Morgunblaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1993 Minning Rósamunda Her- mannsdóttir Fædd 16. apríl 1915 Dáin 7. september 1993 Það var þriðjudaginn 7. septem- ber sl. að hún Rósa föðursystir mín sofnaði svefninum langa. Þau hjón- in höfðu þá nýlokið við að horfa á fréttimar í sjónvarpinu. Geiri vék frá augnablik. Þegar hann kom til baka og yrti á hana svaraði Rósa ekki. Hún var þá öli. Að fara svona hægt og hljótt — það var hennar stíll og þannig skildi hún við. Það var hliðstætt hennar lífsmáta, að bera umhyggju fyrir sínum nán- ustu, en láta fara lítið fyrir sjálfri sér. Rósa á ættir að rekja til Mjóa- fjarðar og í Suður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hennar vom Hermann Þorstei'nsson, fæddur 14. september 1876, Þorsteinssonar frá Engilæk, sem var sonarsonur Ólafs Matthías- sonar, bónda á Bakka í Öxnadal, og Jóhanna Sveinbjörg Stefánsdótt- ir, fædd 16. október 1879, dáin 8. mars 1918, frá Brekkuborg í Mjóa- firði. Jóhanna var dóttir Stefáns Ámasonar og Ragnhildar Sveins- dóttur, sem lengst bjuggu á Höfða- brekku í Mjóafirði. Rósa fæddist í húsinu Elverhöj á Seyðisfírði og var næstyngst sjö systkina. Eldri en hún vom Hulda, Stefán, Hermann, Unnur og Har- aldur. Síðar bættist við yngsta syst- irin, Ragnhildur, og er hún ein eftir- lifandi þeirra systkina, búsett í Danmörku. Æskuheimili Rósu var annálað fyrir myndarbrag og reglusemi. Báðir foreldrar hennar höfðu dval- ist við nám í Noregi. Hermann var áður við nám í Möðruvallaskóla og í Noregi lærði hann m.a. skósmíði og hún menntaðist á sviði fatagerð- ar. Er heim kom gerðist Hermann mikill athafnamaður á Seyðisfírði, rak m.a. verslun, skósmíðaverk- stæði og útgerð og lét mikið til sín taka á sviði bæjar- og menningar- mála á staðnum. Heimilið var mannmargt. Auk systkinanna var þar margt vinnufólk og ávallt mjög gestkvæmt. Þetta var stórheimili eins og þau voru glæsilegust i þá daga. Rósa var tæplega þriggja ára þegar móðir hennar dó. Seinni kona Hermanns var Jakobína I. Jakobs- dóttir, fædd 22. nóvember 1895, dáin 13. febrúar 1933, frá Brim- nesi í Fáskrúðsfírði. Þau eignuðust þtjá syni, Harald, Jakob og Þor- stein, og er Þorsteinn einn þeirra á lífí og býr í Reykjavík. Svo sem fyrr segir lést stjúpmóð- ir Rósu árið 1933. Þá var Rósa við nám í Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún ákvað að hverfa frá námi og fara heim til föður síns og aðstoða við heimilishaldið. Annað áfall reið yfír aðeins tveimur mánuðum síðar, en þá lést faðir hennar. Eftir það hélt Rósa heimilinu saman í ein þrjú ár ásamt Hermanni bróður sín- um. Haustið 1936 fór Rósa til Soro í Danmörku og starfaði þar til árs- ins 1939. Ragna systir hennar starfaði þar einnig og ílentist í Danmörku, en Rósa hvarf heim 1939. Hinn 6. apríl 1939 giftist Rósa eftirlifandi manni sínum, Sigurgeiri Jónssyni, símritara og síðar heild- sala, frá Seyðisfírði, fæddur 3. sept- ember 1914. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau á Seyðisfírði, en árið 1954 fluttust þau til Reykjavíkur, þar sem þau hafa búið síðan. Börn þeirra eru: Viðar, fæddur 1942, kvæntur Steinunni Áslaugu Péturs- dóttur og eiga þau tvö börn, Pétur, fæddur 1967 og Rósu, fædd 1973; Jakobína Guðrún, fædd 1948, gift Jan Grue (þau skildu), þau eiga einn son, Jóakim Þór. Fyrir átti Jakobína son, Sigurgeir Birgisson, fæddur 1966. Hann ólst að mestu upp hjá afa sínum og ömmu, þeim Rósu og Geira. Viðmót Rósu einkenndist ávallt af rósemi og umhyggju. Hún var athugul og íhugaði hvem hlut vand- lega. Jafnframt hafði hún næmt auga fyrir því spaugilega í tilver- unni. Rósa var glæsileg kona og hafði fágaða framkomu. Hún var sjálfri sér samkvæmt, trúverðug og trygg. Þegar litið er yfír farinn veg er margs að minnast. Faðir minn, bróðir Rósu, lést 1941. Sú stað- reynd kann að hafa tengt mig Rósu nánar en ella hefði orðið. Til Rósu var alltaf traust að sækja og hvatn- ingu. Slíkt er verðmætt veganesti ungri stúlku. Síðast heimsótti ég Rósu fímm dögum áður en hún lést. Þá ræddum við um að fara saman austur á Mjóafjörð næsta sumar — skoða landið og heilsa upp á ætt- ingja. En nú verð ég að vera án leiðsagnar Rósu — fari ég þá ferð næsta sumar. Ég og ijölskylda mín vottum Sig- urgeiri, ættingjum og tengdafólki Rósu innilegustu samúð. Jóhanna Stefánsdóttir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Núna er hún elskulega amma mín látin. Ótal myndir minninga koma upp í hugann þegar hugsað er til baka. Hún var stórkostleg manneskja og ég mun hennar sárt sakna. Ég hef sennilega ekki verið há í loftinu þegar ég fór í fyrsta sinn með ömmu og afa til Danmerk- ur, aðeins fjögurra ára að aldri. Hvert sumarið á fætur öðru var ég svo með í ferðalögunum. Oft um Ítalíu og Spán, en þó var Danmörk einna mest heimsótt, þar sem dótt- ir hennar Jakobína og bamabarn Jóakim búa og einnig Ragna systir ömmu. Amma unni þó íslandi alltaf mest og þegar ég varð eldri og dvaldist lengur í Danmörku, leist henni ekki á blikuna. Hún sagði eitt sinn við mig að þó að gaman væri að sjá önnur lönd, þá væri nú alltaf best að vera á íslandi. Heimurinn var ekki stór í augum lítillar stúlku. Það voru foreldrar og stóri bróðir og svo amma og afi, sem skipuðu stóran sess í lífi hennar. Ég dvaldist oft á heimili afa og ömmu svo að dögum skipti. Þar lærði ég svo margt. Amma kenndi mér stafína, hún las fyrir mig á kvöldin og fór með bænirn- ar, sem hún hefur án efa kennt okkur öllum bamabömunum. Ég rölti með afa út á róló og fyrstu skrefín tók ég hjá þeim. Minnis- stæðastar eru þó allar vísurnar um jólasveinana þrettán sem að amma kenndi mér og lærði ég þær bæði afturábak og áfram. Þetta eru góð- ar æskuminningar. Litla frænka mín Rósa Björk hefur einnig verið svo heppin að fá að dveljast hjá þeim eins og ég. Þegar ég var þar um daginn sá ég hvað allt var áhyggjulaust og gott hjá ömmu og afa. Rósa Björk sat á gólfínu og lék sér að sömu dúkk- unum og ég gerði fyrir sextán árum. Eftir stendur björt og fögur minn- ing um góða og fallega ömmu, sem tók ávallt vel á móti okkur börnun- um, því að hjartahlýju átti hún næga. Ég er þakklát fyrir allar samverustundirnar sem ég átti með henni og allt sem hún gaf mér og ég bið góðan guð að blessa hana. Söknuður okkar allra er mikill og þó ekki síst afa sem misst hefur ástvin og maka eftir langa og far- sæla sambúð. En gott er að eiga góðs að minnast. Rósa Viðarsdóttir. Nú er hún elsku amma mín horf- in, amma á Rauðalæk, eins og dætur mínar kölluðu hana. Amma gekk mér í móðurstað þegar ég var tveggja ára er móðir mín fluttist til útlanda. Upp frá því bjó ég hjá ömmu og afa. Amma var af gamla skólanum og uppeldið í samræmi við það. Æskuminningarnar af Rauðalæknum eru góðar, gott heimili, röð og regla og agi. Og þegar eitthvað bjátaði á var alltaf hægt að leita huggunar í örmum ömmu, sem var mikil húsmóðir og því alltaf heima. Þar sem amma hafði alla tíð haft börn á heimilinu, fyrst sín eig- in og síðan mig er hennar fluttust að heiman, varð æði tómlegt eftir að ég fór. En fljótlega rættist úr því, ég kvæntist góðri konu með barn og fljótlega eignuðumst við þijár stelpur með stuttu millibili sem allar voru augasteinar ömmu sinnar. Hvað sem gert var bar hún alltaf hag þeirra fyrir bijósti um- fram allt annað. Ekki má gleyma að minnast á matarbúr ömmu sem alltaf var vin- sælt hjá litlum munnum því að þar enduðu flestar heimsóknir er sæl- gætismola var stungið í lítinn vasa. Fyrir hönd þeirra vil ég þakka þau fáu ár sem þær nutu samvista við langömmu, því að ekki er öllum gefíð að eiga og muna langömmu sína. Ég vil líka þakka öll þau góðu ár og þær góðu stundir sem við amma áttum saman. Því eitt er víst, að maður þakkar ástvinum og ætt- ingjum aldrei nóg meðan þeirra nýtur við, en við fráfall dregur sorg- in og söknuðurinn fram allar góðu minningarnar sem við kunnum ekki að meta og þakka fyrir fyrr en of seint. Elsku afi minn, mamma og Við- ar, ég vona að minning um góða konu styrki ykkur í sorginni. Bless- uð sé minning hennar. Sigurgeir Birgisson, Sandra, Rósa Björk, Jakobína og Lilja Dís. Marteinn Markús son — Minning Fæddur 2. febrúar 1908 Dáinn 11. september 1993 Nú hefur frændi minn, Marteinn, lifað sitt síðasta sumar. Hann kom i þennan heim 2. febrúar 1908 og yfírgaf hann að morgni 11. sepem- ber sl. Foreldrar hans voru hjónin Markús Benjamínsson og Kristfríð- ur Sveinbjörg Hallsdóttir, búandi þá á Hafurstöðum í Hnappadal, síð- ar á Ölverskrossi í sömu sveit, en síðast í Ystu-Görðum. Hann var sjötti í röð 14 systkina sem lifandi fæddust. Ellefu þeirra náðu fullorð- insaldri, en nú eru aðeins þijú þeirra eftir, Hafsteinn, Ásta og Svein- bjöm. Á milli þeirra systkina voru sterk bönd og samheldni. Öll hafa þau átt sterk tök i mér, sum kannski sterkari en önnur og var Marteinn eitt þeirra. VINKLAR A TRÉ HVERGI LÆGRI VERÐ ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI £8 Þ.Þ0R6RIMSS0N & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 Þann 10. október 1936 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Elísabetu Jónu Sigurðardóttur, úr Hafnarfírði en fædda í Viðey. Hun er ein þessara traustu og heil- steyptu kvenna sem baggast aldrei og vaxa við hveija raun. Hún var manni sínum styrk stoð í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og ekki hvað síst hin síðari ár, þegar þrek hans tók að þijóta. Þau eignuðust ekki börn en áttu tvö fósturböm, Ingu Sigurlaugu Þorsteinsdóttur, systurdóttur Elísabetar, sem ólst upp hjá þeim frá unga aldri, og son hennar, Martein Hreinsson, sem þau ólu upp frá fæðingu. Lét Mar- teinn sér alltaf mjög annt um hag þeirra beggja og reyndist þeim góð- ur faðir og sannur vinur. Fleiri börn þeim tengd áttu sér athvarf hjá þeim um lengri eða skemmri tíma og hafa notið umhyggju þeirra og vináttu alla tíð. Marteinn fékkst við margt um ævina. Hann lærði húsásmíði á kreppuárunum fyrir stríð og varð meistari í þeirri iðn, þá bóndi á Keisbakka á Skógaströnd, Straumi í sömu sveit og síðast í Vogatungu í Leirársveit, en við þann bæ kenndi hann sig í ritsmíðum sínum. Nokkru eftir að hann lét af búskap gerðist hann verkstjóri á gæsluheimilinu á Akurhóli á Rangárvöllum. Fór hon- um það starf vel úr hendi eins og annað sem hann tók að sér, enda átti hann afar gott með að fá aðra til að vinna og vekja áhuga þeirra. Hann hafði allt til að bera sem til þess þurfti, var sjálfur hamhleypa til vinnu, léttur í lund, spaugsamur og skemmtilegur. Hann átti auðvelt með að sjá hið spaugilega í tilver- unni og hið góða í manninum. Hann fékkst nokkuð við ritsmíð- ar, eins og á var drepið, skrifaði um tima greinar í blöð, einkum Þjóðviljann að ég held, enda mikill sósíalisti og verkalýðssini. Meðan hann var á Akurhóli komu út eftir hann tvær skáldsögur, Og maður skapast og Leiðin til baka. Eftir að Marteinn lét af venjulegu brauðstriti og var fluttur til Reyja- víkur sökkti hann sér niður í „grúsk“ um líf fyrri tíðar manna og hagi, ýmsa staði og sögusagnir við þá kennda o.fl., því iðjulaus gat þessi vinnusami maður ekki verið. Hann bjó þá nærri vinnustað mínum og brá sér oft til mín, bæði til að spjalla og eins til að kíkja í heimild- ir í ættfræðisafni okkar mormóna. Þessar stundir okkar eru mér ákaf- lega hugstæðar. Marteinn var lífs- spakur maður og leitandi og rædd- um við oft ýmsa speki. Mér eru minnisstæðar tvær dæmisögur sem hann sagði mér á mínum yngri árum. Fjallaði önnur þeirra um eit- ur eigingirninnár en hin um þann kross sem okkur er gefíð að bera. Báðar höfðu mikinn boðskap að flytja og hafa aldrei liðið mér úr minni. Um margt vorum við sam- mála en í trúmálum ósamstiga. Hafði hann lúmskt gaman af að reyna að etja mér til andmæla í þeim efnum. Allt var það þó í góðu gert, um annað var ekki að ræða frá hans hendi. Hann hélt því stund- um fram að hann væri trúlaus, en var það þó alls ekki og trúin á guð átti sífellt sterkari ítök í honum eftir því sem árin færðust yfir, eins og þessi staka hans ber með sér, sem hann nefndi Elliglöp: Arin líða aldur mér eykur þraut og lamar minni. En sumarið góða Guð frá þér gefst mér enn þó rökkvi’ í sinni. Já, hann fékkst einnig við að yrkja ljóð, einkum þegar hann var yngri. Á síðari árum tók hann að grafa þessi ljóðabrot sín upp, ýmist úr fylgsnum hugans eða fórum sín- um. Hér er eitt þeirra, Söknuður: í sál minni ómaði yndislag, æsku og vorsins hörpuslag, á titrandi töfrastrengjum. En nú er lagið og Ijóðið allt löngu hljóðnað og orðið kalt, og brotið á báðum vængjum. Það átti að vera lítið ljóð um Ijósið og vorið og hjartglóð og sælu í sálu minni. Það varð um kulda og klakaél, þann kulda sem bryður allt í mél, og myrkranna möpuðu kynni. Svo er um margra æskuár, þau eiga sér von og gleðitár, / sem hverfa til harmafundar. Er þá sem kömi angurskel utanum sál og hugarþel, en bamið hverfur og blundar. Góður og traustur maður er genginn. Hann dó eins og hann lifði, dreif það af sem sagt á svipstundu, eins og flest sem gera þurfti. Við sitjum eftir hnípin, en þó þakklát fyrir að honum varð að þeim óskum sínum að þurfa ekki að liggja lengi sjúkur og mega fara á undan konu sinni. Ég hef ekki aðeins misst góð- an frænda heldur og góðan og kæran vin og svo er áreiðanlega um fleiri. Ég er þakklát fyrir að hafa átt hann að. Ellu og öðrum ástvinum hans votta ég einlæga samúð mína. Megi algóður Guð vera með þeim og veita þeim sálarstyrk. Listaskáldinu góða gef ég síðustu orðin, þau eru sem ort um þennan frænda minn: Sá ég þig frændi, fræði stunda og að sælum sanni leita ... er þú á hæsta hugðir speki og hátt og djúpt huga sendir. Oft em myrk manna sonum, þeim er hátt hyggja in help rök. Brann þér í bijósti, bjó þér í anda, ást á ættjörðu, ást á sannleika. Svo varstu búinn til bardaga áþján við og illa lygi. Nú ertu lagður lágt í moldu og hið brennheita bijóstið kalt. Sveinbjörg Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.