Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993 21 Sophia Hansen lauk þriggja daga hungurverkfalli í gær Öll tyrkneska þjóð- in fylgdist með henni „ÞRÁTT fyrir að tyrknesk stjórnvöld hafi ekki haft samband við mig held ég að ég geti ekki sagt annað en að ég sé mjög ánægð með árangur hungurverkfallsins. Hér hjá Mannréttindasamtökunum höfum við verið umvafnar kærleik og hingað hefur verið stöðugur straumur fólks með blóm og hughreistingarorð á vörum. Fjölmiðlar hafa líka tekið okkur mjög vel. Þeir hafa sýnt málinu mikinn áhuga og fjallað um það á vandaðan og nærgætinn hátt,“ sagði Sophia Hansen rétt rúmum klukkutima áður en hún og Rósa Hansen, syst- ir hennar, luku þriggja daga hungurverkfalli í höfuðstöðvum Mann- réttindasamtakanna í Istanbúl í gær. Þröstur Ólafsson, aðstoðarmað- ur utanríkisráðherra, segir að sljórnvöld hafi beitt öllum mögulegum leiðum til að vinna í forræðismáli Sophiu. Hann segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögð tyrkneskra yfirvalda við tilmælum íslenskra yfirvalda. Sophia fór að læknisráði aðeins í þriggja daga hungurverkfall og lauk því síðdegis í gær. Hún sagð- ist finna fyrir töluverðum skjálfta vegna þess að hún hefði ekki haft tíma til að drekka nægilega mikið af vatni en að öðru leyti sagðist hún ekki kvarta. Klukkustundar langur þáttur var um forræðismálið i Húrriyet útvarpsstöðinni á fimmtudagskvöldið. Sjónvarpsstöð heittrúaðra sýnir áhuga Þá hefur fjöldi fjölmiðla vitjað Sop- hiu og hefur verið sagt frá hungur- verkfalli hennar í öllum helstu dag- blöðunum í Tyrklandi. Þá hafa tvær sjónvarpsstöðvar A-TV og Cannel 6 sýnt þætti um málið. í tengslum við það má geta þess að Atilla Guner, sem fjallað hefur um málið á Cannel 6 en var árið 1992 blaða- maður á dagblaðinu Milliyet, var í fyrra valinn blaðamaður ársins af blaðamannafélaginu í Istanbúl fyrir umijöllun sína um tyrknesk forræð- ismál. Þá kom fram í samtali við Sop- hiu að sjónvarpsstöð heittrúaðra hefði héimsótt hana í gær. Hún sagði að sér hefði ekki litist á blik- una í upphafi en allt hefði síðan gengið að óskum og sjónvarps- mennirnir hefðu ekki farið fyrr en þeir hefðu séð myndband af Dag- björtu þar sem hún lýsir því hvern- ig henni hefur verið misþyrmt og myndir frá mótmælum heittrúaðra við dómshúsið. Myndböndin hafa verið sýnd með reglulegu millibili í höfuðstöðvum Mannréttindasam- takanna á meðan á hungurverkfall- inu hefur staðið. Sophia sagðist vera ánægð með árangur hungurverkfallins þó hann kæmi ekki að fullu í ljós fyrr en eftir nokkra daga. Þá sagðist hún vona að aðgerðirnar hefði borist til eyrna dætra sinna. „Þannig að þær viti að ég sé búin að gera allt til að reyna frelsa þær úr þessari ánauð,“ sagði Sophia. Aðgerðir stjórnvalda Benedikt Sveinsson, kvensjúk- dómalæknir, hefur gagnrýnt íslensk stjórnvöld fyrir að hafa ekki unnið af nægilegum krafti að máli Soph- iu. Þröstur Ólafsson, áðstoðarmað- ur utanríkisráðherra, sagðist ekki telja að hægt hefði verið að gera annað en gert hefði verið 5 málinu. „Við höfum veitt peninga til málsins eins og við höfum getað og unnið eins og hægt hefur verið eftir þeim pólitísku og diplómatísku leiðum, sem við höfum, til að finna lausn á þessu máli. Höfum ekki sparað neitt af okkar möguleikum til þess,“ sagði Þröstur og minnti á að málið væri rekið sem einkamál í Tyrk- landi og hlutverk stjórnvalda væri því aðeins að reyna að tryggja að niðurstöðum dómstóla væri fylgt. Þannig hefði verið lagt hart að tyrk- neskum stjórnvöldum að tryggja umgengnisrétt Sophiu við dætur sínar. „Ég hef tvisvar farið til Tyrk- lands vegna málsins og rætt við alla þá háttsettu menn sem hægt er að tala við upp í ráðherra. Þeir hafa alltaf verið mjög skilningsríkir og tekið vel á móti mér með loforð- um um að þeir geri allt sem þeir geti til að grípa inn í þetta og það hefur farið á stað einhver athugun og skoðun og síðast var skipaður rannsóknardómari til að skoða alla málsmeðferðina en enn hefur ekki orðið annar sjáanlegur árangur,“ sagði Þröstur. Liðlega 500.000 kr. höfðu safn- ast í Landssöfnun til styrktar bar- áttu Sophiu Hansen í gær. Tekið er við framlögum í síma 91-684455. Systkini GUÐMUNDUR Helgi Guðmundsson, Sophia Hansen og Rósa Hansen við réttarhöld í undirrétti í Istanbúl í fyrra. Skýrsla vaxtanefndar um verðtryggingu Oæskileg áhrif á vaxtamyndun ÚTBREIDD verðtrygging skapar innlendum fjármagnsmarkaði óæskilega sérstöðu, að mati nefndar viðskiptaráðherra sem fjallaði um vaxtamyndun á lánsfjármarkaði. Bendir hún á að notkun verð- tryggingar í bönkum og sparisjóðum hafi leitt til tvöfalds vaxtakerf- is. Segir nefndin meðal annars að sérkjarareikningar banka og spari- sjóða valdi því að þeir viti ekki í hve miklum mæli þeir "hafi tekið á ’ sig verðtryggðar eða óverðtryggðar skuldbindingar fyrr en eftir á. Telur nefndin í skýrslu sinni að raunir íslenskra verðbréfafyrir- verðtrygging í bankakerfinu hafi tækja til að selja erlendum íjárfest- óæskileg áhrif á vaxtamyndun í bankakerfinu þar sem hún leiði til þess að lántakandi taki á sig alla verðbólguáhættu en lánveitandinn sé firrtur allri áhættu auk þess sem verðtrygging valdi því nánast sjálf- krafa að raunvextir hér á landi svei- flist með öðrum hætti en erlendis og verði aldrei neikvæðir. Verð- trygging kunni einnig að hafa ýtt ennfrekar undir lánsfjáreftirspurn heimila. Segja skýrsluhöfundar að til- um innlend verðbréf og alþjóðlegt útboð Norræna fjárfestingarbank- ans á bæði verðtiyggðum og óverð- tryggðum skuldabréfum í íslensk- um krónum árið 1991 hafi leitt í ljós að erlendir fjárfestar kunni lítt að meta verðtryggð skuldabréf hvort sem það stafi af ókunnugleika eða af þeirri óvissu sem stafi af því að hægt sé með einfaldri stjórn- valdsaðgerð að breyta grundvelli lánskjaravísitölu fyrir eldri fjár- skuldbindingar. Formaður Skotveiðifélags Reykjavíkur eftir fyrsta veiðidagiiin Rjúpnaveiði gekk betur en fyrir ári Landeigendur hafa bannað rjúpnaveiði víða í landareign sinni RJÚPNAVEIÐITÍMABILIÐ hófst í gær, 15. október, og stend- ur til 22. nóvember. Það er stytt um mánuð frá því sem tiðkast hefur seinustu ár að tilhlutan umhverfismálaráðuneytisins, og segir Jón S. Bragason formaður Skotveiðifélags Reykjavíkur að styttingin sé ekki byggð á vís- indalegum rökum heldur tilfinn- ingasemi, og frekar eigi að tak- marka atvinnuveiðar en að stytta veiðitímann. Landeigendur hafa víða bannað skotveiðar á landi sínu, og m.a. eru 20 ferkílómetra svæði í Vestur- Olfusi lokað. Jón var nýkominn frá rjúpnaveiði þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær. Kveðst hann hafa rætt við um tug veiðimarína sem hafi alla sömu sögu að segja, þ.e. að veiðin sé betri en í fyrra og hafi aflinn verið á bilinu 10 til 30 ijúpur hjá þeim sem hann ræddi við. Veiðisvæði víða lokuð Víða er búið að auglýsa lokun veiðisvæða og þannig hafa eigendur um 11 jarða í Vestur-Ölfusi ákveð- ið að banna skotveiðar í stórum hluta votlendisins við Ölfusfora, eða alls um 20 ferkílómetra svæði. Guð- mundur A. Birgisson, bóndi á Núp- um segir að á þeim jörðum sem banni skotveiði liafi verið sett upp skilti með skýrum skilaboðum til veiðimanna, en Pokasjóður Land- verndar styrkti gerð skiltanna og uppsetningu með hálfri milljón króna. Rjúpnaverndarfélagið og Sam- band dýraverndunarfélaga íslands hafa skorað á yfirvöld að friða ijúp- una nú þegar, og beina þeim tilmæl- um til almennings að endurskoða neyslu á ijúpum um jólahátíðina. Hins vegar hafa mörg félög skot- veiðimanna sent frá sér mótmæli vegna þeirrar ákvörðunar umhverf- isráðherra að stytta veiðitímabil á ijúpu. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/ReykjanesbrauL Kopavogi, sími 571800 ^ Opið laugardag kl. 10-17 Opið sunnudag kl. 13-18 Bíll fyrir vandláta Mercedes Benz 260 SE ’87, hvítur, sjálfsk., ek. 90 þ., leðurklæddur, rafm./hiti í sætum, sóllúga, álfelgur o.fl. V. 3,3 millj., sk. á ód. BORNIN HEIM! ALMENN FJÁRSÖFNUN STENDUR NÚ YFIR Þrátt fyrir rúmlega þriggja ára þrotlausa baráttu, helur hvorki gengiO né rekið í því aö ná börnunum Dagbjörtu og Rúnu heim frá Tyrklandi. Margir hafa lagt mátinu lið og sýnt viljann i verki, en 'betur má ef duga skal. Með samstilltum stuðnlngi íslensku þjóðarinnar má leiða þetta erfiða mái til farsælla lykta. Við skulum ðll eiga okkar þátt fþviað réttlætið sigri að iokum. Hægt er að greiða framlag með greiðsiukorti. Hafið kortið vlð höndina þegar þér hrlngið. Einnlg er hægt að greiða með giróseðli sem sendur verður heim. - SÖFNUNARSÍMI: 91-684455 VIÐ ERUM VIÐ SÍMANN KL. 10-22. Fjórgæsluaðili: Londsbanki íslands. Samstarfshópurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.