Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993 9 §: o 5?O^T UTIVISTARBUÐIN við Umferðarmiðstöðina, símar 19800 og 13072. Veiðimenn - göngumenn Frábærir gönguskór á hausttilboði. Vatnsvarið leður (ca. 8 t.) hálfstífur veltisóli, víbram. Teg. 500. Breiddir 90-120-160 Opiðtil kl. 16.00 ídag. DiBBHnEg HÚSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGI 66, HAFNARFIRÐI, SÍMI 654 100 DICO járnrúm Ný sending - mikið úrvnl Teg. 596. Breiddir 90-140-160 Teg. 778. Breiddir 90 -140 -160 3JU miEÍF Bragi Hannesson Vandi lánastofnana Bragi Hannesson, forstjóri Iðnlánasjóðs, ritar grein um vanda lánastofnana í nýj- asta hefti Iðnlánasjóðstíðinda. Bendir hann þar m.a. á þann vanda sem komið getur upp er lánastofnun leitast við að tryggja hagsmuni sína og hagsmunir hennar fara þar af leiðandi ekki lengur saman við hagsmuni starfandi fyrirtækja. Rekstrarerfið- leikar og gjaldþrot í grein sinni í Iðnlána- sjóðstíðindum segir Bragi Hannesson: „Miklir rekstrarerfiðleikar og gjaldþrot fyrirtælga hafa sett svip sinn á starfsemi iánastofnana. Vandamál þessi eru meiri en þekkst hafa hér um árabil, en eiga sér hliðstæðu í ná- lægum löndum. Munurinn er sennilega sá, að aðrir eru að færast upp úr öldudalnum, þegar við erum á botni hans. Sömu eru orsakir vandans hér og erlendis, þótt einhæft atvinnulif á Islandi auki andstreymið. Viðbrögð ráðamanna lánastofnana hafa verið á sama veg hér og annars staðar. Reynt er með flestum ráðiun að draga úr tapi útlána m.a. með yfirtöku eigna, stofnun rekstrarfélaga og eign- arhaldsfélaga, sem eru í eigu fjármálastofnana. Þá hefur reynst nauðsyn- legt að ieita til hins opin- bera um íjárframlög og ábyrgð til að tryggja nægilega eiginfjárslöðu lánastofnana í samræmi við alþjóðareglur. Allt eru þetta kunnir hlutir, en hafa verið seinna á ferð- inni hér á landi en erlend- is. Ekki verður framhjá því litið að hagsmunir lánastofnana og starfandi fyrirtæhja eru ekki þeir sömu oft og tíðum, þegar lánastofnun leitast við að tryggja hagsmuni sína. Á þessu vandamáli eru tvær andhverfar hliðar. Ann- ars vegar getur lána- stofnun í kraftí styrks og stærðar valdið öðrum fyr- irtækjum tjóni og hins vegar geta sterk fyrir- tæki komist yfir eignir og aðstöðu með reyfara- kaupum og þar með náð sterkri markaðsstöðu. Hér rekast því oft á hags- munir lánastofnana og fyrirtækja. Þegar þessi hagsmunaárekstur er veginn og metinn, hefur sjaldan verið minnst á aðra hagsmuni eins og lánstraust fjármálastofn- ana og íslenska rikisins. Kunnari eru þær afleið- ingar útlánatapa fjár- málastofnana, að vextir eru hærri en efni standa til vegna þess að ráða- menn þeirra leitast eðli- lega við að afla aukinna tekna tii þess að hafa upp í töpin. Aðgerðaleysi eða innheimtuaðgerðir, sem ekki taka tillit til varð- veislu verðmæta, auka aðeins tap og tjón og hafa í för með sér hærri vexti.“ Lánstraust varðveitt Áfram segir í grein Braga: „Athyglisvert er hversu íslenskum lána- stofnunum hefur tekist að varðveita lánstraust sitt á erlendum Iánamörk- uðum, þrátt fyrir efna- hagslægð og erfiða af- komu. Þar hefur róð- urinn verið annar og þyngri fyrir flestar nor- rænar lánastofnanir. Á þessu eru ýmsar skýring- ar. Flestar íslenskar rík- isstofnanir hafa rikis- ábyrgð, lántökufjárhæðir eru smáar miðað við al- þjóðaviðskipti, stöðug- leiki og litál verðbólga ein- kenna efnahagslífið og auðlindir á þjóðin og nýt- ir þær með skipulögðum hætti. ítarleg og traust- vekjandi upplýsingamiðl- mi Seðlabanka íslands um íslensk efnahagsmál og fj ármálamar kað til er- lendra aðila hefur auk þess rennt stoðum undir tæðar lántökur. þetta er bent vegna þess, að miklir hagsmunir eru í húfi, þegar fjár- málastofnanir eru að verja útlán sín, ekki ein- göngu þröngir hagsmun- ir viðkomandi lánastofn- unar heldur hagsmunir allra viðskiptamanna hennar og þjóðfélagsins í heild.“ Leikreglur og samkeppni Loks segir í grein Braga: „Engu að síður verður ekki fram hjá því litið að lánastofnunum er vandi á höndum að raska ekki eðlilegri samkeppni eða neyta aflsmunar, þeg- ar þær neyðast til að taka þátt í atvinnurekstri til veradar hagsmunum sín- um. Hér hefur samkeppn- isráð og Samkeppnis- stofnun hlutverki að gegna. Æskilegt er, að mótaðar yrðu leikreglur, sem kvæðu á um aðkomu lánastofnana að atvinnu- fyrirtækjum, með hvaða hætti stjóra þeirra væri háttað og hvemig Ijúka ætti afskiptum af rekstr- inum. Hugsanlegt er að opinber aðili eins og Bankaeftirlit eða Sam- keppnisstofnun fylgdist með slíkum reglum eins og Bankaeftiiiit með setningum og fram- kvæmd útlánareglna. Erfiðir timar kalla á endurskoðun og endur- mat margra þátta í at- vinnulífinu. Þótt menn mæðist í vandamálunum má ekki gleyma því, að erfiðleikar hafa í sér fólgna möguleika til end- urskipulagningar og úr- bóta. Hér hafa lánastofn- anir miklu hlutverki að gegna, eins og að stuðia að samvinnu og samruna fyrirtælga, eðlilegum við- skiptaháttum og sterkari rekstrareiningum. Karnivalhátíð á Keflavíkurflugvelli ÁRLEG karnivalhátíð verður haldin á Keflavíkurflugvelli í dag og hefst hún klukkan 11.30. Áhugi fólks á þessum hátíðum hefur stöðugt aukizt ár frá ári. Hátíðinni lýkur í dag klukkan 17.30 og fer hún fram i stóra flugskýlinu við vatnstankinn, flugskýli nr. 885. Um það bil 20 ár munu vera síðan þessi hátíð var fyrst haldin. Sýndur verður m.a. búnaður slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli og þyrlur björg- unarsveitar varnarliðsins. Þá verða veitingar til sölu í básum, en allur hagnaður af þeirri sölu rennur til góðgerðarmála. íslenzkar krónur gilda sem mynt á hátíðinni, en að- gangur inn á svæðið er um svokallað Grænáshlið ofan við Njarðvíkur. Fólk er beðið um að sýna það tillit að taka ekki hunda með. DJORF OG OVENJULEG SKALDSAGA I Frönskum leik er fjallað á hispurslausan hátt um sérstakt kynferSislegt samband karls og konu. Höfundurinn, Vigdis Hjort, er einn vinsælasti rithöfundur Norðmanna og tekst hún hér á við athyglisvert efni sem margir hræðast. >— ekki v wsmw —-r ALMENNA BOKAFELAGIÐ H F

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.