Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1993 7 Úlfar Fjölmenni í kirkjubyggingu MIKILL mannfjöldi var við fyrstu athöfnina í nýrri Isafjarðarkirkju á sunnudag. ísafjörður Kirkjuklukkur hljóma eftir sex ára þögn Ísafirði. HLJÓMUR kirkjuklukkna barst um ísafjörð á sunnudag í fyrsta sinn í rúm sex ár eða síðan ísafjarðarkirkja brann í júlí 1987. Mikill fjöldi sóknarbarna var í kirkjunni þegar sóknarpresturinn, séra Magnús Erlingsson, stjórnaði þar stuttri athöfn. Kirkjan er nú uppsteypt og að verða fokheld og forráðamenn sóknarinnar ráðgera að hægt verði að halda jólin hátíðleg í kirkjunni á næsta ári, en til þess þarf rausnar- leg framlög sóknarbarna og ann- arra velunnara kirkju og safnaðar. Oddfellowfélagar á Isafirði afhentu álitlega upphæð svo og Kvenfélagið Hlíf í tilefni þessara tímamóta og mikið kom í söfnunarbauk sem sett- ur hafði verið upp í kirkjunni. Augljóst var að mikill áhugi var meðal fólks um byggingu kirkjunn- ar, en áætlað var að á fjórða hund- rað manna væri við þessa stuttu athöfn, þar sem kirkjukórinn söng, sóknarpresturinn flutti ræðu og bænaorð, formaður sóknarnefndar, Björn Teitsson, og formaður fjáröfl- unarnefndar kirkjubyggingarinnar, Hlynur Snorrason, fluttu ávörp.- Söfnuðurinn bað saman Faðirvorið og söng Yfir voru ættarlandi. Síðan gaf fólk sér tíma til að fá sér kaffi- sopa og skoða teikningar af kirkj- unni og ganga um sali. Kirkjuklukk- urnar sem hljómuðu í dag eru þær sömu og hljómuðu í gömlu kirkj- unni og yljuðu kirkjugestum greini- lega um hjartaræturnar. Heilbrig-ðisráðherra hættir við lokun Gunnarsholts Verði sjálfstæð stofnun á vegum þríggja ráðuneyta GUÐMUNDUR Árni Stefánsson, heilbrigðisráðherra hefur fallið frá áformum um lokun Gunnarsholts og sett fram þá hugmynd að Gunnarsholt verði gerð að sjálfstæðri stofnun með eigin stjórn og framkvæmdastjóra og stofnunin skilgreind sem heimili og vinnustaður. Gengur hugmynd ráðherra út á að auk heilbrigðis- ráðuneytis, muni dómsmálaráðuneyti (vegna hugsanlegra úrræða í fangelsismálum), félagsmálaráðuneyti og sveitarfélög (vegna framfærsluskyldu þeirra) auk heimamanna standa að stofnuninni í framtíðinni, leggja henni til rekstrarfé auk þeirra sértekna sem stofnunin sjálf aflar. Á næstunni verður skipaður vinnuhópur með aðild fulltrúa frá viðkomandi ráðuneytum, forstöðu- manns Gunnarsholts og oddvita Rangárvallahrepps til að fullvinna þetta mál. Kostnaði skipt í Ijárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að ná 30-40 milljóna króna sparnaði í áfengismeðferðar- málum með lokun Gunnarsholts. Jón H. Karlsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, sagði að ráð- herra hefði ekki fallið frá áformum um að ná fram þessum sparnaði en umræða um starfsemina í Gunn- arsholti hefði leitt í ljós að hún væri talsvert víðtækari en eiginleg áfengismeðferð, og heyrði því að hluta til undir önnur ráðuneyti en ekki eingöngu áfengismeðferð á vegum Ríkisspítala. „Það hlýtur að kosta það sama að reka staðinn eftir sem áður en við teljum að sá hluti sem snýr að heilbrigðisráðu- neytinu sé ekki eins stór og verið hefur. Ef þessi hugmynd verður samþykkt má reikna með að kostn- aðurinn skiptist á milli ráðuneyta," sagði Jón. Alþjóðamót Hellis Markus Stangl sigraði ÞÝSKI stórmeistarinn Markus Stangl sigraði á alþjóðamóti Taflfélagsins Hellis sem lauk um helgina. íslensku þátttakendurn- ir áttu möguleika á áföngum að alþjóðlegum titlum fram á síð- ustu umferð. Stangl hlaut 6V2 vinning í níu skákum og tapaði aðeins einni skák, fyrir Helga Áss í annarri umferð. í öðru sæti varð hollenski alþjóðlegi meistarinn Johan van Mil með 6 vinninga. Jafnir í 3.-6. sæti með 5‘/2 vinning voru Þröstur Þórhallsson sem varð efstur ís- lendinganna, Einar Gausel frá Noregi, Colin McNab frá Skotlandi og Bjarke Kristensen frá Dan- mörku. Ágúst Sindri Karlsson kom á óvart með því að ná í 7.-9. sætinu með fimm vinninga. Var hann aðeins hársbreidd frá því að ná alþjóðlegum titli. Opið mánudaga til föstudaga 9-18. Laugardaga 10-16. SIMI 91-677332 öll verö eru stgr.verð m/VSK. FAXAFEN9 Baðkör 1 Sturtubotnar Formað með armhvílum, króm- handföngum og hljóðeinangrun. 170x75 Kr. 10.900 160x75 Kr. 9.950 170x70 Kr. 6.940 160x70 Kr. 6.520 140x70 Kr. 5.790 Heill sturtu- klefi m/horn- opnun eða framopnun. Með 80x80 cm. sturtu- botni, blönd- unartæki, sturtustangar- setti, vatnslás o.fl. Kr. o 29.893 Sturtuklefi m/öryggisgleri og hvítum prófílum. Vandaðar rennihurðir m/segullokun. 70x70 cm. 80x80 cm. 90x90 cm. 70x70 Kr. 2.650 80x80 Kr. 2.950 Handlaugar m/veggfestingum. 55 cm Kr. 2.490 45 cm Kr. 2.290 í borð: 55x47 cm Kr. 6.420 60x49 cm Kr. 10.990 64x52 cm Kr. 6.990 WC sett með stút í vegg eða yfirbyggt í gólf m/harðri setu. 9.300 Baðkers- hlið með PVCog Akryl-gleri. Hvítir prófílar. HVERFAFUNDIR BORG ARSTIORA 1993 Komdu hugmyndum þínum á framfæri vib Markús Örn Antonsson borgarstjóra milliliðalaust 3.FUNDUR Háaleitishverfi, Smáíbúða , Bústaba- og Fossvogshverfi Þribjudagur 2. nóvember kl. 20.30 í Félagsheimili Hreyfils á mótum Fellsmúla og Grensásvegar. Fundarstjóri: Jóna Gróa Siguröardóttir. Fundarritari: Eyþór Þórðarson. REYKJAVIK ÖFLUG BORG í ÖRUGGUM HÖNDUM Þín skoöun skiptir mT máli!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.