Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1993 Þrotabú Hótels Norðurlands Fjögur tilboð bárust FJÖGUR tilboð hafa borist í eignir Hótel Norðurlands, en frestur til að skila inn tilboðum er nýliðinn. Hótel Norður- land varð gjaldþrota fyrir nokkru og voru eignir þess auglýstar til sölu í framhaldi af því. Hreinn Pálsson skiptastjóri þrotabús Hótels Norðurlands sagði að tilboðin fjögur væru nú til skoðunar hjá helstu veðhöfum, en þeir eru m.a. Iðnlánasjóður, Byggðastofnun og Ferðamála- sjóður. Þrotabúið rekur hótelið Hótel Norðurland eru við Gei- slagötu, húseign á þremur hæðum með 28 tveggja manna herbergj- um, litlum fundarsal og veitinga- sal fyrir um 60 manns ásamt bar. Frá gjaldþroti hefur þrotaþúið rekið hótelið og svo verður væntanlega áfram þar tii veðhafar hafa tekið afstöðu til tilboðanna og samningar nást við nýja rekstraraðila. Fyrirlestur haldinn um star fsgr einingu Með stolið tékkhefti MAÐUR var handtekinn í Kjallaranum um hádegi á sunnudag grunaður um að skrifa út ávísanir úr stolnu tékkhefti. Hann var færður í fanga-' geymslu lögreglunnar á Akur- eyri, en ekki reyndist unnt að yfirheyra manninn sökum ölv- unar fyrr en í gærmorgun. Við yfirheyrslu kom í ljós að hann hafði stolið tékkhefti undir höndum og hafði falsað úr því ávísanir fyrir talsverða upp- hæð. Morgunblaðið/Magnús J. Mikaelsson Hellulagt í Hrísey ALLAR götur í Hrísey hafa verið hellulagðar, en nú er verið að leggja síðustu hönd á hellulagningu Mið- brautar og var myndin tekin af vöskum hópi manna sem við það vinna. Iþrótta- og tómstundaráð raðar verkefnum á forgangslista Urbætur fyrir kuattspymu- menn efstar á listanum Dr. STEVEN Crohshaw prófessor við Guelph-háskólann í Kanada flytur fyrirlestur við Háskólann á Akureyri á morgun, miðviku- daginn 3. nóvember kl. 17.15 í stofu 24. ÚRBÆTUR fyrir knattspyrnumenn eru efstar á blaði íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrarbæjar sem hefur að beiðni bæjarráðs skoð- að erindi frá íþróttafélögum í bænum um samstarfssamninga og raðað þeim upp í forgangsröð. Fyrirlesturinn nefnist „Starfs- greining — nýting slíkrar grein- ingar við stefnumótun og starfs- mannastjórnun". Þess er sérstak- lega vænst að þeir sem áhuga Á fundinum höfðu framsögu Guðný Sverrisdóttir formaður um- dæmisnefndarinnar og Sigríður Stef- ánsdóttir bæjarfulltrúi á Akureyri og fulltrúi í umdæmisnefnd. Guðný rakti markmið þau sem sett hefðu verið fram fyrir tillögunni um sameiningu sveitarfélaga. Kvað hún miklar breytingar hafa orðið á búsetu fólks á umliðnum árum auk mikilla fram- fara í samgöngumálum en það hefði ekki haft teljandi breytingar á sveit- arfélagamörkum í för með sér. Sem eitt sveitarféiag yrði Eyjafjörður hafa á rekstrarfræði eða fást við stjórnun fyrirtækja komi og kynni sér hvað dr. Cronshaw hefur fram að færa, en öllum er heimill að- gangur. sterkara mótvægi við höfuðborgar- svæðið og þannig mætti leysa úr læðingi vilja og atorku heimamanna til framfara fyrir svæðið allt. Stíga skrefið til fulls Sigríður Stefánsdóttir skýrði hug- myndir að uppbyggingu stjórnkefis fyrir eitt sveitarfélag við Eyjafjörð, sem unnar voru af nefnd sem skipuð var af Héraðsnefnd Eyjafjarðar. Varpaði hún fram þeirri spumingu til fundarmanna hvort ríkisvaldi væri betur treystandi til að halda uppi Fimm félög sendu inn umsóknir um framkvæmdir á sínum svæðum, bæði til bygginga félagsheimila og þjónustu en sveitarfélögum. Svaraði hún fyrir sig að hún teldi svo ekki vera. Taldi hún það óraunhæfan kost að sameina sveitarfélögin í áföngum með það að markmiði að Eyjafjörður yrði að lokum eitt sveitarfélag. Flestir fundarmanna sem til máls tóku á fundinum lýstu ánægju sinni með fundinn og kváðust ánægðir með tillögu umdæmisnefndar og auknar upplýsingar um hugmyndir að stjómkerfí nýs sveitarfélags. í máli þeirra kom fram að með tilliti til síaukinna samstarfsverkefna sveitarfélaga á svæðinu og bættum samgöngum væri fækkun þeirra ein- boðin og ekki væri hægt að líta til framtíðar með Eyjafjörð sundur-. skiptann í mörg sveitarfélög. Fréttaritari bættrar aðstöðu á félagssvæðum. Samtals er áætlað að kostnaður við þessar framkvæmdir geti numið um 500 milljónum króna. Mörg verkefni bíða Umsóknirnar eru frá Skautafé- lagi Akureyrar vegna yfirbyggingar á skautasvell og búningsaðstöðu, en kostnaður er áætlaður um 86 milljónir króna. Skotfélag Akur- eyrar sendi inn umsókn vegna frá- gangs á svæði og til húsbyggingar og er áætlaður kostnaður um 5,6 milljónir króna. Skíðagönguhús í Hlíðarfjalli, sem Skíðaráð Akur- eyrar hefur óskað eftir, er talið kosta um 4,5 milljónir króna. Hesta- mannafélagið Léttir sendi inn um- sókn vegna byggingar reiðskemmu sem álitið er að kosti um 24 milljón- ir. Þá kemur fram í bókun ráðins að vitað sé að úrbóta er þörf yfir knattspyrnumenn í formi gervigras- vallar og/eða yfirbyggðs vallar. Áætlaður kostnaður við gervigra- svöll er á bilinu 80 til 100 milljónir og við yfirbyggðan völl 250 til 300 milljónir króna. Urbætur fyrir knattspyrnumenn eru settar efst á forgangslista íþrótta- og tómstundaráðs, þá yfir- bygging skautasvells, gönguhús í Hlíðarfjalli, aðstaða Skotfélagsins og loks reiðhöll. íþrótta- og tómstundaráð telur að ekki sé svigrúm til að gera nýja samninga um framkvæmdir fyrr en núverandi samningar eru búnir, þ.e. árið 1995, það ár yrði hægt að gera samstarfssamninga við íþróttafélög þannig að fyrsta greiðsla yrði árið 1996. Hugsanlegt er þó talið að hægt verði að að- stoða félög eins og Skotfélagið með framlagi úr vélasjóði strax á næsta ári. ------» » ♦----- Jeppa stolið BLÁUM Cherokee-jeppa var stolið í Hamragerði á Akureyri aðfaranótt síðastliðins sunnu- dags. Jeppinn er af árgerð 1988 og með skrásetningarnúmerið R- 20160. Hann hefur ekki fundist þrátt fyrir leit. Þeir sem geta gef- ið upplýsingar eru beðnir að láta Rannsóknarlögregluna á Akureyri vita. ------» ♦ »----- ■ KYRRÐARSTUND verður í hádeginu á morgun, miðvikudaginn 3. nóvember, frá kl. 12 til 13 í Gler- árkirkju. Orgelleikur, helgistund, altarisganga og sameiginlegur máls- verður. Kyrrð og friður á miðjum degi í Guðshúsi. Á fimmtudag, 4. nóvember, kl. 18.15 verður fyrir- bænastund í kirkjunni. Kynningarfundur um sameiningu sveitarfélaga Ekki litið til framtíðar með Eyjafjörð sundurskiptan Dalvík. FYRSTI kynningarfundur umdæmisnefndar á Norðurlandi eystra á tillögum um sameiningu sveitarfélaga við Eyjafjörð var haídinn á Dalvík á laugardag. Fundurinn var haldinn fyrir íbúa við utanverðan Eyjafjörð að vestan og var hann vel sóttur. Greinilegt var á fundar- mönnum að þeim komu til að afla sér fróðleiks frekar en að láta í ljós álit sitt eða hefja mikia rökræðu. J'e/kur ob ^æra Ceorg yfirsparíbaukur íslandsbanka hjálpar krökkum, 12 ára og yngri, ab spara og fá vexti og verölaun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.