Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 48
 MICROSOFT. einar j. WlNDOWS. SKÚLASONHF MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK ---------SlMBRÉF--------------------- " SlMI 691100, Sll •,F 691181, PÓSTHÓLF 15SS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 27. JUNI 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Þremur mönnum bjargað úr sjávarháska Morgunblaðið/Siguijón Einarsson Þremur mönnum var bjargað heilum á húfi er tveir bátar sukku í fyrrinótt. Skipveijanum á trillunni Ólafi HF 449 var bjargað úr gúmmí- báti um borð í vélbátinn Þyt NK um klukkustund eftir að trillan hafði sokkið skammt norður af Garðskaga. Myndin hér að ofan er tekin úr flugvél Flugmálastjómar af því er þyrla Landhelgisgæslunnar bjarg- aði tveggja manna áhöfn Káraborgar HU 77, 15 tonna eikarbáts, úr gúmmíbáti eftir að bátur þeirra fylltist skyndilega af sjó og sökk um 50 mílur suðvestur af Reykjanesi. sjá fréttir á miðopnu. Úrskurður kjaradóms um laun embættismanna og kjörinna fulltrúa:_ Menn í æðstu stöðum fá allt að 30% launahækkun Breytt launakerfi sem á ekki að hafa útgjaldaauka í för með sér kKJARADÓMUR kvað í gær upp úrskurð, sem felur í sér að laun nokkurra hópa í æðstu stöðum þjá ríkinu hækka um allt að 30%. Salóme Þorkelsdóttir forseti Alþingis staðfesti að sér væri tjáð að þingfararkaup alþingismanna ætti að hækka um 30% sam- kvæmt úrskurðinum. í niðurstöðum kjaradóms mun ætlunin að riðla launakerfí þeirra embættismanna og kjörinna fulltrúa sem þiggja laun sem ákveðin eru af dóminum. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins hækka laun þeirra sem ekki hafa notið auka- greiðslna, til dæmis hæstaréttardómara, ráðherra, forseta Is- lands, svo og presta. A móti kemur að samkvæmt úrskurðinum er ætlunin fella niður aukavinnugreiðslur til þeirra sem taka laun samkvæmt ákvörðun dómsins, en gangi það eftir yrði um talsverða launalækkun að ræða hjá til dæmis ráðuneytisstjórum, héraðsdómurum og sýslumönnum. Kjaradómur klofnaði í málinu. I hlutans samkvæmt heimildum Fram kemur í rökstuðningi meiri- I Morgunblaðsins, að þetta breytta launakerfi eigi ekki að hafa í för með sér útgjaldaauka fyrir ríkis- sjóð. Jón Finnsson, hæstaréttar- lögmaður, forseti kjaradóms og aðrir dómendur sem Morgunblaðið ræddi við vildu ekki tjá sig um málið í gær en úrskurðurinn verð- ur kynntur opinberlega í dag. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra staðfesti við Morgunblaðið í gærkvöldi að sér hefði borist niðurstaða kjaradóms í gærkvöldi en varðist frétta um efni úrskurð- arins. „Þama er greinilega um breytingar á kerfinu að ræða sem erfitt er að átta sig á nema bom- ar séu saman greiðslur fyrir og eftir úrskurðinn og tekið sé tillit til heildarlaunagreiðslna en sam- kvæmt ákvörðun dómsins er ætl- unin að aukatekjur með ómældri yfirvinnu séu óheimilar," sagði fjármálaráðherra. Pósti frá Ameríku var stolið úr gámi PÓSTI var stolið úr gámi sem kom til landsins frá Bandaríkjun- um með Dettifossi á miðvikudag. Að sögn rannsóknarlögreglu er ekki fullvíst hvoru megin Atlants- hafsins þjófnaðurinn var framinn, en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins þykja líkur benda til að það hafi gerst vestanhafs. Þjófnaðurinn uppgötvaðist þegar gámurinn var opnaður í Reykja- vík í fyrradag og var framinn þannig að nokkrir innsiglaðir póstpokar, en 16 slíkir höfðu ver- ið í innsigluðum gámi ásamt öðr- um vamingi, reyndust hafa verið skornir upp og er ljóst að hluti þess sem í pokunum átti að vera er horfið. Meðal annars voru tóm- ir kassar undan sendingum skild- ir eftir. Að sögn Björns Björnssonar póst- meistara liefur mál af þessu tagi aldrei komið upp áður hér. Björn sagði að enn væri ýmislegt óljóst um það hvaða sendinga væri saknað en unnið væri að því að bera saman sendingamar og fylgibréf. Þá hefði lögreglu og skipafélaginu verið gert viðvart um málið, auk þess sem unnið yrði að því í samvinnu við bandarísk póstyfirvöld. Pósturinn kom frá New York en fór um borð í Dettifoss í Norfolk í Virginíufylki, þaðan sem skipið lét úr höfn. Póst- meistari sagði að fyrst og fremst hefði verið um böggla að ræða. Tjónadeild Eimskips er einnig að kanna hvernig þjófnaðinn hafí borið að höndum, að sögn Halldóru Braga- dóttur, hjá Eimskip sem að öðru leyti vildi ekkert um málið segja. Björn Björnsson sagði að misjafnt væri hvort og hvernig tjón sem fólk yrði fyrir vegna atvika af þessu tagi væri bætt. Ef um skaðabótaskyldu væri að ræða hjá póstþjónustunni félli hún væntanlega á það land þar sem afbrotið hefði verið framið. Vopnaðir menn rændu íslenskum saltfískfarmi VOPNAÐIR menn rændu flutningabíl og tengivagni með 20 tonn- um af saltfíski frá Sölusarabandi íslenskra fiskframleiðenda á þjóðvegi á Ítalíu í gær. Verðmæti farmsins er um 7,5 milljónir kr. Flutningabíllinn var í eigu fyrirtækis sem annaðist flutning á saltfisknum fyrir Eimskipafélag íslands til kaupenda í Napólí. Flutningabfllinn var fermdur í Rotterdam. Honum var ekið suður meginland Evrópu. Bílstjórinn stöðv- aði bílinn á þjóðveginum um 100-200 kílómetra frá Napólí og lagði sig. Hann vaknaði við það að vopnaðir menn stóðu yfir honum. Tóku þeir bílinn og farminn en skildu ökumann- ^nn eftir í Napólí. „Hvorki trukkurinn né kælivagn- inn, bæði rándýr tæki, hafa komið í leitirnar, hvað þá fiskurinn. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar í Napólí er það ekki óalgengt að bflar hverfi með öllu því sem í þeim er,“ sagði Hjörtur Hjartar, forstöðumað- ur Eimskips í Rotterdam. Sigurður Haraldsson, fram- kvæmdastjóri SÍF, sagði að þjóðvegarán væru svo tíð á Ítalíu að sum fyrirtæki flyttu ekki vaming þar um slóðir nema í fylgd vopnaðra varða. Hann sagði að saltfiskfarmi í eigu SÍF hefði verið rænt fyrir nokkrum árum á Ítalíu og þá hefði ítölsku lögreglunni tekist að hafa hendur í hári stigamannanna. Sigurður Sigfússon forstöðumaður Ítalíuskrifstofu SÍF sagði að ekki væri vitað hveijir staðið hefðu að ráninu en ljóst væri að þessi þjóðveg- arán væru hluti af skipulegri starf- semi. Gott skipulag þyrfti til að fremja ránið og koma vörunni í verð. Að sögn Sigurðar Haraldssonar er farmurinn að fullu tryggður. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinnuskólahópurinn ásamt Bryndísi Jónsdóttur leiðbeinanda með sjóreknu vodkaflöskurnar í fjörunni í Viðey. Vodkareki í Viðey UNGLINGAR úr Vinnuskóla Reykjavíkur fundu 9 áfengisflöskur, líklega af vodka, reknar á fjörur í Viðey er þeir voru að hreinsa rusl af fjörum í gær. Bryndís Jónsdóttir leiðbeinandi hópsins sagðist hafa verið með níu 14 ára stráka að hreinsa fjöruna þegar þeir gengu fram á níu ómerktar plastflöskur. Sex eða sjö þeirra voru í strigapoka, hinar lausar. Óvíst er hvaðan áfengið er komið, en helst er talið að það sé smygl sem hent hafí verið útbyrðis af skipi eða losnað frá bauju. Vinnuhópurinn fór með flösk- urnar til séra Þóris Stephensens staðarhaldara. Lögregla var látin vita og kom hún á gúmbát og tók áfengið í sína vörslu enda gerði staðarhaldari ekki kröfu til rekans sem fannst fyrir landi Ólafs Steph-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.