Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 20
20 •MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1993 HELGARTIIBODIN Bónus Dalayija, lOOg.............119 kr. Opal drumbar, 6 stk.........92 kr. SS hamborgarahryggir.,939 kr. kg Bajonskinka............829 kr. kg Daimís.....................287 kr. Tagletelle, 500 g...........75 kr. Gul og græn epli........49 kr. kg Appelsínur..............49 kr. kg Viscount kex................79 kr. Bónus minnir jafnframt á opnun nýrrar Bónusverslunar á Akureyri sem opnar laugardaginn 6. nóv. að Norðurtanga 3. Fjöldi opnunartil- boða. Kjöt og fiskur Þurrkr. lambahryggir....599 kr. kg Svínabógsneiðar.........480 kr. kg Svínasíður..............490 kr. kg Buitoni lasagneblöð.........39 kr. Niðurs. perur, 250 g........99 kr. Mind uppþv.lögur, 1 ltr.....79 kr. Grape safí, 200 ml..........49 kr. Bakaðar baunir, 400 g.......39 kr. l'/jltr. sykurl. appels....109 kr. Java kaffí, 500 g..........159 kr. Super sultur, 4 teg. 400 g..88 kr. F&A Kornflögur, 500 g..........163 kr. Kornfl. m.ávöxtum, 375 g...223 kr. Kattarsandur, 10 kg........371 kr. Toffe Crisp, 48 stk......1.846 kr. Bounty, 5 stk..............175 kr. Garðakaup Nautafíllet...........1.399 kr. kg Ritzkex.....................59 kr. Brazzi......................77 kr. Pripps......................59 kr. Dollieskex..................99 kr. Fersk jarðarber.........198 kr. kg Paprikur...............149 kr. kg Hagkaup Fig roll kex, 200 g........85 kr. Samsölu hvítlauksbrauð.....99 kr. 1944 Lasagna, 400 g, og SS hrásal- at, 350 g.................299 kr. Opal hlaupkarlar, 500 g...169 kr. Kiwi..................159 kr. kg Rósakál.............59 kr. pokinn Hagkaup minnir jafnframt á vikutilboð í sérvörunni, m.a. á há- skólabolum, kuldaskóm og dömu- nærbuxum. Fjarðarkaup Lausfryst ýsuflök......398 kr. kg Hamborgarhryggir.......998 kr. kg SkinkafráKjarnafæði...898 kr. kg Klementínur............124 kr. kg BKÍ kaffi, 250 g...........68 kr. MöndlukakafráMyllunni....l99 kr. Myllu-bóndabrauð...........98 kr. Mylluþriggjakomabrauð......98 kr. Gite þvottaefni, 3 kg.....571 kr. Gite taumýkir, 2 ltr......256 kr. Nóatún Sítrónukr. lambahr.....595 kr. kg Folaldafillet..........899 kr. kg Folaldalundir..........999 kr. kg Folaldasnitsel.........799 kr. kg Folaldagúllas..........699 kr. kg Luxus kaffi, 500 g........179 kr. Ananassneiðar, 432 g.......64 kr. Ananasbitar, 432 g.........64 kr. ískóla, 2 lítrar..........109 kr. Aspas, 430 g...............69 kr. Hamborgarhryggir.......899 kr. kg Mjúkís, 2 lítrar..........499 kr. Örbylgjupopp, 3 bréf.......99 kr. Kiwi...................119 kr. kg Rauðpaprika 142 kr. kg Gulpaprika 134 kr. kg Grænpaprika 117 kr. kg VERÐKONNUN VIKUNNAR Mackintosh’ s-sælgæti ódýrara í Reykjavík en fríhöfninni í Keflavík TVEGGJA kílóa dós af Mackin- tosh’s Quality Streetkostar 1.643 krónur í F&A-versluninni við Fossháls 27 í Reykjavík, sem er nokkrum krónum lægra verð en í fríhafnarversluninni í Keflavík. Það er einnig talsvert lægra en heildsöluverð, sem samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Is- lensk-erlenda/Danól er 2.401 króna með virðisaukaskatti. Algengt verð á sömu vöru í stór- markaði er í kringum 2.600 krónur samkvæmt skyndikönnun Daglegs lífs. Verð í fríhöfninni miðast við gengi dollars, sem í gær var reikn- að á 71,8 krónur. 2 kílóa Machint- osh’s dós kostaði því 1.651 krónur þar í gær. I samtali við Jón Helga- son verslunarstjóra fríhafnarinnar, kom fram að árssala á Machint- osh’s-sælgæti væri um 70 tonn. í Ilagkaupi kostar 2 kílóa dós 2.603 krónur og í Nóatúni 2.599 krónur. Sælgætið var ekki fáanlegt í tveggja kílóa dósum í Bónus, en þar kostar 3 kílóa dós rétt innan við 3.000 krónur og er það frönsk framleiðsla. í F&A, Hagkaupi, frí- höfninni og Nóatúni er selt Mac- hintosh’s-sælgæti sem framleitt er í Bretlandi. I sumum -verslunum sagði starfsfólk að sælgætið kæmi ekki í verslanir fyrr en líða tæki nær jólum. Sleppir millflið Daglegt líf hafði samband við Friðrik G. Friðriksson hjá F&A og spurði um ástæðu hins lága útsölu- „Hagstæð innkaup gera kleift að selja 2 kíló á rúmlega 1.600 krónur,“ segir eigandi F&A verðs, miðað við aðra stórmarkaði. Kvað hann það felast í hagstæðum innkaupum. „Ég kaupi sælgætið beint frá Bretlandi en ekki hjá ís- lenskum heildsala. Auk þess er álagning í versluninni lág miðað við það sem gengur og gerist.“ Að- spúrður sagði Friðrik að útsöluverð væri ekki undir kostnaðarverði, enda væri stefna fyrirtækisins að selja aldrei undir kostnaðarverði. Hann var spurður um síðasta sölu- dags sælgætisins og svaraði því til að hann væri á tímabilinu maí- ágúst á næsta ári. Sagðist hann hafa flutt inn 1,4 tonn að þessu sinni, en hann gerði ráð fyrir fleiri sendingum á næst- unni. „Núnaerverð hjáokkur lægra en í fríhafnarversluninni í Keflavík, en ekki er víst að svo verði áfram. Það ræðst af stöðu punds gagnvart dollar. Munurinn verður þó aldrei mikill. “ Kort til öryggis Þeir sem versla í F&A fá verslun- arkort, sem er þeim að kostnaðar- lausu. Friðrik segist hafa þennan hátt á í öryggisskyni. „Allir sem náð hafa 16 ára aldri geta fengið kortið. Þegar viðskiptavinir koma að kassanum gefa þeir upp korta- númer sitt. Um leið og það er sleg- ið inn í tölvu tengda kassanum, birtist nafn, heimilisfang og kenni- tala viðskiptavinar okkar á tölvu- skjá. Með þessú móti minnka líkur á misnotkun ávísana og greiðslu- korta sem veldur mörgum verslun- um umtalsverðu tjóni. Þágerirþetta okkur kleift að gefa viðskiptavinum útprentun á viðskiptum þeirra í versluninni í lok hvers mánaðar eða jafnvel ársyfírlit. Daglegt líf veit ekki um mörg dæmi þar sem verð út úr- verslun í Reykjavík er sambærilegt við verð fríhafnarverslunarinnar í Keflavík, hvað þá að það sé lægra. Sam- kvæmt upplýsingum okkar bætist 31,25% vörugjald ofan á svokallað cif-verð sælgætis,þ.e. innkaupsverð auk flutnings-og tryggingargjalda. Þá er kílóagjald lagt á, en í þessu tilfelli er það í kringum 100 krónur og svo bætist við virðisaukaskattur sem er 24,5%. Alls eru opinber gjöld því milli 60-70% en fríhöfnin í Keflavík greiðir þau ekki. ■ BT Meiri næring og minni fita er það sem mjólkurmarkaðurinn vill Mjólkurdrykkjuvenjur landsmanna hafa breyst nokkuð s.l. ár. Þetta sést á sölutölum Mjólkursamsölunnar, sem árlega selur rúm- lega 26 millj. lítra af hefðbundnum mjólkuraf- urðum, þ.e. nýmjólk, léttmjólk og undan- rennu. Hlutfall nýmjólkur hefur minnkað ár frá ári en sala á undanrennu og léttmjólk sérstaklega hefur aukist. Skv.tölum s.l. 5 ár nam hlutfall nýmjólkur af heildarsölu 70% 1988, en hafði hrapað í 55% 1992. Hlutfall undanrennu jókst úr 7% í 11% og hlutur léttmjólkur hefur farið úr 23% í 34%. Tölur sýna stöðnun í sölu hefðbundinna mjólkurafurða þar sem söluaukning hefur engin orðið s.l. 5 ár þrátt fyrir 4% fólksíjölgun. Þó eru íslendingar ein mesta mjólk- urdrykkjuþjóð heims. Hér er eingöngu um sölutölur Mjólkursamsölunnar í Reykjavík að ræða sem hefur um 64% markaðshlutdeild. Hlutfall nýmjólkur í sölu Mjólkursamsölunnar í Reykjavíkur hefur hrapað úr 70% í 55% á fimm árum. A sama tíma hefur sala í undanrennu auk- ist úr 7% í 11% og hlutdeild léttmjólkur farið úr 23% í 34%. Mjólkursamsalan býður nú upp á yfir 100 vöruteg- undir, en þær eru flestar í hópi svokallaðra sérmjólk- urafurða þar sem þróunin í hefðbundnum vörum hefur verið miklu hægari, að sögn Guðlaugs Björg- vinssonar, forstjóra MS. „Opinberar neyslukannanir sýna að neytendur vilja létta mjólkurdrykki auk þess sem næringargildi skiptir neytendur afskaplega miklu máli,“sagði Guðlaugur. ■ Ýmsar rannsóknir til að kanna gildi ginsengs SJÖTTA alþjóðlega ráðstefnan um gildi ginsengs var haldin í Seoul í Suður-Kóreu í haust og þar kynntar 37 nýjar rannsóknir frá 12 löndum á lækningamætti jurtarinnar. Ráðstefna sem þessi er haldin fjórða hvert ár en að þessu sinni var hún skipu- lögð af Ríkiseinkasölu Suður- Kóreu á gingseng. Einn Islend- ingur, Sigurður Þórðarson, sat ráðstefnuna en hann flytur inn rautt ginseng frá Kóreu. Meðal þeirra rannsókna sem hvað mesta athygli hlutu á ráð- stefnunni að þessu sinni var könn- un á eiginleikum ginsengs í að draga úr líkunum á krabbameins- myndun í mannslíkamanum. Rann- Píta með buffi, frönskum og kók Hamborgarar með frönskum og kók Pítubrau&in eru nýbökub og laus við öll rotvarnar- efni. Grænmeti, kjöt og fiskur, ferskt og bragð- gott. Pítan er því ekki bara góð og saðsöm I máltíð, heldur líka mjög holl. ~ . Heimsendingarþjónusta alla virka daga frá kl. 5.00-22.00. Laugar- og sunnudaga kl. tl.30-22.00 W - Jtr \ : ■■ Ath. tilboðiðgildir ekki fyfíf heimsendinaar þjónusfu og afsláttarkort Fjölskyldupakki: Tvær pítur m/buffi, tvær bama- pífur (eða barnahamborgarar) m/ frönskum, sósu og tveggja lítra kók Lr 1 7SO - sókn þessi var gerð af Rannsókna- stofnun í krabbameinsfræðum í Seoul í samvinnu við Krabba- meinsspítalann þar í borg. Rann- sóknin náði til 14.651 manns á árunum 1987 til 1989 og síðan 4.634 manna næstu ár þar á eftir. Tilraunlr staðfestar Rannsóknir hafa áður sýnt að ginseng kemur í veg fyrir krabba- meinsmyndun í tilraunadýrum og niðurstöður fyrrgreindrar rann- sóknar eru í samræmi við það. I ljós kom að áhættan á að fá krabbamein minnkar við neyslu ginsengs og á það einkum við um magakrabbamein. Af öðrum rannsóknum á ráð- stefnunni má nefna rannsóknir á áhrifum ginsengs á öldrun, úthald, og blóðstreymi. Hvað varðar rann- sóknir á áhrifum ginsengs á út- hald hefur komið í ljós að ginseng eykur getu rauðra blóðkorna til að flytja súrefni, í sumum tilfellum um allt að 25%. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.