Morgunblaðið - 14.03.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.03.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARZ 1993 FORSETI UMBÓTASTEFNUNNAR BERST HARÐRI BARÁTTU GEGN AFTURHALDSÖFLUM SOVÉSKA KERFISINS Rússneska fulltnuaþingið /Qi A Fulltrúaþingið var kosið vorið 1990 og eiga þar r ^ J f sæti 1.040 þingmenn. Þingið kemur saman tvísvar r s&y?' ty á ári og er æðsta löggjafarsamkunda Rússlands. á|| 86% þeirra sem sitja á fulltrúaþinginu áttu aðild að gamla kommúnistaflokknum. Fæstir þeirra myndu '«jjT ||m Ú m ná endurkosningu yrði kosið nú BonsMlsin ŒLwwbv Fulltrúaþingið samanstendur af þremur megin blokkum sem síðan skiptast upp í 16 fylkingar sem 830 þingmenn eiga aðild að. Einungis minnsta blokkin styður Jeltsín. ■Jk L Þjóðfreslsisfylkingin 350 gamlir kommúnistar og herskáir þjóðernis- sinnar úr fimm fylkingum. Eru í afdráttarlausri andstöðu við Jeltsín. ▼ Borgarasambandið 357 þingmenn úr sjö fylk- ingum. Alexander Rutskoj varaforseti er meðal þeirra sem aðild eiga að Borgarasambandinu. Lýðræðislegur kostur 109 þingmenn úr þremur fylkingum. Hér er að finna ötulustu stuðningsmenn Jeltsíns. eftir Steingrím Sigurgeirsson ÞEGAR Borís Jeltsín Rússlands- forseti strunsaði út úr rússneska fulltrúaþinginu síðdegis á föstu- dag benti flest til að timi mála- miðlananna væri liðinn. Þingið, sem setið hefur á fundi síðan á miðvikudag, hafði þá hafnað því samkomulagi um valdaskiptingu forsetaembættisins og þingsins sem náðist eftir harðar deilur í desembermánuði. Á fimmtudag var tillögu Jeltsíns um að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla hafnað. Jeltsín hefur boðað að hann muni samt sem áður halda þjóðaratkvæðagreiðsluna og gefíð í skyn að hann muni grípa til „ýmissa aðgerða" nái hann ekki sínu fram. „Jeltsín yfirgaf fulltrúaþingið vegna þess að hann gerir sér grein fyrir því að hann á einungis einn banda- mann eftir sem hann getur rætt við, nefnilega þjóðina," sagði Vyacheslav Kostíkov, talsmaður hans. lestir telja þó að val- kostum forsetans fari ört fækkandi. Herinn hefur lýst því yfir að hann muni ekki taka afstöðu í deilunni og án hans getur Jeltsín lítið aðhafst. Stuðnings- menn Jeltsíns hafa þó ítrekað gefið í skyn að heraflinn muni styðja foretann skerist í odda milli hans og þings- ins. Þó svo að Jeltsín gefí út tilskip- un sem svipti þingið völdum getur hann ekki komið í veg fyrir að þing- menn komi áfram saman. Ef hann heldur baráttunni til streitu er hætta á því að hann muni daga uppi líkt og Gorbatsjov fyrrum Sov- étleiðtogi en síðustu mánuði sína i embætti gerði hann fátt annað marktækt en að fara í opinberar heimsóknir til útlanda og flytja sjónvarpsávörp sem enginn tók mark á. Deilt um völd en ekki persónur Þó að valdabaráttan f Rússlandi virðist oft snúast um tvo menn, Jeltsín og Rúslan Khasbúlatov þing- forseta, ristir hún í raun mun dýpra. Það er verið að takast á um hver eigfi að fara með völdin í Rússlandi eftir að Sovétríkin hrundu. Á Vesturlöndum byggist stjóm- kerfið á þrískiptingu ríkisvaldsins í löggjafar-, framkvæmda- og dóms- vald. Allt frá því að kommúnistar tóku völdin í Rússlandi árið 1917 hefur hins vegar einn aðili farið með öll völd þar í landi, nefnilega kommúnistaflokkurinn. Raunveruleg valdaskipting er enn ekki til staðar í Rússlandi þrátt fyrir að Sovétríkin heyri nú sögunni til. Barátta Jeltsíns snýst um það að draga skýrari línur milli fram- kvæmdavaldsins (forsetans) og lög- gjafarvaldsins (fulltrúaþingsins) og vill hann að haldin verði þjóðarat- kvæðágreiðsla um málið. Þingmenn á fulltrúaþinginu, sem sækja umboð sitt til gamla sovétkerfísins en ekki fólksins líkt og Jeltsín, vilja hins vegar halda völdum þingsins sem mestum og helst auka þau. Nú þeg- ar teygir fulltrúaþingið anga sína inn á mörg svið sem á Vesturlönd- um eru talin heyra alfarið undir framkvæmda- eða dómsvaldið. Þannig er seðlabanki Rússlands ein- göngu ábyrgur gagnvart þinginu. Eflist við andstöðu Jeltsín virðist hafa beðið ósigur í þessari deilu við þingið. Það væri þó óvarlegt að afskrifa hann með öllu. Allur stjórnmálaferill hans ein- kennist af því að hann eflist til muna einmitt þegar menn eiga síst von á því. Jeltsín hóf feril sinn í kommúnistaflokknum í borginni Sverdlovsk. Hann var talinn standa sig með eindæmum vel og að frum- kvæði Gorbatsjovs kom hann til starfa í Moskvu árið 1985. Þar náði hann mjög skjótum frama og var innan tíðar kominn í miðstjórn Kommúnistaflokksins, sem var valdamesta stofnun Sovétríkjanna fyrrverandi. Hann þótti hins vegar erfiður í samstarfí og eignaðist marga óvini vegna krafna sinna um að umbótum yrði hraðað. Árið 1988 var hann sviptur öllum völdum og Gorbatsjov auðmýkti hann opinber- lega. I marsmánuði árið 1989, þegar „fijálsar" kosningar voru í fyrsta skipti haldnar í Sovétríkjunum náði Jeltsín kjöri. Fékk hann hvorki meira né minna en 89% atkvæða í Moskvu. Hann var skipaður forseti þingsins og í júlí 1990 sagði hann endanlega skilið við kommúnista- flokkinn, sem aflaði honum enn meiri vinsælda meðal almennings. Þegar fyrstu forsetakosningar Rússlands voru haldnar í júní 1991 -Juauð Jeltsín sig fram og var kjörinn með 57% atkvæða. Þegar harðlínu- menn úr gamla kommúnistaflokkn- um gerðu valdaránstilraun i ágúst það ár var það Jeltsín sem leiddi baráttuna gegn þeim, og steytti hnefa standandi uppi á skriðdreka fyrir utan Kreml. Valdaránið mis- tókst og fljótlega var ljóst að það var Jeltsín en ekki Gorbatsjov, sem nú fór með völd í landinu. Þegar Sovétríkin leystust endanlega upp stóð Jeltsín eftir sem valdamesti leiðtoginn innan Samveldis sjálf- stæðra ríkja. Baráttunni við gamla sovétkerfíð er hins vegar langt frá því að vera lokið, eins og glögglega mátti sjá nú í vikunni. Margir stjórnmálaskýrendur eru þeirrar skoðunar að alvarlegustu mistök Jeltsíns hafí verið að stofna ekki stjómmálaflokk utan um sjálf- an sig og skoðanir meðan hann hafði til þess tækifæri og boða síð- an til kosninga. Nú situr hann í staðinn uppi með „sovéskt" full- trúaþing en 86% þeirra sem þar sitja eiga rætur sínar að rekja til kommúnistaflokksins. Þá er hann einnig talinn hafa gert alvarleg mistök með því að haga málum þannig að deilan virðist vera orðin að baráttu milli hans og þingforset- ans, Khasbúlatovs. Þar með er hann búinn að stuðla að því að margir líta svo á að Khasbúlatov standi jafnfætis honum. Valdagráðugur henti- stefnumaður? Khasbúlatov er fremur undarleg fígúra sem virðist ekki styðjast við neina tiltekna hugmyndafræði. Hann segist sjálfur hafa tekið sæti á þingi til að koma í veg fyrir að Rússland yrði að einræðisríki. Stuðningsmenn Jeltsíns bera hann hins vegar saman við Jósef Stalín, og segja hann valdagráðugan og ósvífinn hentistefnumann. Það er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að það var Jeltsín sem kom Khasbúlatov til valda og áhrifa. Khasbúlatov var kosinn á þing Rússlands sem fulltrúi sjálfstjórnar- svæðisins Tsjetsjeníu árið 1990 en áður hafði hann starfað sem pró- fessor við Plekhanov-háskólann í Moskvu. Jeltsín tók hann upp á sína arma og gerði hann að sínum nán- asta liðsmanni í baráttunni fyrir hraðari umbótum. Hann stóð einnig við hlið Jeltsíns í valdaráninu árið 1991. Sambandið milli þeirra hefur síðan sífellt farið versnandi og í fyrra var Khasbúlatov farinn að gagnrýna stjóm Jeltsíns fullum hálsi. Deilurnar mögnuðust eftir því sem leið á árið og í október krafð- ist Jeltsín þess að fímm þúsund manna varðlið, sem Khasbúlatov hafði sett á laggimar til að „veija þinghúsið" yrði leyst upp. Það var ekki gert og er varðliðið enn til staðar og heyrir undir stjórn þings- ins. Þá hélt Jeltsín sjónvarpsávarp í desember í fyrra þar sem hann sagði þingmenn vera mislukkaða stjórnmálamenn með „sjúklegan metnað" sem stæðu í vegi fyrir efnahagslegum umbótum. Þingið neitaði þá að staðfesta Jegor Gajd- ar, starfandi forsætisráðherra, í embætti, og neyddi Jeltsín til að skipa í staðinn Viktor Tjernomyrd- ín, sem ekki hefur verið talinn til umbótasinna. í kjölfarið náðist málamiðlun milli þingsins og forset- ans um valdaskiptingu sem nú hef- ur. verið rofin. Khasbúlatov hefur af mikilli natni byggt upp þá ímynd að hann sé rólyndur, píputottandi mennta- maður, sem hafí Iitla reynslu af klækjabrögðum hins óvægna heims stjómmálanna. Brestir komu í þá ímynd er hann, froðufellandi af reiði, flutti tilfínningaþmngna ræðu gegn Jeltsín á þinginu á fimmtudag og sagði m.a. að „djöfullinn" hefði leitt þingmenn á villigötur. Einn fyrrum aðstoðarmaður þingforset- ans hefur sagt að hann stjórnist af „kákasískri hefnigirni“. Tsjetsj- enar eru frægir fyrir að sækjast eftir blóðhefndum og hin alræmda rússneska mafía, sem nú er farin að teygja ánga sína út um víða veröld, er einmitt uppmnnin í Tsjetsjeníu. Þegar Khasbúlatov lýsir stefnu sinni styðst hann oftast við klisjur og einfaldanir á borð við þær að hið engilsaxneska markaðskerfí henti ekki Rússlandi en það geri aftur á móti hið „félagslega“ mark- aðskerfi Þýskalands. Hann hefur ekki tekið ákveðna afstöðu í utan- ríkismálum. Vinsældir sínar hefur hann öðlast með því að stjóma þing- inu með jámhendi og slá um sig með slagorðum. Slúðursögur um einkalíf hans hafa ef eitthvað er orðið honum til framdráttur. Virð- ing hans jókst þannig til muna í karlaveldinu sem stjórnar Rússlandi er ung stúlka, fyrmm nemandi hans, sagði hann hafa dregið sig á tálar í bókasafni sínu. Þrátt fyrir það er hins vegar mjög ólíklegt að Khasbúlatov taki við í Rússlandi hrökklist Jeltsín frá völdum. Allur ferill hans einkennist af hentistefnu og nýtur hann því ekki óskoraðs trausts meðal harð- línumanna. Þá er það honum einnig fjötur um fót að vera Tsjetsjeni, en það gerir að verkum að nánast úti- lokað er að hann muni njóta stuðn- ings þjóðernissinnaðra Rússa við forsetakjör.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.