Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992 Jón Einarsson kennari - Minning Fæddur 7- september 1932 Dáinn 14. júní 1992 Jón Einarsson kennari í Skógum undir Eyjafjöllum lést 14. þessa mánaðar, tæplega sextugur að aldri. Hann verður borinn til moldar í dag. Við höfum látið nýtan þegn og góð- an dreng, fyrir aldur fram. Jón fæddist í Reykjavík 7. septem- ber 1932. Foreldrar hans voru Einar Jónsson lagermaður og bílstjóri frá Egilsstaðakoti í Villingaholtshreppi og Guðbjörg Andrea Ólafsdóttir frá Keflavík í Rauðasandshreppi. Jón tók stúdentspróf frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1952, var skamma stund í Háskóla íslands, en lærði síðan frönsku og ensku við Sor- bonne-háskóla í París 1953-55. Kennarapróf tók hann við Kennara- skóla íslands 1956. Það ár gerðist hann kennari við Héraðsskólann í Skógum og var það alla stund síðan; tvö ár var hann þar skólastjóri, 1975-1977. Auk kennarastarfsins gegndi Jón Einarsson ýmsum félags- og trúnað- arstörfum. Hann var í bamavemdar- nefnd Austur-Eyjafjallahrepps um skeið, formaður skólanefndar hreppsins 1962-78 og sýslunefndar- maður 1970-78. Ritari Ungmenna- félagsins Eyfellings var hann 1970-72 og formaður 1973. Er þá ekki tæmandi talið. Jón Einarsson kvæntist 1959 Ingibjörgu Ásgeirsdóttur hrepp- stjóra í Framnesi í Mýrdal, Pálsson- ar, og konu hans Kristínar H. Tóm- asdóttur. Þau eignuðust flögur böm, sem öll hafa komist til manns: Einar laganema, Guðbjörgu Andreu sál- fræðing, Unni Ásu hótelstjóra og Kristínu Rós kennara. Öll eiga þau böm, og em bamaböm Jóns og Ingi- bjargar sex. Jóni Einarssyni kynntist ég fyrst haustið 1963. Ég var þá nýkominn í Skóga, ungur maður og einhleyp- ur, til að kenna þar við héraðsskól- ann. Einhvem fyrsta daginn minn þar Ieit Jón inn til mín þar sem ég var að koma mér fyrir i tveimur herbergiskytrum sem mér vom ætl- aðar til íbúðar. Mér stendur það svo í minni að Jón hafi ekki sagt ýkja margt í fyrstu. Hann stóð þögull og hugaði að nokkrum bókum, sem ég var að taka upp úr kassa. Svo spurði hann: Heldurðu að þér komi ekki til með að leiðast héma í vetur? Spum- ingin kom flatt upp á mig, en þó svaraði ég neitandi. Og það rættist, mér leiddist ekki í Skógum. Öðram fremur átti ég það þeim hjónum, Jóni og Ingibjörgu, að þakka, og reyndar líka bömunum þeirra. Ég varð víst heimagangur hjá þeim og kunni þar vel við mig, þótt húsa- kynni væm þröng. Þau bjuggu í tveimur litlum herbergjum fyrir skólagangi, en framan við herbergin var þiljað þvert fyrir enda gangsins, og þar var eldhúsið þeirra. Síðar, skömmu eftir að ég-ffuttist frá Skóg- um 1965, fengu þau inni í nýbyggð- um kennarabústað. Þangað kom ég alloft til þeirra. Gestrisnin þeirra var söm, hvort sem þau bjuggu í þröng- um eða rúmum húsakynnum. Þegar ég var í Skógum, vom kennslugreinar Jóns Einarssonar enska, landafræði og náttúmfræði. Ég held reyndar að hann hefði með þokka getað kennt næstum hvaða grein sem var. Hann var fjölfróður og afburða minnugur. Hann hafði líka einstæða gáfu til sértekningar. Kom það líklega greinilegast fram í skáklistinni, en hana stundaði Jón alla ævi nokkuð, mest þó ungur maður. Fjómm sinnum var hann í keppnissveit íslendinga á heims-' meistaramótum stúdenta í skák. Hann var líka góður málamaður. Auk ensku kenndi hann líka síðar þýsku, og hann var vel að sér í frönsku. Sem móðurmálskennari naut ég oft leiðbeininga hans. Þegar ég hugsa til liðinna sam- vemstunda, get ég ekki varist þeirri hugsun að Jóni hafi þótt vænst um náttúmfræði sem kennslugrein, einkum að kenna um grös og fugla. Á því sviði verður minning mín um hann björtust. Hann fór aldrei með neinum asa, en var gaumgæfinn, ég held næstum því gjörhugull. Það var eins og færi aldrei neitt fram hjá honum. Hann var kannski að hlsuta á nemanda stauta enskulexíu inni í kennslustofu, en jafnframt gaf hann gaum að sjaldgæfum fugli fyrir utan gluggann, hvort sem það var nú landsvala sem þaut fram hjá eða sefhæna sem tyllti sér til að vappa nokkur spor á hlaðinu. Mér er hann í minni þegar við fómm saman í gönguferðir á vorin til að hyggja að fuglum, ungum þeirra og eggjum. Hann var mjög fundvís, þótt aldrei færi hann hratt. Eftir að ég var far- inn austan, kom ég vor eftir vor í heimsókn til Jóns og Ingibjargar með börnin mín gagngert til að skoða fuglalífið með Jóni og bömum hans. Við fórum þá í ævintýralegar gönguferðir niður með Skógaá eða upp með Dölu. Það vom yndisstund- ir með mjúka hnoðra í lófa og hlust- un eftir tisti í veiku skumi. Enn síð- ar, eftir að þessar árlegu ferðir féllu niður, bárust mér skýrslur Einars, sonar Jóns, um fuglalífið. Mikill friður umvafði okkur á göngu okkar um vorgrænt landið undir Eyjafjöllum. Friður er líka í minningu minni um vin minn Jón Einarsson. Fari hann vel og hvíli í friði. Ingibjörgu og bömum þeirra Jóns og tengdabömum og bamabömum votta ég samúð mína. Finnur Torfi Hjörleifsson. í dag verður Jón Einarsson, kenn- ari, lagður til hinstu hvíldar, en hann lést að kvöldi 14. júní sl. Skyndilegt fráfall hans kom sem reiðarslag yfir fjölskyldu, vini og samstarfsmenn. Ég kynntist Jóni haustið 1976 er ég var ráðinn kennari að Skóga- skóla. Jón hafði þá starfað við kennslu í um 20 ár og var þaulreynd- ur varðandi allt er við kom skóla- starfi. Hann var ætíð reiðubúinn að gefa góð ráð og miðla af reynslu sinni og þekkingu. Jón var vel greindur, einstaklega minnugur og átti auðvelt með að tala þannig að allir skildu, hvort sem hann var að útskýra námsefni fyrir nemendum eða rökstyðja mál sitt á fundum. Jón var víðlesinn og góður tungumálamaður. Hann kenndi lengst af ensku en hafði þó kennt flestar námsgreinar í gmnnskóla á kennsluferlinum. Hann var vand- virkur og agaður í vinnubrögðum, enda skákmaður góður. Hann var metnaðarfullur kennari sem mætti ávallt vel undirbúinn í kennslustund- ir og krafðist þess sama af nemend- um. Þessir eiginleikar nýttust honum vel í kennarastarfinu, enda tóku nemendur yfirleitt vemlegum fram- fömm undir leiðsögn hans. Jón hafði gaman af að umgang- ast fólk, var ræðinn og hafði yndi af að segja sögur. Jón kunni þá list Fæddur 8. október 1906 Dáinn 22. júní 1992 Í dag verður jarðsunginn frá Drangsneskapellu Skúli Bjamason frá Drangsnesi, en hann lést á Hér- aðssjúkrahúsinu á Blönduósi 22. júní sl. Hann var sonur hjónanna Bjama Guðmundssonar og Jóhönnu Guð- mundsdóttur frá Klúku í Bjamar- firði. Systkini Skúla vom átta, en em nú öll látin nema yngsti bróðir- inn, Höskuldur, sem búsettur er á Drangsnesi. 30. óktóber 1947 kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Krist- björgu Guðmundsdóttur frá Bæ á Selströnd, fædd 6. febrúar 1924. Eignuðust þau þijú böm, Margréti, fædda 20. janúar 1947, búsetta á Blöndósi, Hjalta, fæddan 23. febrúar að krydda námsefnið með skemmti- legum frásögnum þannig að kennslustundir hans urðu mörgum nemandanum ógleymanlegar. nem- endur Jóns skipta orðið þúsundum og hann lagðði sitt af mörkum til að koma hveijum og einum til nokk- urs þroska. Það á vel við um störf Jóns Einarssonar sem segir í kvæði eftir séra Sigurð Einarsson skáld í Holti er hann orti til nemenda og kennara 5 Skógaskóla: „Og seinast er sumri hallar og sól þín hnígur rótt í mar, ber angan um auðn og haga af ávexti starfs og daga. Þá sé þitt hrós og heiður þar, að hér er orðið betra en var.“ Jóns Einarssonar verður saknað af nemendum og samstarfsfólki í Skógum. Mestur er þó að sjálfsögðu missir eiginkonu hans, bama og bamabama. Ég votta þeim mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja þau í sorginni. Sverrir Magnússon. Kennari okkar og vinur Jón Ein- arsson er látinn. Fréttin um andlát hans varð okkur öllum mikið áfall því að engum hafði dottið í hug að svona ætti að eftir að fara. Jón var mjög metnaðargjam fyrir okkar hönd og lagði sig fram um að allir stæðu sig vel. Jón var mjög fróður maður og hafði víða komið. Hann kunni margar skemmtilegar sögur blandaðar spaugi sem við fengum oft að heyra. Er okkur verð- ur hugsað til enskutíma hans var ákveðni Jóns alltaf blönduð glettni og kátínu. Við eigum öll eftir að sakna hans og mun minning hans lengi lifa í hugum okkar allra. Fyrir hönd nemenda Skógaskóla veturinn 1991-1992. Elísabet Sverrisdóttir og Sigríður H. Halldórsdóttir. Að morgni 15. júní sl. barst mér sú harmafregn, að vinur minn, Jón Einarsson, kennari í Skógum, hefði orðið bráðkvaddur kvöldið áður. Ég vissi, að hann hafði átt við vanheilsu að stríða, en þó komu þessi hryggi- legu tíðindi mér á óvart. Jón Einarsson fæddist í Reykjavík 7. september 1932, sonur hjónanna Einars Jónssonar, starfsmanns hjá Vegagerð ríkisins, og konu hans Guðbjargar Andreu Ólafsdóttur. Eftir stúdentspróf frá M.R. var hann við nám í Frakklandi um skeið og minntist Parísardvalarinnar jafnan með ánægju. Haustið 1956 hóf hann nám við stúdentadeild Kennaraskóla íslands og útskrifaðist kennari vorið 1956 og þá um haustið réðst hann kennari að Héraðsskólanum í Skóg- um. Það sagði nafni minn mér síð- ar, að hugur hans hefði þó fremur staðið til þess að kenna í Reykjavík og einbeita sér að skákinni, sem var aðaláhugamál hans á þessum ámm, enda var hann um og eftir 1950 í fremstu röð ungra skákmanna. Hann var ritari Taflfélags Reykja- víkur 1949-1952 og í stjóm Skák- sambands íslands í 2 ár. Hann tefldi í sveit íslands á heimsmeistaramóti stúdenta í skák í Briissel 1953, 1948, en hann lést 20. september 1949, og Jóhann Bjama, fæddan 25. júní 1954, búsettan á Hólmavík. Skúli og Didda hófu búskap sinn á Drangsnesi og bjuggu þar til haustsins 1991, en þá fluttu þau til Blönduóss. Hann setti ætíð sterkan svip á umhverfi sitt og fáum þótti vænna um heimabyggðina sína en Skúla. Gegndi hann margvíslegum trúnaðarstörfum, sat m.a. í hrepps- nefnd Kaldrananeshrepps og stjórn Vekalýðsfélags Kaldrananeshrepps, og var hann fyrsti heiðursfélagi þess. Hann var spumll, eftirtektarsamur og skemmtilegur í samræðum við unga sem aldna, kunnuga og ókunn- uga. Ég minnist margra skemmti- legra samvemstunda í eldhúsinu hjá Diddu og Skúla, þar sem spjallað var um heima og geima, því allt til hinstu stundar gerði hann sér far um að Skúli Bjarnason frá Drangsnesi - Minning Uppsölum 1956 og í Reykjavík 1957. Éins og fyrr segir gerðist Jón- kennari í Skógum haustið 1956 og kenndi þar alla tíð síðan, skólastjóri 1975-77. Aðalkennslugrein hans var enska og þótti hann afbragðskenn- ari og var mjög vel látinn af nemend- um sínum. Hann var formaður skóla- nefndar A-Eyjaijallahrepps 1962-78. Sýslunefndarmaður 1970-78. Ritari Ungmennafélagsins Eyfellings 1970-92 og formaður þess félags 1973. Á þessum ámm var til siðs að efna til spuminga- keppni milli félaga og hreppa og var nafni þá jafnan kvaddur til, keppti oft á þessum vettvangi við góðan orðstír. 12. september 1959 kvæntist Jón Ingibjörgu Ásgeirsdóttur frá Fram- nesi í Mýrdal, en foreldar hennar vom sæmdarhjónin Ásgeir Pálsson, bóndi og hreppstjóri í Framnesi, og kona hans Kristín H. Tómasdóttir. Þetta var mikið gæfuspor, því Ingi- björg reyndist honum traustur lífs- fömnautur, enda máttu þau vart hvort af öðm líta en stóðu saman í blíðu og stríðu. Þau eignuðust fjögur mannvænleg böm, en þau em: Einar háskólanemi, kvæntur Laufeyju Waage, Guðbjörg Andrea, sálfraeð- ingur, vinnu hjá Félagsvísindastofn- un HÍ, hennar maður er Jóhann Friðrik Klausen, Unnur Ása, hótel- stýra á Hallormsstað, Kristín Rós, húsfreyja í Reykjavík, gift Óskari Baldurssyni. Bamabömin em orðin 6. _ Á haustdögum 1966 var ég ráðinn skólastjóri Bamaskólans í Skógum og gegndi því starfi til 1980 og þar lágu leiðir okkar Jóns saman, en hann var formaður skólanefndar öll þessi ár, utan tvö þau síðustu. Það var mér mikill stuðningur í starfi að geta leitað til nafna míns um allt, er að skólastarfínu laut. Góð vinátta var með fjölskyldum okkar og samgangur mikill og segja má, að hin seinni árin í Skógum hafi þau Imba og Jón komið í heimsókn til okkar flest kvöld að vetrinum og var jafnan gripið í spil og vom þetta ánægjulegar kvöldstundir. Síðsumars 1980 fluttum við hjón- in í Kópavoginn og það sama haust andaðist konan mín. En ekki rofnuðu böndin milli fjölskyldnanna þó nú væri „vík milli vina“, því oftast, er fylgjast með viðburðum á líðandi stund. Hann vildi lifa í sátt við um- hverfið, var nýtinn og sparsamur og undi glaður við sitt, sannur heiðurs- maður var hann í öllum viðskiptum. Fram á gamalsaldur var Skúli létt- ur á sér og fór ófár ferðimar, á gúmmískónum, upp um fjöll og firn- indi. Trúi ég að fáir eigi fleiri spor á fjöllum í Kaldrananeshreppi en helgarleyfi var í Skógaskóla komu Imba og Jón í heimsókn í Neðstu- tröð og enn var gripið í spil. Elsta dóttir mín hafði nú tekið sæti móður sinnar við spilaborðið. Það var ætíð tilhlökkun í Neðstutröð 6 þegar von var á „spilasjúklingunum“ frá Skóg- um! Imba mín, Einar, Gugga, Unnur og Stína. Innilegar samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni og hug- heilar þakkir fyrir aldarfjórðungs órofa vináttu. Jón Kristinsson. Hinn 15. júní síðastliðinn barst mér dánartilkynning lengi sam- starfsmanns og vinar, Jóns Einars- sonar kennara í Skógum. Jón varð bráðkvaddur á heimili sínu þann dag.Kona hans brá sér á fund og var aðeins hálfa klukkustund fjar- verandi. Þegar hún kom heim var Jón allur. Jón Einarsson var fæddur í Reykjavík 7. september 1932 og því tæplega sextugur er hann lést. For- eldrar hans vom Einar Jónsson, lag- ermaður hjá Vegagerð ríkisins, og síðari kona hans, Guðbjörg Andrea Ólafsdóttir. Jón var eina barn þeirra hjóna en áður eignaðist Einar börn með fyrri konu sinni. Jón Einarsson var ungur settur til mennta enda búinn ágætum námshæfileikum. Hann lauk lands- prófi frá Gagnfræðaskólanum í Reykjavík 1948 og stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík 1952. Prófi í forspjallsvísindum frá Há- skóla íslands lauk hann ári síðar. Síðan lá leiðin til Parísar en þar stundaði Jón nám tvo vetur við Sor- bonne-háskóla. Þá lá leiðin heim að nýju og embættisprófi lauk hann 1956 frá Kennaraskóla íslands f Reykjavík. Sama haust gerðist Jón kennari við Héraðsskólann í Skógum og kenndi þar til æviloka ef frá eru skilin tvö ár sem hann var skólastj- óri þess skóla og eitt ár sem hann naut sjúkraleyfis. Jón giftist ungur Ingibjörgu Ás- geirsdóttur frá Framnesi í Mýrdal, hinni mætustu konu. Þau eignuðust Qögur börn, Einar sem er í þann veginn að ljúka laganámi frá Há- skóla íslands, Guðbjörgu Andreu, sálfræðing og kennara við Háskóla íslands. Unni Ásu, hótelstjóra á Eið- um og Knstínu Rós, kennara í Reykjavík. Öll em þau mætasta fólk eins og foreldrar þeirra. Jón Einarsson var frábær spila- maður og taflmaður. Hann tefldi við góðan orðstý á landsmótum ung- mennafélaganna og víðar og var landskunnur spilmaður í bridge svo að dæmi séu nefnd. Kennsla varð aðalstarf Jóns Ein- arssonar. Kennslustarf við héraðs- skóla er lýjandi og slítandi. Sést það meðal annars á því að fimm sam- starfsmenn okkar hafa orðið bráð- kvaddir á liðnum árum, þeir Magnús Gíslason, skólastjóri, Helgi Geirsson, skólastjóri, Guðmundur Magnússon, kennari, William Möller kennari, auk Jóns. Jón Einarsson var frábær fræðari sem dæmin sanna og eftirlæti nem- enda sinna. Hann tók nokkurn þátt í stjórnmálum og var um skeið í hann. Skúli annaðist grenjavinnslu í Kaldrananeshreppi á áratugi, og verður hans lengi minnst fyrir þau störf, svo vel og samviskusamlega vom þau unnin. Hann skrifaði m.a. greinargóða lýsingu á öllum gren- stæðum f Kaldrananeshreppi, kom- andi kynslóðum til gagns og fróð- leiks. Með ámnum ágerðist heilsuleysi hans og sjúkrahúsferðimar urðu fleiri. Það var svo í fyrra vor að hann þurfti að taka þá erfiðu ákvörð- un að flytja burtu úr litla þorpinu sínu, því enginn er þar læknisþjón- ustan. En áður en að brottflutningi kom veiktist hann alvarlega, dvaldist um tíma á Sjúkrahúsinu á Hólmavík, en var síðan fluttur á Héraðssjúkra- húsið á Blöndusósi. Þar dvaldist hann fram undir jól og hafði þá fengið það mikinn bata að hann gat dvalist heima um stund við ástríki og um- hyggjusemi eiginkonu sinnar og dótt- ur sem búsett er á Blönduósi. Elsku Didda, Magga, Jói og fjöl- skyldur, við Gunna sendum ykkur innilegustu samúðarkveðjur. Guðmundur B. Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.