Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1993 Jerúsalem Úrslitin vekja ótta um spennu Jerúsalem. Reuter. SIGUR hægrimannsins Ehuds Olmerts í borgarstjórnarkosn- ingunum í Jerúsalem á þriðju- dag hefur vakið ótta við aukna spennu í samskiptum ísraela og Palestínumanna í Borginni helgu. Velti hann úr sessi Teddy Kollek, sem verið hefur borgarstjóri í 28 ár og ávallt lagt áherslu á friðsamlega sambúð allra borgarbúa. í gær sagði Olmert, að gyðing- ar ættu að geta búið alls stað- ar í borginni, einnig í hverfum araba. Meginskýringin á sigri 01- merts, sem bauð sig fram fyrir Likudflokkinn, virðist vera ótti margra gyðinga í Jerúsalem við, að hætta væri á að borgin eða hluti hennar félli undir hugsan- legt ríki Palestínumanna. Hann lagði einnig áherslu á tiltölulega ungan aldur sinn, hann er 48 ára, og augljóslega þótti mörg- um tími til kominn, að Kollek drægi sig í hlé en hann hefur tvö ár um áttrætt. Olmert tryggði sér svo sigurinn með því að ná samningum við keppinauta sína meðal bókstafstrúaðra gyð- inga og er talið, að hann hafí heitið þeim ítökum í stjórn borg- arinnar. Gyðingar í A-Jerúsalem? Kollek hefur alltaf fylgt þeirri v stefnu, að gyðingar og arabar væru aðskildir í Jerúsalem en Olmert sagði í gær, að gyðingar myndu fá leyfi tii að kaupa eign- ir alls staðar í borginni, einnig í Austur-Jerúsalem, arabíska hluta hennar. Yitzhak Rabin for- sætisráðherra varaði hann hins vegar við því að endurvekja fyrri tilraunir Likudflokksins til að komast yfir eignir í arabíska hlutanum og sagði, að það gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér. Talsmenn gyðinga á Vestur- bakkanum, fögnuðu í gær kjöri Olmerts en talsmenn Palestínu- manna kváðust ekki trúa öðru en að hann forðaðist allt, sem gæti hleypt illu blóði í samskipti gyðinga og araba. Sjálfur kvaðst Olmert vilja bæta þjónustu Borg- arinnar við araba og hann sagð- ist ekkert hafa á móti því, að þeir byggju þar sem þeir vildu. Yfir 200 heimili hafa brunnið eftir að skógareldar blossuðu að nýju upp í S-Kaliforníu Fylgdumst vanmáttug- með þessu logandi víti - segir Iris Erlingsdóttir sem yfirgaf heimili sitt á þriðjudag vegna eldanna „SÍMSVARINN minn tekur enn við skilaboðum og ég geri mér því vonir um að húsið mitt hafi sloppið. En ég veit auðvitað ekki neitt, svæðið er enn lokað,“ sagði María EUingsen ieikkona í gær. Hún býr í Topanga-dalnum og varð á þriðjudag að flýja skógar- eldana sem blossað hafa upp norð- vestur af Los Angeles. íris Erl- ingsdóttir nemi og fréttamaður og Gunnlaugur Helgason, út- varpsmaður og leikari, urðu einn- ig að yfirgefa heimili sitt. Segir Iris það hafa verið óraunverulegt að sjá eldana æða yfir, „þeir voru þvílíkt logandi helvíti, maður fann til algers vanmáttar.“ Skógareldar blossuðu upp á þrem- ur stöðum á þriðjudagskvöld og hafa yfir 200 heimili brunnið á svæðinu frá Malibu-strönd og að Santa Monica fjöllum. Um 7.000 manns hafa yfirgefið heimili sín og 17 hafa slasast, þar af tveir alvarlega. Maríu var sagt frá eldunum um hádegi í gær. „Eg leit þá út og sá reykinn koma yfír hæðina. Fyrstu mínúturnar hafði ég engar áhyggjur en svo hætti mér að lítast á blik- una. Þegar kviknaði í dalnum fyrir 20 árum gerði fólk þau mistök að bíða of lengi og ég ákvað því að pakka því helsta niður og fara. Þá sást í eldstrókana, þeir voru líkastir gossprungu sem opnaðist með ógn- arhraða." í morgun sýndist Maríu í sjón- varpinu að eldurinn hefði farið í gegnum dalinn. „Ég bý í kofa fyrir ofan hestabúgarð og geri mér vonir um að hann hafl sloppið vegna þess að í kringum búgarðinn er mikið autt svæði.“ Mikið öryggisleysi María segist ímynda sér að líðan fólks hafí verið svipuð og Vest- mannaeyinga sem yfírgáfu heimili sín í eldgosinu 1973 og vissu ekki hvort þeir sæu þau aftur. „Öryggis- leysið er mikið, ég sá grátandi fólk í bílum á leið burt. En það er mikil huggun í að finna hversu fólk er vingjarnlegt, vinir jafnt sem ókunn- Lurkum lamdir SLÖKKVILIÐSMENN hvíla lúin bein eftir erfiða baráttu við skógarelda nálægt Malibu-strönd í gær. Yfirgáfu heimili sín MARIA Ellingsen leikkona og íris Erlingsdóttir nemi. ugir buðu mér húsaskjól og hjálp. Nú bíð ég hins vegar bara, ég hef afskrifað alla vinnu í vikunni og fer heim um leið og ég get.“ í gærmorgun lægði og virtist sem slökkviliðsmenn næðu tökum á eld- inum. En hvessi enn einu sinni er ljóst að þessum hamförum er ekki lokið. Hús stjórstjarnanna brenna Byggðin í Topanga-dalnum, þar sem María, íris og Gunnlaugur búa, er ekki mjög þétt, en hann er gróðursæll. Þar á fjöldi listamanna heimili sín, ekki síst leikarar og leikstjórar. „Þetta er fólk sem berst ekki á eins og stórstjörnurnar sem búa á Malibu-strönd. Þar eru hús að brenna sem kosta jafnvel yfir 1 milljón dollara," segir íris Erlings- dóttir. Meðal þeirra sem misst hafa heimili sín eru leikarnir Bruce Will- is, Sean Penn og Charles Bronson. Þá hlaut leikstjórinn og handritshöf- undurinn Duncan Gibbins alvarleg brunasár. íris og Gunnlaugur voru á hóteli í fyrrinótt en síðari hluta dagsins hafði Gunnlaugur aðstoðað leigusala þeirra við að bleyta gróður og hús- þök þar sem þau búa. Um kvöldmat- arleytið leist þeim ekki lengur á blik- una og fóru á hótel. „Við drifum allt það dót sem komst í tvo bíla í þá og fórum. Eldurinn var þá farinn að nálgast verulega en við vonum að hann hafi ekki farið yfir þá hlið dalsins sem við búum í. Flestir fóru um svipað leyti en þó voru einhveij- ir sem þrjóskuðust við lengur. Dalur- inn var svo rýmdur seinna um kvöld- ið.“ íris segir það hafa verið óraun- verulegt að sjá eldhafið nálgast. „Það var eins og í bíó, eins og þetta væri ekki að gerast. Maður fylgdist bara agndofa með þvi hvernig eld- urinn geystist upp hlíðarnar." Opinber heimsókn Sams Nujoma, forseta Namibíu, til Islands Sjávanitvegnríiin eini vaxt- arbroddur atvinnulífsins SAM Nujoma, forseti Namibíu, yngsta sjálfstæða ríkis Afríku, kemur í opinbera heimsókn til Islands í dag, fimmtudag. Búist er við að forsetinn ræði við íslenska ráðamenn um áframhaldandi aðstoð á sviði hafrannsókna og sjávarútvegs, sem er nú eini vaxtarbroddur- inn í atvinnulífi Namibíu. Sam Nujoma fæddist 12. maí árið 1929 í þorpinu Etunda í norð- vesturhluta Namibíu. Foreldrar hans voru bændur og hann stund- aði nám í barnaskóla finnskra trú- boða í Okahao 1937-45. Nokkrum árum síðar hóf hann störf fyrir suður-afríska lestafyrirtækið í Windhoek, höfuðborg Namibíu, og stundaði jafnframt nám í suður- afrískum bréfaskóla. Nujoma hóf snemma afskipti af stjómmálum og á sjötta áratugnum sendi hann ásamt fleirum bænar- bréf til Sameinuðu þjóðanna þar sem farið var fram á að Suðvestur- Afríka, eins og Namibía var nefnd þá, yrði gerð að verndarsvæði sam- takanna. Hann var kjörinn leiðtogi Þjóðarsamtaka Ovambolands (OPO) árið 1959 og skipulagði ásamt fleirum andspymu gegn nauðungarflutningum þorpsbúa í nýjan bæ, Katutura, sem var liður í aðskilnaðarstefnu suður-afrísku nýlenduherranna. Þetta varð til þess að 12 manns voru drepnir og margir fleiri særðust í átökum sem blossuðu upp 10. desember 1959. Nujoma var handtekinn og ákærður fyrir að skipuleggja andspyrnuna. Hann fór í útlegð að ráði forystu- sveitar OPO 1. mars 1960. Leiðtogi SWAPO Eftir ferð um nokkur Afríkuríki fór Nujoma til Bandaríkjanna í júní 1960 og kom fyrir sérstaka nefnd allsheijarþings Sameinuðu þjóð- anna sem íjallaði um málefni Suð- vestur-Afríku. Þegar Þjóðarsamtök Suðvestur-Afríku (SWAPO) voru stofnuð 19. apríl 1960 var Nujoma kjörinn forseti samtakanna þótt hann væri fjarstaddur. Nujoma ákvað að snúa aftur til Windhoek árið 1966 þegar Suður- Afríkumenn héldu því fram við Al- þjóðadómstólinn í Haag að nam- ibísku útlagarnir hefðu sjálfir kosið að fara í útlegð og gætu snúið heim án þess að óttast handtöku. Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu var Nujoma handtekinn og fluttur til Zambíu. Nujoma flutti vopn frá Alsír til Ongulumbashe í norðvesturhluta Namibíu þar sem vopnuð sjálfstæð- isbarátta SWAPO hófst 26. ágúst 1966. Hann var æðsti yfirmaður Þjóðfrelsishers Namibíu, hernað- arms SWAPO, frá stofnun hans 1962 og þar til herinn var leystur upp árið 1989, samkvæmt friðará- ætlun Sameinuðu þjóðanna. Nujoma undirritaði vopnahlés- samning við Suður-Afríkumenn, sem varð til þess að friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna tók gildi 19. mars 1989. Hann sneri aftur til Namibíu nokkrum mánuðum síðar og var fagnað sem þjóðhetju. Hann var kjörinn á þing í kosningunum í nóvember 1989 og síðan fyrsti forseti Namibíu í atkvæðagreiðslu á þinginu í febrúar 1990. SWAPO vann mikinn sigur í kosningunum 1989, þótt hann fengi ekki tilskilinn meirihluta, eða tvo þriðju þingsætanna, til að geta breytt stjórnarskránni að eigin vild. Flokkurinn vann enn stærri sigur í héraðakosningum í fyrra. Líklegt þykir að helsti stjórnarandstöðu- flokkurinn, DTA, klofni fyrir næstu þingkosningar, sem verða á næsta ári, og það gæti orðið til þess að SWAPO næði % þingsætanna. 30% atvinnuleysi íbúar Namibíu voru 1,45 milljón- ir í fyrra og helstu útflutningsvörur þeirra eru demantar, sjávarafurðir, kjöt og úran. Talið er að 30% vinnu- aflsins séu án atvinnu og samdrátt- ur hefur verið í nánast öllum at- vinnugreinum Namibíumanna und- anfarin misseri nema í sjávarút- vegi. Störfum hefur til að mynda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.