Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 1
64 SIÐUR LESBOK/C STOFNAÐ 1913 235. tbl. 81. árg. LAUGARDAGUR16. OKTÓBER1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Norska nóbelnefndin veitir Nelson Mandela og F.W de Klerk friðarverðlaunin Tileinka þau sáttum milli svartra og hvítra Ósló. Eeutcr. NELSON Mandela, einn helsti leiðtogi blökkumanna í Suður- Afríku, og F.W. de Klerk, for- seti landsins, fengu í gær frið- arverðlaun Nóbels fyrir það, sem þeir hafa gert til að binda enda á yfirráð hvítra manna í landinu. Þjóðarleiðtogar víða um heim fögnuðu verðlauna- veitingunni. í tilkynningu norsku nóbel- nefndarinnar sagði, að með því að vinna að sáttum í stað þess dvelja við gamlan ójöfnuð, hefðu þeir sýnt mikið hugrekki og lagt hornstein að nýju lýðræði í Suð- ur-Afríku. „Verðlaunin eru ekki aðeins fyrir Mandela og mig, heldur allt það fólk, sem unnið hefur að því að koma á Iýðræðislegu stjórnarfari í Suður-Afríku,“ sagði de Klerk í Höfðaborg í gær. Mandela kvaðst tileinka verðlaunin öllu því fólki, svörtu og hvítu, sem lagt hefði sitt af mörkum til að koma á sáttum og sagðist mundu vinna áfram að friði, frelsi og réttlæti fyrir alla landsmenn. Sjá „Hafa reynt...“ á bls. 22. Reuter Friðflyljendur ÞAÐ var mikill fögnuður í aðalstöðvum Afriska þjóðarráðsins þegar fréttist, að þeir Mandela og de Klerk hefðu fengið friðarverð- laun Nóbels. Hér er verið að skála fyrir tíðindunum en á hinni myndinni er de Klerk ásamt Marike, konu sinni, og barnabarni sínU, þriggja ára gömlum snáða. Reuter í krossferð frá Þýskalandi UM 150 sanntrúaðir Þjóðverjar komu i gær til Moskvu eftir sjö vikna göngu frá Þýskalandi. Báru nokkrir krossa á göngunni og á leiðinni bað hópurinn fyrir þjóðum Austur-Evrópu. Rússneskur hershöfðingi segist óttast hryðjuverk Uppreisnarlið 1 fel- um undir Moskvu Geislamengnnin í austur- vegi að verða óviðráðanleg Moskvu. Daily Telegraph, Reuter. MARGIR uppreisnarmannanna sem vörðust í Hvíta húsinu eða þinghúsinu í Moskvu flúðu þaðan eftir leynilegum göngum og eru taldir hafast enn við í gífurlega stórri neðanjarðarborg. Leiðtogar uppreisnarinnar voru form- lega ákærðir í gær fyrir að skipuleggja fjöldauppþot og óeirðir. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, tilkynnti í gær, að kosið yrði um nýja sljórnarskrá fyrir landið samtímis þing- kosningunum 12. desember. Arkadíj Baskajev hershöfðingi og háttsettur embættismaður í rússneska innanríkisráðuneytinu, sagði að neðanjarðarborgin væri svo stór og svo vel birg af öllu sem til þyrfti að þar gætu menn eytt allri ævinni. Sagði hann, að mikilla vopnabirgða væri saknað í Hvíta húsinu og væri enginn vafi á, að uppreisnarmenn hefðu tekið þau þeim verið skipað að færa leitina út í fimm km radíus. Vadím Byelykh, blaðamaður við Ízvestía, segir, að hundruðum manna hafi tekist að flýja í neðan- jarðarborgina og hann og Baskajev einnig telja, að hætta sé á, að þeir helji hryðjuverkastarfsemi í Moskvu. Þeir geti farið eftir leyni- göngunum óáreittir og komið upp á hinum ólíklegustu stöðum. Uppreisnarleiðtogar ákærðir Alexander Rútskoj, fyrrverandi varaforseti, og Rúslan Khasbúl- atov, forseti þingsins, voru í gær ákærðir fyrir að skipuleggja fjölda- uppþot og óeirðir en viðurlög við þvi eru allt að 15 ára fangelsi. Kaupmannahöfn. Reuter. GEISLAMENGUN er að verða óviðráðanleg í Sovétríkjunum fyrrver- andi og sums staðar er geislavirkum úrgangi kastað í ár, vötn og sjó. Kemur þetta fram í skýrslu tveggja alþjóðastofnana, Alþjóðakjarn- orkumálastofnunarinnar og Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Skýrsla stofnananna er meðal annars byggð á upplýsingum frá embættismönnum Samveldisríkj- anna en eiginlegar eftirlitsstofnanir með kjamorkuúrgangi eru aðeins í Rússlandi og Ukraínu. Reinhart Helmke, yfirmaður Þró- unarstofnunar SÞ, nefnir ýmis dæmi um ástandið í samveldisríkjunum: Nýlega fannst fyrir tilviljun há- geislavirkt efni í bankahólfi í Lithá- en. Það var ekki varið á neinn hátt en hafði verið lagt fram sem trygg- ing fyrir einkaláni. Mælingar í Kaspíahafi sýna, að geislavirkni þar er hundrað sinnum meiri en eðlilegt er, líklega vegna þess, að geislavirkum úrgangi er kastað í ár í Síberíu. í verksmiðjum, sjúkrahúsum, landbúnaði og í vitum í Sovétríkjun- um fyrrverandi er mikið um smáan, kjarnaknúinn vélbúnað. Líklega er þessi búnaður tíu sinnum algengari en á Vesturlöndum og aðeins í Ukra- ínu er vitað um 100.000 geislaupp- sprettur af þessu tagi. méð sér. Tekur langan tíma að leita Orðrómur um neðanjarðarborg- ina, leynileg göng og brautarteina hefur verið á kreiki í Moskvu í ára- tugi en í tíð Sovétríkjanna var hon- um ávallt neitað opinberlega. Baskajev sagði, að langan tíma tæki að leita um alla neðanjarðar- borgina en hermenn innanríkis- ráðuneytisins hafa leitað í 1,5 km radíus frá þinghúsinu. Nú hefur Aður hafði Albert Makashov hers- höfðingi verið ákærður fyrir sömu sakir. Verður þeim haldið í Lef- ortovo-fangelsinu þar til réttarhöld hefjast. Jeltsín forseti sagði í gær, að samtímis þingkosningunum 12. desember yrðu kjósendur spurðir álits á nýrri stjórnarskrá fyrir Rússland. „Tími sovétveldisins er að líða undir lok,“ sagði hann. „Þökkum guði fyrir það.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.