Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992 47 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA I SVIÞJOÐ Ævintýrin gerast enn TÍMI ævintýranna er ekki liðinn eins milljónir knattspyrnu- áhugamanna um allan heim urðu vitni að ígær. í úrslitaleik Evrópukeppni iandsliða sigraði Davíð Golíat; varaþjóðin Danir lagði að velji heimsmeistara Þjóðverja. Árangur liðs, sem kallað er til keppni á síðustu stundu, leggur að velli þrjú af bestu knattspyrnulandsliðum Evrópu, og stendur uppi sem Evrópumeistari eftir sigur á heimsmeisturunum, er vægt til orða tekið ævintýralegur, og slær jaf nvel út því besta sem komið hefur úr smiðju ævin- týrameistarans danska H.C. Andersen. Og Danir eru komn- ir á spjöld sögunnar. Þeir eru fyrsta þjóðin sem þurft hefur aðstoð Sameinuðu þjóðanna til að verða Evrópumeistari í knattspyrnu. i%jálfari Dana, Richard Möller Nielsen, var að vonum kampa- kátur að leik loknum. „Ég er ákaf- lega hamingjusamur með Evrópu- meistaratitilinn. Ég gef leikmönn- um mínum hæstu einkunn. Þeir léku mjög vel í þessari keppni. Við hefð- um viljað að leikurinn færi meira fram á vallarhelmingi Þjóðverja, en þeir eru með frábært lið og ég verð að viðurkenna að leikmenn okkar voru mjög þreyttir. Peter Schmeic- hel gaf öllu liðinu sjálfstraust og sýndi í leiknum að hann er einn besti markvörður í heiminum í dag,“ sagði Möller Nielsen. Berti Vogts, þjálfari Þjóðveija, var að sama skapi vonsvikinn. „Það voru mistökin tvö sem við gerðum sem réðu úrslitum. Við fengum mörg góð tækifæri, en nýttum þau ekki. Danir nýttu sín færi með iskaldri ró. Við fengum tvö góð tækifæri til að skora áður en þeir náðu forystunni, og eftir það var of mikill æðibunugangur á mínum mönnum. Danska vömin var stór- kostleg allt mótið, og aftasti varnar- maður þeirra og markvörður, léku hreint út sagt frábærlega," sagði Berti Vogts. Samskiptabannið kom Dönum í úrslitakeppnina Það er óhætt að segja að fáir hafi búist við sigri Dana. Þeir vom kallaðir til keppni einungis tíu dög- um áður en hún hófst, eftir að ör- yggiaráð Sameinuðu þjóðanna sam- ÍÞRÚm FOLK ■ FLEMMNG Povlen lék 50. landsleik sinn í gær. Hann stóð sig mjög vel í keppninni, og kórónaði frammistöðuna í úrslitaleiknum, þar sem hann m.a. átti sendinguna á John Jensen, þegar hann skoraði fyrsta mark Dana. ■ Peter Schmeichel markvörður Dana stóð sig frábærlega í úrslita- leiknum og varði oft meistaralega. Hann sá til þess að Þjóðveijar skoruðu ekki mark, en það hefur ekki gerst í síðustu tíu úrslitaleikj- um sem Þjóðverjar hafa leikið í Evrópu- og heimsmeistarakeppni. ■ HÖPUR danskra dáta í friðar- gæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Júgóslavíu fylgdust með leiknum í beinni sjónvarpsútsendingu í Sarajevo. Fögnuður þeirra var svo mikill þegar Danir skoruðu síðara markið, að yfirmaður sveitarinnar, sem var að tala í síma við höfuð- stöðvamar skammt þar frá, þurfti að útskýra fyrir viðmælandanum að þetta væru einungis Danir að fagna marki sinna manna, en ekki eitthvað annað og verra. Reuter Dönsku lelkmennlmir fagna eftir að hafa tekið við Evrópubikamum í Gautaborg í gærkvöldi. Þeir fiugi strax eftir leikinn til Kaupmannahafnar og sögðust verða harðákveðnir að skemmta sér langt fram eftir nóttu. Reute'r Flemmfng Povlsen, Brian Laudrup (11), Hendrlk Larsen (13) og Kent IMfelsen fagna að lelkslokum. þykkti viðskipta og samskiptabann á Sambandslýðveldið Júgóslavíu. Júgóslövum, sem unnið höfðu sér rétt til að leika í úrslitakeppninni, var vísað frá keppni og í þeirra stað komu Danir, sem lentu í öðru sæti í undanriðlinum. Það tók nokkum tíma að safna leikmönnunum liðsins saman af sumarleyfísstöðum víðs vegar um heiminn. Þeir fengu þ.a.l. lítinn tíma til að æfa sig, og hvorki þjálfarinn né leikmennirnir vom bjartsýnir á gott gengi. I keppninni sjálfri tóku meiðsli að hijá lykil- menn liðsins og undanúrslitaleikur- inn gegn Hollendingum tók sinn toll. Einn Dani meiddist alvarlega, og sex til viðbótar úr byijunarliðinu voru á mörkunum að vera leikhæfir gegn Þjóðveijum. Leikgleðin réð ríkjum Það var því ekki að undra að Þjóðveijar töldu sig nokkuð ömgga með að klára dæmið, og verða fyrstu heimsmeistaramir til að bæta Evrópumeistaratitli í safnið. Fyrirliði þeirra, Andreas Brehme,. sagði fyrir leikinn að þeir væm bestir og ætluðu að standa undir nafni. Enn og aftur var það því vanmat andstæðinganna sem kom Dönum til góða. Og stemmningin var í kringum Dani. Engin pressa var á þeim, þeir komu inn sem varaþjóð, lítið undirbúnir, og létu sér það í léttu rúmi liggja hveijir andstæðingamir voru. Þegar þeir höfðu lagt að velli stjörnum prýtt lið Frakka og sent þá heim, voru þáverandi Evrópu- meistarar Hollendinga næstir á dagskrá. Þeir fuku sömu leið, og að lokum vom það sjálfír heims- meistaramir sem urðu að játa sig sigraða. Leikgleðin óx með hveijum ieik. Þrátt fyrir lítinn undirbúning, meiðsli, veikindi og aðra óáran, þá voru Danirnir ákveðnir í að halda áfram að skemmta sér, og það gerðu þeir skammlaust allt til enda. URSLIT Aðeins 32 möric skoruð Alls voru skoruð 32 mörk í leikjunum fimmtán í úrslita- keppni Evrópukeppni landsliða í Svíþjóð. Að meðaltali voru því skoruð um 2,13 mörk í leik. Þetta er með því lægsta sem sést hefur é stórmóti í knattspyrnu. Tuttugu leikmenn skiptu mörkunum 32 á milli sín sem hér segir: 3 - Tomas Brolin (Svíþjóð), Karlheinz Riedle (Þýskaland), Dennís Berg- kamp (Holland),,Henrik Larsen (Danmörk) 2 - Jean-Pierre Papin (Frakkland), Jan Eriksson (Svíþjóð), Thomas Hássler (Þýskaland), Frank Rijkaard (Holland) 1 - Igor Dobrovolsky (SSR), Stefan Effenberg (Þýskaland), David Platt (England), Lars Elstrup (Danmörk), Paul McStay (Skotland), Brian McClair (Skotland), Gary McAUister (Skotland), Rob Witschge (Holland), Júrgen Klinsmann (Þýskaland), Kennet Andersson (Sví- þjóð), John Jensen (Danmörk), Kim Vilfort (Danmörk) Þjóðveijar skoruðu flest mörk í keppninni, sjö talsins. Svíar, Hollend- ingar og Danir skoruðu sex mörk, Skotar gerður þijú, Frakkar tvö, og Englendingar og Samveldismenn reka lestina með eitt mark. Úrslitaleikur EM Gautaborg Danmörk - Þýskaland.............2:0 John Jensen (19.), Kim Vilfort (79.). 37.800 Danmörk: Peter Schmeichel, John Sivebæk (Claus Christiansen 67.), Kent Nielsen, Lars Olsen, Torben Piechnik, Kim Chri- stofte, John Jensen, Kim Vilfort, Brian Laudrup, Henrik Larsen, Flemming Povls- en. Þýskaland: Bodo Illgner, Stefan Reuter, Jiirgen Kohler, Thomas Helmer, Guido Buchwald, Andreas Brehme, Stefan Effen- berg (Andreas Thom 81.), Matthias Sam- mer (Thomas Doll 46.), Thomas Hassler, Karlheinz Riedle, Jiirgen Klinsmann. Dómari: Bruno Galler (Sviss). 1. DEILD KVENNA: KR-Valur........................0:1 - Bryndís Valsdóttir. Körfuknattleikur ísland - Portúgal 78:83 ísland var yfir 30:23 og síðan 43:41 í leik- hléi. Seinni hálfleikurinn var mjög jafn, en leikmenn Portúgal sterkari á lokasprettin- um. Stig íslands: Teitur Örlygsson 37 (5 þriggja stiga körfur), Guðmundur Bragason 14, Magnús Matthíasson 14, Valur Ingimundar- son 10, Jón Kr. Gfslason 4, Guðni Guðna- son 2, Axel Nikulásson 2. ■ JAN Zelezny, fyrrum heims- methafí í spjótkasti, kastaði 90,02 metra á móti í Ostrava í Tékkó- slóvakíu í vikunni. Með þessu risak- asti setti Zelezny tékkneskt met,*- en kastið er jafnframt annað iengst kastið á árinu. ■ JOHNNY Gray er sprettharð- asti 800 m hlauparinn það sem af er árinu. Hann hljóp vegalengdina á einni mínútu 42.80 sek., í undan- keppni Bandaríkjamanna fyrir Ólympíuleikana. Mark Everett varð annar á einni mínútu 43.67 sek., og Tony Parilla náði þriðja sæti á 1:43.97. ■ CARL Lewis, sem tókst ekki að komast í hóp þeirra þriggja Bandaríkjamanna sem keppa í 100 metra hlaupi á Ólympíuleik- unum, keppir í langstökki á leikun- um. Hann hafnaði í öðru sæti á úrtökumótinu, stökk 8,53 metra. Heimsmethafinn Mike Powell, sem hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu, sigraði á úrtökumót- inu, en hann stökk 8,62 metra. ■ YURI Sedykh tvöfaldur Ólympíumeistari og núverandi heimsmeistari í sleggjukasti, komst ekki í þriggja manna sleggjukastlið SSR sem fer á Ólympíuleikana f Barcelona. Sömu sögu er að segja af Sergei Litvinov, sem einnig er rum Ólympíu- og heimsmeistari. ÞAÐ verða sleggjukastaramir Igor Astapkovich frá Hvíta-Rúss-^p landi, nýliðinn Andrei Abduvaliev frá Tadsjikistan og hinn gamal- reyndi Igor Nikulin frá Péturs- borg sem verða í sleggjukastliði Samveldisins á leikunum. ■ IRJNA Privalova jafnaði níu ára gamalt Evrópumet í 100 metra hlaupi, 10.81 sek. Irina mun keppa^ fyrir hönd Samveldisins í bæði 100 og 200 metra hlaupi á Ólympíu- leikunum í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.