Morgunblaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1993 29 I í ( ( < < < < < < eignaðist Dúddi hross af þessu skjótta kyni. Eitt þeirra var mest- megnis hvítt á annarri hliðinni en rautt á hinni. Þegar Dúddi reið eitt- hvað norðureftir sveitinni horfði hvíta hliðin á hestinum að bæjum og búandliði. Þegar hann fór til baka sneri rauða hliðin að bæjum.' Þar er líklegt að fólk hafi haldið að hann hafi haft hestakaup í þessari ferð. Riðið brott á gráum og komið aftur á rauðum. Þetta hefur þá ver- ið vegna þess að fólk mundi ekki eftir skjótta hestakyninu í Hátúni og á Syðri-Húsabakka. Við Siguijón ræddum aldrei um skáldskap utan einu sinni. Ég hef löngum haft fyrir sið að kanna land- fræðilegan vettvang sögusviða. Og í eitt skipti bað ég Siguijón að fara með mér á hestum nokkurn spöl þessara erinda. Það stóð nú ekki á honum að verða við þessari bón. Mig minnir að hann hafi þá verið að liðka til skjóttan hest fyrir séra Gunnar í Glaumbæ. Nú gerist ekk- ert nema við ljúkum ferðinni og síð- an lýk ég bókinni í fyllingu tímans og sendi eintak til míns ágæta fylgd- armanns skömmu fyrir jól. Það voru snjóalög og hríðarveður á Norður- landi um þetta leyti. Einn morgun var ég fyrir skömmu kominn í skrif- stofu mín, þegar síminn hringdi. Það var þá enginn annar en Siguijón í símanum. Sagðist hann hafa fengið bókina kvöldið áður og lesið hana um nóttina. Þarna um morguninn hefði hann síðan gengið suður í Varmahlíð til að hringja í mig. Ég bjóst við hinu versta. Ja, ég vildi ekki segja það í sveitasímann, sem ég þarf að segja við þig, sagði hann. Gastu ekki skrifað mér heldur en fara að ganga þetta í snjónum og hríðinni. Nei, mér lá að að tala við þig, sagði hann. Og mér fannst stöð- ugt syrta í álinn. Síðan ræddi hann nokkuð enfi bókarinnar, einkum það sem hann taidi sig kannast við. Og svo sagði hann, hátt og snjallt í sím- ann: Mér finnst bókin góð. Og með það var hann farinn. Við vorum ekkert, sagði hann liggjandi í rúmi sínu í sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. En við höfum báðir spjarað okkur. Svo brosti hann og tók upp viskýfleyg og bauð mér, eins og við værum staddir undir vegg við Stafnsrétt. Ég saup dug- lega á fleygnum, enda hafði mér ekki áður verið boðið að súpa á fleyg í sjúkrahúsi. Hann kvaðst mega hafa þetta hjá sér. Hann sagðist ekki spyija neinn. Og mér skildist að snúningapilturinn frá Hátúni væri kominn það nærri leiðarlokum, að enginn dirfðist að segja honum fyrir verkum, ekki einu sinni: Og flýttu þér nú. Svo leið nokkur stund við upprifjanir, sem voru okkur báð- um kærar. Það er svo með tvo ein- staklinga, sem þekkjast vel og þekkja vel hvor til annars, að enginn getur endurtekið upprifjanir þeirra. Við vorum að kveðjast og vissum það báðir. Han bauð mér aftur úr fleygnum, eins og til að bæta fyrir að þetta yrði ekki lengra. Ég sneri aftur út í kalda norðanáttina. Siguijón Jónsson verður mér ógleymanlegur maður. Hann átti marga samferðamenn næstum öld- ina á enda, sem eins og hann, sköp- uðu Ut og líf í kringum sig með fjör- legum tilþrifum og mikilli mann- elsku, sem í raun gekk út yfir allt líf sem nærri þeim kom. Syðra- Skörðugil heldur áfram að vera merkisteinn, sem ókunnugum er vísað til ofan af Vatnsskarði. Fleiri slíkir staðir eru í Skagafirði, þótt höfðingjar þeirra séu löngu liðnir. Skagfirðingar eiga að gera meira af því að minna á það, sem merki- legt er í sögu þeirra. Það yrði mjög í anda þess mikla félagshyggju- manns, sem Siguijón var. Nú fæ ég hann t.d. ekki lengur til liðs við uppbyggingu Vallnalaugar, þar sem þjóðveldið þvoði sár sín. En menn verða að kunna að taka töpum sín- um. Mestu hafa þó tapað við frá- fall þessa snilldarmanns, kona hans og börnin fjögur. Það verður seint bætt. Ég votta þeim samúð mína. Indriði G. Þorsteinsson. Fleirí minmngargreinar um Sigurjón Jónasson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu dnga. Jörundur Pálsson arkitekt - Minning Fæddur 20. desember 1913 Dáinn 6. september 1993 Minning um góðan vin getur aldr- ei orðið hlutlaus, en þó þykist ég geta sagt með sanni, að Jörundur Pálsson, arkitekt og listamaður, var fágætur ágætismaður og bar margt til. Hann fékk í vöggugjöf listræna hæfileika, sem hann bar gæfu til að rækta á langri starfsævi. Auðvitað eru það forréttindi að hljóta slíka gjöf en einnig skyidur sem lagðar eru á herðar þess sem hlýtur. Að loknu stúdentsprófí tók hann óhefðbundna stefnu og fór til náms í auglýsingateikningu í Kaup- mannahöfn, og lauk þar prófi á irem árum. Hann var því einn af ’rumheijum þeirrar starfsgreinar á [slandi og stundaði hana í nokkur ár. En þegar færi gafst eftir styij- aldarlok fór hann enn í víking og nú til náms í arkitektúr og lauk enn prófi. Eftir það var húsagerðarlist ævistarf hans. Einnig var hann kunnur myndlistarmaður og hélt nokkrar málverkasýningar. Hann var hrifnæmur fyrir fögrum söng og klassískri tónlist og komst í sjö- unda himin yfir góðri myndlist hver sem í hlut átti öfundarlaust og af einlægni. Hann var mikill náttúru- unnandi, glöggur skoðandi sem hreifst ekki síður af hinu smágerða en því sem blasti við allra augum. Ég heyri tungutak Jörundar í þessu kvæði eftir Carl Sandburg sem Magnús Ásgeirsson sneri á íslensku: Gult fijóduft á glampandi bývæng, grátt ljós í furðuaugum fagurrar konu, rauðar rústir í litbrigðum lækkandi sólar. Hann var þessi notalega mann- gerð, sem upp úr þurru gat boðið til veislu, brugðið á sig svuntu og töfrað fram dýrðlegan mat og vín við hæfi, með undirleik yndislegrar tónlistar - allt innan marka hófs og háttprýði. Auðvitað var líf hans ekki eilífur dans á rósum frekar en okkar hinna. En hann vissi að þó gleðin sé stund- leg er hún nesti ef í nauðir rekur. Hann hlúði að henni í hjarta sínu og gat ornað sér við minningar um sæludaga á bökkum Laxár í Aðal- dal, en þar stóð hann sælastur manna sumar hvert um áratuga skeið. Hann var líka sagnasjór og sög- umar oftast kímnar og góðviljaðar sem vöktu hlátra en meiddu ei neinn. Og nú haustar að og að þessu sinni með mildi og blíðu, en vekur engu að síður trega í sál manns. Ég minnist þess að allir þeir góðu drengir íslenskir, sem voru skólafé- lagar mínir í Kaupmannahöfn á ár- unum fyrir stríð, hafa nú lokið göngu sinni og minningunni fylgir sár söknuður og djúpt þakklæti fyr- ir samfylgdina. Skáldið Carl Sandburg lýkur kvæðinu hér að framan svo: - svo safna eg og hleð ykkur minningar mínar. Er Dauðinn kemur hann klærnar skal bijóta á einhverju, sem eg held eftir. Og satt er það, að nú, að Jörundi Pálssyni gengnum, höldum við vinir hans eftir fullu fangi af minningum um góðan dreng. Atli Már. Undir skólans menntamerki mætast vinir enn í dag. Sýnum öll í vilja og verki vöxt og trú og bræðralag. (Davíð Stefánsson.) Fyrir rúmum 58 árum, nánar til- tekið í júnímánuði 1935, útskrifuð- ust 22 stúdentar frá Menntaskólan- um á Akureyri. Þeir settu upp hvítu húfurnar. Veður var svalt en bjart. Þeir kvöddu sína ágætu kennara, skólameistara og hans prýðilegu frú. Þökkuðu kynnin, kennsluna, góðar ábendingar og heilræði svo og það einstaka menningarlega og félagslega umhverfí, er þarna hafði ríkt, sem þeir og höfðu átt þátt í af veikum mætti. Skólahúsið sem slíkt var þeim innilega kært og átti sína sérstöku þökk skilda. Svo var ferð fram haldið á nýjum vettvangi, að meira námi, að nýjum störfum og nýjum baráttumálum. Óskin um að rækja af fremd fornar dáðir og að láta fagra drauma ræt- ast bjó þeim í bijósti og að sýna það í nokkru að afl og anda ættu þeir sem dvalið hefðu innan veggja MA. Stúdentarnir voru að þessu sinni 22 að tölu. Þar af ein stúlka. Nú skildu þeirra vegir. Krossgötur voru margar og lágu til allra átta. Lífs- mátinn var mismunandi. Lífsbarátt- an sömuleiðis. Og nú í dag er gata meiri hluta þessa hóps gengin hér á enda. Sól til viðar sígin. Hinir, sem eftir eru, stytta sporin. Hærur krýna höfuð, ef um hár er að ræða, og fyrr en varir kemur og þeirra kveðjustund. Sá bleiki bíður í varpa og/eða Karon ferjumaður leggur árar útbyrðis. Reiðubúinn að hefja róður yfir ána Styx yfir til stranda nýrra ókunnra landa. Þeir vita hvað til síns friðar heyrir og þeim er í raun ekkert að vanbúnaði. Flestir orðnir hvíldinni fegnir, þá er kallið kemur frá þeirra líkaböng. Hópurinn frá 1935 hefur staðið sig vonum framar. Sumir hveijir gegnt hæstu stöðum í okkar þjóðfé- lagi með prýði. Öll unnið drottins veröld sitthvað til þarfa, þá eftir er spurt um sólarlag. Öll hafa þau haft til síns ágætis nokkuð. Hinn 6. september sl. kvaddi enn einn úr hópnum, Jörundur Pálsson arkitekt. Hann var sonur merkis- hjónanna Páls Bergssonar og Svan- hildar Jörundsdóttur, löngum kennd við Syðstabæ í Hrísey. Þau hjónin áttu fjölda barna. Öll hin gervileg- ustu og vel af guði gerð. Mörg þeirra þjóðkunn. Mikið lista- og manndómsfólk. Flest þegar gengin á vit feðra sinna og nú hefur Jör- undur bæst í þann flokk. En niðj- arnir teknir við merkinu. Halda því á loft og sögunni fram. Jörundur var hinn mesti myndar- maður að vallarsýn. Lundprúður og viðmótshlýr. Hann var umsjónar- maður síns bekkjar tvö síðustu árin í skólanum og fór vel með vald sitt. Listrænn prýðilega og því liðtækur mjög við undirbúning skólahátíða. Hann Var drengur góður í hvívetna. Hann var arkitekt að menntun. Vann hjá Húsameistara ríkisins um fjölda ára. Rak og eigin teiknistofu um skeið. Kirkjur byggðar eftir teikningum Jörundar munu halda nafni hans lengi á lofti. „Því aldur deyðir engan mann, sem á það verk, er lifir.“ (E.B.) Frá árinu 1982 sinnti hann nær einvörðungu málaralist. Þar átti fjallið Esja góðan að. Hún greip hug hans allan. Myndir hans af Esjunni frá ýmsum sjónarhornum voru margar mjög athyglisverðar og fal- legar. Hann hélt og myndasýningar henni einni tileinkaðri. Jörundur var hamingjusamlega kvæntur hinni ágætustu konu, Guð- rúnu Stefánsdóttur. Dugleg og nærfærin eiginkona og honum ómetanlegur styrkur og stoð í blíðu og stríðu. Þau eignuðust tvö mann- vænleg börn, Stefán og Guðrúnu. Það var venja stúdentanna frá 1935 að koma saman einstöku sinn- um. Stundum lá þá leiðin til Akur- eyrar til að minnast meiri háttar stúdentsafmælis þar. En einkum var heimili Jörundar og Guðrúnar tilvalinn mætingastaður. Þar var hátt til lofts og vítt til veggja. Húsráðendur þar frábærir. Gestum fagnandi með opnum örmum og umvafðir hlýju og vinsemd. Þar var gott að mætast. Rifja upp minning- ar frá MA. Syngja stúdentasöngva og skiptast á gamanyrðum. Slíkar stundir gáfu lífinu nýjan lit og fögn- uð. Fyrir hin góðu kynni, sem ekki gleymast, þökkum við samstúdent- ar frá MA 1935 þeim Jörundi og Guðrúnu af einlægum hlýjum huga og þau munu lifa í minningu okkar meðan enn er dagur. Nú er orðið einum færra en fyrr í þessum stúdentahópi. Brátt fara hinir einn af öðrum þessa sömu leið óumflýjanlega. Skyndilega lýk- ur göngunni hér. Allur hópurinn og makar hans eiga innan tíðar bústað á öðrum sviðum. Væntanlega í nokkru nágrenni. Þar kann að gef- ast tóm til að hvílast á grænum grundum nýrrar tilveru og njóta næðis hjá silfurtærum lindum. Og þar kann að vera tilefni til að syngja fullum hálsi eins og í gamla daga: „Gaudeamus igitur" og „Undir bliku beitum þá bát og strikið tök- um“. Þá verður allt andstreymi og erfiði hérna megin grafar, von- brigðin og órættu draumarnir fögru að baki en gleði endurfundanna rík- ir ein. Mætur maður og listrænn hefur nú horfið okkur af vettvangi dags- ins og við kveðjum hann með sökn- uði. „Drottinn minn gefi dauðum ró og hinum líkn er lifa.“ Góð forsjón styrki og blessi eigin- konu Jörundar, börn þeirra og aðra ástvini á þessari erfiðu skilnaðar- stund. Einn af stúdentum frá MA 1935, Eiríkur Pálsson frá Olduhrygg. Jörundur fæddist á Ólafsfirði en fluttist með foreldrum sínum tveggja ára gamall til Hríseyjar og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri árið 1935 og fór að því loknu til Kaupmannahafnar til náms í auglýsingateiknun við Den tekniske selskabssole. Jafnframt stundaði hann nám í málaralist í undirbún- ingsdeild Listaháskólans í Kaup- mannahöfn. Jörundur lauk prófi í auglýsingateiknun 1938. Hann stundaði auglýsingateiknun í Reykjavík í 15 ár, en fór þá til náms í byggingarlist við Konung- legu akademíuna í Kaupmanna- höfn. Þaðan lauk hann prófi 1959 og starfaði síðan sem arkitekt hjá húsameistara ríkisins. Fyrstu kynni okkar Jörundar voru í sambandi við stangveiði- íþróttina. Þau kynni meðal annars bundu okkur föstum vináttubönd- um og ég er þakklátur fyrir öll þau ár og þær gleðistundir sem við átt- um einir saman eða með góðum félögum. Jörundur var hafsjór af skemmti- legum sögum og atburðum sem hann sagði okkur frá á sinn sér- stæða og skemmtilega hátt. Þar skákaði honum enginn okkar. Jör- undur var jafnlyndur, orðvar og ráðvandur maður og fastur fyrir ef því var að skipta. Oft er skammt milli lífs og dauða. Fráfall Jörundar bar brátt að og fyrirvaralaust og þess vegna er erf- iðara en ella að sætta sig við missi vinar og félaga eftir rúmlega 40 ára félagsskap og vináttu sem aldrei bar skugga á. Ég kveð vin og félaga með sökn- uði og votta eftirlifandi eiginkonu, Guðrúnu Stefánsdóttur, og börnum innilega samúð mína. Jón Kr. Sveinsson. Bílamarkaóurinn Smiðjuvegi46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, sími B71800 ^ OPIÐ SUNIMUDAGA KL. 13 - 18. ATH! ERUM BEINTENGDIR VIÐ BIFR.SK.ÍSL. V/VEÐBANDA O.FL. Vantar nýlega bíla á skrá og á staðinn, ekkert innigjald Toyota 4Runner V-6 '91, rauður, sjálfsk., ek. aðeins 17 þ., upphækkaður o.fl. Sem nýr. V. 2.5 millj., sk. á ód. MMC Pajero bensín ’86, brúnsans, 5 g., ek. 89 þ., Óvenju gott eintak. V. 850 þús. Suzuki Swift GL Sedan ’90, hvítur, 5 g., ek. 44 þ. V. 690 þús., sk. á ód. Chevrolet Camaro RS '91, blár, sjálfsk., (6 cyl), ek. 39 þ. V. 1490 þús., sk. á ód. MMC Galant GLXi 4 x 4 ’91, Ijósbrúnn, 5 g., ek. 23 þ., rafm. í rúðum o.fl. Fallegur bíll. V. 1450 þús. MMC Galant GTi 16v ’89, 5 g., ek. 74 þ., ABS bremsur, álfelgur, sóllúga, rafm. í öllu o.fl. V. 1250 þús. Toyota Corolla XL '88, 3ja dyra, 5 g., ek. 56 þ. V. 550 þús. Chevrolet Blazer Sport 4.3 I ’88, sjálfsk., ek. 98 þ. Góður jeppi. V. 1450 þús. Toyota Corolla Sedan ’91, beinsk., ek. 52 þ. V. 750 þús., sk. á ód. MMC Lancer GLX station '88, rauður, 5 g., ek. 95 þ. Gott eintak. V. 590 þús. Citroen AX 11TRS ’91, blár, 5 g., ek. 19 þ. Sparneytinn bíll. V. 590 þús Toyota Corolla DX '85, 4 g., ek. 90 þ. V. 280 þús. Ford Econoline 350 LXT 7,3 diesel '88, 14 farþega, blár, sjálfsk., ek. 94 þ. V. 1680 þús., sk. á ód. Toyota Corolla Sedan '90, beinsk., ek. 60 þ. V. 680 þús. Cherokee Laredo '86, sjálfsk., ek. 5 þ. á vél. Óvenju gott eintak. V. 1050 þús. Nissan Patrol langur diesel '84, hvítur, 5 g., ek. 180 þ. V. 1 millj., sk. á ód. Isuzu Trooper SE 2.6i ’92, 7 manna, 5 g., ek. 14 þ. Ýmsir aukahl. V. 2.5 millj. Chrysler New Yorker 2,2 turbo, '86, blár, sjálfsk., ek. 180 þ., leðursæti, rafm. í öllu o.fl. Toppeintak. V. 850 þús., sk. á ód. Daihatsu Charade CS '90, hvítur, 4 g., ek. 69 þ. V. 490 þús. stgr. MMC Colt GL '90, rauður, 5 g., ek. 80 þ. V. 630 þús. Suzuki Swift GL ’91, steingrár, 5 g., ek. 29 þ. V. 650 þús. Ford 150 Custom EX Cap 4x4 ’88, rauð- ur, 5 g., ek. 25 þ. mílur á vél. Toppeintak. V. 1590 þús., sk. á ód. Nissan SLX Sedan '93, rauður, sjálfsk., ek. 12 þ., rafm. í rúðum, spoiler o.fl. V. 1180 þús., sk. á ód.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.