Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1993 23 Jan Timman. Efasemd- ir um tit- il Karpovs Jakarta. Reuter. HOLLENSKI skákmeistarinn Jan Timman, sem tapaði fyrir Anatólíj Karpov í FIDE- heimsmeistaraeinvíginu, seg- ist hafa miklar efasemdir um titilinn, sem Karpov vann til. „Hann er einfaldlega ekki besti skákmaðurinn,“ sagði Timman á fréttamannafundi í Jakarta í Indónesíu í gær. „Garríj Kasparov hefur sýnt, að hann er sá besti, hvort sem er á mótum eða einvígjum. Karpov er hins vegar opinber heimsmeistari en ég veit ekki hvað það þýðir,“ sagði Timman. Karpov er nú annar í röð sterk- ustu skákmanna á eftir Kasp- arov en óvænt mótspyrna Tim- mans í FIDE-einvíginu varð ekki til að fjölga skákstigunum hans. Bróðir Ulvangs drepinn? Ósló. Reuter. NORSKI skíðagöngumaðurinn Vegard Ulvang, sem fékk þrenn gullverðlaun á síðustu vetrar- ólympíuleikum, kvaðst í gær telja að bróðir hans, Ketil, hafi verið drepinn en hann hvarf á dularfull- an hátt í síðasta mánuði. Ketil lagði upp í skokkferð í Norð- ur Noregi 13. október. Nokkrir bíl- stjórar sáu mann á hlaupum á vegin- um um það leyti sem Ketil hvarf og Vegard segir að einhver kynni að hafa ekið á hann og orðið honum að bana. Ökumaðurinn gæti hafa falið líkið af ótta við refsingu. fækkað í námavinnslu og samdrátt- ur hefur orðið í landbúnaði vegna alvarlegra þurrka. Lýsingsstofninn innan landhelgi Namibíu hefur stækkað verulega frá því landið öðlaðist sjálfstæði árið 1990. Stærð stofnsins er talin um 810.000 tonn og búist er við að veidd verði 120.000 tonn í ár, en aðeins 80.000 í fyrra. Ennfrem- ur er talið að sardínuveiðamar auk- ist úr 90.000 tonnum frá því í fyrra í 120.000 tonn í ár. Vinnsla sjávar- afurða hefur aukist jafnt og þétt og verðmæti afurðanna einnig. Til að mynda eru nú 60% sardínuaflans soðin niður í dósir, en aðeins 20% fyrir nokkrum árum þegar stærstur hluti aflans var notaður í mjöl. íslendinganýlenda 25-30 íslendingar hafa búið_ í Namibíu í tengslum við aðstoð ís- lendinga við uppbyggingu sjávarút- vegsins. Fimm íslendingar hafa starfað á rannsóknarskipinu Benguela; skipstjóri, tveir stýri- menn og tveir vélstjórar. Þá hafa tveir vísindamenn, sjávarlíffræðing- ur og haffræðingur, starfað á veg- um Þróunarsamvinnustofnunar Is- lands í rannsóknastofnun í Swakop- mund. Þróunarsamvinnustofnunin hefur einnig lagt til kennara við sjómannaskólann í Liideritz og níundi Islendingurinn stjómar þró- unaraðstoðinni. Repúblikanar vinna sæti borgarsljóra í New York Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morganblaðsins. REPÚBLIKANAR fögnuðu ákaft í gær eftir að frambjóðendur úr þeirra röðum báru sigur úr býtum í borgarstjórakosningum í New York og ríkisstjórakosningum í New Jersey og Virginíu, sem haldnar voru á þriðjudag. Viðbrögð úr herbúðum Bandaríkja- forseta í gærmorgun voru á þann veg að úrslitin boðuðu ekki illt fyrir demókrata heldur bæru vitni þeirri kröfu kjósenda um breytingar, sem Bill Clinton reisti á framboð sitt. Borgarstjórnarkosningar voru haldnar víða um Bandaríkin á þriðju- dag og víðast hvar héldu demókratar velli, kosningarnar í New York, New Jersey og Virginíu voru taldar skipta mestu máli. Giuliani í annarri tilraun I New York vann Rudolph Giul- iani nauman sigur yfir David Dink- ins eftir harða kosningabaráttu, sem bar svip af kynþáttafordómum. Þetta var annað borgarstjórafram- boð Giulianis, sem fyrir fjórum árum tapaði naumlega fyrir svörtum demókrata, David Dinkins. Nú tókst Giuliani að snúa taflinu við og um leið varð hann fyrsti repúblikaninn síðan 1965 til að verða borgarstjóri í New York. Sitjandi borgarstjóri í New York hefur ekki tapað kosning- um frá árinu 1933 þegar kjósendur úthýstu Fiorello LaGuardia. Dinkins stærði sig af því að vera sameiningartákn þeirra kynþátta, sem búa í New York. Giuliano gerði lítið úr hæfni Dinkins og kvaðst mundu taka harkalega á glæpum. Svo fór að Giuliano fékk atkvæði 75 af hundraði hvítra kjósenda, en Dinkins atkvæði 95 af hundraði svartra kjósenda og stuðning þorra kjósenda af suður-amerískum upp- runa. Giuliani fékk 51 af hundraði atkvæða, en Dinkins 49 af hundraði og munaði aðeins tæpum 50 þúsund atkvæðum á þeim. „Fólkið hefur talað ... Styðjum okkar næsta borgarstjóra," sagði Dinkins í gærmorgun á meðan stuðningsmenn hans umkringdu hann og heimtuðu endurtalningu. Repúblikanar ættu hins vegar að hugsa sig um tvisvar áður en þeir guma sig af sigrinum í New York. Giuliano er lítill rebúlikani þegar kemur að einstökum málaflokkum og hans keppikefli í kosningabarátt- unni var að laða til sín kjósendur, sem alla jafna leggjast á sveif með demókrötum. Kjósendur fordæma skattheimtu Álíka mjótt á munum var í New Jersey þar sem Christine Todd Whit- man bar sigurorð af Jim Florio í rikisstjórakosningum eftir að hafa rekið lestina samkvæmt skoðana- könnunum mestalla kosningabarátt- una. Whitman fékk 50 af hundraði atkvæða og Florio 48 af hundraði og hefur sitjandi ríkisstjóri aldrei áður tapað kosningum í New Jersey. Whitman gerði eitt málefni að aðalatriði og hamraði á því jafnt á kosningafundum sem í viðtölum: Skattahækkun Florios fyrir þremur og hálfu ári. Þessi skattahækkun jók tekjur ríkisins um 2,8 milljarða doll- ara. Stjórnmálaskýrendur voru margir þeirrar hyggju að yrði Florio kápan úr því klæðinu að hækka skatta svo um munaði væri það vís- bending um að vindáttin hefði breyst í hugum bandarískra kjósenda. Þessi úrslit sýna hins vegar að buddan ræður enn hugum kjósenda og þegar grynnkar í henni taka kjós- endur til sinna ráða. Aukin skatt- heimta er kjósendum einfaldlega ekki að skapi og ætti það að vera Clinton umhugsunarefni i umbóta- viðleitni sinni, hvort sem það er í heilbrigðismálum eða viðureigninni við _ fjárlagahallann. Úrsíitin í New Jersey eru einnig áfall fyrir slyngasta kosningaher- fræðing demókrata. James Carville þótti hafa sannað færni sína er hann stjórnaði kosningabaráttu Clintons í fyrra og leiddi hann til sigurs. Hon- um tókst hins vegar ekki að hjálpa Florio að halda forskoti sínu fram að kosningum. Repúblikanar sigruðu einnig í Virginíu. George Allen batt þar enda á 12 ára valdasetu demókrata og fékk 58 af hundraði atkvæða, en andstæðingur hans, Mary Sue Terry, 41 af hundraði. Núverandi ríkis- stjóri, L. Douglas Wilder, mátti sam- kvæmt lögum í Virginíu ekki bjóða sig fram til endurkjörs. Vinsældir forsetar smita út frá sér í kosningum og að sama skapi má segja að óvinsældir forsetar eitri út frá sér. Þegar greiða skal at- kvæði um málefni, sem eru óvinsæl meðal kjósenda, þurfa þingmenn að hafa fullvissu um að áhætta þeirra sé ekki of mikil. Ef Clinton getur ekki vegið upp á móti slíkri áhættu gæti farið illa fyrir frumvörpum á borð við fríverslunarsáttmálann við Kanada og Mexíkó (NAFTA) sem greidd verða atkvæði um um miðjan þennan mánuð. Úrslitin í þessum kosningum gætu því dregið dilk á eftir sér. Svíni úthýst Víða voru önnur mál á kjörseðlin- um. Kaliforníubúar felldu tillögu um að allir foreldrar fengju afsláttar- miða að andvirði 2.600 dollara til að senda börn sín í ríkis- eða einka- skóla. íbúar í Cincinnati og Lewi- stone í Maine samþykktu að fella úr gildi lög, sem banna að hommum og lesbíum verði mismunað og í Portsmouth í New Hampshire var tillaga um réttindi homma og lesbía felld. Steininn tók þó úr í Piqua í Ohio þar sem kjósendur höfnuðu því að fjölskylda ein fengi áfram að hafa svínið Roxanne sem gæludýr á heim- ili sínu. # LOWARA JARÐUATNS- DÆLUR Gæðavara, mikið úrval, hagstætt verð, örugg þjónusta. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 Þú svalar lestrarþörf dagsins Raflagnaefni IK í miklu úrvali RAFSOL Skipholti 33 S.35600 Fagmenn aöstoða FERÐATILBOÐ í VIKU • FERÐATILBOÐ í VIKU % FERÐATILBOÐ í VIKU % FERÐATILBOÐ í VIKU Háskólabolur barna ÁAun lu. I.iI95T~ Ferðatilboð Háskólabolur með rennilás Áðui IU.1.67T7 Ferðatilboð Nú færðu ofangreindar vörur á einstöku ferðatilboði i viku, 4-1 I. nóv. Lyftu þér nú upp og nýttu þér ferðatilboð í verslunum Hagkaups í vikunni. Ef Hagkaup er ekki í byggðarlaginu þá er hægt að notfæra sér þjónustu Póstverslunar Hagkaups, grænt simanúmer 99 66 80. Tilboðiö gildir á meðan birgðir endast UKr Háskólabolur með reimum _Áðu»u|«v*OTS; Ferðatílboð 1.79.V HAGKAUP Taktu Kuldaskór -Áðui' lu. 1.8977- Ferðatilboð i im.- Dömunærbuxur með biúndu ■Áðni'lii Ferðatilboð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.