Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1993 44. ársþing Landssambands hestamannafélaga Mikilvægur áfangi í sameiningarmálum Vel horfir í baráttunni fyrir bættum reiðvegum Hestar Valdimar Kristinsson 44. ársþing Landssambands hestamannafélaga, sem haldið var í Varmahlíð í Skagafirði um helgina, fól stjórn að leita eftir viðræðum við Hestaíþróttasam- band Islands þar sem samtökin myndu sameiginlega kanna kosti og galla þess að sameina samtök- in í ein heildarsamtök hesta- manna. Einnig skal viðræðu- nefndin gera tillögu að skipuriti að sameinuðum heildarsamtök- um og skulu tillögur nefndarinn- ar lagðar fyrir hestamannafélög- in fyrir 1. september nk. Á mörgum þingfulltrúum var að heyra að meiri hugur fylgdi máli varðandi sameiningu nú en fyrir ári þegar ársþingið samþykkti að skip- uð yrði nefnd innan LH til að kanna þessi mál. Sigurður Magnússon framkvæmdastjóri íþróttasam- bands Islands flutti erindi seinni dag þingsins þar sem hann svaraði ýmsum spumingum sem fram komu í allsherjamefnd þar sem ijallað var um sameiningartillögur. í málflutn- ingi Sigurðar fengust svör við ýms- um brennandi spurningum og þykir líklegt að nú sé kominn góður vind- ur í sameiningarseglin. Heyrst hef- ur að væntanleg sé samhljóða til- laga á ársþingi HIS og lögð var fyrir þingið nú, en Hestaíþrótta- sambandið heldur sitt þing á Akur- eyri 19. og 20. nóvember nk. Reiðvegaáætlun í sjónmáli Annar og ekki síður mikilvægur málaflokkur, sem eru reiðvegamál- in, fékk umtalsverða og athyglis- verða umfjöllun. Hæst bar þar til- lögu frá Fáki þess efnis að samtök- in geri tillögu að breytingu á frum- varpi til vegalaga sem lagt var fram á síðasta löggjafarþingi íslendinga og verður væntanlega endurflutt á yfirstandandi þingi. Er þar lagt til að 3. málsliður 1. málsgreinar í 29. grein verði svohljóðandi: „Þar sem von er umferðar ríðandi manna skal við gerð skipulags og val á legu þjóðvega, svo og við klæðningu þeirra, leggja reiðveg innan veg- svæðis eða í nágrenni hans í sam- ráði við Vegagerðina og samtök hestamanna." Má hiklaust telja að nái þessi breyting inn í vegalög sé mikilvægum áfanga náð samfara því sem nú er unnið að gerð reið- vegaáætlunar á vegum LH og Vegagerðarinnar sem áætlað er að liggi fyrir í febrúar 1994. Þingið lýsti yfir eindregnum stuðningi við störf Sigríðar Sigþórsdóttur arki- tekts sem vinnur að gerð reiðvega- áætlunarinnar. Þá hvetur þingið aðildarfélögin til að benda sveitar- stjórnunum á að beita áhrifum sín- um við gerð aðal- og svæðaskipu- lags til að fá reiðvegi byggða sem lið í almennum framkvæmdum. Ennfremur beindi þingið því til sveitarstjórna að reiðvegaáætlunin verði samþykkt sem fylgiskjal gild- andi skipulags eða liggi sem grund- völlur fyrir aðal- eða svæðaskipulag í vinnslu. Hér er á ferðinni afar mikilvægur málaflokkur sem varðar alla hestamenn og nánast grund- vallaratriði að reiðvegir séu fyrir hendi svo hægt sé að stunda hesta- íþróttina. Reiðhjálmar í gæð- ingakeppnina Þingið nú var að flestra mati gott þing og flest mál afgreidd án nokkurra átaka. Undantekning frá þessu var þó þegar kom að umræðu og atkvæðagreiðslu tillögu um skyldunotkun reiðhjálma í gæð- ingakeppni. Urðu þar nokkuð snarpar umræður þar sem mátti skynja að keppnismenn væru marg- ir hveijir lítt hrifnir af skyldunotkun reiðhjálma. Þrátt fyrir frækilega vörn í málinu undir forystu Erlings Sigurðssonar, þess kunna keppnis- manns, er nú ljóst að sýnendur í gæðingakeppni komandi árs munu bera reiðhjálma eins og gert var í Þingforsetar voru Einar E. Gíslason á Skörðugili og Páll Dagbjarts- son í Varmahlíð og hafa þeir, þegar myndin er tekin, komið þing- haldinu í heila höfn, sem merkja má af svip þeirra. Þingfulltrúar voru þaulsetnir við atkvæðagreiðslu. íþróttakeppni þessa árs. 54 voru fylgjandi reiðhjálmanot.kun en 31 á móti. Þá voru einnig samþykkt til- mæli um að stjórnin beiti sér fyrir að fá felldan niður eða lækkaðan virðisaukaskatt af reiðhjálmum. Þá varð nokkur umræða um það hvort losa ætti hestamannafélögin undan gjaldskyldu til LH fyrir félagsmenn 13 ára og yngri. Svo sjálfsagt og gott sem málið sýndist við fyrstu sýn var það svo við nánari athug- un, að ekki þótti forsvaranlegt að samþykkja það. Meira að segja að- standendur tillögunnar mæltu ein- dregið með að hún yrði felld sem og var gert. Fjölmiðlum þakkað Af öðrum samþykktum má nefna breytingar á lögum um afgreiðslu lagabreytinga. Tvær tillögur lágu fyrir um það efni, önnur gerði ráð fyrir að einfaldur meirihluti réði en RAÐAUGÍ YSINGAR HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á ÍSAFIRÐI Hjúkrunarfræðingar óskast Hjúkrunarfræðingar óskast að Heilsu- gæslustöðinni á ísafirði. Hjúkrunardeildarstjóri í heimahjúkrun. Hjúkrunardeildarstjóri í ungbarna- og skólaheilsugæslu. Hjúkrunarfræðingur með búsetu á Suður- eyri. Starfskjör og vinnutilhögun eftir nánara sam- komulagi. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri HSÍ alla virka daga kl. 9.00-16.00 í síma 94-4500. Atvinna Óskum eftir vönu starfsfólki í snyrtingu og pökkun strax. Meðmæli skilyrði. Upplýsingar í símum 94-1536 og 94-1200. Oddihf., fiskvinnsla - útgerð, Patreksfirði. ' Rafsuðumaður Rafsuðumaður óskast til starfa hjá verktaka- fyrirtæki. Umsækjendur þurfa að hafa sveins- próf eða meistarapróf í rafsuðu og gild rétt- indi til rörasuðu. Önnur menntun og starfs- reynsla, er tengist vélbúnaði, viðgerðum og járnsmíðum, er æskileg. Skriflegar umsóknir, ertilgreini aldur, mennt- un og starfsreynslu, sendist til auglýsinga- deildar Morgunblaðisins, fyrir 11. nóvember, merktar: „Rafsuðumaður - 10968“. Listaverk til sölu eftir Svavar Guðnason, 45x60 cm, og 3 kort. Þetta eru eftirprentanir. Verð kr. 1.000 m/vsk. Einnig málverk, teikningar o.fl. eftir Svavar. Svavar Guðni Svavarsson, s. 21508, Freyjugötu 34, bakhús. Stórt íbúðarhúsn. óskast - langtímaleiga Viljum taka á leigu einbýlishús, raðhús eða stóra íbúð með a.m.k. 4-5 svefnh. Einnig kemur til greina húsnæði með tveimur íbúð- um í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi eða neðra-Breiðholti. Langtímaleiga. Upplýsingar í síma 658202. auglýsingar □ HLÍN 5993110219 IV/V 1 Frl. I.O.O.F. Rb. 4 = 1431128 - 8V2. III. E.T. 1 □ EDDA 5993110219 I 1 Frl. ADKFUK Holtavegi Fundurinn í kvöld kl. 20.30 er í umsjá hjónanna Kristbjargar Gísladóttur og Ragnars Schram. Yfirskrrft fundarins er: „Á slóðum Jesú". Allar konur velkomnar. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Þriðjudagskvöld 2. nóv. Opið hús í Mörkinni 6 (risi) kl. 20.30. „Drekkið kaffi með Eiríki*1 Mætið í „kaffispjall" og góðan félagsskap. Allir velkomnir. Næsta myndakvöld verður mið- vikudagskvöldið 13. nóvember í Sóknarsalnum. Munið að- ventuferðina í Þórsmörk 26.-28. nóvember (Þátttöku- listinn mun liggja frammi á opna húsinuj. Ferðafélag fslands. Myndakvöld fimmtud. 4. nóvember kl. 20.30 Sýndar verða myndir úr ferðum Útivistar m.a. úr ferðum yfir Fimmvörðuháls og af ferð i sum- ar um Tröllaskagann. ' Myndasýningin hefst kl. 20.30 í Iðnaðarmannahúsinu á Hallveig- arstíg 1. Kaffihlaöborð er innifal- Ið í aðgangseyri. Haustblót 6.-7. nóvember Á laugardag verða gönguferðir um Hellisheiöi, Hengilsvæðið og Grafning en á sunnudag verður farið um gjárnar á Þingvöllum. Gist verður í Nesbúð við Nesja- velli. Verð kr. 4.400/4.800. Inni- falið í miðaverði er kvöldmatur laugardag og morgunverðar- hlaðborð. Fararstjóri Björn Finnsson. Ath. að þeir, sem vilja taka þátt í lokaáfanga Þingvalla- göngu, verða sóttir í Nesbúð. Miöapantanir óskast staðfestar eigi sfða en miðvikudag 3. nóv. Útivist. Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Draumanámskeið verða haldin dagana 6., 13. og 20. nóv. í húsi félagsins í Garða- stræti 8. Leiöbeinandi er Guð- mundur Mýrdal. Meðal efnis er: 1. Kynning og rabb um drauma. 2. Að skilja hinar mismunandi persónur og hvaðsf þeim eru skuggar af okkar eigin per- sónu. Eða var þetta látið fólk? 3. Sjálfsheilunardraumar. 4. Draumar um fyrri æviskeið. 5. Draumar fyrir nútíðina. 6. Draumar fyrir framtíðina. Bókanir í símum 18130 og 618130. Stjórnin. •C > Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Guðmundur Mýr- dal, huglæknir, starfar á vegum félagsins frá og með 5. nóv. Bókanir í símum 18130 og 618130. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.