Morgunblaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1993 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAÖUR l7. SEPTEMBER 1993 23^ pitrgminMtól; Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Kostnaður við nýjan greiðslumiðil Isíðustu'viku urðu töluverðar umræður um hin svo- nefndu debetkort og kostnað af þeim í kjölfar greinar, sem Magnús E. Finnsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmanna- samtakanna, skrifaði hér í blaðið um það mál og auglýs- ingar frá Kaupmannasamtök- unum og fleiri aðilum um sama. I þessum umræðum kom skýrt fram óánægja verzlunaraðila yfir því, að eiga að greiða prósentugjald af við- skiptum, sem greidd væru með þessum kortum, og hins vegar það sjónarmið tals- manna bankakerfisins, að slík gjaldtaka væri eðlileg og mik- ill sparnaður yrði þegar upp væri staðið af notkun þessa nýja greiðslumiðils. Bankamenn telja, að al- menn notkun debetkorta, eða sú hagkvæmni sem almennri notkun þeirra fylgir, dragi verulega úr þeim kostnaði, sem bankarnir hafa af ávís- anakerfinu og geti þannig leitt til minni vaxtamunar. Þá telja talsmenn bankanna að staðgreiðsla með debet- kortum sé söluaðilum í hag, þar sem debetkortin dragi umtalsvert úr kreditkortavið- skiptum, þ.e. lánsviðskiptum, ef reynslan verður söm hér og í grannríkjum. Debetkortakerfinu fylgir trúlega mikil breyting í við- skiptalífinu sem og hagræðing í bankakerfínu, ef marka má reynslu grannþjóða. Það kost- ar hins vegar sitt eins og öll önnur þjónusta. í öðrum lönd- um eru þrjár aðferðir notaðar til þess að standa undir þeim kostnaði: í fyrsta lagi fast prósentugjald af viðskiptum. I öðru lagi föst greiðsla fyrir hverja færslu, óháð greiðslu- upphæð. í þriðja lagi að bank- ar „fleyti“ úttektum af kort- unum í nokkra daga, eins og gert er í Danmörku, og verði sér þannig úti um vaxtatekjur. Færslukostnaður vegna debetkorta er bersýnilega sá sami, hver sem upphæð við- skiptanna er. Það skiptir engu máli, hvort viðskiptin nema eitt þúsund krónum eða eitt hundrað þúsund krónum, færslukostnaður er hinn sami. Þess vegna er erfitt að sjá hvaða rök mæla með því, að prósentugjald sé tekið vegna notkunar debetkortanna. Ef bankamir telja, að áhættan sé mikil vegna þess, að staða hvers reiknings sé ekki könn- uð, er nær lagi, að þeir taki ríflegt færslugjald í krónutölu en prósentugjald. í þeim um- ræðum, sem hingað til hafa farið fram um debetkortin, hafa a.m.k. ekki enn sem komið er komið fram sann- færandi rök fyrir því, að taka eigi prósentugjald en ekki fast gjald. Eins og staðan er í efna- hagsmálum og á vinnumark- aði er fólk af skiljanlegum ástæðum afar viðkvæmt fyrir hvers konar verðhækkunum. Af þeim sökum verður að spoma gegn því, eins og frek- ast er kostur, að kostnaður við hinn nýja greiðslumiðil fari út í verðlagið, enda fátt mikilvægara, við ríkjandi að- stæður, en að varðveita stöð- ugleikann í efnahagslífinu, m.a. milli verðlags og kaup- gjalds. Fáum ætti að vera þetta ljósara en einmitt bankamönnum. Ef markmið bankakerfísins er að hagnast verulega á deb- etkortum er ástæða til að staldra við. Margvíslegur kostnaður, sem í raun er milliliðakostnaður í fjármála- kerfi þjóðarinnar, er mikill. Markmiðið hlýtur að vera að draga úr þessum kostnaði í stað þess að auka hann. Ef kostnaður við nútímalega greiðslumiðla verður of mikill má búast við að fólk hneigist til þess að nota seðla í við- skiptum frekar en greiðslu- miðla, sem kostar umtalsvert fé að nota. í forystugrein Morgun- blaðsins hinn 21. júlí sl. um þetta mál sagði m.a.: „Ef deb- etkortavæðingin tekst vel og kostnaður bankanna^af ávís- anakerfínu minnkar stórlega er eðlilegt að viðskiptavinir bankanna spyrji hvaða gjöld þeir lækki á móti eða hvað vaxtamunur lækki mikið af þessum sökum. Losni bank- arnir við útgjöld vegna hinna nýju greiðslukorta, útgjöld, sem í þess stað koma niður á buddu hins almenna neyt- anda, hljóta þeir hinir sömu að spyrja, hvað lækki á öðrum vígstöðvum. Þessum spurn- ingum er eðlilegt að talsmenn bankanna og kortafyrirtækj- anna svari í tengslum við þær umræður, sem nú fara fram um hina nýju kortavæðingu." Þessum spumingum hefur enn ekki verið svarað. Skattsvik jafn niikil þrátt fyrir skatt- kerfisbreytingar Fjármálaráðherra boðar hertar aðgerðir gegn skattsvikum NIÐURSTÖÐUR nefndar sem fjallað hefur um skattsvik í landinu benda til þess að að ekki hafi dregið úr skattsvikum þrátt fyrir skattkerfisbreytingar frá árinu 1985. Fjármála- ráðherra hefur ákveðið að bregðast við tillögum nefndarinn- ar með fjórþættum aðgerðum. Skipuð verður nefnd til að endurskoða reglur um rekstrarkostnað og reiknað endur- gjald. Unnið er að endurskoðun á lögum um bókhald og frum- varp um starfsemi endurskoðenda er til umfjöllunar. Ahersla verður lögð á að uppræta svarta atvinnustarfsemi og teknar verða upp viðræður við dómsmálaráðherra um hertar refs- ingar við skattsvikum. Morgunblaðið/Kristinn Niðurstöður kynntar FRÁ blaðamannafundinum. F.v. Sigurður Ólafsson hagfræðingur, Magnús Pétursson ráðuneytisstjóri, Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra, Snorri Olsen, formaður skattsvikanefndar, og Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri. Helgi Olafsson efstur á Skákþingi Islands Á blaðamannafundi sem fjármála- ráðuneytið efndi til voru kynntar niðurstöður nefndar sem skipuð var síðastliðið haust til að fjalla um skattsvik í landinu og. bætta skatt- framkvæmd. 11 milljarða tekjutap í skýrslu nefndarinnar kemur fram að óframtaldar tekjur hafi numið sem svarar tæpum 4,3% af landsframleiðslu árið 1992. Þetta samsvarar því að um 16 milljarðar króna hafi ekki verið gefnir upp til skatts. Áætlað tap ríkis og sveitarfé- laga á ári vegna þessara skattsvika, auk ofáætlaðs innskatts, er um 11 milljarðar króna. Samkvæmt niður- stöðum nefndarinnar er áætlað tekj- utap hins opinbera á árinu 1992 SKIPSTJÓRAR á 10 togurum í Smugunni hafa sent frá sér sam- eignlega orðsendingu til sjávar- Alþýðuflokkurinn Fundum frestað ÞINGFLOKKUR Alþýðuflokksins kemur ekki saman til fundar fyrr en í fyrsta lagi um næstu helgi til að ræða ágreining Jóhönnu Sigurðardóttur við samráðherra hennar í ríkisstjórn um húsaleigu- bætur og fyrirvara hennar við fjárlagafrumvarpið, skv. upplýs- ingum sem fengust á skrífstofu Alþýðuflokksins. Ástæða þess að þingflokkurinn hefur ekki enn verið kallaður saman eins og ráðgert hafði verið er fjar- vera Sighvats Björgvinssonar við- skiptaráðherra, Ossurar Skarphéð- inssonar umhverfisráðherra og Gunnlaugs Stefánssonar alþingis- manns en þeir eru staddir erlendis. Þá hefur flokksstjórnarfundi Alþýðu- flokksins sem boðaður hafði verið um næstu helgi verið frestað um eina viku. svipað og á árinu 1985 á sama verð- lagi og virðast því þær skattkerfis- beytingar sem gerðar hafa verið á tímabilinu ekki hafa náð að draga úr skattsvikum. í skýrslu nefndar- innar kemur fram að starf skattyfir- valda hafi fýrst og fremst beinst að breytingu á skattalöggjöfinni og því ekki gefist nægur tími til að tryggja framkvæmdina. Nefndin hefur lagt fram ítarlegar tillögur til úrbóta. Hún telur að hert skattaframkvæmd með auknum mannafla til skattrannsókna og skattaeftirlits ásamt þyngri refsing- um við skattsvikum séu þær leiðir sem mestu máli skipta. Fjórþættar aðgerðir Fjármálaráðherra hefur ákveðið útvegsráðherra þar sem þeir undrast fréttaflutning á veiðum í Smuginni og segja það mikla lágkúru að láta Norðmenn mat- reiða fréttir þaðan eina og sér. Þeir vilja fá skýr svör frá ráð- herra um það hvort þeir séu svo ómerkilegir að ekki sé við þá talandi nema á tyllidögum. Farmanna- og fiskimannasam- bandinu barst í hendur telex frá skipstjómum í framhaldi af óskum sjávarútvegsráðherra um að togar- arnir hættu veiðum á því hafsvæði sem mikið af undirmálsfiski hefði mælst í afla. í skeytinu segir m.a.: „Það fínnst okkur mikil lágkúra að Islendingar skuli láta Norðmenn eins og sér matreiða ofan í sig frétt- ir til flutnings og útgáfu yfirlýsinga af hálfu ráðamanna. Því vaknar sú spurning hvort við séum svo ómerki- legir að ekki sé hægt við okkur að tala og fá okkar sjónarmið." Nánast dauður sjór Skipstjórarnir segja að þegar Norðmenn mældu síðast aflasam- setningu þeirra hafi verið nánast dauður sjór, skipin að fá þetta 4-500 kg eftir 5-6 tíma hol. Því undrist þeir fréttaflutning af málinu og bendi stjómvöldum á að kynna sér aflasamsetingu hjá Helgu II., Hóps- nesi og Otto Wathne til að fá hald- bær rök gegn Norðmönnum. að þegar verði brugðist við tillögum nefndarinnar með fjórþættum að- gerðum. Skipuð hefur verið nefnd til að endurskoða reglur um rekstrar- kostnað og reiknað endurgjald. Á þetta einkum við um hlunnindi, risnu og skiptingu tekna milli einstaklinga og atvinnurekstrar. Nefndinni verður falið að endurskoða skattaleg ákvæði laga um eftirlaunagreiðslur og lífeyr- ismál. Jafnframt verða reglur um reiknað endurgjald endurskoðaðar. Unnið er að endurskoðun á lögum um bókhald. Þess er vænst að tillög- ur liggi fyrir í upphafí næsta árs, þannig að frumvarp verði lagt fram til kynningar á vorþingi 1994. Fmm- varp um starfsemi endurskoðenda er til umfjöllunar, en endurskoðend- ur eiga snaran þátt í að góðum reikn- ingsskilavenjum sé fylgt. Áhersla verður lögð á að uppræta svarta atvinnustarfsemi til að tryggja skattalegt jafnræði fyrir- tækja og eðlilega samkeppni. Starf- semi Skattrannsóknarstjóra ríkisins verður styrkt með því að fjölga starfsmönnum sem eingöngu fást við að rannsaka svarta atvinnustarf- semi. Auk þess hefur verið ákveðið að á skattstofum verði meiri áhersla lögð á reglubundið skatteftirlit. Fjármálaráðherra mun taka upp Golf Variant verður aðeins fáan- legur femra dyra og er hann 32 sm lengri en hlaðbakurinn. Unnt er að fella niður aftursætin til að auka farangursrýmið enn og verður það þannig 1,64 metrar að lengd og 1.425 lítrar að rúmmáli. Ný afturfjöðrun Golf Variant er með nýrri aftur- hjólafjöðmn sem hönnuð var með tilliti til aukinnar hleðsluþyngdar í bílnum. Áhersla var lögð á að fjöðr- unarbúnaðurinn gengi sem minnst inn í farangursrýmið og var í því skyni notast við styttri höggdeyfa að aftan en í hlaðbaknum. Langbak- urinn fæst í þremur útfærslum, CL, viðræður við dómsmálaráðherra um endurskoðun á ákvæðum skattalega, bókhaldslaga og almennra hegning- arlaga með tilliti til hertra refsinga við skattsvikum. Þá liggja fyrir til- lögur um að einfalda framtalsskil og staðlað framtal rekstraraðila. Skattsiðferði hefur hrakað Samkvæmt niðurstöðum skoðana- GL og GT. Vélarnar eru 60, 75 og 90 hestafla bensínvélar en stærsta vélin er tveggja lítra sem afkastar 115 hestöflum. Þá verður boðið upp á þijár gerðir 1,9 lítra díselvéla, 64 hestafla, 75 hestafla og TDI-vél 90 hestafla sem kynnt verður snemma á næsta ári. Golf Variant kemur til íslands upp úr áramótum en samkvæmt upplýs- ingum frá Heklu hf., umboðsaðila VW, verður ekki ljóst fyrr en upp úr miðjum næsta mánuði á hvaða verði hann verður boðinn. Hins veg- ar mun Hekla bjóða Golf hlaðbak 1400 CL á 1.048 þúsund kr. en þessi bíll hefur ekki verið fáanlegur fram til þessa hér á landi. könnunar sem ÍM Gallup gerði fyrir skattsvikanefnd virðist skattsiðferði almennt hafa hrakað samanborðið við könnun frá árinu 1985. Virðist stærri hluti þjóðarinnar taka þátt í skattsvikum en fyrir sjö árum. At- hyglisvert er að 70% landsmanna eru reiðubúin að skjóta undan skatti standi þeim það til boða. Skák Margeir Pétursson FIMMTU einvígisskák þeirra Kasp- arovs og Short í London lauk með jafntefli í gær eftir aðeins 18 leiki. Staðan í einvíginu er nú 4-1 Ka- sparov i vil. Allar 24 skákirnar verða tefldar, jafnvel þótt annar hvor hafi tryggt sér sigur löngu áður. Þótt skákin í gær hafi verið stutt var hún býsna fjörug, Short sem hafði svart fórnaði strax tveim- ur peðum fyrir frumkvæði og Kasp- arov sá sér þann kost vænstan að stýra henni strax í jafnteflishöfn. Short vann talsverðan fræðilegan sigur í skákinni, því Kasparov hefur haft dálæti á því afbrigði Nimzoind- verskrar vamar sem kom upp. Jafn- teflið kom sér líka vel fyrir Englend- inginn sem hefur átt við hrikalegt mótlæti að stríða. Það er vart við því að búast að einvígið verði mjög spenn- andi þótt Short sé mikill baráttujaxl. í heimsmeistaraeinvígi þeirra Karpovs og Kortsnojs í Merano 1981 komst sá fyrmefndi einnig í 4-1 og þótt Kortsnoj ynni sjöttu skákina var aldr- éi mikill vafi um úrsiit einvígisins. 5. einvigisskákin: Hvítt: Gary Kasparov. Svart: Nigel Short Nimzoindversk vörn I. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rc3 - Bb4 4. Dc2 - d5 5. cxd5 - exd5 6. Bg5 - h6 7. Bh4 - c5 8. dxc5 - g5 Bobby Fischer lék 8. — Rc6 gegn Spasskí í 10. einvígisskákinni í Sveti Stefan í fyrra og náði fljótlega betri stöðu. Kasparov hefur ömgglega haft endurbót á reiðum höndum en Short verður fyrri til og beitir nýrri og afar hvassri leikaðferð í stöðunni: 9. Bg3 - Re4 10. e3 - Da5 Þetta er nýjungin. í skákinni Gold- in-Lautier, Palma de Mallorca 1989 lék svartur 10. — Df6 sem hafði þann galla að hvítur vanri tíma í liðsskipun- inni með 11. Bb5+. II. Be5 - 0-0 12. Bd3 - Rc6 13. _____________Skák Bragi Kristjánsson ÁTTA umferðir hafa verið tefldar á íslandsmótinu, BYKO-mótinu, þegar J»essar línur eru ritaðar. Helgi Olafsson er í efsta sæti, en Hannes Hlífar Stefánsson er aðeins hálfum vinningi á eftir honum, og á að auki frestaða skák. Efstu menn hafa allir teflt innbyrð- is, nema Hannes Hlífar og Þröstur Þórhallsson eiga frestaða skák úr 1. umferð, sem tefld var í gær, fimmtu- dag, Helgi vann Jóhann í 6. umferð, en lenti í erfiðleikum gegn Hannesi Hlífari í þeirri sjöundu, þótt skákinni lyki með jafntefli. Bæði Helgi og Jó- hann máttu þakka fyrir jafntefli í skákum sínum við Björgvin Jónsson, sem loksins er farinn að sýna sitt rétta andlit eftir daufa byrjun. Helgi Áss Grétarsson hefur teflt misvel, og verður að vinna þijár síðustu skákirn- ar til þess að ná áfanga að alþjóðleg- um meistaratitli. Staðan er þessi eftir 8. umferð: 1. Helgi Ólafsson, 6 v., 2. Hannes Hlífar Stefánsson, 5 ‘/2 v. og frestaða skák, 3. Jóhann Hjartarson, 5 v., 4. Þröstur Þórhallsson, 4‘/2 v. og biðskák og frestaða skák, 5.-6. Haukur Angan- týsson og Helgi Áss Grétarsson 4 v. hvor, 7. Andri Áss Grétarsson, 3‘/2 v., 8. Guðmundur Gíslason, 3 v. og biðskák, 9. Tómas Björnsson 2'h v. og biðskák, 10.-11. Björgvin Jónsson og Sævar Bjamason 272 v., 12. Jón Garðar Viðarsson 2 v. og biðskák. Keppnin um Islandsmeistaratitilinn stendur á milli Helga, Hannesár Hlíf- Bxe4 — Rxe5 14. Bxd5 — Bg4! ■ bcdaf g h Short hefur fómað tveimur peðum fyrir öflugt fmmkvæði og Kasparov á mjög erfitt með að ljúka liðsskipan sinni. Nokkrir valkostir hvíts í stöð- unni: a) 15. f3?! - Dxc5 16. e4 - De3+ 17. Kfl — Bd7! með sterkri sókn, t.d. ekki 18. Hel? — Bb5+ 19. Rge2 — Rd3 og vinnur. b) 15. Bxb7?! (Of mikil græðgi) 15. — Had8 16. c6 - Bf5! 17. e4 - Bxe4! og staðan opnast svarti í vil. c) 15. Rge2 — Bxe2 16. Kxe2 — Da6+ og hvíti kóngurinn verður illa settur á miðborðinu. d) 15. h3 er ein- faldlega svarað með 15. — Bh5. Kasparov sér sitt óvænna og ákveð- ur að leysa skákina upp í jafntefli, fremur en að reyna að halda í annað eða bæði umframpeðin. 15. Rf3 - Bxf3 16. Bxf3 - Rxf3+ 17. gxf3 — Hac8 18. 0-0 og bauð jafntefli sem Short þáði. Svartur stendur síst lakar í stöð- unni eftir 18. — Hxc5, því hann er öruggur með að vinna hitt peðið líka til baka. Þá kemur upp fremur ein- föld staða með þungu mönnunum þar sem ekki er eftir sérlega miklu að slægjast. Það var frí hjá þeim Timman og Karpov í Hollandi í gær. Staðan er 3‘/2 — 272 Karpov í vil og sjöunda skákin verður tefld í dag. Atskákmót Reykjavíkur Undankeppni Atskákmóts Reykja- ars, Jóhanns og Þrastar. Mikið veltur á frestaðri skák Hannesar Hlífars og Þrastar, en þeir hafa báðir teflt af mikilli hörku á mótinu. í kvennaflokki er staðan þessi, þegar aðeins er eftir að tefla eina frestaða skák: 1. Guðfríður Lilja Grét- arsdóttir, 472 v., 2. Guðný Hrund Karlsdóttir, 372 v. og frestaða skák, 3. Helga Guðrún Eiríksdóttir, 172 v. og frestaða skák, 4. Anna Björg Þor- grímsdóttir, 172 v. FTestuð skák Guðnýjar Hrundar og Helgu Guðrún- ar var tefld "1 gær, fimmtudag, og vinni Guðný, þá þarf að tefla einvígi um íslandsmeistaratitil kvenna 1993. Við skulum að lokum sjá magnaða baráttuskák Þrastar Þórhallssonar og Helga Ólafssonar úr 4. umferð móts- ins. Hvítt: Þröstur Þórhallsson. Svart: Helgi Ólafsson. Sikileyjar-vörn. 1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 - a6, 6. Be3 - e5 Önnúr leið er hér 6. - Rg4, 7. Bg5 - h6, 8. Bh4 - g5, 9. Bg3 - Bg7, 10. Be2 - h5 (eða 11. Bxg4 - Bxg4, 12. f3 o.s.frv.) 11. h4 - gxh4, 12. Hxh4 - Rc6, 13. Rb3 - Be6, 14. Dd2 - Db6, 15. Rd5 - Bxd5, 16. exd5 - Rce5, 17. 0-0-0 - Bh6 18. f4 - De3! með vandmetinni stöðu. 7. Rf3 - Eða 7. Rb3 - Be7, 8. f3 - 0-0, 9. Dd2 - Be6, 10. 0-0-0 - Rbd7, 11. g4 með flóknu tafli. 7. - Dc7, 8. a4 - b6!? Venjulega er leikið hér 8. - Be7, t.d. 9. a5 - 0-0, 10. Be2 - Dc6, 11. Rd2 - Be6, 12. 0-0 - Rbd7, 13. Bf3 London víkur hefst laugardaginn 18. septem- ber kl. 14 í félagsheimili TR að Faxa- feni 12. Keppnin tekur tvo daga, henni lýkur á sunnudag. Tefldar verða níu umferðir eftir Monrad-kerfi. Átta efstu menn komast í úrslit og öllum er heimil þátttaka. Skráningu lýkur hálfri klukkustund áður en mótið hefst. Úrslitakeppnin hefst síðan flmmtu- daginn 7. október kl. 20. í henni taka þátt 16 skákmenn, átta úr undan- keppninni og átta er sérstaklega boð- ið leiks. í henni verður teflt með út- sláttarfyrirkomulagi í einvígisformi. Úrslitin verða síðan í beinni útsend- ingu á Stöð 2, laugardaginn 9. októ- ber. Sigurvegarinn öðlast rétt til að tefla sjónvarpseinvígi við eldsnögga ind- verska undramanninn Vyswanathan Anand, sem kemur hingað til lands í því skyni. Hann er nú í öðru sæti á stigalista FIDE með 2.725 stig, á eft- ir Karpov, en Kasparov hefur verið strikaður út. Evrópukeppni Taflfélaga Taflfélag Garðabæjar teflir í dag við Volmac frá Rotterdam í Evrópu- keppni Taflfélaga. Keppnin fer fram í Barbican Center í London og það félag sem sigrar teflir aftur á morg- un. I liði TG eru m.a. alþjóðlegu meist- aramir Björgvin Jónsson og Sævar Bjarnason. Liðsstjóri er Jóhann Ragn- arsson. Það verður við rrvjög ramman reip að draga þar sem Hollendingam- ir em, fyrir þá tefla m.a. sjálfur Vikt- or Kortsnoj, Englendingurinn Jonat- han Speelman, Eistinn Lembit Oll auk þriggja hollenskra stórmeistara. Styrktaraðilar Taflfélags Garða- bæjar í keppninni eru útibú Búnaðar- banka íslands í Garðabæ, útibú ís- landsbanka í Garðabæ, Guðmundur Arason — Smíðajárn og Garðabær. Jóhann Hjartarson stórmeistari tekur einnig þátt í Evrópukeppninni, hann teflir fyrir Þýskalandsmeistar- ana í Bayern Múnchen. Þeir þykja mjög sigurstranglegir í sínum riðli, sem fram fer í París. - Hfd8, 14. De2 - Hac8, 15. Hfdl - h6, 16. Rfl - Bf8 með nokkuð jöfnu tafli. Helgi ákveður að koma í veg fyrir, að hvítur leiki 9. a5, en svarta peðið b6 verður veikt í fram- haldi skákarinnar. 9. Be2 - h6?! Svartur vill ekki heldur leyfa hvíti að leika 10. Bg5, en það kostar enn meiri veikingu svörtu stöðunnar. 0^ 10. 0-0 - Be7, 11. Rd2 - Be6, 12. f4 - exf4, 13. Bxf4 - Rbd7, 14. Rf3 - 0-0, 15. Rd4 - Re5, 16. Khl - Hfe8, 17. Del - Rg6 Svartur á erfítt um vik, því að menn hans eru bundnir við að valda veik peð á a6 og b6 og reitina d5 og f5. 18. Rxe6! - Með þessum leik veikir hvítur svörtu kóngsstöðuna, reitina g6 og f7. 18. - fxe6, 19. Be3 - Re5, 20. Dg3 - Rf7, 21. Bd4?! - Þröstur hefði getað gert Helga mjög erfitt fyrir með því að leika 21. Dh3! ásamt tvöföldun hrókanna á f- línunni. 21. - Re5, 22. Hf2 - Dc6, 23. HfV' - Rfd7, 24. Hafl - Bg5, 25. H4f2 - Kh7, 26. h4 - Bf6, 27. Dh3 - Rc5, 28. Bh5 - Hf8 Helga hefur ef til vill ekki líkað staðan eftir 28. - Hf7, 29. Hxf6!? - gxf6, 30. Hxf6 og hvítur hótar ýmsu, m.a. 31. De3. 29. Bxe5 - dxe5, 30. Dg4 - Rd7, 31. Hf3 - g5!? Hraustlega leikið, en hvítur hótar 32. Hg3 ásamt Dg6+ og Hxf6. 32. - Rd5?! Þröstur missir af einföldustu lei^ inni: 32. hxg5! - Bxg5 (32. - hxg5, 33. Rd5 - Bg7, 34. Re7 - Dd6, 35. Bg6+ og mátar.) 33. - Bf7! og við hótuninni Dh5 - g6+ er ekkert svar. 32. - Bg7! Ekki gengur 32. - exd5, 33. Df5+ - Kh8, 34. Dg6 og svartur er varnar- laus. 33. Bf7 - Eftir 33. Re7 verður staðan geysi- lega flókin, t.d. 33. - Dd6, 34. Hf7 - Hxf7, 35. Hxf7 - Hf8, 36. Rf5!? og hvítur stendur mun betur. 33. - exd5, 34. Bxd5 - h5! Helgi fínnur mjög snjallan vamar- leik, þegar öll sund virðast lokuð. 35. Dxg5 - Dh6! Ekki gengur 35. - Dg6?, 36. Dxg6n— Kxg6, 37. Bxa8 - HxaíC' 38. Hg3n— Kh6, 39. Hf7 og hvítur vinnur mann til baka og verður skiptamun yfir. 36. De7 - Had8, 37. Hf7 - Hxf7? Tímahrakið segir til sín og Helgi leikur illa af sér. Eftir 37. - Hfe8, 38. Da3 hefði hann getað hmndið sókn hvíts, a.m.k. að sinni. Svarta staðan er þó engan veginn auðveld, því að hvítur hefur margar hótanir, t.d. Bc6, Hfl - f5 - g5 og Dg3 o.s.frv. 38. Hxf7 - Rf6 Helgi treysti á þennan leik. 39. Hxg7+! Eftir 39. Dxd8? - Dcl+, 40. Kh2 - Rg4+ heldur svartur jafntefli með þráskák. 39. - Dxg7, 40. Dxd8 - Rxd5, 4Í7 Dxd5 - Df6, 42. Dd7+ - Kg6, 43. Dh3 - Df4, 44. De6+ - Kg7, 45. De7+ - Kh6 Tapar strax, en eftir 45. - Kh8, 46. De8+ - Kg7, 47. Dxh5 ætti hvít- ur að vinna endataflið, þótt svartur geti enn varist lengi. 46. Dg5+ - Dxg5, 47. hxg5+ - Kxg5, 48. g3! - h4, 49. Kg2 - Kg4, 50. hxg4 - Kxh4, 51. Kf3 og svartur gafst upp, því að endatafl- ið með peði minna er gjörtapað fyrir hann. Nú hefur verið gert hlé á íslands*. mótinu í flmm daga, á meðan Björg- vin, Sævar og Jóhann tefla í Evrópu- keppni taflfélaga í London og París, en 9. umferð verður tefld í Faxafeni 12 næsta þriðjudag, 21. september, kl. 17-23, og þá tefla: Björgvin - Hannes Hlífar, Andri Áss - Helgi Ól., Sævar - Jóhann, Tómas - Hauk- ur, Guðmundur - Þröstur, Helgi Áss- - Jón Garðar. Skipsljórar 10 togara í Smugunni Gagnrýna ein- hliða fréttir frá Norðmönnum ____..-.......:_____-_— --------i——— Langnr Golf HEKLA hf. mun bjóða upp á Golf Variant langbakinn upp úr næstu áramótum en ekki er ljóst hvað hann kostar hér á landi. Golf langbakur kemurí janúar GOLF Variant langbakurinn var ein af nýjungunum sem Volkswagen verksmiðjurnar kynntu á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt sem nú stendur yfir. Markaður fyrir langbaka hefur vaxið verulega á síð- ustu árum og í Þýskalandi hefur markaðshlutdeild þeirra á fólksbíla- markaðnum vaxið úr 8,6% í 13,4% á síðustu fjórum árum. Stutt jafntefli í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.