Morgunblaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 13
oí'4 - r,TTCH riTíT'j'í 7 t <n t rrr*~r'r>fY3 in t líTVTf’TWíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1993 KAITIBRI NX’SI A AKURI-YRAR 1II Fyrirlestur um mannfræði FRANQOIS Terrasson, sérfræð- ingnr við Franska náttúrusögn- safnið í París, flytur í dag, föstu- daginn 17. septeraber, fyrirlestur sem nefnist Óttinn við náttúruna. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku í stofu 101 í Odda og hefst kl. 17.15. FranQois Terrasson er vistfræðing- ur að mennt. Hann hefur auk þess lagt stund á ýmis mannleg fræði og sérhæft sig í rannsóknum á tjáskipt- um fólks og hegðun andspænis nátt- úrunni. Fyrirlestur Terrrassons er fluttur í tengslum við málþing sem Rann- sóknastofnun í siðfræði gengst fyrir um þessa helgi. Margrét Jónsdóttir Myndlist Eiríkur Þorláksson í sýningarsölum Norræna húss- ins í Vatnsmýrinni fer senn að ljúka sýningu Margrétar Jónsdótt- ur myndlistarkonu, en þessi sýning virðist á ýmsan hátt merkilegur punktur á ferli listakonunnar. Margrét hefur verið afar dugleg við sýningarhald undanfarið. Þetta mun vera fjórða einkasýning henn- ar á nokkrum árum, og önnur slík á þessu ári; þegar haft er í huga að Margrét vinnur fyrst og fremst í afar stórum myndflötum, er ljóst að hún hefur haldið sig vel að verki. í látlausri sýningarskrá setur listakonan fram nokkrar hugleið- ingar um verk sín, og hvaðan þau koma: „Uppspretta lífs sprettur úr tóminu, iðandi. Frumþörf alls lífs, vatn, orka, streymir í gegn. Fijósemi. Fullur pottur af tilfinn- ingum, eins og hvirfílbylur, er enginn mannlegur máttur ræður við.“ Við skoðun sýningarinnar kemur fljótlega í ljós að þessar vangaveltur og efni verkanna mynda í raun eina heild, þar sem orðin enduróma í myndfletinum. Uppsetning sýningarinnar er um margt sérstök. Margrét sýnir hér ellefu stór olíumálverk (flest meira en 2x3 metrar) og fimmtán minni verk, sem eru unnin með aquarelle á handgerðan pappír; stóru verkin eru fest beint á vegg- ina, en ekki á blindramma, svo að tilfinningin fyrir sköpun mynd- anna verður afar sterk hjá áhorf- andanum. Lýsingin er höfð tak- mörkuð, sem eykur enn á dulúð hinna dimmu myndflata. Smærri verkin á sýningunni bera öll heitið „Landvættir", og eru fjölþættari flokkur mynda sem listakonan sýndi að nokkru á sýn- ingu í FÍM-salnum fyrr á þessu ári. í þessum verkum rís landið upp og myndgerist í annarlegum formum, þar sem augu leita teng- ingar við umhverfið; þessi form má finna í náttúrunni allt í kring- um okkur, og í myndunum má oft sjá tilvísanir í ójafnvægi, sem ein- kennir samskipti manns og lands. Olíumálverkin skiptast í nokkr- ar myndraðir, sem þó er dreift um salina, þannig að heildin kemur aðeins í ljós þegar allt hefur verið skoðað. Listunnendur hafa áður séð verk sem Margrét nefnir „Heil- agur andi“, og hér bætir hún við þá myndröð; fleiri myndir tengjast trúarlegu ákalli, ef svo má segja, og má þar nefna „Brauðið dýra“ (nr. 6), þar sem fulltrúar góðs og ills takast á í fletinum, og „í djúp- inu“ (nr. 17 og 18), þar sem var- færnisleg friðardúfan veit tæpast af þeim skuggum, sem fylgja henni úr dökkum undirdjúpunum. Sterkasta myndröð Margrétar að þessu sinni er án efa „Lífsvatn- ið“, þar sem listakonan hefur tek- ið upp nokkuð aðra litameðferð og vinnslu í fletinum. Lífið sprett- ur fram úr grænum gróðrinum, ýmist í mörgum, litlum lænum (sbr. nr. 1), eða fossar fram af þeim krafti, sem einkennir full- burða fæðingu (sbr. nr. 19). Hér er um að ræða mögnuð myndsvið, sem lýsingin á einnig hlut í að efla. Hinn dökki, einliti bakgrunnur sem hefur einkennt stór verk lista- X HARDVIDARVAL HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 konunnar um langt skeið hefur hér vikið fyrir markvissri vinnslu litarins, sem skilar góðum verkum, sem tengjast afar persónulegri myndsýn, því eins og listakonan orðar það sjálf í sýningarskrá; „Eftir allan þennan tíma, er enn verið að beijast við tilfinningar. Tilfinningar, tilfinningar, tilfinn- ingar, tilfinningar. Og þær krauma enn og bulla.“ Sýningu Margrétar Jónsdóttur í sýningarsölum Norræna hússins lýkur sunnudaginn 19. september, og eru listunnendur hvattir til að líta við. Margrét Jónsdóttir Metsölubku) á tmrjum degi! Raudur Rúbín I júííeng gæöablanda með fersku, hressandi og fylltu bragði | í#íí» Al) ’ W '...... • ri Svartur Rúbín Eðalkaffi úr völdum gæðabaunum með einstakri bragðfyllingu og Ijúfum eftirkeimi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.