Morgunblaðið - 14.03.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.03.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ATVIIVII\1A/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 14. MARZ 1993 ATVINNU/U '( ./ YSINGAR ISAL Bifvélavirkjar - vélvirkjar Óskum eftir að ráða bifvélavirkja og/eða vélvirkja til starfa á fartækjaverkstæði okkar í sumar. Um er að ræða sumarafleysingastörf tímabil- ið 17. maí til 15. september 1993, eða eftir nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir ráðningarstjóri í síma 91-607000. Umsóknum óskast skilað í pósthólf 244, Hafnarfirði, eigi síðar en 19. mars 1993. Umsóknareyðublöð fást hjá Bókaverslun Eymundssonar, Austurstræti og Kringlunni, Reykjavík, og Bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. íslenzka álfélagið hf. Rafeindavirkjar Rafeindavirki óskast til starfa á þjónustusviði okkar við þjónustu og viðgerðir á einmenn- ingstölvum og jaðartækjum. Æskilegt er að umsækjendur hafi þekkingu á stöðluðum notendahugbúnaði fyrir ein- menningstölvur. Upplýsingar um starfið veitir Helgi Þór Guð- mundsson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs. Umsóknir skulu póstlagðar eða þeim skilað á skrifstofu okkar fyrir 18. mars nk. merkt- ar: „Umsókn“. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. EINAR j.SKÚLASON HF Grensásvegi 10, 128 Reykjavík, sími 633000. Garðabær Félagsmálafulltrúi Laust er til umsóknar starf félagsmálafulltrúa við Félagsmálaskrifstofu Garðabæjar. Óskað er eftir starfsmanni með próf í félags- ráðgjöf eða annað háskólapróf. Starfsreynsla er æskileg. Umsóknareyðublöð liggja frammi á bæjar- skrifstofu Garðabæjar, Sveinatungu við Víf- ilsstaðaveg. Umsóknum skal skilað á bæjar- skrifstofu fyrir 20. mars nk. Allar frekari upplýsingar um starfið veitir bæjarritari í síma 42311 eða á skrifstofu Garðabæjar. Bæjarstjórinn í Garðabæ. Sölumaður hálfan daginn Óskum eftir að ráða sölumann í hálfsdags starf hjá traustu og öflugu þjónustufyrir- tæki. Leitum að reglusömum karli eða konu með sölumannshæfileika, og aðlaðandi fram- komu. Viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða og geta hafið störf mjög fljótlega. Góð laun í boði fyrir góðan sölumann. Heils- dagsstarf kemur jafnvel til greina. Vinsamlegast sækið um á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar Laugavegi 178. abendi . RÁÐGJÖF 0G RÁÐNINGAR | LAUGAVEGI l/8 • 105 REVKJAVÍK • SÍMI 689099 • FAX 689096 Lögmaður óskast í hlutastarf á lögmanns- og fasteigna- sölu í miðborginni. Getur starfað sjálfstætt að hluta til. Öll aðstaða fyrir hendi. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 20. mars merktar: „R - 8272". Forritarar / Kerfísfræðingar Vegna aukinna umsvifa innanlands og í útflutningi hugbúnaðar óskum við eftir að ráða framsækna fomtara og eða kerfisfræðinga til starfa. Hjá Hugbúnaði hf. starfa nú 15 tæknimenn á ýmsum sviðum hugbúnaðargerðar og þjónustu bæði innanlands sem utan. Mest er skrifað í C, fynr VAX, RS/6000 og PC. Þar ber hæst: Kerfissetning og rúSgjöf fyrir innlend fyrirtæki og stofrianir. Forritun sérverkefna sem krefjast góðrar þekkingar á tölvusamskiptum, gagnagrunnum, biðlara-miðlara lausnum og vélbúnaði. Samskiptaforritun fyrir skeytadxeifingu og x.25, jafiu innanlands sem erlendis. Verslunarkerfi með þjónustu við verslanir og veitingarstaði sem nú er verið að markaðsetja erlendis. Þjónustu við kerfi sem Hugbúnaður hf. flytur inn dl dæmis. CorelDRAW, Harvard Graphics, AutoCAD, Superbase, o.f.l. Þeir sem telja sig eiga heima í hópnum og hafa reynslu og þekkingu sendi inn skriflegar umsókknir. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum svarað. Umsóknir sendist til Morgunblaðsins merktar. HB -1024 tagbúnaöur REYKJALUNDUR Aðstoðarlæknir Staða aðstoðarlæknis á Reykjalundi - endurhæfingamiðstöð er laus frá 1. apríl nk., eða síðar eftir sam- komulagi. Upplýsingar veitir yfirlæknir, m.a. um hversu starfstími á Reykjalundi nýtist til lækninga- og sérfræðileyfa. „Freelance“ fréttaritari Norræn fréttastofa leitar að „freelance"- fréttaritara, sem getur hafið störf sem fyrst og séð um almenna fréttaöflun frá íslandi. Fréttaritarinn þarf geta talað og skrifað a.m.k. dönsku, norsku eða sænsku, og skilyrði að hann sé búsettur á Reykjavíkursvæðinu. í boði er föst mánaðarleg þóknun, skrifstofa og samskiptabúnaður auk greiðslu á útlögð- um kostnaði. Skrifleg umsókn með starfságripi sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 25. mars nk., merkt: „Fréttir - 9365". Hjúkrunarfræðingar Sjúkra- og dvalarheimilið Hornbrekka, Ólafs- firði, óskar eftir hjúkrunarfræðingi til starfa frá og með 1. júní 1993. Upplýsingar um starfið og starfskjör veitir forstöðumaður, Kristján Jónsson, í síma 96-62482. Skriflegar umsóknir sendist fyrir 28. mars nk. Snyrtifræðingur - sölustarf Óskum eftir að ráða snyrtifræðing til sölu- og stjórnunarstarfa. Æskilegt er að viðkom- andi eigi auðvelt með að umgangast fólk og geti starfað sjálfstætt. Starfið er í mótun og mun viðkomandi taka þátt í mótun þess. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi gott vald á ensku og einu Norðurlandamáli. Um er að ræða hálfsdagsstarf í byrjun. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, leggist inn á auglýsingadeild Mbl., merktar: „R - 8265", fyrir 25. mars. Prjónamaður óskast Prjónamaður óskast til starfa á prjónastofu á landsbyggðinni. Skilyrði er að kunnátta sé fyrir hendi í munsturgerð fyrir Stoll prjónavél- ar, þ.e. Anv - Anvh - Cnca. Aðstoðað verður við útvegun húsnæðis. Öllum umsóknum verður svarað. Áhugasamir leggi nafn, símanúmer og aðrar upplýsingar inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 25. mars nk., merktar: „P - 3498". I Hjúkrunarfræðingar Deildarstjóri óskast í fullt starf frá 1. maí nk. eða eftir nánara samkomulagi. Hjúkrunarfræðing vantar til sumarafleysinga. Upplýsingargefur hjúkrunarforstjóri í síma 26222. Hjúkrunarfræðingar sumarafleysingar - fastráðning Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga til sumar- afleysinga og í föst störf á sjúkradeild. Sjúkradeild er blönduð 22ja rúma deild sem skiptist í 2 einingar. Vinnuaðstaða er góð, umhverfi hlýlegt og starfsandi góður. Hafið samband og fáið upplýsingar um launa- kjör og hlunnindi hjá Ernu Björnsdóttur, hjúkrunarforstjóra, í síma 92-14000 eða heima í síma 92-12789. ■ w.ugwmuiuoiuiiiuii ncjrivjavmui UUI Ijdl Síðumula 39, 108 Reykjavik, sími 678500, fax 68627 Stuðningsfjölskyldur óskast! Hefur þú áhuga á mannlegum samskiptum? Við óskum eftir samvinnu við fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu, sem geta tekið börn í helgarvistun t.d. eina helgi í mánuði eða eft-i ir nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar gefur Rúnar Halldórs- son, forstöðumaður vistunarsviðs, í síma 67 85 00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.