Morgunblaðið - 14.03.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.03.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARZ 1993 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARZ 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Umsýsluþóknun verkalýðsfélaga IMorgunblaðinu í gær var frá því skýrt, að verka- lýðsfélög hafi fengið 5% af útborguðum atvinnuleysis- bótum í sína sjóði til þess væntanlega að standa undir kostnaði við greiðslu bót- anna. Þetta er býsna há „um- sýsluþóknun“ og mundu sjálfsagt margir umsjónar- aðilar sjóða vera tilbúnir til að taka að sér umsýslu með slíkar greiðslur fyrir svo háa þóknun. Þessi umsýsluþókn- un þýðir, að Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur fékk greiddar á síðasta ári 9,2 milljónir króna og Verka- mannafélagið Dagsbrún 5,1 milljón króna. Af einhverjum ástæðum er nú unnið að breytingum á þessu kerfí, þótt ekki sé ljóst, hvort það er til hækkunar eða lækkun- ar á greiðslum til verkalýðs- félaganna! Er hugsanlegt, að verka- lýðsfélögin hagnist á greiðslu atvinnuleysisbóta? Það er óneitanlega erfítt að trúa því, að svo geti verið en hvernig á að skilja eftirfar- andi ummæli forstöðumanns Atvinnuleysistryggingar- sjóðs í Morgunblaðinu í gær?: „Ég held, að menn séu sam- mála um að fella gjaldið ekki alveg niður, en það þarf að endurskoða þetta, hvort heldur sem það yrði til lækk- unar eða hækkunar. Það gefur augaleið, að eftir því, sem atvinnuleysið eykst verður umsýslugjaldið hærra en um leið verður álagið meira á skrifstofum verka- lýðsfélaganna.“ Meðlimir verkalýðsfélag- anna og þá ekki sízt þeir, sem atvinnulausir eru, eiga kröfu á því að vita, hvort félögin hafa hagnast á þeirri milli- göngu, sem þau hafa um greiðslu atvinnuleysisbóta. Það er enga afsökun hægt að færa fyrir sliku og hafi það gerzt eiga félögin tví- mælalaust að endurgreiða þann hagnað til Atvinnuleys- istryggingarsjóðs. Þar að auki má spyija, hvort það sé einhver sérstök ástæða til þess í tölvuvæddu nútíma- þjóðfélagi, að verkalýðsfé- lögin taki að sér milliliða- starfsemi af þessu tagi. „Umsýsluþóknun“ verka- lýðsfélaganna beinir hins vegar athyglinni einnig að ýmsum gjöldum, sem at- vinnuvegirnir greiða af laun- um starfsmanna sinna og fara ekki í vasa þeirra heldur í sjóði verkalýðsfélaganna. Er ekki tímabært í þeim kjarasamningum, sem nú standa yfir að endurskoða þessar greiðslur? Er ekki hugsanlegt, að sjóðamynd- unin sé orðin nægilega mikil á vegum verkalýðsfélaganna og í stað þess, að greiðslur gangi til sjóðanna verði þær notaðar til þess að létta und- ir með launþegum sjálfum, m.ö.o. að þeir fái þessar greiðslur í eigin vasa í stað þess, að verkalýðsfélögin hafi milligöngu um að dreifa þeim með einhveijum hætti og í einhveiju formi til fé- lagsmanna sinna, sjálfsagt fyrir einhveija „umsýslu- þóknun“! Nú fer fram endurmat á öllum útgjaldaþáttum þjóðfé- lagsins. Það er tímabært, að það endurmat nái einnig til verkalýðsfélaganna og þeirr- ar íjársöfnunar, sem fram hefur farið á þeirra vegum með alls kyns gjöldum, sem lögð hafa verið ofan á laun launþega. Þótt þessi gjöld nemi ekki nema einu pró- sentustigi af launum laun- þega getur það skipt máli fyrir launafólk í landinu við núverandi aðstæður að fá það prósentustig í sinn vasa í stað þess, að það renni til sjóðamyndunar verkalýðsfé- laganna. Umsýsluþóknun vegna atvinnuleysisbótanna ætti að verða mönnum tilefni til þess að taka þetta mál allt til skoðunar. -I /» SIÐFRÆÐI i U •hjarðarinnar er auðvitað sprottin úr náttúrunni sjálfri og umhverfi okkar. Hún er ekkisíður við- brögð við ytri aðstæð- um en þeirri mennsku sem býr í brjósti okkar. Við vitum að sjálf- sögðu það er ekkert réttlæti til en sú tilraun til réttlætis sem sprottin er úr mennskri löngun okkar til að rétta veikburða náunga hjálparhönd hefur ekkisízt sótt afl og orku í kristinn borðskap, að ég held. Þó má vera að gpðkynjaðar verur eins- og Búdda hafí einnig innblásið okk- ur mannúð. Thoreau, sem varð fyr- ir miklum áhrifum af honum, ferð- aðist talsvert en hafði þó mest yndi af ferðalaginu inní sjálfan sig og taldi enda að það skipti mestu máli. Á slíku ferðalagi gæti maður kom- izt að niðurstöðu um þá grundvall- arspurningu í fræðum grískra heim- spekinga, hvemig við eigum að lifa. Og Thoreau sagði menn ættu að- minnstakosti ekki að lifa með þeim hætti að þeir hefðu ástæðu til að spyija sjálfa sig að ferðalokum hve- nær þeir ætluðu eiginlega að byija að lifa. Nietzsche taldi að kristindómur- inn bæri veikieika mannsins vitni. En það er auðvitað útí hött, svo miklar kröfur sem kristindómurinn gerir tii styrkleika mannsins and- spænis freistingum og dýrslegu eðli okkar. Kristnin gerir alltaðþví HELGI spjall kröfur til guðlegra dyggða. Siðferði hjarðarinnar birtist áþreifanlega í fjöl- miðlafári og vin- sældastreði. Kærleik- ur og meðaumkvun eða umhyggja fyrir þeim sem eiga bágt em sprottin úr mennsku en ekki dýrslegu eðli mannsins en gimd og græðgi úr frumþáttum hans. Kærleikur og meðaumkvun eða samúð geta aldrei verið lestir og koma þrælslund ekkert við. Öf- undsýki á ekki rætur í samvizkunni eða mennskunni heldur þessu sama frumeðii sem ýtir undir mannjöfnuð og samanburð. Hetjur og ofurmenni lifa ekkisíður í mannjafnaðarskugg- anum en aðrir dauðlegir menn. Við sjáum það bezt í Hómerskviðum og íslendinga sögum. Heiðingjar eru alveg jafn öfundsjúkir og kristið fólk. Þótt Nietzsche hafi þótt mikið koma til þeirrar heiðríkju sem ríkti umhverfís grískan anda ef svo mætti að orði komast fínnum við ekki þar þá afstöðu sem við höfum reynt að rækta undir merkjum þeirrar félagshyggju sem við köllum velferð og það er ekki i grísku hetj- unum sem fólkið á bágt. Það er fyrstogsíðast í Kristi enda hafa menn leitað til hans öðrum fremur. Hann er umfram allt guð þjáning- anna. Það eru þymar á öllum rósum einsog Nietzsche yrkir um í frægu smákvæði. Grikkir báru af og áttu enga sína líka mætti ætla af orðum hans. En þeir bjuggu við þrælahald einsog hveijir aðrir barbarar. Það fengu margir slæmar rispur af rós- inni grísku. Hjörðin réð ekki ferð- inni. Þess vegna blómgaðist menn- ingin þar einsog raun ber vitni. Grískir heimspekingar leituðu sann- leikans en stóistar töldu hann að- vísu afstæðan hvaðsem Sókrates leið. Þráttfyrir dálæti Nietzsches á fegurð grískrar menningar eða raunsæju lífsviðhorfí Grikkja varaði hann við því að sannleikurinn væri í dulargervi lyginnar, hvaðsem grískir heimspekingar sögðu. Þess vegna ekkisízt mátti búast við því að hitta þá sem eitthvað er varið í utan gullna hliðsins; jafnvel í víti. Þessi andkristur, einsog hann gat vel kallað sjálfan sig, fjallaði ekki- sízt um forréttindi þess að vera fremur utan himnaríkis en innan þess gullna hliðs sem boðað er í guðspjöllunum. Sæluríkið er sann- leikur hjarðarinnar, það er rétt, og ef við höfum veraldleg gæði í huga. Og sá sannleikur hefur margbrugð- izt. Hann er lygi. Við vitum ekki um sannleika Paradísar en höfum leyfi til að trúa á hana hvaðsem hver segir. Sá sannleikur þarf ekki endilega að vera neitt skemmtileg- ur. En hann er í eðli sínu líkn og fyrirheit eftir allt veraldarvolkið; vonbrigðin og þjáninguna. M (meira næsta sunnudag) ÞAÐ SYRTIR ENN í Álinn í þjóðarbúskap okkar íslendinga. Ástæðulaust er að breiða yfír þennan veruleika eða hafa uppi óskhyggju um, að eitthvert tilefni sé til bjartsýni. Svo er ekki. Þvert á móti bendir flest til þess, að vaxandi erfiðleikar séu fram- undan og hafa þeir þó verið ærnir á undanfömum misserum. Til marks um þetta eru þær svipting- ar, sem verið hafa á fiskmörkuðum á undanförnum dögum og vikum. í Morg- unblaðinu í dag, laugardag, er skýrt frá því, að verðhrun hafi orðið á gáma- þorski á Bretlandsmarkaði. Frá áramót- um hefur verðið lækkað um 40%. Þetta verðhrun stafar af miklu framboði á þorski úr Barentshafi. Það hafa ekki borizt neinar fréttir þaðan um, að þorsk- afli fari minnkandi. Karfaverð á Þýzka- landsmarkaði féll einnig nú í vikunni um 25%. Það stafar af auknu framboði á ferskum karfaflökum frá Færeyjum. Stóraukið framboð af fiski hefur al- mennt leitt til verulegrar verðlækkunar. Athyglin beinist fyrst og fremst að fiski frá Rússlandi. En því er einnig haldið fram, að fiskinnflutningur til Evrópu víðs vegar að úr heiminum hafi aukizt verulega á undanförnum árum. Sjómenn á meginlandi Evrópu og þá ekki sízt í Frakklandi eru æfír yfir þessari þróun og hafa látið hendur skipta. Jafnframt hafa verið uppi kröfur um, að fram- kvæmdastjórn EB taki til höndunum. Það er umhugsunarefni, hvort söluað- ilar hér hafi nægileg-a yfirsýn yfir það, sem er að gerast óg hefur verið að gerast á fiskmörkuðum í Evrópu á und- anförnum misserum. Fátt skiptir meira máli en að vita nákvæmlega hver stað- an er á þeim mörkuðum, sem lífsafkoma okkar byggist á og vera þá tilbúnir til að bregðast við breyttum aðstæðum, þegar þörf krefur. Verðfall á fiski er hins vegar stað- reynd. Kannski vitum við ekki nógu mikið um aðstæður á markaðnum til þess að meta, hvort þetta verðfall er stundarfyrirbrigði eða hvort það verður til einhverrar frambúðar. Alla vega er ekki ástæða til að ætla, að aukin þors- kveiði í Barentshafi sé stundarfyrir- brigði. Hyggilegt er að gera ráð fyrir hinu versta. Þá er staða okkar þessi: Veiðar úr helztu fiskistofnum á íslands- miðum hafa verið takmarkaðar verulega vegna ástands stofnanna. Við veiðum helmingi minna af þorski en við gerðum fyrir rúmum áratug. Helzti útflutnings- markaður okkar í áratugi, Bandaríkja- markaður, hefur veikzt mjög á undan- fömum árum á sama tíma og Evrópu- markaður hefur styrkzt. Nú er síðar- nefndi markaðurinn einnig að veikjast og spurning, hvort við getum náð fyrri stöðu á Bandaríkjamarkaði á nýjan leik. Flest bendir því til, að nú fari saman stórminnkuð veiði á fiskimiðunum og verðfall á mörkuðum og að báðir helztu markaðir okkar séu mjög veikir. Þetta er eitt af því versta, sem fyrir okkur getur komið. Þótt verðfall hafí orðið á fiski á undanförnum áratugum höfum við bjargað okkur með aukinni veiði. Þótt veiðin hafi verið takmörkuð mjög á undanförnum árum höfum við búið við tiltölulega hátt fiskverð. Þegar sam- an fer lítil veiði og verðfall er mikil hætta á ferðum. Og þetta er að gerast nú. Við slíkar aðstæður í sjávarútvegi er eðlilegt, að þjóðin leiti annarra leiða. Öllum er hins vegar Ijóst, að engin von er til þess, að álver verði byggt á næstu misserum. Ástandið á álmörkuðum gef- Versnandi lífskjör ur ekki tilefni til þess og þótt því sé stöðugt spáð, að breyting verði þar til batnaðar síðar á þessum áratug er hún ekki orðin og ekki í sjónmáli. Mikill vöxtur hefur verið í ferðaþjónustu á undanförnum árum og augljóst, að þar er vaxtarbroddur í atvinnulífí okkar. Það er hins vegar eðlilegt að spurt sé hvaða áhrif kreppan í efnahagsmálum, sem nú er að breiðast um Evrópu, muni hafa á ferðamannastraum hingað til lands á næsta sumri. Er sennilegt, að mikill samdráttur, sem er að verða í Þýzkalandi t.d., hafi engin áhrif á ferð- ir þýzkra ferðamanna hingað til lands? Þeir, sem hafa yfir einhveijum pen- ingum að ráða, sem hægt er að beina í uppbyggingu atvinnulífs hafa orð á því, að það skorti raunhæfar hugmynd- ir um, hvert eigi að beina því fjár- magni. Hvert á að beina því? Varla í sjávarútveg, sem er ofhlaðinn skipum og vinnslustöðvum. Hér skortir ekki lengur hótel heldur ferðamenn til að fylla þau. Ný tækifæri í iðnaðarfram- leiðslu blasa a.m.k. ekki við. Hvert á að beina peningunum, sem til eru á annað borð? Staðreyndin er auðvitað sú, að ísland er verstöð í Norður-Atlantshafi og hér eru möguleikar til þess að skjóta fleiri stoðum undir afkomu þjóðarinnar afar fábrotnir. Þrátt fyrir allt tal okkar í aldarfjórðung og sjálfsagt miklu lengur um að auka fjölbreytni atvinnulífsins býður verstöðin ekki upp á marga mögu- leika í þeim efnum. VERULEIKINN, sem við okkur blasir, er sá, að lífskjörin hljóta að versna hér á næstu mánuðum og misserum. Þjóðin hefur safnað nokkrum eignum á síðustu hálfri öld en nú gengur á þær eignir. Sá kostur er ekki lengur fyrir hendi að halda uppi fölskum lífskjörum með lán- tökum. Við hljótum að draga úr kröfum okkar um lífskjarastig og margvíslega þjónustu. Nú standa yfir samningar á vinnu- markaði. Því miður er veruleikinn sá, að það er ekki um neitt að semja nema versnandi lífskjör. Opinberir starfsmenn sýndu í atkvæðagreiðslu á dögunum, að þeir gera sér fulla grein fyrir þessu og sýndu meira raunsæi en forystumenn þeirra. Það er auðvitað sjálfsagt, að menn beri saman bækur sínar, eins og forystusveit ASÍ og VSÍ hafa gert og setji fram hugmyndir um hvað til ráða sé. Ur slíkum umræðum geta sprottið hugmyndir, sem að gagni koma. En það hafa engar þær hugmyndir komið fram, sem sköpum skipta. Hitt skiptir meginmáli, að viðræður VSÍ og ASÍ sýna, að þar gera menn sér raunsæja grein fyrir stöðu mála, ekkert síður en hinir almennu félags- menn samtaka opinberra starfsmanna og kennara. Andinn í þeim viðræðum er augljóslega sá, að menn eru ekki að tala af óraunsæi um kjarabætur, sem enginn grundvöllur er fyrir. Og það skiptir auðvitað mestu máli, að fólk al- mennt horfist í augu við þann veru- leika, sem að okkur snýr. Og hann er sá, að það er ekki um neitt að semja nema versnandi lífskjör. Á undanförnum árum hafa komið fram á sjónarsviðið athyglisverðir ungir menn í sjávarútvegi, sem rutt hafa nýj- ar brautir. Einn þeirra er Sighvatur Bjarnason, forstjóri Vinnslustöðvarinn- ar í Vestmannaeyjum. Fyrir nokkrum dögum tilkynnti hann fiskverðslækkun, þ.e. lækkun á því fiskverði, sem Vinnslu- stöðin greiðir fyrir físk af eigin skipum. Þetta þýðir kjaraskerðingu fyrir sjó- REYKJAYÍKURBRÉF Hverjir eiga að borga hina háu raunvexti? Laugardagur 13. marz menn. Aðrar vinnslustöðvar hafa enn ekki fylgt fordæmi hans. En er þetta ekki það, sem framundan er? Þegar harðnar á dalnum eru sjómennirnir þeir fyrstu, sem finna fyrir því, hvort sem er í minnkandi afla eða lægra fiskverði. En hið sama hlýtur að eiga við um aðra landsmenn. Kjarkmikil ákvörðun Sighvats Bjarnasonar um fiskverðslækkun, sárs- aukafullur uppskurður Einars Odds Kristjánssonar á því fyrirtæki, sem hann stýrir á Flateyri, og ýmislegt fleira af þessu tagi er vísbending um, að í fyrir- tækjum í sjávarútvegi sé unnið að nauð- synlegri uppstokkun. Slíkar aðgerðir þurfa hins vegar að sjást víðar. í KJARAVIÐ- ræðunum hefur athygli manna ekki sízt beinst að háum raunvöxt- um. Það er eðli- legt. Ilverjir eiga að borga hina háu raunvexti? Hvaðan eiga peningamir að koma? Ekki koma þeir frá sjávarútveg- inum, sem er rekinn með bullandi tapi og vaxandi tapi. Við þær aðstæður hljóta vaxtagreiðslur sjávarútvegsins að hlaðast uppi í formi aukinna skulda í bókhaldi banka og lánasjóða. Ekki koma þeir frá gjaldþrota fyrirtækjum, sem valda því, að starf við endurskoðun og lögmennsku er sennilega að verða líf- vænlegasta atvinnugrein á íslandi! Ekki koma þeir frá heimilunum í landinú, sem standa frammi fyrir launastöðvun, vax- andi skattheimtu og í mörgum tilvikum atvinnuleysi. Hvaða verðmætasköpun fer fram á íslandi í dag, sem stendur undir því raunvaxtastigi, sem við höfum búið við um skeið? Svarið er augljóst. Hún er ekki til, þegar á heildina er litið. Það er ekki fremur hægt að tryggja fíár- magnseigendum, sem nú orðið eru fyrst og fremst lífeyrissjóðir en auðvitað einn- ig sparifíáreigendur almennt, heldur en öðrum landsmönnum, að þeir verði ekki fyrir nokkrum áföllum af því ástandi, sem nú er orðið veruleiki í atvinnu- og efnahagsmálum okkar íslendinga. Með sama hætti og atvinnufyrirtækin og launþegar verða fyrir áfalli af völdum kreppunnar er augljóst, að þeir, sem lána fé til atvinnustarfsemi verða einnig fyrir áfalli. Þótt verðtrygging hafi gef- izt vel hér síðasta áratuginn er hún ekki þannig úr garði gerð, að hún geti tryggt eigendur sparifíár og fíármagns gegn hvers kyns áföllum. Og það er ekki hægt að tryggja að þeir verði ekki fyrir nokkrum áföllum en fái jafnframt til viðbótar háa raunvexti af fíármagni sínu. Raunar má teljast vel sloppið, ef hægt er að tryggja, að fjármagnseig- endur haldi þeirri ávöxtun, sem þeir hafa fengið af fé sínu á undanförnum árum. Það gæti komið að því, að vaxta- lækkun verði beinlínis hagsmunamál fjármagnseigenda, svo að þeir eigi á vísan að róa og fái einhverja ávöxtun af fjármagni sínu. Það þarf enga sérfræðinga til að sjá stöðu mála í þessu ljósi. Þetta sér hver og einn, sem á annað borð leiðir hugann að því. Lánastofnanir standa frammi fyrir stórfelldum töpum, sem ekkert lát er á. Að því gæti komið, sem ekki má verða, að hér komi upp áþekk kreppa í bankaheiminum eins og orðið hefur í nálægum löndum. Oruggasta leiðin til þess að koma í veg fyrir slíka banka- kreppu á íslandi er sú, að gera viðskipta- vinum lánastofnana kleift að borga í beinhörðum peninga þá vexti, sem þeim ber að borga. Við núverandi aðstæður í atvinnumálum landsmanna gerist það ekki nema með verulega lægra raun- vaxtastigi. Vaxtalækkunin hófst fyrir skömmu. Það var skynsamlegt að fara hægt af stað. En þessi þróun verður að halda áfram og hún má ekki vera of hæg. Hvenær verða næstu skref stigin? Auð- vitað verða vaxtabreytingar að taka mið af því, sem er að gerast í kringum okkur. Flest sem er að gerast og hefur áhrif á atvinnulíf okkar íslendinga um þessar mundir er neikvætt. Það verða engir vextir borgaðir með verðfalli á fiski. Ekki verður dregið í efa, að lántökur ríkissjóðs hafa áhrif á vaxtastigið. Það verður heldur ekki dregið í efa, að hús- bréfaútgáfan hefur áhrif á vaxtastigið. Og það skal heldur ekki gert lítið úr því, að eftirmarkaðurinn skiptir máli í sambandi við vaxtastigið. Smátt og smátt hefur skilningur okkar aukist á þessum þáttum öllum og áhrifum þeirra á fjármagnsmarkaðinn. En um leið og skilningur og þekking hefur aukist hef- ur líka orðið þróun í þeirri tækni, sem opinberir aðilar hafa yfir að ráða til þess að hafa áhrif á vaxtaþróunina. Þeirri þekkingu og tækni á nú að beita markvisst til þess að tryggja verulega lækkun raunvaxta og það er nauðsyn- legt að menn átti sig á því að hún þarf að verða veruleg. Umræður um vaxtamálin hafa of lengi einkennzt af pólitísku dægurþrasi um „handafl" og „markað“. Fráleitt er að hverfa til fyrra fyrirkomulags, þegar pólitískur geðþótti réð vaxtastigi. En æ fleiri spyija, hvort hér sé til nokkur raunverulegur markaður, sem lúti al- mennum markaðslögmálum. Um hitt þarf ekki að deila, að atvinnuvegir landsmanna eru í mikilli kreppu. Og við þær aðstæður greiðir atvinnulífið ekki einhveija hæstu raunvexti, sem nokkru sinni hafa verið_ við lýði í þessu landi. Bjargráðin á íslandi í einhverri mestu kreppu, sem gengið hefur yfir þjóðina á þessari öld eru engin töfraráð. Stjóm- málamennirnir hafa þessi ráð ekki í sinni hendi. Þau eru í raun og veru ekki önn- ur en þau að halda áfram uppstokkun í sjávarútvegi, huga að möguleikum á fullvinnslu sjávarafla í tengslum við þátttöku okkar í EES og hugsanlega að seilast til aukinna áhrifa í dreifingu sjávarafurða í Evrópu og taka milliliða- kostnaðinn til okkar í stað þess að láta hann fara annað. Jafnhliða þarf að halda áfram og ganga rösklegar fram í sam- drætti ríkisútgjalda og horfast í augu við, að það þýðir minni þjónustu við fólkið í landinu. Morgunblaðið/Kristinn „Veruleikinn, sem við okkur blasir er sá, að lífskjörin hljóta að versna hér á næstu mán- uðum og misser- um. Þjóðin hefur safnað nokkrum eignum á síðustu hálfri öld en nú gengur á þær eignir. Sá kostur er ekki lengur fyrir hendi að halda uppi f ölsk- um lífskjörum með lántökum. Við hljótum að draga úr kröfum okkar um líf- skjarastig og margvíslega þjón- ustu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.