Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1993 23 Eiturlyf talintengj- ast dauða Phoenix Los Angeles. Reuter. DÁNARORSÖK leikarans River Phoenix, er hné niður fyrir utan skemmtistað í Los Angeles aðfararnótt sunnudags, er enn ókunn. Þó er talið að hún tengist ofneyslu eiturlyfja en vitni full- yrða að yngri bróðir Phoenix hafi beðið um hjálp vegna þess að Phoenix hefði tekið inn valium eða einhver önnur lyf. Skömmu áður en hann hné niður hafi hann hegðað sér einkennilega og svo virtist sem hann hefði fengið áfall af einhverju tagi. Sagði sjúkraliði sem kom að Phoenix að honum hefði virst um dæmi- gerð áhrif af ofneyslu kókaíns að ræða. River Phoenix var 23 ára og hafði öðlast frægð fyrir leik sinn í kvikmyndum allt frá unglingsárum. Hann vakti fyrst athygli fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Stand by me“ árið 1986, þá sextán ára. Meðal þeirra mynda sem hann hefur leikið í á síðustu árum eru „Sneakers", „Indiana Jones and the last Crusade“, „My Own Private Idaho“ og „Little Nikita". Ólíkt mörgum barna- og unglingastjörnum var Phoenix talinn lifa heilbrigðu líf- Reuter Látinn River Phoenix var aðeins 23 ára er hann lést. erni. Hann var grænmetisæta og neitaði jafnvel að ganga í fatnaði úr leðri. Nafn River Phoenix vakti jafnan athygli en hann var skírður í höfuð- ið á fljóti lífsins í sögu Hermanns Hesse, Siddhartha. Hann var alinn að stórum hluta upp í Suður- og Mið-Ameríku þar sem foreldrar hans útbreiddu trú sértrúarflokks- ins Barna Guðs. Er Phoenix lést voru nokkrar vikur í að tökur hæfust á myndinni „Interview with a Vampire“ en þar átti hann að leika annað aðalhlut- verkið á móti Tom Cruise. Skógareldarnir í Suður-Kaliforníu Slökkviliðsmenn ná undirtökum Los Angeles. Reuter. . TALIÐ var að her- og slökkvilið hefðu náð tökum á þeim skógareldum sem enn loguðu í suðurhluta Kaliforníu í gær. Alls hafa um 700 íbúðarhús eyðilagst af völdum eld- anna og 73.000 hektarar gróðurlendis eru sem sviðin jörð. Eignatjónið er metið á um 500 milljónir dollara, jafnvirði 35 milljarðar króna. Barátta við eldana hefur staðið óslitið síðustu fimm sólarhringana. Alls loguðu eldar á 15 stöðum þeg- ar verst lét en í gær hafði tekist að slökkva fjóra stórelda og 50-90% samtals sex elda sem enn loguðu á afskekktum svæðum norður, suður og vestur af Los Angeles. Einna mest tjón varð í bænum Laguna Beach þar sem 330 hús eyðilögðust en í bænum Altadena eyðilögðust 115 hús. Heitur og þurr meginlandsvind- ur, Santa Ana-vindurinn, kynti und- ir eldunum og meðan hann geisaði fékkst ekkert við ráðið. í gær var búist við því að aftur hvessti en þó hvergi eins mikið og í síðustu viku. Yfirvöld hafa kallað skógareld- ana „eldhaf ’93“ og teljast þeir til mestu náttúruhamfara í Kaliforníu á þessari öld. Mildi þykir að enginn skuli hafa beðið bana af völdum eldanna en um eitthundrað manns hafa slasast, þar af 67 slökkviliðs- menn. Mikið tjón varð í Oakland í norðanverðri Kaliforníu árið 1991 af völdum jarðskjálfta. Biðu 25 manns bana, um 3.000 hús eyði- lögðust í eldsvoða og tjón var met- ið á 1,75 milljarða dollara. Skípun um hand- töku Benedettis Mílanó. Reuter. YFIRVÖLD á Ítalíu hafa gefið út skipun um handtöku Carlos De Benedettis, forstjóra stórfyrirtækisins Olivettis, en hann er gnmað- ur um að hafa greitt hundruð milljóna króna í mútur til að ná opin- berum verksamningum, meðal annars við Póst og síma í landinu. Óttast margir, að þetta mál geti haft alvarleg áhrif á fyrirtækið, sem stendur illa fyrir, og það er land og þjóð. Lögfræðingar Benedettis segja, að hann sé tilbúinn til að gefa sig fram við lögregluna og var búist við, að hann gerði það í dag. Þeir segja hins vegar, að handtökutil- skipunin sé hneyksli því að Bened- etti hafi sjálfur skýrt frá mútu- greiðslunum fyrir nokkrum mánuð- um og alltaf verið tilbúinn til að mæta fyrir dómara. Benedetti hefur þegar verið dæmdur í sex ára fang- elsi fyrir aðild að hruni Ambrosiano- bankans 1982 en það er mesta bankagjaldþrot á Ítalíu eftir stríð. Hefur þeim dómi verið áfrýjað. líka talið mikill álitshnekkir fyrir Spillingarákæran á hendur Benedetti er mikið áfall fyrir ítali alla því að hann er einn kunnasti athafnamaður í landinu og hefur ávallt notið mikillar virðingar. Hann sagði hins vegar þegar hann skýrði frá mútugreiðslunum, að hann hefði ekki átt annarra kosta völ. Annað- hvort hefði verið að taka þátt í leiknum og verða við íj'árkröfum stjórnmálamannanna eða hætta einfaldlega rekstrinum. 38.000 manns vinna hjá Olivetti, um helm- ingur þeirra á Italíu, en fyrirtækinu hefur vegnað illa síðustu þtjú árin. „Frumlegasti kvikmynda- leikstjóri okkar tíma“ látínn Reuter Á góðri stundu FEDERICO Fellini fagnar sérstökum Óskarsverðlaunum sem hon- um voru veitt fyrr á árinu fyrir framlag hans til kvikmyndagerð- ar. Með honum eru Sophia Loren og Marcello Mastrioanni. Róm. Reuter. ÍTALSKI kvikmyndaleikstjór- inn Federico Fellini lést á sunnudag, 73 ára að aldri, eftir að hafa verið í dái í tvær vik- ur. Leikarar, rithöfundar og stjórnmálamenn vottuðu minn- ingu Fellinis virðingu sína og bandaríski kvikmyndaleikstjór- inn Woody Allen lét svo um mælt að hann hefði verið „frumlegasti kvikmyndaleik- stjóri okkar tima“. Fellini gekkst undir 14 klukku- stunda hjartaskurðaðgerð í Zurich í júní síðastliðnum en í ágúst fékk hann hjartaáfall og lamaðist að hluta. Hann var í endurhæfingu á sjúkrahúsi í Róm þegar hjartað gaf sig aftur 17. október og hann var í dái eftir það. Hann hafði fengið háan hita og nýrnasýkingu þegar hann andaðist á sunnudag. Fellini fæddist í ferðamanna- borginni Rimini við Adríahaf 20. janúar 1920 og varð fýrst þekktur árið 1953 fyrir myndina „I Vitell- oni“ (Slæpingjarnir), sem fjallar um viðkunnanlega slæpingja og er almennt talin byggð á reynslu leikstjórans sjálfs á táningsárun- um. Fimm óskarsverðlaun Bandaríska kvikmyndaaka- demían sæmdi Fellini alls fimm óskarsverðlaunum. Fyrsta óskar- inn fékk hann árið 1954 fyrir myndina „La Strada" (Strætið), áhrifamikla sögu um einfalda bóndadóttur sem aflraunamaður í fjölleikahúsi keypti fyrir pasta- rétt og hvernig hann drottnaði yfir líkama hennar en ekki sál. Önnur óskarsverðlaunin fékk Fellini fyrir myndina „Le Notti di Cabiria" (Næturnar í Cabiria) árið 1957. Ein af þekktustu mynd- um hans er „La Dolce Vita“ (Ljúfa lífið), sem var gerð árið 1960 og fjallar um spillt „þotulið" sem eyðir tímanum í glæsigötunni Via Veneto i Róm. Aðalleikararnir í myndinni voru Anita Ekberg og Marcello Mastroianni, sem varð einn af þekktustu kvikmyndalei- kurum heims þótt hann næði aldr- ei valdi á enskunni. Myndin fékk gullpálmann á kvikmyndahátíð- inni í Cannes. Fellini gerði myndina „Otto e Mezzo“ (átta og hálfur) árið 1963 og fékk þriðju óskarsverðlaunin fyrir hana. Myndin er flókin blanda af raunveruleika og ímynd- un og var líklega nefnd „Otto e Mezzo“ vegna þess að Fellini taldi sig hafa leikstýrt átta og hálfri kvikmynd - sjö einn og þremur í samvinnu við aðra. Fjórðu óskarsverðlaunin fékk Fellini fyrir myndina „Amarcord" árið 1973 og í mars sl. fékk hann sérstök heiðursverðlaun fyrir ár- angursríkt ævistarf í þágu kvik- myndalistarinnar. Ásdís Maria Franklín, 15 óra Mílanó. Tókíó Hrund Teitsdóttir 16 óra Mílanö. New York riaustið '92 fgriSgJukéjgffiTSNewJork Starfandi fyrirsœtur íjMílanp! _ . J/á y\\í> I .w ' fóru þessarfjóráKstúlkur ó ■■Éi. -v . wfiSr „ ðnamskeiol n i s hjó Módel mynd| Ðva Eiriksdöttlr 15 óra Mílanó. New York Hrönn lohansen 18 óra Mílanó. New York Kennsluefni! ■ Sjálfsvörn m/Gallerý Sport ■ Dans ■ Ltkamsæfingar eftir kerfi Cindy Crawford ■ Ganga ■ Posur fyrir myndatökur ■ Bætt sjálfstraust ■ Feimni ■ Myndataka í tlmum Gestakennari frá Milanó og bókarí Ricciarda De Marzi. Kennslutœkni! MARTIN SNARIC sem er einn af færustu kennurum í Modeling og Posum ( U.S.A í dag! Börn! 4-6 ára, 7-9 ára, 10-12 ára Hreyfing, dans, feimni, tískusýning, leikræn tjáning, skemmtileg námskeið sem þú býrð aði Kennslustaðir! Reykjavík Ólafsvík Vestmannaeyjar Leit stendur enn yfirí M.A.A.I. fyrirsætukeppni í New York '94. Stig II. Ljósmyndastig. IV Kondor. Innritun er hafin sími677799, 677070 kl. 10-12, 13-17 Kvöldsími 687573. Afhending skírteina laugardag 6. nóv. kl. 14.00-18.00. Verið velkomin Model mynd er félagi í M.A.A.I. Suðurlandsbraut 50

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.