Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 32
32° MÖRGUNBLÁÐIÐ FIMMTUDÁGUK 4. NÓVEMBÉK 19'93 Minning Pétur Þorsteinsson fyrruni sýslumaður Fæddur 4. janúar 1921 Dáinn 23. október 1993 Pétur Þorsteinsson var fæddur hinn 4. janúar 1921 á Óseyri við Stöðvarfjörð. Foreldrar hans voru Þorsteinn Þorsteinsson Mýrmann og frú Guðríður Guttormsdóttir. Pétur var yngstur sjö barna þeirra og því eftirlæti systkina sinna og „lék á lófum“ í frumbernsku. Þau Þorsteinn og Guðríður bjuggu ekki við mikil efni, en þau voru fjöl- menntuð og áttu það sameiginlegt að hvetja böm sín til náms og styrktu þau af ráðum og dáð. Þorsteinn Þorsteinsson Mýrmann var kominn af þekktum skaftfellsk- um ættum. Hann missti föður sinn aðeins tveggja mánaða gamall. Þá flutti móðir hans til mágs síns, Jóns Þorsteinssonar, með börnin tvö, Þorstein og Sigríði, en á þeim var tíu ára aldursmunur. Þorsteinn dvaldi á heimili frænda síns til 19 ára aldurs. Þorsteinn var einn vetur við nám hjá séra Guttormi Vigfússyni í Stöð. Þaðan hélt hann í Flensborgarskól- ann í Hafnarfirði. Einn vetur starf- aði hann við verslunarstörf í Reykjavík, fékk borgarabréf og rak síðan verslun og útgerð á Stöðvar- fírði. Síðar gerðist hann bóndi að Óseyri við Stöðvarljörð. Hann stundaði lengi umboðssölu og hafði jafnan einhveijar nytjar af sjó. Hann fékk sér trillubát og hafði þá stundum aðkomusjómenn þegar synir hans gátu ekki sinnt útgerð- inni. Þorsteinn, faðir hans, var Þor- steinsson og Sigríðar dóttur séra Jóns Þorsteinssonar á Kálfafells- stað. Valgerður, móðir Þorsteins, var dóttir Sigurðar Eiríkssonar og Valgerðar Þórðardóttur systur Steins, afa Þórbergs. Hann var því þremenningur við Þórberg Þórðar- son og skyldur séra Gunnari Bene- diktssyni í þriðja og fjórða lið. Hann taldi einnig til skyldleika í þriðja og fjórða lið við Þorleif Jónsson alþingismann í Hólum. Guðríður, móðir Péturs, var dótt- ir séra Guttorms Vigfússonar í Stöð í Stöðvarfirði, en faðir hans var Vigfús Guttormsson, lengst prestur undir Ásum í Fellum, sonur Gutt- orms Pálssonar prófasts í Valla- nesi. Móðir séra Guttorms í Stöð var Björg Stefánsdóttir prófasts á Valþjófsstað, en séra Stefán var dóttursonur Péturs sýslumanns Þorsteinssonar á Ketilsstöðum. Heimilið í Stöð var rómað menning- arheimili og séra Guttormur gerði mikið af því að kenna piltum undir skóla. Börn hans nutu fyrst og fremst menntunar á heimilinu, en auk þess naut Guðríður þess að hafa verið tvö ár selskapsdama og við nám hjá Helgu Austmann, syst- ur sinni, sem var mjög vel mennt- uð, hafði verið á Ytri-Eyjarskóla og auk þess dvalið tvö ár í Kaup- mannahöfn við tónlistarnám. Pétur bjó því að góðu veganesti úr for- eldrahúsum. Börn Guðríðar og Þorsteins voru: Erfidrykkjur Glæsileg katfi- hlíiðborð ííillegir salir og injiig góð þjónnsta. lipplýsingar í síma 2 23 22 FLUGLEIDIR l. Skúli námsstjóri, fæddur 24. desember 1906, dáinn 25. janúar 1973. Hann var kvæntur Önnu Sig- urðardóttur forstöðukonu Kvenna- sögusafns íslands. 2. Pálína hús- móðir, fædd 28. janúár 1908. Hún var gift Guðmundi Björnssyni kenn- ara á Akranesi. 3. Friðgeir útvegs- bóndi á Stöðvarfírði, fæddur 15. febrúar 1910. Hann var kvæntur Elsu Sveinsdóttur húsmóður frá Stöðvarfirði. 4. Halldór vélsmíða- meistari, fæddur 23. júlí 1912, dá- inn 11. desember 1983. Hann var kvæntur Rut Guðmundsdóttur frá Helgavatni. 5. Anna húsmóðir, fædd 8. apríl 1915. Hún er gift séra Kristni Hóseassyni fýrrum pró- fasti í Heydölum. 6. Bjöm, fæddur 22. maí 1916, dáinn 1939. 7. Pétur var yngstur eins og fyrr segir. Upp úr 1930 hurfu eldri systkin- in að heiman uns eftir voru þeir tveir Björn og Pétur. Þeir störfuðu að búskapnum og reru einnig á trillu á sumrin. En nú þurfti að fara að huga að menntun þeirra. Faðir þeirra var farinn að heilsu svo að þeir bræður gátu ekki verið báð- ir að heiman í senn. Birni fannst of mikið á Pétur lagt, þá aðeins sextán ára, að annast búið. Það varð því að ráði að þeir færu á Eiðaskóla, og vildi Björn að Pétur hæfí námið á undan. Mennirnir álykta en Guð ræður. Þennan vetur veiktist Björn og komst ekki til heilsu aftur. Hann lést tveim árum síðar eða 1939. Þegar Pétri bárust fréttir af veik- indum bróður síns tók hann sig upp um miðjan vetur frá Eiðum. Braust hann í miklu fárviðri um Skriðdal yfír Breiðdalsheiði og til Stöðvar- fjarðar. Raunar var sú för einkenn- andi fyrir allt lífshlaup hans, enda var Pétur heljarmenni að burðum og prýðilega kjarkaður. Pétur skrapp svo upp í Eiða um vorið og lauk prófí. Þannig hófst námsferill hans og varð skólagangan með svipuðum hætti. Hann las ávallt að mestu leyti utan skóla. Pétur tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1943 og lauk embættisprófi í lög- fræði frá Háskóla íslands 1950. Hann varð héraðsdómslögmaður 1951. Pétur stundaði málafærslu- störf í Reykjavík um 13 ára skeið. Hann varjíennari í nokkur ár, full- trúi sýslumanns í Suður-Múlasýslu á sumrum jafnframt kennslu árin 1965 og 1966. Hann var fulltrúi sýslumannsins í Gullbringu- og Kjósarsýslu og í Hafnarfirði 1967- 1974. Sýslumaður Dalasýslu var hann 1974 til 1991. Eftir að hann lét af sýslumannsembætti fékk hann leyfí til málflutnings fyrir Hæstarétti. Pétur lét félagsmál mjög til sín taka állt sitt líf. Á yngri árum var hann einn af forystumönnum í ung- mennafélagshreyfingunni og átti m. a. hlut að stofnun Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands árið 1940. Hann ræktaði mjög tengslin við heimabyggð sína eftir að hann fluttist suður og var m.a. formaður Austfirðingafélagsins í Reykjavík og mikil driffjöður í þeim samtökum. Annaðist Pétur bæði bókaútgáfu og útvarpskvöldvökur þess félags um árabil. Meðan hann var í háskólanum tók hann virkan þátt í stúdentapólitíkinni, sat hann í stúdentaráði þó ekki væri hann reglulega við nám í háskólanum heldur læsi lengst af utanskóla. Pétur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Margrét Steinunn Jóns- dóttir. Hún lést árið 1947, og áttu þau eina dóttur barna, Jónu Láru, skrifstofustjóra hjá Heilsuverndar- ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- perlan sími 620200 stöð Reykjavíkur, sem gift er Emil Guðmundssyni fulltrúa, og eru börn hennar þijú. Eftirlifandi kona Péturs er Björg Ríkarðsdóttir, myndhöggvara, Jónssonar og Maríu Ólafsdóttur húsmóður. Þeirra börn eru: Ríkarð- ur Már rafiðnaðarfræðingur, sem undanfarið hefur starfað við friðar- gæslustörf á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins í Bosníu Hersegóv- ínu, Þorsteinn lögfræðingur, fulltrúi sýslumannsins í Keflavík, og Þór- hildur húsmóðir, í sambúð með Þor- láki Magnússyni vélaverkfræðingi og eru börn þeirra þijú. Auk þess að sinna erilsömum störfum sýslumanns í Dalasýslu lét Pétur félagsmál mjög til sín taka eins og áður sagði. Honum var mjög annt um framfarir og öll menningarmál þar í sýslu. Mér er sérstaklega minnisstætt, að í hvert sinn sem ég hitti héraðshöfðingjann Ásgeir í Ásgarði minnti hann mig ævinlega á, hversu stoltur ég mætti vera af því að eiga jafn knáan og dugmikinn foringja að móðurbróður þar sem sýslumaðurinn í Dalasýslu var. Pétur var frumkvöðull að bygg- ingu stjórnsýsluhúss og endurbygg- ingu sýslumannssetursins. Hann var sérstakur áhugamaður um byggingu heilsugæslustöðvar og húss aldraðra, þannig að aldraðir íbúar Dalasýslu ættu þess kost að dvelja þar á verðugu heimili á ævi- kvöldi. Hann var og í stjóm elli- heimilisins á Fellsenda. Einnig var hann í stjórn Byggðasafnsins og átti frumkvæði að því að safna gömlum bréfum, ritum og skjölum sem urðu hornsteinninn að Skjala- safni Dalasýslu. Pétur lét sér jafn- framt annt um að styrkja og bæta atvinnuástand í sýslunni. í því skyni beitti hann sér sérstaklega fyrir því að gerðar voru rannsóknir á innan- verðum Breiðafirði, sérstaklega í Hvammsfirði, með það fyrir augum að leita sjávarfangs sem nýta mætti til vinnslu og atvinnuauka fyrir íbúa sýslunnar. Pétur var frumkvöðull þess að endurvekja „Jörfagleðina", sem nú er orðin árviss menningar- og skemmtiatburður þar í sýslu. Fyrir mörgum ámm sagði mér Ástvaldur Magnússon, þá formaður Karlakórs Reykjavíkur, að það hefði verið merkileg stund þegar sýslumaður Dalamanna hringdi og bað hann um að sjá til þess að Karlakór Reykjavíkur kæmi vestur til þess að syngja á Jörfagleði. Björg og Pétur vom höfðingjar heim að sækja. Þótt þröngt væri í húsakynn- um í gamla sýslumannshúsinu, buðu þau öllum kórfélögum heim til sín. Og til þess að geta nú hellt upp á þá og aukið söngþoiið, létu þau gestina ganga í einni röð upp á loft þar sem áður var skrifstofa sýslumanns, en þar hafði Björg búið borð með mungát, og síðan gengu menn niður í skarti búna stofu þar sem kórinn fagnaði hús- ráðendum með listasöng. Þessi saga er hér sögð vegna þess hversu dæmigerð hún er fyrir höfðings- skapinn sem gestir og gangandi áttu ævinlega að fagna hjá þeim hjónum. Pétur var alþýðlegt yfirvald. Að loknum vinnudegi óku þau hjón gjarna út í sveit til að hitta sýslung- ana að máli og höfðu komið á flest- öll heimili í sýslunni á sýslumanns- ferli hans. Pétur unni sögu lands og þjóðar. Eftir að hann varð sýslumaður Dalamanna lagði hann sig fram um og stuðlaði að því að þjóðin kynni að meta að verðleikum ágæti Sturl- ungu og Laxdælu. Fróðir menn segja mér, að fáir hafi verið jafn vel að sér og hann um sögusvið þessara íslendingasagna. Til marks um þetta, og til að kynna sér að eigin raun fomar vegleiðir og slóð- ir, ferðaðist Pétur um þær á hest- um, í bílum og á snjósleðum, ef svo bar undir. Árið 1950 keyptu þau hjónin, Pétur og Björg, jörð úr hinu forna Miðdalslandi í Mosfellssveit og nefndu Dalland. Þar byggðu þau glæsileg hús og bjuggu í mörg ár með nokkurn fjárbúskap jafnframt því sem Pétur sinnti lögfræðistörf- um í Reykjavík. Hann var og áhuga- maður um hestamennsku. Átti hann jafnan góða reiðhesta og sinnti hrossarækt með miklum ágætum og góðum árangri á síðari æviárum sínum. Ég átti ungur því láni að fagna að fá að dveljast nokkur sumur hjá þeim hjónum og í hlýrri návist ömmu minnar, Guðríðar, sem hjá þeim dvaldi sín efri ár. Sá tími er mér ógleymanlegur og aldrei að fullu metinn, enda kynntist ég þar öðru lífi og viðhorfum en ég átti að venjast í æsku minni á Akra- nesi. Að Dallandi komu í heimsókn margir landsþekktir menn og kon- ur. Það var forvitnilegt fyrir ungan pilt að fylgjast með þeim umræðum sem þá fóru oft fram við arineld á síðkvöldum. Ég er þeim hjónum ævinlega þakklátur fyrir uppeldið. Ekki síður hitt að eiga þess kost að vera þar langdvölum með ömmu minni. Þess- ar stundir líða aldrei úr minni. Björg bjó bónda sínum og fjöl- skyldu glæsilegt heimili og var Pétri hin traustasta stoð í öllum störfum. Hún tók að erfðum listfengi for- eldra sinna sem einkenndi jafnan heimili þeirra miklum menningar- brag. Að leiðarlokum geri ég mér enn betur grein fyrir því en áður, að Pétur bar í bijósti sér nið aldanna. Hann var fulltrúi alls þess besta í íslenskri menningu, höfðingi, drengur góður, leiftrandi gáfaður en um leið rammur að afli og af- burðamaður í öllu sem hann tókst á við, hvort heldur til hugar eða handa. Auk heldur að vera óvenju- legt góðmenni og mannasættir. Margar helstu mannlýsingar íslend- ingasagna verða mun trúverðugri eftir að hafa átt Pétur að fóstra og síðar einkavini. Blessuð sé minning hans. Atli Freyr Guðmundsson. Ég kynntist Pétri Þorsteinssyni, fyrrverandi sýslumanni Dala- manna, fyrst vorið 1938, þegar ég ásamt honum og Hermanni heitnum Gunnarssyni, síðar presti á Skútu- stöðum, þreyttum utanskólapróf upp í annan bekk Menntaskólans á Akureyri. Kunnátta okkar í erlend- um tungum mátti ekki minni vera, en í landafræði og sögu fengum við ágætar einkunnir og náðum allir prófi og urðum allir bekkjarbræður fimm vetur eða allt til stúdents- prófs. Mér þótti stra/ mikið koma til þessara gjörvulegu og gáfuðu Aust- fírðinga, sem höfðu brennandi áhuga á sögu íslands og bókmennt- um, ekki síst ljóðum. Næsta vetur kynntumst við betur og bundumst vináttuböndum, sem aldrei hafa rofnað eða skuggi fallið á. Yið brautskráðumst úr Menntaskólan- um á Akureyri 17. júní 1943 og fögnuðum hálfrar aldar stúdentsaf- mælinu þar 17. júní sl. Pétur og Björg húsfreyja hans tóku þátt í þessari fagnaðarhátíð hress í anda og sinni. Engum kom þá til hugar, að Pétur ætti skammt eftir. Stúd- entar frá MA 1943 voru 38. Fjórtán eru nú fallnir í valinn. Við Pétur og Hermann héldum mikið saman á menntaskólaárunum og þar kynntist ég betur og betur karl- mannlegri brattasækni í lífsviðhorfí hans og glóðheitum vilja til réttlát- ara og betra þjóðskipulags. Hann var góður og elskulegur félagi og vildi hvers manns vanda leysa. Mörgum bekkjarbræðrum var hann sálusorgari og vinur, sem í raun reyndist. Bekkjarsystkinin fundu, að hann myndi reyna að bjarga þeim úr vök, þótt lífshætta fylgdi. Hann hafði til að bera ríka samúð með öllum, sem hann taldi að byggju við erfíð kjör, og var óþreyt- andi að vinna að því sem hann taldi rétt og gott. Þessir eðliskostir öfluðu honum óskoraðs trausts og vináttu meðal bekkjarsystkinanna. Pétri var umhugað um að sam- heldni bekkssagnarinnar rofnaði ekki. Minnumst við bekkjarsystkin- in og makar okkar m.a. í þakklátum huga höfðinglegrar veislu, er hann og Björg húsfreyja hans héldu okk- ur á heimili sínu, Dallandi í Mos- fellssveit, þegar haldið var upp á fimm ára stúdentsafmæli bekkjar- ins, að sjálfsögðu hið fyrsta, sem bekkssögnin hélt hátíðlegt. Eftir að ég eignaðist hesta hér í Reykjavík reið ég oft upp að Dallandi þar sem Pétur og Björg bjuggu frá 1952- 1967. Þar var alltaf gott og gaman að koma. Við húsfreyja mín heim- sóttum líka Björgu og Péjtur nokkr- um sinnum meðan Pétur var sýslu- maður Dalamanna. Þar skorti hvorki hlýjar móttökur, rausn né risnu. Björg og Pétur kunnu sann- arlega að fagna gestum á fagra og listmunum prýdda heimilinu sínu þar. Aðrir munu rita um ætt Péturs og embættisferil. Þessar linur eru til að þakka eðallyndum drengskaparmanni samfylgdina og minnast liðinna daga, sem við bekkjarsystkinin og makar okkar nutu með honum og elskulegri eiginkonu hans. Við sendum afkomendum hans og frú Björgu innilegar samúðarkveðjur. Barði Friðriksson. Kveðja „Svona eiga sýslumenn að vera.“ Þannig hljóðaði skeytið sem ég sendi Pétri frænda mínum Þor- steinssyni þegar hann var skipaður sýslumaður Dalamanna. Meira fannst mér ekki þurfa að segja þegar héraðshöfðingi var riðinn í hlað, þéttur á velli og léttur í luhd. Svipað fer mér nú við skyndilegt og ótímabært andlát hans. Allt sem þyrfti að segja væri: Genginn er góður maður. En enginn er eyland og því er fleiri orða þörf. Pétur var sannmenntaður maður en gerði ætíð lítið úr skólanámi sínu, auðvitað ranglega. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri eftir þriggja vetra setu, því fyrsta bekk las hann utanskóla. Embættisprófi í lögfræði frá Há- skóla íslands lauk hann einnig á þremur vetrum og hafði þó fyrir fjölskyldu að sjá. Prófraunir til að öðlast réttindi héraðsdómslög- manns þreytti hann á nokkrum mánuðum. Námsferill hans ber því ekki aðeins vott um miklar náms- gáfur og greind heldur einng kraft og karlmennsku, enda var Pétur góður íþróttamaður á yngri árum og afrenndur að afli. Ég held að á fræðasviði hafi bókmenntir og saga staðið huga Péturs næst og setti hann því lög- fræðina ekki á stall. Afstaða hans til hennar minnir mig á það sem vinur minn, Hákon heitinn Guð- mundsson, yfirborgardómari, sagði eitt sinn við mig. Ég var eitthvað að vandræðast með dómsuppkvaðn- ingu í erfíðu máli og tók þá Hákon undir handlegg mér og sagði með sínu ljúfa brosi: „Mundu það bara Bjöm minn að lögfræðin er nú fyrst og fremst „common sense“.“ Pétur var hafsjór fróðleiks, eink- um um þjóðleg málefni. Hann var víðlesinn í fornbókmenntum og Laxdælu kunni hann auðvitað utan að. Eitt sinn tók hann okkur Þór- unni í sunnudagsbíltúr frá Búðardal og allt í einu lifnaði tún og hagi og bændur og búalið gengu til verka Ijóslifandi í landslaginu, svo kjark- mikil var frásögn frænda. Pétur var félagsmálamaður að upplagi og ætt og hafði eigindir frumkvöðuls, svo sem snjallar hug- myndir hans og ýmsar verklegar framkvæmdir bera órækan vott, svo sem hestabúgarður á Dallandi, físk- eldi í Hvammsfírði, leirverksmiðja í Búðardal, og þannig mætti áfram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.