Morgunblaðið - 14.03.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.03.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 14. MARZ 1993 1 KNATTSPYRNA / ENGLAND Væri McGrath hestur hefði hann verið skotinn fyrir löngu... Paul McGrath hefur Ieikið frábærlega með Aston Villa í vetur, en það er opinbert leyndarmál að hann æfir nán- ast ekki neitt, vegna þess hve hann er orðinn lélegur í hnjánum. Gerir aðeins lyftingaæfingar og hjólar svolítið. „Væri McGrath hestur hefði hann verið skotinn fyrir tíu árum!“ sagði Ron Atkinson, stjóri Aston Villa á dögunum — og vísaði til þess hve lengi meiðslin hefðu þjakað hann. „Við leyfum honum yfirleitt að vera svolítið með á föstu- dögum þegar við æfum hom og aukaspymur, og kveikjum svo ekki á honum aftur fyrr en kl. þrjú á laugardögum." Þekktur fyrir að tefla fram góðum liðum Ron Atkinson, stjóri Aston Villa,, er þekktur fyrir að tefla fram góðum liðum; liðin sem hann stjómar spila skemmtilega knattspymu. Nægir að nefna lið WBA um 1980, Manchester United 1981-1986 og lið Aston Villa nú. Hann hefur þó aldrei náð að stjórna liði til sigurs í baráttunni um enska meistaratitilinn, en var nálægt því bæði með WBA og United. Meistaratign gefur félagi hátt í 300 millj. króna í aðra hönd Enski meistaratitillinn gefur viðkomandi félagi þijár milljónir punda í aðra hönd í ár, tæplega 300 milljónir króna. Sky sjónvarpsstöðin er stuðningsaðili úrvalsdeild- innar, og greiðir 770 þúsund (73 milljónir) fyrir fyrsta sæti, 735 þúsund (70 milljónir) fyrir annað sæti og 700 þúsund (66,5 milljónir) fyrir það þriðja. Að auki fær hvert einasta lið deildarinnar eina milljón punda — um 95 milljón- ir króna. Þá er hvora liði greidd 78.000 pund (um 7,4 milljónir) fyrir hveija beina útsendingu. Þannig er reiknað með að meistaramir fái alls 2,25 millj. punda bara frá Sky. Dean Saunders Paul McGrath, varnarmaðurinn frábæri, er lykilleikmaður hjá Aston Villa Barátta við félagið sem hann var flæmdur frá ■ PAUL McGrath, vamarmaður hjá Aston Villa, er talinn mjög lík- legur sigurvegari í kjöri um knatt- spymumann ársins; bæði hjá leik- mönnum sjálfum og blaðamönnum. ■ RAY Houghton, félagi McGraths hjá Aston Villa, segist hafa heimildir fyrir því að t.d. hafi 70% leikmanna Leeds þegar greitt McGrath atkvæði. ■ McGRATH hefur átta sinnum verið skorinn upp vegna meiðsla í hnjám; fimm sinnum á hægra og þrisvar á vinstra. ■ BRYAN Robson, fyrirliði Manchester United, hefur verið mikið frá vegna meiðsla í vetur, en er nú að verða tilbúinn. Hann hefur leikið svolítið með varaliðinu undan- farið og reiknað var með að hann yrði að minnsta kosti varamaður í dag. ■ VEGNA byggingafram- kvæmda á Old Trafford komast aðeins um 33.000 áhorfendur á hvem leik. Áhangeridum Aston Villa var aðeins úthlutað 650 mið- um á leikinn í dag, þannig að ömgg- lega hefur verið slegist um þá. ■ MARK Bosnich frá Ástralíu, stendur nú í markinu hjá Villa. Hann er 21 árs, frá Sidney. ■ BOSNICH var í eitt keppnis- tímabil hjá Manchester United fyrir nokkmm ámm, meðan Ron Átkinson var stjóri þar. Síðan fór strákur heim, en þegar Ron tók við stjórninni hjá Aston Villa fékk hann Bosnich til félagsins frá Ástr- alíu. ■ ASTON Vilta varð síðast meist- ari vorið 1981. Framkvæmdastjóri þá var Ron Saunders, og þótti það stórmerkilegt — skiljanlega — að hann notaði aðeins 14 leikmenn í 42 deildarleikjum. ■ DEAN Saunders, framheijinn gnjalli hjá Aston Villa, gerði tíma- mótasamning við skófyrirtæki á dögunum. Fyrirtækið sérsmíðaði knattspymuskó á Saunders, eftir að tekið hafði verið mót af fótum hans. Þetta hefur ekki fyrr verið gert á Englandi. ASTON Villa hefur komið skemmtilega á óvart í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í vetur. Ron Atkinson — sem víða hefur komið við og var t.d. framkvæmdastjóri Manchest- er United þegar liðið kom hing- að til lands fyrir nokkrum árum — hefur púslað saman mjög góðu liði sem er f harðri bar- áttu um titilinn við United, og liðin mætast einmitt í dag á Old Trafford í Manchester. Lið- in eru jöfn á toppnum með 60 stig en Norwich fylgir þeim fast eftir; hefur 56 stig (fyrir leik við Oldham í gær) og á eftir að fá bæði toppliðin i heimsókn á Carrow Road. Manchester Un- ited hefur ekki orðið enskur meistari síðan 1967, Norwich hefur aldrei fagnað þeim árangri en Aston Villa hefur sjö sinnum orðið meistari, síðast vorið 1981. Margir líta á leikinn á Old Traf- ford sem úrslitaviðureign, en þó hann geti skipt miklu máli er nóg eftir og allt getur gerst. Einn er sá maður sem ör- ugglega verður mik- ið í sviðsljósinu í dag; írski landsliðsmaðurinn Paul McGrath, varnarmaðurinn frábæri hjá Villa, en hann var um árabil lykilmaður í liði Manchester United. „Hjá okkur hugsar enginn um leik- inn eins og hann ráði úrslitum í keppninni um titilinn. Við lítum ein- faldlega á hann sem enn einn erfið- an leik,“ sagði McGrath í vikunni. „Bæði félög gera sér grein fyrir því að meistaratitilinn vinnst ekki á einum leik, en ef við ætlum að hampa bikarnum er ekki verra að sýna meistaratakta á mínum gamla heimavelli," sagði McGrath. Þessi gríðarlega sterki leikmaður var í átta ár í herbúðum Manchest- er United, lék mjög vel og var í miklu uppáhaldi hjá áhangendum liðsins. En hann þótti stundum held- ur kæmlaus, blótaði bakkus full- mikið að mati Alex Fergusons, framkvæmdastjóra liðsins, sem vildi losna við hann og fékk sínu fram- gengt. Ferguson fór fram á það við stjórn United á sínum tíma að McGrath yrði komið í burt. Formað- urinn bað leikmanninn að leggja skóna á hilluna vegna hnjámeiðsl- anna, og bauð 100.000 punda greiðslu frá félaginu fyrir, andvirði tæpra 10 milljóna króna á núvirði. McGrath neitaði boðinu og ásakaði Ferguson um það, í blaðaviðtali, að reyna að flæma hann í burtu. Það féll reyndar ekki í góðan jarðveg hjá enska knattspymusambandinu og Irinn snjalli var sektaður um 8.500 pund; andvirði rúmlega 800.000 króna á núvirði. Skapti Hallgrím^son skrífar besti? Paul McGrath hefur leikið frábærlega í vetur og þykir Iíklegur sigurvegari í kjöri knattspymumanns ársins. En McGrath fór. Graham Taylor, nú landsliðsþjálfari Englendinga, keypti hann til Villa í ágúst 1989 fyrir 400.000 pund, sem er hlægileg upphæð miðað við það sem gengur og gerist og hvernig leikmaðurinn hefur staðið sig. McGrath hefur staðið sig geysi- lega vel, og líklegt er talið að hann verði kjörinn knattspyrnumaður ársins í Englandi í vetur, bæði af leikmönnum og blaðamönnum. Ron Átkinson, stjóri Aston Villa, velkist í það minnsta ekki í vafa um getu írans: „Hann er besti varnarmaður í heimi. Hann er Rolls Royce.“ McGrath er 33 ára. Hann býr enn í Manchester og ekur til Birming- ham, heimaborgar Aston Villa. Og þó hann fyndi sig knúinn til að yfir- gefa United á sínum tíma vildi hann það ekki innst inni: „Ég elska félag- ið. Ég vildi ljúka ferli mínum þar en var hent út,“ segir hann. Þess má geta að Aston Villa hefur tvívegis sigrað Man. Utd. í vetur, í bæði skiptin á heimavelli; í deildinni og deildarbikarkeppn- inni. í dag mætast liðin á Old Traff- ord, heimavelli United, og fullvíst má telja að tvennt sé efst á óska- lista Paul McGraths þessa stundina. í fyrsta lagi að vinna leikinn í dag, og í öðru lagi að verða enskur meistari með Villa — en það tókst honum aldrei með United. Þannig vill hann sýna forráðamönnum Un- ited að þeir hafi gert mistök með því að láta hann fara á sínum tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.