Morgunblaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEFl'EMBER 1993 AF INNLENDUM VETTVANGI GUÐNI EINARSSON Margslungið sjóða- kerfi landbúnaðarins Starfsmenn hagsmunasamtaka og leiðbeiningar- þjónustu landbúnaðarins eru launaðir úr ríkissjóði HAGSMUNA- og þjónustufyrirtæki bænda, svo sem Bún- aðarfélag Islands, búnaðarsamtök í héruðum landsins og Hagþjónusta landbúnaðarins fá á þessu ári um 140 milljón- ir til starfsemi sinnar beint úr ríkissjóði. Þetta er aðeins dropi úr því peningaflóði sem rennur frá hinu opinbera og neytendum eftir flóknum farvegum niðurgreiðslna og styrkja til landbúnaðarkerfisins. Bæði er um að ræða bein framlög úr ríkissjóði og gjöld sem lögð eru á niður- greiddar landbúnaðarafurðir. Búnaðarfélagið fær 82 milljónir á fjárlögum þessa árs til starfsemi sinnar og hefur lækkað um hálfa aðra milljón frá því 1992, velta Búnaðarfélagsins var í fyrra rúm- lega 125 milljónir króna. Auk 83,5 milljóna framlags af fjárlög- um 1992 fékk Búnaðarfélagið framlag samkvæmt búfjárræktar- lögum upp á 6,8 milljónir og 7,9 milljónir úr Búnaðarmálasjóði, en þeir peningar eru teknir af afurða- sölu. Félagslegt og faglegt Rekstri Búnaðarfélagsins má skipta í tvo þætti, félagslega starf- semi og leiðbeiningarþjónustu við landbúnaðinn. í lögum félagsins eru markmið þess skilgreind, með- al annars hvemig það á að gæta hagsmuna bænda og landbúnað- arins. í lögunum segir að Búnað- arfélagið skuli „hafa forgöngu í starfandi félagsskap bænda til eflingar Iandbúnaðinum“ og „vera málsvari bændastéttarinnar og beita sér fyrir nýmælum í löggjöf og breytingum á eldri lögum, er til framfara horfa og snerta bændastéttina eða landbúnaðinn.“ Félagslegi þátturinn kostaði í fyrra 31 milljón, eða um fjórðung af útgjöldum, meðan leiðbeining- arþjónustan kostaði 94 milljónir. Stöðugildi hjá Búnaðarfélaginu eru um 40 og er litið svo á að 31,5 stöðugildi greiðist af ríkinu, að sögn Jónasar Jónssonar búnað- armálastjóra. Starfsmenn Búnað- arfélagsins eiga aðild að lífeyris- sjóði opinberra starfsmanna, en sem kunnugt er njóta opinberir starfsmenn meiri lífeyrisréttinda en gengur og gerist hjá almennum lífeyrissjóðum. Sögulegar forsendur Aðstoðarmaður fjármálaráð- herra, Steingrímur Ari Arason, taldi sögulegar ástæður liggja til grundvallar því að Búnaðarfélag- ið, sem á að vinna að hagsmunum bændastéttarinnar auk þess að veita hinu opinbera og bændum faglega ráðgjöf, fái háar fjárhæð- ir árlega til starfsemi sinnar. Hann gat ekki nefnt dæmi um önnur hagsmunafélög atvinnugreina sem kostuð eru af ríkinu en taldi að helst kæmi þar til greina Fiski- félag íslands, en það fær 6,3 millj- ónir á fjárlögum í ár. Fiskifélagið var stofnað til að vinna að framf- aramálum sjávarútvegs og hefur annast skýrslugerð og söfnun upp- lýsinga um atvinnugreinina líkt og Búnaðarfélagið um landbúnað- inn. Það á við um starfsmenn Fiskifélagsins, líkt og starfsmenn Búnaðarfélagsins, að flestir eru í lífeyrissjóði opinberra starfs- manna. Bókhaldsráðgjöf úr ríkissjóði Búnaðarsamböndin eru grunn- einingar Búnaðarfélagsins og tek- ur ríkið þátt í launakostnaði 38,5 stöðugilda ráðunauta hjá 15 bún- aðarsamböndum í landinu. Hlutur ríkissjóðs er 65% af grunnlaunum og ferðakostnaði héraðsráðunaut- anna. í ár nema þær greiðslur rúmlega 40 milljónum króna. Auk fyrrgreindrar leiðbeiningar- og ráðgjafarþjónustu bænda starfar sérstök ríkisstofnun, Hagþjónusta landbúnaðarins, sem hefur það hlutverk að fræða bændur um bókhald og skattskil, þróa tölvu- forrit fýrir bóhald bænda og ann- ast áætlanagerð í landbúnaði. Hjá Hagþjónustunni eru fjögur stöðu- gildi og fær stofnunin í ár 11,4 milljónir úr ríkissjóði. Framleiðsluráð landbúnaðarins Þetta stjórnunartæki sölu og framleiðslu landbúnaðarafurða fær til ráðstöfunar 0,25% af heild- söluverði búvara,- Reikningsár Framleiðsluráðs er verðlagsárið, það er frá 1. september til 31. ágúst. Verðlagsárið 1991-92 var framleiðsluráðsgjald af afurða- verði um 48 milljónir króna, þar af runnu um 6 milljónir til bú- greinafélaga vegna þjónustu sem þau inntu af hendi fyrir Fram- leiðsluráð. Að sögn Jóns Ragnars Björnssonar, aðstoðarfram- kvæmdastjóra Framleiðsluráðs, eru tölur fyrir verðlagsárið 1992/93 ekki fyrirliggjandi en reikna má með lækkun frá fyrra Búnaðarmálasjóður verðiagsárið 1991-92 Samtals: 267 millj. kr. Bjargráðasjóður Framleiðsluráð, þóknun 5 Búnaðarfélagið Búgreinafélög Stófnlánadeild Stéttarsamband bænda Forfalla- og afleysingarþjónusta Búnaðarmálasjóður er eitt helsta hjólið í sjóðakerfi landbúnaðar- ins og gott dæmi um hve flókið kerfið er. Framleiðsluráð sér um að innheimta sjóðsgjaldið af afurðaverði og miðla gjaldinu siðan til nokkurra helstu stófnana landbúnaðarkerfisins eftir settum reglum. Til dæmis má nefna stéttarfélagsgjald bænda. Fram- leiðsluráð sér um að innheimta stéttarfélagsgjaldið, sem innifalið er í búnaðarmálasjóðsgjaldi og reiknað af launalið afurðaverðs- ins, og greiðir það siðan til Stéttarsambands bænda. ári vegna niðurskurðar í landbún- aðarframleiðslu. Auk hlutdeildar í afurðaverði hafði Framleiðsluráð nærri 31 milljónar króna tekjur í fyrra af sjóðavörslu. Ráðið annast meðal annars innheimtu og útdeil- ingu fjármuna fyrir Búnaðarmála- sjóð, Stofnlánasjóð, Jöfnunarsjóð, niðurgreiðslur, Fóðurgjaldasjóð og ýmsa verðjöfnunarsjóði. Verðlags- árið 91/92 hafði Framleiðsluráð landbúnaðarins því um 79 milljóna króna tekjur, hjá ráðinu eru unnin 14 ársverk. Búnaðarmálasj óður Af afurðaverði helstu landbún- aðarvara er tekið 2,1% gjald, 1,5% renna í Búnaðarmálasjóð og 0,6% í Bjargráðasjóð, sem er áfalla- tryggingasjóður. Nokkrar undan- tekningar eru frá þessari pró- sentutölu sem greidd er í Búnaðar- málasjóð og ráðast þær af þátt- töku einstakra búgreina í þjónustu á borð við afleysinga- og forfalla- þjónustu bænda, svo dæmi sé tek- ið. Milliliðir innheimta gjaldið og sér Framleiðsluráð um að inn- heimta það fyrir Búnaðarmála- sjóð. Framleiðendur, sem selja framleiðslu sína milliliðalaust, eiga sjálfír að standa skil á gjald- inu. Verðlagsárið 1991/92 nam búnaðarmálasjóðsgjaldið 267 milljónum króna og skiptist út- hlutun úr sjóðnum milli Stéttar- sambands bænda, búnaðarsam- banda, búgreinafélaga, Búnað- arfélagsins, Stofnlánadeildar landbúnaðarins og forfalla- og afleysingaþjónustu í sveitum. Stéttarsambandið í fyrra fékk Stéttarsamband bænda tæplega 31 milljón úr Bún- aðarmálasjóði og hljóðar fjár- hagsáætlun sambandsins fyrir þetta ár upp á svipaða upphæð. Sá hluti búnaðarmálasjóðsgjalds, sem rennur til Stéttarsambands bænda og búgreinafélaga, skal ekki teljast til framleiðslukostnað- ar við opinbera verðákvörðun held- ur er það tekið af launalið félags- manna líkt og iðgjöld til annarra stéttarfélaga. Hjá Stéttarsam- bandinu vinna fimm starfsmenn. Flókið kerfi Samkvæmt fjárlögum 1993 hefur landbúnaðarráðuneytið tæp- lega 7,5 milljarða til ráðstöfunar. Stærstu útgjaldaliðir ríkissjóðs til landbúnaðarins eru greiðslur vegna framleiðslu á kindakjöti og mjólk upp á 5,5 milljarða. Til við- bótar má nefna liði eins og sauðfj- árveikivarnir, rekstur kynbóta- stöðva, framlög til jarðræktar og búfjárræktar, kostnað við bú- fræðimenntun, framlag í Fram- leiðnisjóð, greiðslur í Lífeyrissjóð bænda og fleira upp á tæpan millj- arð. L&Excel Pro Fisléttir eróbikkskór Stæróir 37-42. Verð kr. 5.990,- 5% staðgreiðsluafsláttur, einnig af póstkröfum greiddum innan 7 daga. aia utilif" h® GLÆSIBÆ. SÍMI812922 Auglýsingaherferð bænda greidd af Framleiðsluráði „VIÐ höfum ekki neitt að fela, en ástæða þess að auglýsingarnar eru undirritaðar af íslenskum bændum er einfaldlega sú að Fram- leiðsluráð landbúnaðarins er samstarfsvettvangur bænda,“ segir Helga Guðrún Jónasdóttir, forstöðumaður Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins. Framleiðsluráð stendur að baki auglýsingum með upplýsingum um íslenskan landbúnað sem birtar eru í dagblöðum þessa dagana. Helsti tekjustofn Framleiðsluráðs er gjald sem lagt er á heildsöluverð búvöru. Grunnverð á birtingu auglýsinganna í dagblöðum er tæpar 1,7 milljónir króna, en samkvæmt upplýsing- um frá Framleiðsluráði mun auglýsingaherferðin aðeins kosta rúma eina milljón króna. Framleiðsluráð hefur látið gera átta blaðaauglýsingar sem birtar verða í Morgunblaðinu og Tímanum undir fyrirsögninni „Rétt og rangt um íslenskan landbúnað". Auglýs- ingamar voru gerðar af Hvíta hús- inu, en texti að mestu unninn af starfsfólki Upplýsingaþjónustunnar til að halda niðri kostnaði, að sögn Helgu Guðrúnar. „Það má segja að þetta séu hálfgerðar kreppuauglýs- ingar, enda eru þær ekki heil síða né í lit,“ segir hún. Að sögn Helgu munu afslættir af grunnverði birt- inga valda því að kostnaður við auglýsingaherferðina fer ekki yfír eina milljón króna. 79 milljónir króna í tekjur í Framleiðsluráði sitja fjórtán fulltrúar bænda og afurðastöðva auk skrifstofustjóra landbúnaðar- ráðuneytisins, af hálfu ráðherra. Ráðið hefur fíórtán starfsmenn í þjónustu sinni, en heildartekjur þess voru tæpar 79 milljónir króna á síðasta verðlagsári, sem lauk 30. ágúst 1992. Þar af voru 48 milljón- ir króna innheimtar með gjaldi á búvöru. Framleiðsluráð hefur aðsetur í höfuðstöðvum bændasamtakanna. Í búvörulögum segir að hlutverk Framleiðsluráðs sé að stuðla að hagkvæmni búvöruframleiðslu og að hún sé í nánu samræmi við þarf- ir þjóðarinnar. Ráðið anr.ast stjórn búvöruframleiðslu, verðskráningu og áætlana- og skýrslugerð. Þá segir í lögum að Framleiðsluráð eigi að annast kynningar- og fræðslustarf um landbúnað. Heillaóskir til ísraels og PLO FORSÆTISRÁÐHERRA hefur sent forsætisráðherra og utanríkisráðherra ísraels- ríkis og leiðtoga frelsissam- taka Palestínu heillaóskir í tilefni af undirritun sam- komulags þessara aðila í Washington 13. þ.m. Jafnframt var þeim tilkynnt um ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá 7. s.m. um þátttöku íslend- inga í samnorrænni aðstoð við Palestínumenn til uppbygging- ar á sjálfsstjórnarsvæðunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.