Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1993 15 HeUsum þér „félagi Napóleon“ eftir Sigurð Oskarsson Forsjáræðið Það er eins og hluti þjóðarinnar hafi á síðustu misserum og einkum þó síðustu vikum fyllst nokkurs kon- ar æði, ástandi sem fullorðnir skil- greina gjarnan sem dellu þegar ungl- ingar finna upp eitthvað sem heillar þá. Þetta æði flokkast þó ekki undir delluskilgreininguna. Hér er uppi umræða fyrir tilstuðl- an alvörufullra, ábyrgðarútlítandi og áhrifamikilla, einstaklinga m.a. við störf hjá alvöru stofnunum og fé- lagasamtökum í landinu, um rótæka breytingu á skipulagi sem lengi hef- ur ríkt í fyrirmyndarríkinu norður í Ballarhafi. Skipulag sem þrátt fyrir alla sína meintu annmarka hefur lyft þessum sömu aðilum til vits og áhrifa og verið montunartilefni eyj- arskeggja um langa tíð. Og töfraorðið er sameining. Allt á að sameina í nafni hagræðingar, sparnaðar, fyllra skipulags, örugg- ara upplýsingastreymis, betri nýt- ingar, hagstæðari afkomu, meira lýsandi þróunar, kerfisbundnara menntunarvals og bla-bla-bla. Skítt með grasrótina Engu skal eira. Sveitarfélög og verkalýðsfélög, einkum og sér í lagi þau þar sem sparsemi, aðhald og friður hefur ríkt skulu skorin við trog og troðið undir verndarvæng næsta stóra „félaga Napóleons“, sem af náð sinni og miskunn yfirtek- ur ráðslagið og forsjána og fer þá stundum lítið fýrir grasrótarkénn- ingum í ofurkappinu. Hefðu foringjarnir, sem á sínum tíma vildu planta nokkrum vesælum íslendingum niður á Jótlandsheiðar, haft smá brot af þessu samræming- aráróðursbatteríi núdagsins, þá hefði þeim tekist það. Fyrr má rota en dauðrota og „Engu skal eira. Sveit- arfélög og verkalýðsfé- lög, einkum og sér í lagi þau þar sem spar- semi, aðhald og friður hefur ríkt skulu skorin við trog og troðið undir verndarvæng næsta stóra „félaga Napó- leons“, sem af náð sinni og miskunn yfirtekur ráðslagið og forsjána og fer þá stundum lítið fyrir grasrótarkenn- ingum í ofurkappinu.“ umræðan um hverskonar samræm- ingu og samruna er hjá þeim viljug- ustu löngu komin út fyrir málefna- lega umíjöllun þar sem tiilit er tekið til allra nauðsynlegra þátta í mann- iegum samskiptum. Akaflega er höfðað til fjárhagslegrar hagræðing- ar, sem þó engan vegin er sjálfsagð- ur afrakstur samruna, þvert á móti í mörgum tilfeilum verða jákvæð fjárhagsleg áform bráð hins 'eftirlits- lausa, óábyrga kerfis. Tilgangurinn helgi meðalið Sem eitt dæmi um þetta af ótal mörgum sem ég get tínt til ef þurfa þykir, má nefna fyrirtæki í andar- slitrunum, svo stórt og úttroðið af sameiningu, að því var líkt við ríki i ríkinu og forráðamenn þess eins konar lávarðardeild í stjórnsýslunni. Fyrirtækið rak stórverslun á borð við nokkra tugi hornkaupmanna og tapaði milljón á dag í nokkur miss- eri. Nokkru áður en stórbúðin fór á hausinn sögðust lávarðarnir geta reddað þessu með auknu hlutafé. Hlutaféð kom úr stórfyrirtækinu og stórbúðin fékk að tapa milljón á dag Kröftugt atvinnulíf í Kópavogi eftir Sigurrósu Þorgrímsdóttur Undanfarin ár hefur verið unnið gífurlegt átak í að endurbyggja gömlu göturnar í Kópavogi. Nú þeg- ar sér fyrir endann á því verki er rétt að bæjaryfirvöld beini sjónum sínum að öðrum verkefnum sem eru ekki síður mikilvæg. Hvernig má laða atvinnustarfsemi til bæjarins? í skipulagi fyrir Kópavogsbæ er gert ráð fyrir mjög góðu svæði fyrir verslun og þjónustu í Fífuhvamms- landi næst Reykjanesbraut og iðnað- arsvæði fyrir austan Hestamannafé- lagið Gust. Ekki er nægjanlegt að skipuleggja slík svæði fyrir fyrirtæki heldur þarf einnig að leita leiða til að laða þau að. Það er mjög fjár- frekt fyrir fyrirtæki að leggja út í- nýbyggingar. Því kæmi sterklega til greina að bæjaryfírvöld gæfu fyrir- tækjum vissan aðlögunartíma til að greiða gjöld til bæjarins á meðan þau eru að koma starfseminni í gang og koma undir sig fótunum í nýjum húsakynnum. Hafnarsvæðið Brýnt er að efla alla atvinnu í „í svo stóru bæjarfélagi sem Kópavogur er verður uppbygging at- vinnulífsins að vera for- gangsverkefni.“ bænum. Eitt af þeim verkefnum sem leggja verður áherslu á í náinni fram- tíð er uppbygging Kópavogshafnar. Fjölmörg fyrirtæki bæði í iðnaði og fiskvinnslu þurfa á góðri hafnarað- stöðu að halda. A þessu svæði eru miklir og ónýttir möguleikar fyrir fyrirtæki sem þurfa á slíkri aðstöðu að halda og hvergi á höfuðborgar- svæðinu er eins mikið óráðstafað land á hafnarsvæði. Auk uppbygg- ingar hafnarinnar þarf að bæta að- komu að atvinnusvæðinu. Matvælaiðnaður Ein af þeim stórframkvæmdum sem nú eiga sér stað í Kópavogi er stækkun Menntaskólans í Kópavogi og bygging matvælaiðjuskóla. Þessi nýi matvælaiðjuskóli opnar mögu- leika fyrir bæjaryfírvöld til þess að stuðla að því að iðnfyrirtæki í mat- mikilvæg. í svo stóru bæjarfélagi sem Kópavogur er verður uppbygg- ing atvinnulífsins að vera forgangs- verkefni. Æskilegt er að sem flestir íbúar geti sótt vinnu í sinni heima- byggð. Kröftugt atvinnulíf í bænum treystir eirrnig fjárhagsgrundvöll bæjarsjóðs, sem aftur skapar svig- rúm til aukinna framkvæmda á veg- um bæjarins og gerir yfírvöldum kleift að auka margvíslega þjónustu við íbúana. Höfundur er stjórnmálafræðingur í framboði til prófkjörs fyrir Sjálfstæðisflokk Kópuvogs. Sigurður Óskarsson. í nokkra mánuði í viðbót. Þá fór hún á hausinn og allt dótið í búðinni, líka það sem íslensku iðnrekendurnir í úthverfunum áttu, var selt á upp- boðsútsölu svo og ótalið allt kvóta- kjötið sem kotungarnir voru búnir að lána lávörðunum sínum. Upp- boðspeningarnir voru svo notaðir til þess að greiða kostnað af uppgjörs- gramsinu fyrst og fremst. Skýrslur sýna að stórlega dró úr viðskiptum hjá kaupmönnum á horn- inu og íslenskum iðnrekendum og sláturleyfíshöfum þessa dýrðardaga og næstu vikur á eftir þeim. Einn samræmingaraðdáandi sagði við mig skömmu seinna. „Þessi verslun hefði aldrei farið á hausinn ef hægt hefði verið að afla til henn- ar nokkur hundruð milljónum í hlutafé til viðbótar". „Það er alveg sama hvernig þess- ir steinar eru á litinn, bara ef þeir eru gulir,“ sagði heimspekingurinn í bæjarvinnunni þegar hann málaði gangstéttarbrúnina utan við kaup- staðarkontórinn. Höfundur er formaður í verkalýðsfélagi. Sigurrós Þorgrímsdóttir. vælaiðnaði flytji starfsemi sína í Kópavog. Einnig skapast grundvöllur fyrir ný fyrirtæki að hasla sér völl á þessu sviði í Kópavogi. Mikilvægi atvinnuuppbyggingar Atvinnuuppbygging í Kópavogi er Horfum með jákvæð- um huga til framtíðar eftir Bjarna Th. Rögnvaldsson Þann 27. október 1993 birtist grein í Morgunblaðinu, sem heitir Fljúgandi furðuhlutir. Eg vil minna höfund hennar á spakmælið: „Hafa skal það sem sannara reynist". Hann þarf að vita að fjölmargt í alheimi er svo margslungið og marg- brotið, að hann getur þurft að endur- skoða ályktanir sínar. Alheimur er of stór til að við get- um fullyrt of mikið. Sjálfsagt er að taka vel á móti gestum, jafnvel þó þeir séu komnir langt að. Hver einasti maður á að gera sér ljóst að hans er frumkvæðið og áræð- ið. Er ekki skylda okkar að bera takmarkalausa umhyggju fyrir fram- tíðinni og gera allt sem við getum til að allt gangi vel? Einnig það að forðast þröngsýni. Er ekki orðið at- hugandi fyrir lækna, sálfræðinga og aðra vísindamenn að undirbúa al- þjóðlegt átak, til að greina orsakir þröngsýni og lækna þá sem þannig eru? Dagana 4. til 6. nóvember á að halda alþjóðaráðstefnu hérlendis um geimför og rannsóknir manna á hinu „Dagana 4. til 6. nóvem- ber á að halda alþjóða- ráðstefnu hérlendis um geimf ör og rannsóknir manna á hinu óþekkta í himingeimnum. Er ekki aflvakinn þekking- arþrá og vinnugleði til góðra verka í framtíð- inni?“ óþekkta í himingeimnum. Er ekki aflvakinn þekkingarþrá og vinnu- gleði til góðra verka í framtíðinni? Uppbyggjandi starfsemi, ytra sem innra, getur vissulega orðið náung- anum til góðs, án þess að skaða trú hans. Trúnni ber að kristallast í opn- um og víðsýnum huga. Það er verið að umskapa margt á jörðinni. Vissulega á það að verða náunganum til góðs og svo mun verða. Gætu ekki fjarlægir gestir gefið góð ráð? Er það ekki skylda okkar allra að láta framtíðina taka við eins góðu búi og framast er mögulegt; jafnvel þó að við þyrftum Bjarni Th. Rögnvaldsson að sætta okkur við það að læra eitt- hvað um stundarsakir af þeim sem hljóta að vera okkur fremri? Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur. SKOUTSAIA Skóverslunin Laugavegi 1 1 - Simi: 21675

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.