Morgunblaðið - 14.03.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.03.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR SUNNUDAGUR 14. MARZ 1993 Ágúst Sigurðsson forstjóri - Minning Þegar minn elskulegi frændi Ág- úst Sigurðsson hringdi til að segja mér frá væntanlegri skurðaðgerð þá datt mér síst af öllu í hug að þetta væri okkar síðasta samtal. Síðan ég man fyrst eftir mér var hann eins konar „stóri bróðir“ í Stykkishólmi ásamt Helga Eiríks- syni frænda okkar. Þótt ég hafi verið svo lánsöm að dveljast á mörgum fallegum stöðum í æsku, þá var hvergi yndislegra en' heima hjá Ágústi og foreldrum hans, Ingibjörgu móðursystur minni og Sigurði Ágústssyni. Á þeim árum er ég var gift á Spáni heimsótti hann mig næstum árlega ásamt fjöl- skyldu sinni. Og við höfðum ákveðið að hittast í Bareelona í sumar. Ég þakka Guði fyrir að hafa átt Ágúst í fjölskyldunni. Hann var frændrækinn og ánægjulegur. Rak- el, Ingibjörgu, Sigurði, Selmu og Ragnhildi votta ég dýpstu samúð. Helga Guðmundsdóttir. Það var merkilegt og dýrmætt að kynnast Ágústi Sigurðssyni, þessum athafnamanni og dreng. Sjaldan hef ég fundið eins mikið fyrir hreinleik ævintýra, eins og þau best verða sögð, með því einu að vera til, lifa þau. Ágúst var ævintýramaður í bestu merkingu þess orðs. Hann virtist kannski sífellt vera að leika sér, en hann var bara þann- ig athafnamaður, opinn fyrir gleði, djúpur í huga, einlægur. Hann var sífellt að finna upp nýjar aðferðir til að láta til sín taka og allir urðu þeir leikir öðrum til góðs, allar heilla- dísir honum velviljaðar, fundu hon- um farveg sem gerðu hann himinlif- andi. Ágúst var gæfumaður í fyöl- skyldulífi, Rakel og bömin tilheyrðu Blömastofa Friöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sfmi 31099 lífi hans og starfí, leik hans og gleði. Þegar ég hitti þau, tók það mig alltaf dálítinn tíma að jafna mig, samlagast aftur gráum hversdags- leikanum, eftir að hafa fengið ögn að kíkja með augum þeirra á veröld gleðinnar og góðmennskunnar. Það fylgdi þeim báðum. Við Sigrún þökkum yndislegar minningar. Jónas Jónasson. Ágúst Sigurðsson fæddist 18. júlí 1934. Hann var kjörsonur hjónanna Sigurðar Ágústssonar alþing- ismanns og Ingibjargar Helgadóttur. Ágúst ólst upp með foreldrum sínum í Stykkishólmi, fór síðan í Verzlunar- skólann og lauk þaðan prófí árið 1955. Hann stundaði nám erlendis, en settist síðan að í Stykkishómi og aðstoðaði föður sinn við rekstur fyr- irtækis hans. Hann tók síðan við rekstrinum árið 1968 og stýrði fyrir- tækinu Sigurður Ágústsson hf. til dauðadags. Þannig er í stuttu máli hin ytri ævisaga Ágústs Sigurðsson- ar, en þá er flest ósagt. Ágúsf ólst upp við mikið ástríki á heimili sæmdarhjónanna Sigurðar og Ingibjargar. Faðir hans stundaði umsvifamikinn atvinnurekstur. Hann hafði keypt Verslun Tang og Riis árið 1932 og rak ennfemur út- gerð og fiskvinnslu. Jafnframt sat hann á Alþingi um 18 ára skeið. Heimilið var því í þjóðbraut, þar kom alþýðufólk og tignir gestir og þar voru þjóðmál reifuð og rædd. Ingi- björg stýrði heimilinu af einstæðri fágun og myndarskap. Ágúst bar alla tíð merki uppruna síns með fal- legri framkomu og virðingu fyrir hefðum og gömlum verðmætum. Þáttaskil urðu f lífí Ágústs árið 1960. Á Úlfljótsvatni í Grafningi eru höfuðstöðvar fræðslu og þjálfunar skáta. Þar eru haldin Gilwell-nám- skeið á hveiju hausti. Haustið 1960 kynntust þau þar, Ágúst og Rakel Olsen, sem ættuð er frá Keflavík. Síðan er saga þeirra samtvinnuð, þar sem annað var nefnt var átt við bæði. Ágúst var mjög virkur skáti á þessum árum. Listfengi hans naut sín á Úlfljótsvatni, þar sem hann teiknaði og málaði fyrir Gilwell-skól: ann á frumbýlingsárum hans. í Stykkishólmi stofnaði hann skátafé- lagið Væringja. Búðir Væringja á landsmóti skáta á Þingvöllum árið 1962 vöktu mikla athygli fyrir myndarskap og glæsibrag og fremstur í flokki var Agúst með tam- inn hrafn á öxlinni. Ágúst var náttú- rubam og lagni hans við dýr var einstök, eins og dæmið um hrafninn sýnir. Síðar átti tíkin Lady eftir að fylgja honum hvert fótspor og að henni genginni Tófa, sem var honum fastur förunautur síðustu fímm árin. Kynni okkar Halldórs við þau Rakel og Ágúst má rekja til þessara ára. Við vorum ung og áhyggjulaus, t Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÚNAR JÓNSDÓTTUR, ÁlfheimUm 26. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 4B á Borgarspítalanum. Ingvar Ágústsson, Bergþóra Ögmundsdóttir, Gunnar Jón Agústsson, Signý Þorsteinsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KLÖRU KARLSDÓTTUR, Birkivöllum 13, Selfossi. Sérstakar þakkir færum vð starfsfólki deildar A-7 á Borgarspítalan- um fyrir einstaka umönnun og mannlega hlýju. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. lífið blasti við og það var mikið hleg- ið. Árið 1963 var örlagaár í lífí beggja. Heimili voru stofnuð og fyrstu börnin fæddust. Ágúst og Rakel gengu í hjónaband 9. febrúar 1963 og settust að í húsi foreldra hans, hinu fornfræga Clausens-húsi við Skólastíg í Stykkishólmi. Þetta fyrsta heimili þeirra var einstaklega hlýlegt, smekklegt og glæsilegt, þótt húsrýmið væri lítið. Þau hjón voru samhent um það sem annað. Fyrstu árin ráku þau kvikmyndahúsið í Stykkishómj og veitingastofuna Te- húsið, sem Ágúst hafði opnað og var nýlunda í bænum. Skátafélagið ráku þau ennfremur af krafti. En fljótlega urðu þau að axla meiri ábyrgð. Sig- urður faðir Ágústs var langdvölum fjarri heimili sínu og fyrirtæki vegna setu sinnar á Alþingi auk þess sem heilsu hans hnignaði. Ungu hjónin tóku alfarið við rekstrinum, seldu verslunina og endurskipulögðu físk- verkunina. Síðar uxu í höndum þeirra útgerð og fiskvinnsla sem eiga óvíða sinn líka á landinu, ekki síst vinnslan á hörpuskelfíski. Jafnframt hafa þau rekið fískverkun á Rifí og á síðasta ári var Ágúst vakinn og sofínn yfir uppsetningu á nýrri og fullkominni rækjuvinnslu í fískverk- unarhúsi þeirra í Stykkishólmi. Saga atvinnurekstrarins verður ekki rakin hér frekar, en árangur þrotlausrar vinnu þeirra hjóna beggja í aldar- fjórðung er öllum ljós sem til þekkja í Stykkishólmi. Lengi var vík á milli vina, en árið 1974 varð sú breyting á að Halldór S. Magnússon, eiginmaður minn, réð sig til starfa í Stykkishólmi og árið 1975 fluttum við heimili okkar þang- að. Ágúst og Rakel reyndust okkur sannir vinir frá fyrstu stund er þau fluttu fyrir okkur hið viðkvæmasta úr búslóðinni, blómin, og tóku síðan á móti okkur með brauði og heitu kaffi er við komum vestur eftir strangan dag. Á þessum árum áttum við marga yndislega samverustund. Börnin voru nú öll komin í hreiðrin, en enn lítil. Við fórum oft saman út í sveit að leika við þau í snjónum eða að tína krækling sem síðan var soðinn og etinn úr skelinni. Oftlega ræddum við þá ferðina sem við ætl- uðum að fara saman um Miðjarðar- hafíð á Svaninum, fiskibáti, sem átti að gera upp. Örlög Svansins urðu önnur og ferðin var aldrei far- in, en umræðumar og ráðagerðimar voru óumræðilega skemmtilegar. Enn er að minnast siglinga um Breiðafjörðinn, gönguferða upp með Bakká í miðnætursól, morgunstund- ar við veiði í Haffjarðará og svo mætti lengi telja. Á slíkum stundum nutum við næmi Ágústs á náttúmna og þekkingar hans á bemskustöðv- unum við Breiðafjörðinn. Þetta vom góð ár mikillar vináttu og ekki spillti fyrir að á milli þeirra Ágústs og Halldórs ríkti frændsemi. Ingibjörg Helgadóttir, móðir Ágústs, og Jón Bjömsson, fósturfaðir Halldórs, vom systkinaböm og bjuggu nú í nábýli á efri árum sínum. Hentu þeir Ág- úst og Halldór oft gaman að þessari skáfrændsemi, en henni fylgdi mik- ill og góður frændgarður, Karls- skálafólkið frá Reyðarfirði. Fyrirtækið óx og dafnaði, þótt inn á milli kæmu þrengingatímabil eins og verða vill í slíkum rekstri. Bömin stækkuðu líka og að því kom að of þröngt var orðið um fjölskylduna á Skólastígnum og þau byggðu sér hús í flæðarmálinu inni í tanga. Þar réðu ferðinni hugvit, smekkur og listfengi svo sjaldgæft er. Þangað var yndis- legt að koma eins og á Skólastíginn fyrmrn. Gestrisni þeirra hjóna var einstök og allt var gert með glæsi- brag en jafnframt af sérstakri um- hyggju og ræktarsemi við hinn stóra MUNIÐ! Minningarkort Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna Seld í Garösapóteki, sími 680990. Upplýsingar einnig veittar í síma 676020. hóp frændfólks og vina sem þau hjón áttu. Smám saman myndaðist hópur nokkurra hjóna sem tengdust vin- áttuböndum. Flest okkar voru að- flutt í Stykkishólmi og hópurinn hélt því saman á tyllidögum svo sem um áramót og á hátíðum og fór saman í ferðalög. Þótt sum okkar hafí flutt aftur burtú hefur tryggðin haldist og mót hafa verið skipulögð með reglulegu millibili. Minnisstæð- ur verður ætíð dagurinn sem hópur- inn átti saman nú á aðventunni. Lengi hafði verið áformað að borða saman af jólahlaðborði, en þegar standa átti upp frá borðum gátum við ekki skilið við svo búið.- Við þræddum listmunasýningar lengi dags og snæddum síðan saman kvöldverð á litlu veitingahúsi í mið- bænum, sér í herbergi, þar sem var spjallað og sungið fram undir lág- nætti. Slíkar minningar eru dýrmæt- ar þegar skarð hefur verið höggvið í hópinn með svo snöggum hætti. Ágúst var maður sérstakrar gerð- ar. Hann var hugmyndaríkur og list- fengur og þessir hæfileikar hans nutu sín í ríkum mæli í starfí hans við að móta stefnu fyrirtækisins. Einkum þó vegna þess að Rakel kona hans skildi hvers virði þeir voru. Hann var hrifnæmur hug- sjónamaður. Bræðralagshugsjón skátahreyfingarinnar var honum heilög. Eftir að hann hætti reglulegu skátastarfí leitaði hann svipaðra hugmynda annars staðar. Hann nefndi oft að hann liti á Rótarý- starfið sem framhald af skátastarf- inu. Fjórpróf Rótarýmanna: Er það satt? Er það rétt? Eflir það velvild og vinarhug? Er það öllum til góðs sem hlut eiga að máli? féll vel að skátahugsjón hans. Sama átti við um starf hans í Frímúrarareglunni. Þar fann hann starfsvettvang, sem höfðaði mikið til hans. Hann var í forystu fyrir stofnun frímúrarastúku í Stykkishólmi og leiðtogi hennar síðustu árin. Hann var óþreytandi að vinna henni allt það gagn er hann mátti fram til hinstu stundar. Hafa frímúrarabræðumir í Stykkishólmi misst mikils við fráfall Ágústs. Hann var einnig mikill fjölskyldu- maður. Sérstök var nærgætni hans við foreldra sína, sem bæði náðu háum aldri og þurftu við umhyggju og umönnunar sem þau nutu í ríkum mæli á heimili sínu til hinstu stund- ar. Sigurður lést árið 1976, 79 ára að aldri, en Ingibjörg árið 1987, tæplega 86 ára. Ágúst og Rakel eignuðust fjögur böm. Þau em Ingi- björg Helga, f. 1963, Sigurður, f. 1965, Ingigerður Selma, f. 1971, og Ragnhildur Þóra, f. 1976. Yngri dætumar tvær em enn við nám, en þau Ingibjörg og Sigurður starfa í Reykjavík. Sambýliskona Sigurðar er Ragnheiður Hanson og dóttir þeirra Ragnheiður Rakel Dawn, fyrsta bamabam Ágústs og Rakel- ar, fæddist í október á sl. ári. Þegar litið er yfír liðna tíð er sem hinir björtu áhyggjulausu dagar í byijun sjöunda áratugarins séu ný- f ' Blóm Skreytingar Gjafavara Kransar Krossar Kistuskreytingar Opið alla daga frá kl. 9-22 Fákafeni 11 s. 68 91 20 liðnir og framtíðin sé jafnlöng og áður. Hið ótímabæra andlát Ágústs Sigurðssonar vekur þó til vitundar um að svo er ekki. Á milli liggur langt og heilladijúgt ævistarf Ág- ústs, sem hver maður væri meira en fullsæmdur af þótt ævitíminn væri lengri. Enginn bjóst við að svo snöggt yrði klippt á lífsþráðinn hjá honum sem var svo fullur af lífsorku og starfsgleði og átti svo mörgu ólokið. Við vinir hans og allir sem þekktu hann hljótum að harma hann alla daga. En sárastur er missir fjöl- skyldunnar, Rakelar og barnanna. Þá em orð lítils megnug. Við biðjum góðan guð að veita þeim styrk í þeirra miklu sorg. Kristín Bjarnadóttir Ágúst Sigurðsson féll frá nokkuð snögglega, þótt kunnugt væri að hann hefði um nokkur ár verið hald- inn alvarlegum sjúkdómi. Þykir okk- ur, vinum hans, harla þungt höggv- ið, en svo mun ætíð er í hlut eiga æskuvinir og drengir góðir. Öðmvísi er að mæla eftir þá sem kynni voru af í æsku og þau vina- bönd sem þá eru knýtt hafa annan styrk, þau eru jafnsterk þótt stund líði milli samfunda. Því er persónu- legra kynna að minnast sem taka nú til ríflega aldarþriðjungs og ekki bar á skugga. Ég minnist hlýleika Ágústs og glettni við ungan sam- ferðamann og græskulaust gaman við leiðsögn í skátastörfum. Ekki síður er listamaðurinn framarlega í minningunni, viðkvæmur og sterkur í senn, fullur ríkrar tilfínningar fyrir fegurð náttúmnnar og formi smíðis- gripa. Hann naut þeirrar náðargáfu jafnt þegar var fagur minjagripur í tilefni námskeiða í skátafræðum að Úlfljótsvatni og hannaður vinnustað- ur fyrir fiskverkun í Stykkishólmi. Framsýni og listræn hugkvæmni réðu ferðinni í flóknu starfí þar sem oft næddi um stjórnendur, en öll stjómsemi var íklædd háttvísi og glaðværð hins gagnmenntaða manns. Er ekki örgrannt um að samferða- menn hafí ekki alltaf áttað sig á því að hveiju var stefnt, fyrr en allt var um garð gengið og baráttan til lykta leidd. Undmðust margir að svo snyrtilega mætti búa að fiskverkun að líktist fremur veislu- en vinnslu- sölum og fullkominni tækni beitt til hagræðis við störf. Ágúst Sigurðsson var gæfumað- ur, hann naut góðrar heimafylgju úr foreldrahúsum, var farsæll í störf- um sínum og átti samhenta fjöl- skyldu. Hann eignaðist í eftirlifandi eiginkonu sinni, Rakel Olsen, traust- an samheija í öllum greinum. Nutu þau samstarfsins í dagsins önn og áttu sameiginleg áhugamál. Mark- mið skátahreyfíngarinnar var þeim hugsjón og þau nutu þess að leggja ungu fólki lið með leiðbeinendastörf- um á Gilwell-námskeiðum fyrir skátaforingjua að Úlfljótsvatni. Ág- úst Sigurðsson hafði ungur gerst skáti og var í nokkur sumur á Skáta- skólanum á Úlfljótsvatni. Í Stykkis- hólmi gerðist hann félagsforingi og leiðtogi Skátafélagsins Væringja um árabil. Hann skildi vel uppeldislegt gildi skátastarfsins og naut útilífsins til hlítar. Leiftrandi af áhuga, fullur hvatningar og ævinlega með spónnýjar hugmyndir í pokahorninu. „Hann þekkti vel reykjarilminn í rökkrinu, snarkið í eldinum og kunni skil á hljómfalli næturinnar." Um leið og ég þakka samfylgdina er mér ljúft að flytja þakkir þeirra ófáu sem sótt hafa Gilwell-námskeið að Úlfljótsvatni og okkar allra sem nutum þess að hafa verið þar í hópi samstarfsmanna Ágústs Sigurðs- sonar. Við vottum Rakel Olsen og börnum þeirra hjóna einlæga samúð okkar og biðjum þeim guðs blessup- ar. Við skynjum vel þeirra mikla missi, því að nú er skarð fyrir skildi. Ólafur Ásgeirsson. Mannfólkið er oft óviðbúið þegar dauðinn kveður dyra. Hinn 8. mars sl. vissum við að Ágúst Sigurðsson átti í harðri baráttu fyrir lífi sínu, en von blundaði hjá okkur, sem og allri fjölskyldu hans og vinum. Ágúst hafði látið þau orð falla að í sumar er hann væri búinn að ná sér eftir veikindin ætlaði hann í langa siglingu á henni Buslu sinni,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.