Morgunblaðið - 14.03.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.03.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 14. MARZ 1993 43 HANDKNATTLEIKUR íslendingar í Svíþjóð tóku vel á móti landanum vegna HM Sigri gegn Ungverjum fagnað íslendingar komu saman alla leikdaga á sama barnum, sem íslendingafélagið tók á leigu. Hér fagnar hópur íslensku áhangendanna sigrinum gegn Ungveijum. Skipulagður og vel heppnaður stuðn- ingur á HM í Svíþjóð iSLENDINGAR sem búsettir eru í Gautaborg skipulögðu stuðning við íslenska landslið- ið á leikjum þess hér í borg, en þeir voru þrír — á þriðjudag gegn Svíum, á fimmtudag gegn Ungverjum og í gær gegn Bandaríkjamönnum. Það var Jón Ólafur Björgvinsson frá Siglufirði sem fór fremstur í flokki en hann á sæti í stjórn Landssamtaka íslendingafé- jaganna í Svíþjóð. Undirbún- ingurinn hófst í október í fyrra og í vikunni sá Jón árangur erfiðisins. HSÍ hafði samband við íslend- ingafélagið hér og bað okkur um að skipuleggja þetta og það hefur verið reglulega gaman að þessu en mjög mikil vinna,“ sagði Jón við Morgunblaðið. „Það búa 4.500 Islendihgár í Svíþjóð óg það var ekkert mál að ná til þeirra. Við ^■■■■11 erum með blað og Frá fjórar útvarpsstöðv- Skúla Unnari ar þannig að það var Sveinssyni auðvelt. Málið var iSvíþjóð hins vegar að ná í landann á öðrum Norðurlöndum. Við fórum í gegnum regnhlífarsamtök okkar, SÍDS, sem eru samtök íslendinga í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og Finnar eru einnig með. Ég hafði samband við fjöldann allan af félögum og reyndi að kom- ast að því hvar, hvemig og hvenær best væri að hittast í höfuðborg íslands á Norðurlöndunum, Gauta- borg,“ en um 400 íslendingar komu saman í Gautaborg í vikunni til að styðja við bakið á liðinu. íslendingafélagið tók bar á leigu, en bar þessi er alla jafna samkomu- stað'ur stuðningsmanna knattspym- uliðsins IFK Gautaborg og mikið af myndum af knattspymumönnum félagins á veggjum. I liðinni viku var það þó íslenski fáninn og ís- lenskir handknattleiksmenn sem voru mest áberandi. „Ég fékk leyfi hjá stuðnings- mannaklúbbi IFK meðal annars vegna þess að við leikum í blá/hvítu eins og liðið þeirra. Eigandinn var ánægður með að fá eitthvað fólk alla vikuna Qg þar sem þetta er stutt frá höllinni er tilvalið að hitt- ast héma. Við hittumst klukkan þijú á leikdag og strax eftir leik líka. Við horfum á „Leiðina að gull- inu“ [myndbandið sem gefið var út í fyrra um B-keppnina í Frakklandi 1989] og trúbadorinn Haraldur Ein- arsson leikur fyrir okkur. Við feng- um hann sérstaklega hingað út af þessu tilefni," sagði Jón Olafur. Glatt á hjalla Haraldur Einarsson, trúbador (með gítarinn) fór gagngert utan á vegum íslendingafélagsins i Sviþjóð til að leika fyrir íslendingana. Haraldi á vinstri hönd er Eiríkur Iiauksson, söngvari, sem búsettur er í Noregi og Jón Ólafur Björgvinsson, sem hafði veg og vanda að undirbúningi þess að taka á móti öllum íslensku stuðnings- uiönnunum, er annar frá vinstri. PHOTOSHOP NÁMSKEIÐ Helgina 20. og 21. mars næstkomandi verður endurtekið photoshop-námskeið. Leiðbeinandi er Börkur Arnarson Ijósmyndari. Grunnþekking á Macintosh-tölvum er skilyrði. Skráning og upplýsingar í síma 678113. Athugið, takmarkaður fjöldi nemenda. J ÚTSALA V ALLTAF ÓDÝRT - NÚ ÚTSALA Opið kl. 12-18 alla virka daga. Póstsendum. Sími 91-18199. Nýtt kortatímabil. Hverfisgötu 89. Skómarkaðurinn, NAMSKEE) -VOR1993 - Fagnefndir stál- og vélsmiða bjóða upp á eftirfarandi námskeið á næstunni: Málmsuða grunnnámsk. Bilanaleitíaflvélum... Loftkerfi grunnnámsk.. Tölvustudd hönnun og framleiðsla........... Smíðamálmar........... .25. mars-7. apríl. .29. mars-7. apríl. ..26.mars-3. apríl. 27. apríl-29. apríl. ...4. maí-13. maí. FRÆÐSLURÁÐ MÁLMIÐN AÐARINS HALLVEIGARSTÍG 1 - SÍMI: (91) 624716 - FAX; (91) 621774 Húsbréf Leiðrétting um innlausnardag húsbréfa í auglýsingu um útdrátt húsbréfa, sem birtist í Morgunblaðinu 12. mars, urðu þau mistök að tilgreindur var rangur innlausnardagur. Um var að ræða 10. útdrátt í 1. flokki 1989, 7. útdrátt í 1. flokki 1990, 6. útdrátt í 2. flokki 1990 og 4. útdrátt í 2. flokki 1991. Þessi bréf koma til innlausnar 15. maí 1993, enekki 15. mars eins og ranglega var tikynnt. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. & HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEILD - SUÐURLANDSBRAUT 24 - 108 REYKJAVlK - SlMI 696900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.