Morgunblaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1993 27 Guðrún Fr. Guðmunds dóttír — Minning Fædd 25. júlí 1908 Dáin 8. september 1993 Vetrarstarf kírkj unnar að hefjast Amma Dúna dó á Elliheimilinu Grund eftir stutta sjúkdómslegu miðvikudaginn 8. september. Hún dvaldist síðustu árin sín á Grund og þar leið henni vel Starfsfólk Grundar sýndi henni öll þau ár sem hún dvaldist þar og ekki síst síð- ustu dagana sem hún lifði einstaka ljúfmennsku og umhyggju. Þökk skal þeim. Amma Dúna var nýlega orðin 85 ára þegar hún lést. Hún var fædd í Fljótum í Skagafirði 25. júlí 1908, ein af níu systkinum, dóttir hjónanna Guðrúnar Magn- usdóttur, fædd 1880, og Guð- mundar Jónssonar, fæddur 1877, frá Syðsta-Móa í Fljótum, síðar á Siglufirði. Tvítug hélt hún suður og lærði fatasaum og fékk hun meistarabréf sem kjólameistari og einnig sníðameistari 1946. Alla sína starfsævi vann hún við fata- gerð og féll henni sjaldan verk úr hendi. Amma kynntist afa, Þorsteini Guðbrandssyni, fæddur 1. október 1900, þegar hún var kaupakona á heimili foreldra hans sumarlangt að Skálmholti í Villlingarholts- hreppi. Þau giftu sig í Reykjavik 19. maí 1934 og fluttust á Álafoss ekki löngu síðar þar sem afí gerð- ist ráðsmaður á búi Siguijóns Pét- urssonar. Þau voru stríðsárin á Álafossi og vann amma mikið við sauma fyrir hermennina sem dvöldust þar. Til Reykjavík flutt- ust þau 1945 og stofnuðu Matvæ- lageymsluna með fleiri aðilum og verslunina Hlöðufell við Lang- holtsveg. 1950 eignast þau síðan Pijónastofuna Iðunni sem lengst af var á Nýju-Grund á Seltjarnar- nesi og síðan 1971 að Skeijabraut 1, Seltjarnarnesi. Þau unnu fyrir- tæki sínu mikið og byggðu það upp með mikilli reisn með einka- syni sínum Njáli. Afi Þorsteinn lést í Reykjavík 20. febrúar 1980. Amma og afi eignuðust einn son, Njál, sem er fæddur 27. apríl 1937. Hann er kvæntur Lovísu Margréti Marinósdóttur og eiga þau fjóra syni og níu bamabörn. Elstur er Ólafur Sturla, sem kvæntur var Margréti Gísladóttur og eiga þau tvær dætur, Höllu Sif og Hauði Freyju, þá Þorsteinn, sem kvæntur er Ólöfu Guðrúnu Pétursdóttur og eiga þau fjögur börn, Tómas Davíð, Matthías Guð- mund, Lovísu Margréti og Njál Pétur, þriðji er Marinó Gunnar, sem kvæntur var Guðrúnu Þuru Kristjánsdóttur, og að lokum Helgi, sem kvæntur er Ingibjörgu Söru Benediktsdóttur og eiga jiau þijár dætur, Lovísu Yrpu, Ástu Guðrúnu og Rakel Björtu. Þær voru margar stundirnar og kvöldin sem unnin voru á Pijóna- stofunni og þegar afi og amma voru heimsótt var alltaf verið að starfa eitthvað með þeim og voru þá gjarnan málin rædd, sonarson- unum kennd vinnubrögðin og fengu þeir að sníða, klippa og sauma. Alltaf fann amma tíma til að setjast niður með strákunum, þá var spiluð framsóknarvist eða bara olsen, olsen og spjallað saman um heima og geima. Skömmu eft- ir að afí dó fluttist amma í íbúðir fyrir aldraða á Melabraut á Sel- tjarnarnesi og eignaðist hún þar marga góða vini og undi hag sín- um vel. Þegar hún treysti sér ekki lengur til að búa ein fékk hún pláss á Grund og kunni vel við sig þar. Amma Dúna var lágvaxin og grönn kona, en var afar stolt og gat verið snögg í svörum. Hún átti hægt með að yrkja og kunni mikið af kvæðum og stökum. Hún átti oft við sjúkleika að stríða, en ávallt reis hún upp aftur, átti hún góða að á gömlu 3B á Landspítal- anum. Við munum öll sakna ömmu Dúnu og minnast allra þeirra góðu stunda sem við áttum saman. Við vottum afa Njáli og ömmu Lovísu, sonarsonum og fjölskyldum þeirra og eftirlifandi systkinum Dúnu, þeim Soffíu og Stefáni, samúð okkar. Blessuð sé minning hennar. Þorsteinn, Ólöf og börn. eftír Jón Dalbú Hróbjartsson Um þessar mundir er allt vetrar- starf safnaðanna að hefjast. Hefð- bundið helgihald verður í öllum kirkjum á sunnudögum, en auk þess verður boðið upp á bæna- stundir, kyrrðarstundir í hádegi, tíðasöng, biblíulestra og fræðslu- kvöld á virkum dögum. Þá má einnig nefna foreldramorgna og öflugt starf kvenfélaga og safnað- arfélaga svo og viðamikið öldrun- arstarf og athyglisverða klúbb- starfsemi af ýmsu tagi. Ærin ástæða er til að hvetja fólk til að kynna sér vel starfsemi safnað- anna, því að í öllum kirkjum próf- astsdæmisins er öflugt starf. Sunnudaginn 19. september hefst barnastarfíð í flestum söfnuðum prófastsdæmisins, en barnastarf er víða mjög fjölbreytt. Auk hefðbundins barnastarfs á sunnudögum er í sumum kirkjum boðið upp á starf fyrir 10-12 ára börn og unglingastarf fyrir 13-17 ára. Þá hafa verið stofnaðir barna- kórar og bjöllusveitir í sumum sóknum og eykur það mjög á fjöl- breytnina í starfínu. Sú gleðilega þróun hefur átt sér stað undanfar- in ár, að foreldrar eru í auknum mæli famir að koma með börnum sínum til kirkju. Enda er það skylda allra foreldra sem láta skíra börnin sín að ala þau upp í krist- inni trú.og leiða þau inn í samfé- lag kirkjunnar. Ég vek athygli á því að í næstu viku, dagana 20.-24. september, verður innritað í fermingarstarfíð „í vetur verða sameig- inleg fræðslukvöld í prófastsdæminu einu sinni í mánuði í októ- ber, nóvember, febrúar og mars.“ í báðum Reykjavíkurprófastsdæm- unum. Hvet ég foreldra og for- ráðamenn fermingarbarna næsta vors að taka eftir auglýsingum um innritun í sóknarkirkjum sínum. í vetur verða sameiginleg fræðslukvöld í prófastsdæminu einu sinni í mánuði í október, nóv- ember, febrúar og mars. Fyrsta fræðslukvöldið verður í Laugar- neskirkju þriðjudaginn 19. október nk., en þá mun sr. Sigfínnur Þor- leifsson sjúkrahúsprestur flytja erindi um „Gátu þjáningarinnar". Sunnudagskvöldið 19. septem- ber verður kvöldguðsþjónusta í Hallgrímskirkju kl. 20 á vegum prófastsdæmisins. Þessi kvöld- guðsþjónusta er sérstaklega ætluð öllum þeim mörgu sem sitja í sóknarnefndum, starfsfólki, sjálf- boðaliðum, prestum, organistum, söngfólki og öðrum sem á einn eða annan veg tengjast virku starfi safnaðanna. Fjórir prestar og fjöl- margir leikmenn annast guðsþjón- ustuna auk Mótettukórs Hallgrím- skirku og organista kirkjunnar. Höfundur er prófastur í Reykja vík urprófastsdæmi vestra. R AÐ AUGL YSINGAR Aðalfundur Stefnis FUS þriðjudaginn 21. september Aðalfundur Stefnis F.U.S. verður haldinn þriðjudaginn 21. september. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Val landsfundarfulltrúa Stefnis. 3. Ávarp gests. 4. önnur mál. Fundurinn verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu við Strandgötu og hefst kl. 20.00. Gestur fundarins er Guðlaugur Þór Þórðarson, for- maður SUS. Stjórn Stefnis. Sjávarútvegsnefnd Sjálfstæðisflokksins kynnir: Hinn 17. sept. nk. á Holiday Inn kl. 15 Ráðstefna um sjávarútvegsmál Setningarávarp: Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra. Frummælendur um Iffrfki hafslns: Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Dr. Guðrún Marteinsdóttir, fiskifræðingur. Kristinn Pétursson, framkvæmdastjóri. Guðjón A. Kristjánsson, forseti FFSl. Dr. Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur LlÚ. Frummælendur um nýja möguleika í veiðum og vinnslu: Hrafnkell Eirfksson, fiskifræðingur. Halldór Þorsteinsson, verkfræðingur RF. Pallborösumræður. Ráðstefnan er opln öllum áhugamönnum um sjávarútvegsmál. J&jjm Frá Tónmennta- skóla Reykjavíkur Getum bætt við örfáum nemendum í for- skóla í eftirfarandi tíma: Nemendur fæddir 1987 (6 ára): Mánudaga kl. 10 og fimmtudaga kl. 11. Mánudaga og fimmtudaga kl. 13.30. Nemendur fæddir 1986 (7 ára): Þriðjudaga og föstudaga kl. 9. Nemendur fæddir 1985 (8 ára): Þriðjudaga og föstudaga kl. 10. Tökum einnig 6-8 ára forskólanemendur á biðlista ef eitthvað losnar. Einnig getum við innritað tvo 10-11 ára nemendur á túbu og 1-2 nemendur á fag- ott. Þessir nemendur fá afslátt af skóla- gjaldi. Innritun og nánari upplýsingar á skrifstofu skólans, Lindargötu 51, í síma 628477 frá kl. 9-16 daglega. Skólastjóri. Huginn, Garðabæ: Málefni lífeyrissjóða - kosning landsfundarfulltrúa Huginn f.u.s. boðar til opins félagsfundar [ Lyngási 12 mánudaginn 20. september kl. 20.30. Dagskró: 1. Málefni lífeyrissjóðanna, framsögu hefur Eysteinn Haraldsson, verkfræðingur. 2. Kosning fulltrúa ó landsfund Sjálfstæðis- flokksins. 3. Önnur mál. Stjórnin. TÓNLISMRSKÓU KÓPKJOGS Frá Tónlistarskóla Kópavogs Skólinn verður settur laugardaginn 18. sept- ember kl. 14.00 í Hjallakirkju. Skólastjóri. augiysingar I.O.O.F. 12 = 175917872 = I.O.O.F. 1 = 175917872 N IY-I U N IG K F U M & K F U K v/Holtaveg Samvera fyrir ungt fólk á öllum aldri i kvöld kl. 20.30. Allir eru velkomnir. FERÐAFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Helgarferðir 17.-19. sept. 1. Jökulheimar - Heljargjá. Gist í skála Jöklarannsóknafé- lagsins. Brottför föstud. kl. 20. 2. Þórsmörk, haustlitir. Gisting í Skagfjörðsskóla. Brottför laug- ard. kl. 08. Haustið er einn skemmtilegasti tíminn í Mörk- inni. Laugardagur 18. september. Vinnuferð á Þverfellshorn Esju m.a. grjótvinna. Brottför frá Mörkinni 6 kl. 08 og sameinast um bfla. Nénari upplýsingar og skráning á skrifstofunni, Mörk- inni 6. Sunnudagsferðir 19. sept. 1. Kl. 09.00: Hlööuvelllr - Hlöðufell (1.188 m.y.s.). 2. Kl. 13.00: Borgargangan (B- 10): Reynisvatn - Árbær. 6-7 km ganga. 3. Kl. 13.00; Heiðmörk fyrir alla fjölskylduna. Brottför með rútu frá BSf, austanmegin (eða Mörk- inni 6) kl. 13 eða mæting í Ferða- félagsreitinn efst i Heiðmörk á eigin farartækjum fyrir kl. 13.30. Þátttakendur fá afhent nýtt Heiðmerkurkort Skógræktarfé- lagsins. Boðið upp á stuttar fjölskyldugöngur ( fylgd um- sjónarmanna Heiðmerkur og fararstjóra Fi. Fjölmennið! Ferðafélag fslands. Orð lífsins, Grensásvegi8 Kvöldbiblíuskóli Orðs Lífsins hefst í kvöld kl. 20.00 með Jens Garnfeldt frá Kaupmannahöfn. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Almennar samkomur verða einnig annað kvöld og á sunnu- dag. «5. > 'mf' Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Opið hús verður á vegum félags- ins föstudagskvöldiö 17. sept- ember frá kl. 20-22. Bresku miölarnir June og Geoff Hughes sitja fyrir svörum um andleg mál. Kaffi á könnunni. Allir velkomnir. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.