Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993 19 * Arni Johnsen sendir frá sér plötu Ætíð mörgjám í eldinum - segir Arni, en 19 ár eru liðin frá síðustu plötu ÁRNI Johnsen, alþingismaður, blaðamaður og tónlistarmaður, hefur fengist við tónlist meðfram annarri iðju í áraraðir. Frá því hann sendi síðast frá sér plötu, fyrir um nítján árum, hefur hann samið grúa laga og flutt víða, en ekki gefið sér tima til að taka upp plötu fyrr en í vor að hann hljóðritaði plötuna Vinir og kunn- ingjar og kom út fyrir stuttu. Á plötunni eru 17 lög úr ýmsum áttum. Milljónaútgáfan Einidrangur gefur út en Japis sér um dreifingu. Árni Johnsen hefur verið viðrið- inn tónlist svo lengi sem menn muna, en tónlistin hefur ævinlega verið í bland við aðra fjölbreytta iðju hans. Þannig hefur hann sungið víða og stjórnað stærstu kórum landsins á þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum ár hvert, setið á þingi og stundað blaðamennsku svo eitthvað sé nefnt. Nítján ár eru síðan Árni sendi síðast frá sér plötu, en hann seg- ist ekki hafa lagt gítarinn á hill- una í millitíðinni. „Mín spila- mennska hefur verið tvíþætt. Ég hef spilað í fjöldasöngstíl, sem er sérfag, og svo verið líka í flutn- ingi á vísnatónlist, hér heima og erlendis. í kjölfar þess að ég gaf út þriðju plötu mína jókst til muna vinna mín í brauðstriti, ef svo má segja, og þar sem það er mik- ið mál að gefa út plötu þá hefur það beðið. Á þessum tíma hefur safnast mikið af lögum og ég á í raun efni á margar plötur, og eitthvað af þessu langaði mig að gefa út. Mörgjárn í eldinum Ég hef alla tíð verið með mörg járn í. eldinum og þjálfast upp í því. Ég vinn að vísu langan vinnu- dag, en það er mér mjög létt. Það getur verið hvíld í því að taka gítarinn, ekki síður en það getur verið hvíld í því að grípa í upp- vaskið eða grafa skurð, þetta fer allt eftir því hvað það er sem ég er að gera í hvert sinn. Ég hef aldrei verið mikill dellumaður í mínum áhugamálum; ég nýti bara minn tíma í að gera það sem þarf að gera og ég hef áhuga á. Mitt starf er þingmennska og svo gefst tækifæri til að grípa í gítarinn og blaðamennsku og sitthvað fleira, en fyrst og fremst er ég bara eins og ég er.“ Árni segist hafa byrjað fyrir nokkru á plötunni, „en Jón bassi Sigurðsson útsetti plötuna fyrir mig. Síðan greip ég tækifærið um síðustu páska og tók plötuna upp á ijórum dögum, en þess má geta að þetta var síðasta platan sem tekin var upp í stúdíói Stemmu. Við upptökurnar aðstoðuðu mig fjölmargir, Sigurður Rúnar Jóns- son stjórnaði upptökum og hljóð- blandaði, og lék að auki á mandól- ín, Hammondorgel, fiðlu og fleiri hljóðfæri, Vilhjálmur Guðjónsson aðstoðaði mig við gítarleik, Jón Sigurðsson lék vitanlega á bassa, Grettir Björnsson á harmonikku, Pétur Grétarsson á trommur og Jóhanna Linnet söng í eínu lagi,“ segir Árni. Hann sagði ekki mikið mál að vinna plötu á skömmum tíma, það sem skipti máli sé að vera búinn að undirbúa upptökur og koma í hljóðverið með plötuna tilbúna. „Þegar maður er hvorki mikill tónlistarmaður eða söngv- ari, þá þarf maður að renna inn í það tempó sem maður er með og allt þarf að hljóma saman.“ „Syng í mínum stíl“ Hljóðfæraskipan á Vinum og kunningjum er fjölbreytt og Árni segist kunna því vel, þó vissulega séu fjölmörg lög þar sem stemmn- Árni Johnsen. Morgunblaðið/RAX ingin kalli á það að hafa bara gítar og rödd. „Ég syng meira á þessari plötu en fýrri plötum og þegar maður er að tala um söng er það ákveðinn stíll, minn stíll, eins og ég syng. Þessi plata er engin tímamót í mínu lífí. Þetta er bara eitthvað sem mig langaði til að gera og gerði því og hafði gaman af.“ Árni segist munu sinna tónlistinni áfram eins og hingað til, í það minnsta á meðan hann hafí gam- an af þvi, en það verði eins og áður hluti af fjölbreyttri iðju. Viðtal Árni Matthíasson Fastir vextir eyða óvissu NEFND sem fjallaði um vaxtamyndun á lánsfjármarkaði leggur m.a. til í skýrslu sinni að frá og með næstu áramótum verði einung- is heimilað að hafa fasta vexti af verðtryggðum útlánum. Þó verði lieimilt að endurskoða vexti á lánstímanum á nokkurra ára fresti með hliðsjón af markaðsaðstæðum og hafi lántakandi þá rétt til að greiða skuld sína upp. Finnur Sveinbjörnsson, formaður nefnd- arinnar, segir þetta mikið réttlætismál, því við núverandi aðstæð- ur séu lántakendur í mikilli óvissu um hvort þeir vextir sem þeir semdu um hækkuðu á lánstímanum og hvort þeir gætu staðið undir vaxtabyrðinni. Nefndin vill að jafnframt verði hugað að því hvort ástæða sé til þess að draga úr breytanleika vaxta á verðtryggðum innláns- reikningum þannig til dæmis að vextir væru einungis breytanlegir við upphaf hvers binditímabils. Finnur sagði að bankarnir gætu í dag breytt vöxtum á verðtryggð- um útlánum hvenær sem væri og Ungir jafnaðarmenn krefjast sameiginlegs borgarst)ómarframboðs Formaður FUJ and- vígrir ályktuninni STJÓRN Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík samþykkti á fundi sínum sl. þriðjudag ályktun þar sem þess er krafist að fulltrúaráð Alþýðuflokksins í borginni hefji formlegar viðræður við fulltrúa minnihluta borgarstjórnar um sameiginlegt framboð fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Formaður FUJ, Bolli Runólfur Valgarðs- son, var andvígur ályktun stjórnarinnar og segir forsendurnar fyrir sameiginlegu framboði alls ekki fyrir hendi. Leshringir í Langholts- kirkju TVEIR leshringir verða í Lang- holtskirkju í október og nóvem- ber. Heimspeki Sörens Kierkegaards þar sem lesin verður Endurtekning- in ásamt völdum textum. Leshring- urinn hefst sunnudaginn 17. októ- ber kl. 15 og verður síðan vikulega í sex skipti. Trúarstef í ritum Halldórs Lax- enss þar sem lesnir verða valdir kaflar úr skáldverkum Laxness og rýnt í þau trúarstef sem þar er að fínna. Leshringurinn hefst sunnu- daginn 17. október kl. 17 og verður síðan vikulega í sex skipti. Umsjón með leshringjunum hafa Brynjólfur Magnússon, Kristján B. Jónasson og Haukur Ingi Jónasson. Bolli kveðst í grundvallaratriðum ekki vera andvígur sameiginlegu framboði og að málefnalegur ágreiningur flokkanna sé ekki mik- ill. Einnig hafi verið lögð fram gögn á fundi félagsins um að hjásetu kjósanda megi rekja til fjölda fram- boðsflokkanna sem sýni að ákjósan- legt væri að aðeins tvær hreyfingar væru í framboði. Hins vegar séu rökin gegn slíku framboði fleiri en þau sem mæli með því. „Það er yfirlýst stefna alls almenns Alþýðu- flokksfólks að bjóða fram eigin lista, eins og kom fram á seinasta aðalfundi fulltrúaráðs flokksins. Þetta og fólk sat heima í seinustu borgarstjórnarkosningum vegna óánægju með þáverandi tilhögun,“ segir Bolli. Andstaða hjá fleirum Hann segir einnig andstöðu við sameiginlegt framboð innan Al- þýðubandalagsins og Framsóknar- flokksins, og segir endurteknar umræður um sameiginlegt framboð ems og að beija höfðinu við stein. „í formlegum og ófonnlegum við- ræðum flokkanna hafa þeir gengið út frá sérlistaframboðum, en þar hefur komið fram einlægur áhugi á að móta grófa, sameiginlega málefnaskrá og við viljum koma fram sem raunhæfur valkostur með þeim hætti,“ segir Bolli og kveðst búast við að ályktun stjórnar FUJ verði borin upp á næsta fundi full- trúaráðsfundi Alþýðuflokksins í Reykjavík. sumir einstaklingar sem tekið hefðu lán þegar vextirnir voru lág- ir hefðu lent í því að þurfa allt í einu að greiða allt upp í 9-10% vexti. Það væri því óheppilegt fyr- ir lántakendur að vita ekki hvort þeir hefðu möguleika á að standa undir þessum vaxtakostnaði. Þetta þýddi líka að vaxtabyrði allra lán- takenda sveiflaðist eins á sama tíma sem væri á ýmsan hátt óheppilegt. Finnur benti á að Seðlabankinn hefði í dag heimild samkvæmt Ólafslögum til að ákveða að vext- ir af verðtryggðum lánum væru fastir, en það hefði þó aldrei verið gert. Um útfærslu þessarar hug- myndar sagði Finnur hugsanlegt að bestu lántakendurnir fengju kannski 8% fasta vexti í einhvern tiltekinn tíma, eitt til þijú ár, óháð breytingum á öðrum vöxtum, sem yrðu svo endurskoðaðir með hlið- sjón af markaðsaðstæðum en aðr- ir lántakendur gætu þurft að semia um hærri fasta vexti. Ford Escort og Mondeo sýndir HELGINA 16. og 17. október n.k. mun Globus hf, kynna 1994 árgerð- irnar af Ford Escort og Ford Mondeo. Nýjungarnar í 1994 ár- gerð af Escort eru þær að aukið hefur verið við staðalbúnað bílsins og úrval aukahluta sem hægt er að panta aukið verulega. Helstu breytingar á Escort eru á staðal- búnaði m.a. upphituð framrúða og upphitaðir útispeglar, afísun á 30 -90 sekúndum, samiitir stuðarar, ný sæti og ný áklæði, hæðarstillt ökumannssæti og rafstýrðir úti- speglar. Þá er hægt að panta aukalega loftpúða fyrir ökumann fyrir 42.000 kr. og fyrir 79.000 kr. fæst einnig loftpúði (líknarbelgur) fyrir farþega í framsæti, en margar gerðir í þessum stærðarflokki bíla bjóða ekki upp á þennan búnað. Áfram verða í boði 1400 og 1600 vélar og verðið á Esc- ort hefur aldrei verið jafn hagstætt. Þriggja dyra Ford Escort 1,4 CLX kostar nú 1.096.000 kr. Escort er fá- anlegur í 3ja, 4ra og 5 dyra útfærslum og sem skutbíll. Ford Orion sem und- anfarin ár hefur notið mikilla vinsælda verður ekki framleiddur áfram en Esc- ort 4ra dyra mun leysa hann af hólmi, en Ford Orion hefur ekki verið annað en 4ra dyra útfærsla af Escort. Ford Mondeo var fyrst kynntur hér á landi um mitt síðastliðið sumar og nú verða frumsýndar nýjar útfærslur af Ford Mondeo. Sjálfskipting er nú fáanleg í allar gerðir og einnig verður kynnt skutbflsútfærsla af Mondeo. Eftir að Mondeo var fyrst kynntur erlendis sl. vor, hefur hann hlotið mjög góðar undirtektir og er þegar farinn að safna verðlaunum. I boði verður áfram 2,0 lítra, 16 ventla, 136 hestafla Zeta vélin. Verðið á 4ra dyra Ford Mondeo 2,0 GLX er 7.789.000 kr. og Ford Mondeo skutbíll kostar frá 1.944.00. Sjálfskiptingin sem í boði er er 4 þrepa og hægt að velja um sparnaðar- eða sportskiptingu. Fýrir sjálfskiptan Mondeo þarf að greiða aukalega 93.000 kr. Sýningin á nýju 1994 árgerðunum af Escort og Mondeo verður opin frá kl. 12-17 báða dagana. ..—....» ♦ ♦-------- ■ OKTÓBERMESSA Kvenna- kirkjunnar verður haldin í Grens- áskirkju sunnudaginn 17. október kl. 20.30. Þema messunnar verður hin nýja byrjun sem hefst á hveiju hausti í hugum manna og gerðum. Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, prest- ur í Grindavík, prédikar. Hallfríður Ólafsdóttir leikur einleik á flautu og sönghópur Kvennakirkjunnar leiðir almennan söng við stjóm og undir- leik Sesselju Guðmundsdóttur. Kaffi í safnaðarheimilinu að lokinni messu. HJA ANDRESI Skólavörðustíg 22A - sími 18250 - póstkröfuþjónusta. Nýsending af jakkafötum...Verð kr. 14.900 Ný sending af fauelsbuxum .Verð kr. 1.790-5.600 Yfirhafnir og peysur í úrvali. Stakar buxur í úrvali.Verð frá kr. 1.000-5.600 og Ijtffeng tg. c> ^(Jiffiíjrácl CZOOOj ar~ 14.-17. október Verð aðeitis 2.900 kr.- Gestgjafar verða matreiðslumeistararnir Sigurður Hall og Rúnar Guðmundsson. Halldór Gunnarsson (Þokkabót) leikur á píanó. Njótið lítsins yfir úrvalsréttum úr íslenskri náttúru. Borðapantanir í síma 17759 Veitingahúsið Naust — J/r/<)w /jtrt) iál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.