Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1992 að halda, verður heilbrigðisþjónust- an að tryggja hælinu þá fjármuni sem þarf til að vistmenn njóti sömu réttinda á hælinu og þeir sem búa utan þess.“ Rannveig Guðmundsdóttir segir félagsmálanefnd ekki geta breytt frumvarpi til laga um málefni fatl- aðra samkvæmt óskum Foreldra- og vinafélags Kópavogshælis. „Fé- lagið er ósátt við að hælið sé ekki flokkað með þeim vistheimilum sem eru talin upp í lögunum. En vist- heimili eru skilgreind öðru vísi en Kópavogshæli sem er sjúkrastofn- un. Við getum ekki sett inn bráða- birgðaákvæði um að hælið flokkist á annan hátt en nú er. Heilbrigðis- ráðuneyti verður að taka ákvörðun um hvort hælið verði flutt, allt eða að hluta til, undir þá skilgreiningu sem vistheimili hafa. Um leið og það væri gert heyrði það undir þessi lög.“ Kópavogshæli alltaf verið sjúkrastofnun Á þeim tæpu fjóru áratugum sem liðnir eru frá stofnun hælisins hefur það verið rekið sem sjúkra- hús og hefur því verið undir stjórn Ríkisspítala. „Kópavogshæli er barn síns tíma. Það- var stofnað á þeim árum þegar allt önnur viðhorf ríktu til fatlaðra og það var talið af hinu góða að aðskilja þá frá öðru fólki,“ segir Hulda Harðar- dóttir, yfirþroskaþjálfi Kópavogs- hælis. „Nú er viðhorfíð til fatlaðra að þeir eigi að taka þátt í daglega lífinu eins og þeim er mögulegt. Kópavogshæli er spítali en um leið heimili fólks. Nokkrir vistmenn hafa útskrifast á undanförnum árum og flutt inn á sambýli, sem hefur verið þeim mjög til góðs. í raun fer meirihluti vistfólksins til vinnu og verður sjaldan eða aldrei misdægurt. Þeir vistmenn sem telj- ast_sjúklingar eru í minnihluta." Ásta B. Þorsteinsdóttir segir það vera hluta þróuninarinnar í málefn- um fatlaðra, að stofnanauppbygg- ing heyri sögunni til. „Nú er lögð áhersla á sjálfstæðara líf, t.d. í sambýlum, sem eru þó ekki endan- leg lausn, heldur gætu þau verið leið til enn frekara sjálfstæðis. Því ber að bjóða íbúum Kópavpgshælis sambærileg kjör og öðrum fötluð- um. Auðvitað eiga t.d. þeir, sem eru orðnir aldraðir og kjósa að vera um kyrrt, að fá að vera það. En annað, sem er mikilvægt að hafa í huga, er sú reynsla annarra þjóða að þeir sem eru mest fatlaðir eiga að flytja út fyrst. Stofnanalífið er þeim mun erfiðara en þeim sem minna eru fatlaðir, þar sem þeir síðarnefndu eru betur sjálfbjarga og minna upp á aðra komnir. Eg tel mikilvægt að heilbrigðisráðu- neytið hafi frumkvæði að því að ræða við félagsmálaráðuneytið um að íbúum Kópavogshælis verði boð- inn sá valkostur að flytja af hælinu og þeim þannig boðin sambærileg lífskjör og þeim fjölmörgu fötluðu sem lifa góðu lífi úti í samfélaginu." „Við erum vissulega fylgjandi því að þeir sem geti flytji í sam- býli. En það er óraunhæft að hægt sé að flytja stóran hluta íbúa Kópa- vogshælis í sambýli, eins og reglu- gerð um málefni hælisins segir,“ segir Birgir Guðmundsson, formað- ur Foreldra- og vinafélags Kópa- vogshælis. „Við teljum að kostnað- urinn við að byggja yfir alla íbúana yrði um 400 milljónir, ef tekið er mið af kostnaði á Sólheimum í Grímsnesi, en þar kostar um fjórar milljónir að byggja yfir hvern fatl- aðan einstakling. í þessari tölu er rekstrarkostnaður ekki talinn með. Vegna þessa er nauðsynlegt að tryggja rétt vistmanna á meðan þeir búa á hælinu.“ Að sögn Birgis eru mjög skiptar skoðanir meðal foreldra vistfólks á því hvort allir vistmenn á Kópa- vogshæli geti búið í sambýli. „Það er hins vegar staðreynd að nú þeg- ar býr í sambýli fólk, sem segja má að sé jafn mikið fatlað og þeir sem eru mest fatlaðir á Kópavogs- hæli, þ.e. ósjálfbjarga. Fyrir þá sem ÖUUM FÖTLUDUM VERÐI TRYGGDUR SAMIRÉTTUR - segir Ólafur Kristinsson sem á dóttur á Kópavogshæli „DÓTTIR mín dvelst á Kópa- vogshæli eftir slys, hún er mik- ið fötluð og það mikill sjúkling- ur að spurning er hvort hún fái jafn góða umönnun annars staðar. Á Kópavogshæli fær hún mjög sérhæfða þjónustu; hún er í raun ein af þeim fáu vistmönnum sem þurfa á slíkri umönnun að lialda. Dóttir mín fellur undir þá skilgreiningu að vera fatlaður sjúklingur, en flestir sem eru á hælinu gætu flutt á sambýli þegar.“ Svo fa- rast Ólafi Kristinssyni orð, en 14 ára dóttir hans er vistmaður á Kópavogshæli. Eg sé ekki að flutningur geri dóttur minni neitt gott og ég á eftir að sjá það að eitthvert annað vistunarfonn væri betra fyrir hana,“ segir Ólafur. „Hún fær mjög góða þjónustu á Kópavogs- hæli. Það er stutt í skóla, sundlaug og sjúkraþjálfun, auk þess sem sjúkraþjálfinn kemur til hennar þegar hún kemst ekki út úr húsi.“ Olafur segir að sér finnist sjálf- sagt að þeir sem geti búi á sambýl- um. „Það vistunarform sem er á Kópavogshæli er ekki mjög gott, Morgunblaðið/KGA Ólafur Kristinsson: „Ég tel að Kópavogshæli mætti nýtast bet- ur fyrir fatlaða sjúklinga eins og dóttur mína.“ það er einangrað og verndað um- hverfí. Fatlaðir sem á annað borð geta tekist á við daglega lífið ættu að fá að tækifæri til þess. Ég er hins vegar ekki viss um að dóttir mín nyti þeirrar glímu, til þess er hún of mikill sjúklingur. Ég tel að Kópavogshæli mætti nýtast betur fyrir sjúklinga eins ög dóttur mína. Ég tel góða mögu- leika á því, enda er búið að byggja upp mikla þjónustu á staðnum. Hún gæti nýst mikið fötluðum ein- staklingum, jafnvel sem áfanga- staður fyrir þroskahefta geðfatl- aða.“ - Hvort myndir þú heldur vilja sjá Kópavogshæli sem vistheimili eða sjúkrahús? „Það er ekki aðalatriðið hvort það heitir sjúkrahús fyrir fatlaða eða vistheimili. Höfuðmáli skiptir að öllum fötluðum sé tryggður sami réttur, hvort sem þeir eru sjúklingar eður ei. Það er búið að veita fé úr sjóðum sem ætlaðir eru fötluðum í uppbyggingu á mikilli þjónustu á Kópavogshæli og sú þjónusta á að nýtast fötluðum áfram. Þama væri hægt að reka öfluga þjónustu fyrir fatlaða sem ekki ættu þar heima, vþmustofur, endurhæfíngu og sjúkraþjálfun.“ Morgunblaðið/Emilía Vegna ági-einings undir hvaða lög Kópavogshæli á að heyra hefur ekki tekist að tryggja rétt íbúa hælisins til jafns á við aðra fatlaða. mesta þurfa hjálpina þarf auðvitað fleira starfsfólk og því er dýrara að vera með þá einstaklinga í sam- býli en á vistheimili, þar sem eru allt að þrettán einstaklingar á einni deild,“ segir Birgir. Framkvæmdasjóður fatlaðra Einu breytingarnar sem varða Kópavogshæli verði frumvarpið að lögum, eru á Framkvæmdasjóði fatlaðra. Samkvæmt því er sjóðn- um einungis ætlað að standa undir framkvæmdum við stofnanir á veg- um félagsmálaráðuneytisins en þær fjárhæðir sem úthlutað hefur verð til skóla og sjúkrastofnana á vegum ráðuneyta menntamála og heilbrigðismála verða, að frum- varpinu samþykktu, að koma sem fjárveitingar af öðrum liðum fjár- laga. „Endurbætur á Kópavogshæli hafa að miklu leyti verið fjármagn- aðar úr Framkvæmdastjóði fatl- aðra en með þessu frumvarpi virð- ist það vera ætlun löggjafans að sjóðurinn hugsi einungis um þær stofnanir sem tengjast félagsmála- ráðuneytinu. Verði þetta samþykkt óbreytt, mætti sjóðurinn ekki leggja fé til Kópavogshælis," segir Pétur J. Jónasson. Hann telur mik- ilvægt að þannig verði búið um hnútana að framkvæmdasjóður geti eftir sem áður veitt fjármunum til framkvæmda við hælið, enda sé það í þágu þeirra sem minna mega sín. „Hér erum við í raun með þyngsta endann á þessum mála- flokki, þá sem eru mest fatlaðir, andlega og líkamlega. Þáð er veru- leg samkeppni um fjármuni innan Ríkisspítalanna, sem við tilheyrum, og ég dreg enga dul á það að fjár- munir renna frekar í hátæknilækn- isfræði en til okkar.“ Birgir Guð- mundsson tekur í sama streng um framkvæmdasjóðinn, segir hann hafa fjármagnað miklar eignir fyr- ir Kópavogshæli og þá sem þar búa. Þessum eignum verði að halda við en hann óttist að með nýjum lögum verði sú ekki raunin. Birgir segir hælið hafa verið hornreku í kerfínú. „Svæðisstjórnirnar áttu að vera eftirlitsaðili með vistheimilum fatlaðra, þar með teljum við Kópa- vogshæli, en þær hafa ekki sinnt því, vegna þess að það heyrir und- ir heilbrigðisráðuneytið en svæðis- stjórn undir félagsmálaráðuneytið. Þetta breytist ekki með nýjum lög- um.“ „Auðvitað er það mjög mikilvægt að aðbúnaður á stofnunum á meðan þær eru heimili sé sem bestur,“ segir Ásta B. Þorsteinsdóttir. „En skiptar skoðanir eru um fjárfest- ingar þar og veita ýmsir því fyrir sér hvort ekki væri skynsamlegra að hraða þróuninni með því að veita fé úr Framkvæmdasjóði fatlaðra til að gera fólki kleift að flytja út í samfélagið í stað þess veita fé til uppbyggingar inn á stofnuninni." Undir hvaða ráðuneyti? Framkvæmdastjóri Kópavogs- hælis segir skiptar skoðanir um hvort hælið eigi að heyra undir félagsmála- eða heilbrigðisráðu- neytið. „Menn eru þó fremur á því að hælið heyri áfram undir heil- brigðisráðuneytið. Hins vegar er óeðlilegt að mismuna fólki, eins og hætta er á samkvæmt frumvarpinu óbreyttu. Það er þó engin lausn að flytja hælið undir félagsmálaráð- neytið, þar sem reksturinn stefnir sífellt meira í þá átt að hér séu sjúklingar. Við höfum orðið að neita nokkrum umsóknum fólks, sem fellur undir þá skilgreiningu að vera fatlaðir sjúklingar, vegna þess að við þurfum að fækka fólki. Frá árinu 1985 hefur það verið stefna Kópavogshælis að útskrifa vistmenn, samkvæmt reglugerð um hælið sem sett var það ár. Sett var það markmið' að fækka vistmönn- um niður í 100 á tíu árum en þeir eru nú 135 en voru flestir yfir 200. Hér er fólk, sem hægt væri að útskrifa nú þegar, og við höfum leitað til svæðisstjórna um aðstoð. Það hefur hins vegar ekki gengið sem skyldi, vegna skorts á fjárveit- ingum,“ segir Pétur. Hefur stjórn Kópavogshælis farið fram á það við stjórn Ríkisspítalanna að koma á umræðu um framtíð hælisins. Árni Gunnarsson, formaður stjórnar Ríkisspítalanna, segir framtíð Kópavogshælis hafa verið rædda óformlega í stjórninni. „Nú eru málefni þess til athugunar í fjármálanefnd Ríkisspítalanna. Þegar þeirri athugun lýkur getum við hafið formlegar viðræður við heilbrigðisráðuneytið um framtíð Kópávogshælis." Málefni Kópa- vogshælis eru nú til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu, að sögn Þorkels Helgasonar, aðstoðar- manns heilbrigðisráðherra. Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítala, segir stjórnarnefnd spítalanna hafa urp árabil verið þeirrar skoðunar að þeir vistmenn sein geti eigi að fara í sambýli. Það hafi hins vegar gengið hægt að útvega þeim pláss í sambýli þar sem þjóðfélagið hafi byggt sambýlin C 11 ——ftr upp hægar en ráð var fyrir gert. Kópavogshæli eigi áfram að heyra undir heilbrigðisþjónustuna og að þar verði í framtíðinni vistaðir end- urhæfingarsjúklingar, fatlaðir, sem og aðrir. Breyttur rekstur? Meðal þess, sem rætt hefur ver- ið, er að breyta starfsemi Kópa- vogshælis. Árni Gunnarsson segir framtíð Kópavogshælis byggjast að stórum hluta á því að samkomu- lag takist milli félagsmálaráðu- neytis og heilbrigðisráðuneytis um það að félagsmálaráðuneytið geti búið hluta vistmanna á Kópavogs- hæli samastað í sambýlum. „Það er okkar skoðun að um helmingur vistmanna á Kópavogshæli ætti vel heima í sambýlum þar sem ég hygg að þeír gætu lifað ríkara lífi. Sam- býlin eru vissulega dýr kostur en engu að síður góður kostur. Ég tel nauðsynlegt að fækka sjúklingum á Kópavogshæli og eru hugmyndir uppi um að koma fyrir í hluta hús- næðisins endurhæfingardeildum, annars vegar fyrir krabbameins- sjúklinga og hins vegar fyrir heila- skaddaða. Eg er nú svo bjartsýnn að ég hef látið mig dreyma um það að hægt sé að samhæfa dvöl endur- hæfingarsjúklinga og vistmanna. Á Kópavogshæli er nú þegar þjálfað starfsfólk, húsnæði, aðstaða til endurhæfíngar og möguleiki á því að færa út kvíarnar." Pétur J. Jónasson segist ekki fylgjandi því að hælið verði lagt niður í núverandi mynd, telur að þeim, sem mest séu fatlaðir, sé ekki betur borgið annars staðar. Hulda Harðardóttir, yfírþroska- þjálfi, segir meirihluta vistmanna eiga fullt erindi í sambýli. Hún segir ýmislegt mæla með því að stefnt verði að því að leggja hælið niður í núverandi mynd. „Hvers vegna þarf til dæmis sérstakt sjúkrahús fyrir fatlaða? Þeir eiga að geta nýtt sömu þjónustu og við hin. Hugsanlega mætti stofna sér- deild við almennt sjúkrahús fyrir fötluðu sjúklingana, svo og þá fáu einstaklinga sem eru svo atferlis- truflaðir að þjóðfélagið er enn sem komið er ekki reiðubúið að taka við þeim. Slíkar deildir gætu t.d. verið hér á hælinu þar sem aðstað- an er fyrir hendi,“ segir Hulda. Hún segir allar þessar hugmynd- ir á umræðustigi og að fara verði varlega í sakirnar, þar sem málefni fatlaðra séu ákaflega viðkvæm og vandmeðfarin. „Til dæmis hefur hluti vistfólksins búið á hælinu í áratugi, sumir eru komnir yfír sex- tugt. Okkur fínnst ekki rétt að leggja áherslu á að það fólk flytji burt, þó að það sé alls engir sjúk- lingar, það getur reynst erfítt fyrir elsta fólkið að skipta um umhverfí." Nefnd um framtíðarskipan Kópavogshælis Bragi Guðbrandsson segir að miðað við stöðu málsins nú sjái hann aðeins eina lausn á málefnum Kópavogshælis. „Hún er sú að Al- þingi eða heilbrigðisráðherra skipi n#fnd sem kanni mál Kópavogs- hælis og geri tillögur um framtíðar- hlutverk og framtíðarskipan þess.“ Eins og áður hefur komið fram, hefur félagsmálanefnd Alþingis einnig lagt þetta til. Segist Bragi hafa þá trú að breytingar verði ekki á Kópavogshæli nema fullt samkomulag náist um þær. „Það kallar á náið samstarf heilbrigðis- yfirvalda og félagsmálayfírvalda. Til að breytingar verði tel ég að menn verði að sjá fyrir sér ein- hveija aðra nýtingu á þeirri aðstöðu og mannvirkjum sem eru á hælinu; að sjá hagkvæmnina í að breyta Kópavogshæli. Nú eru miklir fjár- munir settir í uppbyggingu á end- urhæfingarþjónustu, sem gæti ver- ið á Kópavogshæli með litlum til- kostnaði, og þá fjármuni, sem við það spöruðust, mætti nota til að byggja upp sambýli og kosta önnur búsetuúrræði fyrir íbúa hælisins. Það er sú lausn sem ég tel vera affarasælasta."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.