct" varð strax fréttaefni fyrir nokkrum árum þar sem Joe Eszterhas fékk þijár milljónir dollara í greiðslur. Síðan fékkst þú 15 milljónir doll- ara fyrir að leika í myndinni. Eru þetta eðlilegar upphæðir? „Það er ágætt að koma þessum máluin á hreint. Allar mínar mynd- ir á síðustu árum hafa verið vinsæl- ar, sérstaklega I öðrum löndum en Bandaríkjunum. Ég ferðast út uin allan heim til að kynna þessar myndir og þær eru seldar út á nafnið mitt. Auðvitað hvílir mikil ábyrgð á mínum herðum að vera peninganna virði, en satt að segja held ég að framleiðendur hagnist alltaf á þessum samningum þótt háir séu. “ -- Þú ert líka sagður í hópi valda- mestu manna Hollywood, enda bæði framleiðandi og í hæst laun- aða leikaraflokknum. „Já, þetta eru sögur sem sumir hafa gaman af, en ég myndi ekki taka þær alvarlega. Mér finnst öllu verra að vegna þess að ég er líka framleiðandi, halda allir að ég sé leikari sem skipuleggi ferilinn langt fram I tímann. Eg fullvissa þig um að svo er alls ekki. Ég vel lilutverkin bara eftir tilfinningu hveiju sinni og hef tekið hvert hlut- verkið eftir annað sem stríðir gegn straumnum. „Fatai Attraction", „Wall Street" og „Black Rain“ voru allt myndir sem enginn vildi leika í. Mér fannst þetta áhuga- verðar persónur og þvi sló ég til. Svo hefur heppnin verið með mér og allar þessar myndir gengið vel.“ - Þú sagðir einhvern tínia að persónan í „Wall Street“ væri hreinn tilbúningur, en sú í „Fatal Attraction" ætti margt sameigin- legt með þér. „Já, og þannig eru tvær aðferð- ir til persónusköpunar. Sú fyrri er að breyta sjálfum sér algeriega í hina persónuna, en það gerði ég í „Wall Street". Ég man að ég reyndi að nota þessa aðferð líka í „Fatal Attraction“ en að lokum uppgöt- vaði ég að maðurinn var bara mjög líkur mér sjálfum. Ég veit að ég gæti aldrei nokkurn tíma verið verðbréfabraskari í Wall Street, en ég get hins vegar auðveldlega séð mig fyrir mér sem dæmigerðan lögfræðing í New York, sem gerir þau „mistök" að halda framhjá konunni sinni. Ég þurfti því ekkert að breyta mér fyrir þetta hlutverk. Þvert á móti reyndi ég að vera ég sjálfur." - Hvorri aðferðinni beittir þú við „Basic Instinct"? „Ja, ætli það sé ekki bara blanda af hvoru tveggja," segir hann og hlær. „Persónan gæti vel verið sú sama og ég lék í þáttunum „The Streets of San Fransisco" á sínum tíma, nema bara 20 árum eldri. Þetta er maður sem hefur tapað öllu sem hann átti, þar á meðal trúnni á sjálfan síg. Þannig er hann haldinn mikilli sjálfseyðing- arhvöt og getur líka verið hættu- legur umhverfi sínu. - Surnir líta á „Basic Instinct“ sem „Fatal Attraction 11“ ... „Það er mikill misskilningur að gera það og hugsanlega er það sprottið frá þeim sem ekki hafa séð myndina. Við erum að fjalla um allt aðra hluti í „Basic Instinct“ og mín persóna á afar fátt sam- eiginlegt með lögfræðingnum í „Fatal Attraction“. Annar þeirra er sléttur og felldur á yfírborðinu á meðan hinn hefur lent í öllum hugsanlegum vandamálum, sem hefur áhrif á gjörðir hans. Lög- fræðingurinn vissi ekki hversu al- varlegar afleiðingar framhjáhaldið myndi hafa, en löggan veit vel að konan sem hann fæst við er stór- hættuleg. Það stöðvar hann ekki.“ Er leikari — ekki framleiðandi - Þú framleiddir miklar ádeilu- myndir á áttunda áratugnumveins og Gaukshreiðrið gegn kerfinu og „China Syndrome“ um hættuna í kjarnorkuverum. Það hefur minna farið fyrir slíkum verkum hjá þér í seinni tíð. „Já, en það segir ekki til um ábyrgðartilfinningu mína. Ég hugsa vandlega um efni hverrar myndar áður en ég tek ákvörðun um að vera með. Kvikmyndir eru mjög dýrar í framleiðslu og þannig tel ég það fyrstu skyldu okkar, sem gerum þær, að veita góða skemmt- un í tvo klukkutíma og að snerta áhorfandann tilfinningalega. Kvik- myndir eiga að snerta fólk, hvort sem það er með hlátri eða gráti. Þegar þessu er náð geta menn farið að hugsa um frekari boðskap og verður myndin þá væntanlega enn betri. Gaukshreiðrið og „China Syndrome" voru þannig, en margir áhorfendur fundu líka boðskap í „Fatal Attraction" og menn hafa séð boðskap gegn alnæmi í „Basic Instinct". Ég verð nú að segja eins og er, að ég tók alls ekki eftir þessum skilaboðum fyrr en eftir á, enda hafa báðar myndirnar mik- ið skemmtanagildi." - Þú hefur tvisvar unnið Ósk- arsverðlaun, en við afar mismun- andi aðstæður. Hvorn Óskarinn heldur þú meira upp á? „Þeir eru mér báðir mjög kærir. í fyrsta lagi ætlaði ég aldrei að verða framleiðandi. En ég elskaði bókina Gaukshreiðrið eftir Ken Kesey. Faðir minn hafði keypt kvikmyndaréttinn á henni og ég gat ekki beðið eftir að sjá hana kvikmyndaða. Ég framleiddi myndina og er mjög stoltur af því að hafa komið þessu meistaraverki Milosar Formans af stað. En á sama tíma og ég var svo ánægður með lífið, tók ég eftir því að fólk leit á mig alfarið sem framleiðanda en ekki leikara. Ég var hins vegar alltaf sannfærður um að verða leik- ari og ekkert annað. Þannig skipti Óskarinn, sem ég hlaut fyrir „Wall Street", miklu máli fyrir sjálfs- traust mitt og breytti_ áliti annarra á mér sem leikara. Ég bý nú vel að þessu sjálfstrausti."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.