Morgunblaðið - 14.12.1993, Side 50

Morgunblaðið - 14.12.1993, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993 Róttækar breytingar á framhaldsskólum eftir Sigrúnu Sigurðardóttur Svíar hafa löngum verið þekktir fyrir velferðarkerfi sitt. Það hefur hingað til verið metnaðarmál þeirra sem fara með stjórn skólamála í Svíþjóð að gefa öllum sömu tæki- færin og halda öllum á sama strik- inu. Einstaklingsframtak og sam- keppni hafa verið bannorð innan skólakerfisins. Nú eru breyttir tímar. Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að færa yfírstjórn skóla- mála frá ríkinu til sveitarfélaganna og taka upp stefnu sem leggur áherslu á fjölbreytileika, sveigjan- leika og frelsi nemenda til að velja. í framhaldi af þessu hefur mennta- málaráðuneytið sagt 600 manns upp störfum. Sveitarfélögin og skólastjórar munu taka við verkefn- um þessa fólks. Einkunnagjöf sem stuðlar að samkeppni milli nemenda og hefur hingað til verið talin óæskileg verður nú aukin og sam- keppni talin af hinu góða. Sjálf- stæði og valfrelsi nemandans er í hávegum haft. Mestu breytinjgarnar eru á framhaldsskólastigi. Ahersla er nú lögð á að undirbúa nemendur ekki síður fyrir atvinnulífíð en áframhaldandi nám með því að bjóða upp á aukna sérhæfíngu. Sænsk skólayfirvöld hafa komist að þeirri niðurstöðu að sérhæfð menntun nýtist betur bæði fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið heldur en almenn menntun sem allir fá sömu kennslu í og leyfír enga sér- hæfíngu. Sérhæfíngin er þó ekki algjör því ákveðnar kjarnagreinar skipa stóran sess í náminu. Kjama- greinamar em átta og verður sér- stök áhersla lögð á sænsku, ensku og stærðfræði. Nemendum er síðan ætlað að velja sér ákveðna braut innan þess sviðs sem vekur áhuga þeirra. Menntamálaráðuneytið hef- ur tilgreint sextán sérhæfðar braut- ir sem kallaðar hafa verið þjóðar- brautir (nationella program) og er meiningin að sérhæfðar greinar sem tilheyri brautunum verði kenndar til helmings á móts við kjarnafögin. Líkist þetta kerfí tals- vert því áfangakerfí sem við eigum að venjast hér á íslandi. Auk þess- ara þjóðarbrauta getur hver skóli fyrir sig eða hvert sveitarfélag boð- ið upp á aðrar námsbrautir, svokall- aðar staðbundnar brautir (lokal gren) sem eru þá sniðnar að mennt- un sem nýtist í því sveitarfélagi sem við á. Einnig er mögulegt að bjóða upp á sérmótaðar brautir fyrir þá sem finna ekki þá menntun sem þeir óska eftir innan sérhæfðu braut- anna. Kjarnagreinar eru þær sömu hjá öllum en valgreinar má setja saman með því að velja ólíkar grein- ar. Fyrir þá nemendur sem eru óákveðnir um hvaða menntun hent- ar þeim verður boðið upp á einstakl- ingsbraut. Brautin er aðeins ætluð til að kynna nemendum hin ólíku fög og er gert ráð fyrir að hún verði nokkurs konar undibúnings- braut. Þegar nemendur hafa svo gert upp hug sinn halda þeir námi sínu áfram á einhvem af sérhæfðu brautunum. Á lokaári sínu í framhaldsskólan- um geta nemendur valið uppfylling- aráfanga. Það er ef nemanda vant- ar kunnáttu í ákveðnum greinum til að sækja um ákveðið háskólanám getur hann valið um þijú námskeið sem miða við að búa hann undir tiltekið nám. Þessi námskeið eru Heimspeki- og samfélagsfræði, náttúru- og raunvísindi og við- skipta- og hagfræði. Ollum nemendum er skylt að gera eitt sérhæft verkefni. T.a.m. ritgerð sem þeir vinna algjörlega upp á eigin spýtur og fjallar um eitthvað sérhæft efni innan ákveð- innar greinar sem þeir hafa valið sér. Gildir sérverkefni þetta 30 ein- ingar til viðbótar við 680 einingar úr kjarnagreinum sem nemendum er ætlað að ljúka áður en þeir út- skrjfast. Ákveðið hefur verið að tengsl atvinnulífs og skóla verði með þeim hætti að a.m.k. 15% af námi hvers nemanda fari fram hjá fyrirtækjum þannig að nemendur fái að kynnast hvernig sú menntun sem þeir sér- hæfa sig í nýtist úti í þjóðfélaginu. Undanskildar frá þessu eru nátt- úrufræðibraut, félagsfræðibraut og listabraut. Það liggur í augum uppi að ekki hafa allir skólar fjármagn og að- stöðu til að bjóða upp á allar braut- ir en þar sem megin inntak nýju menntastefnunnar er valfrelsi nem- enda en ekki forræði skólayfírvalda gerist þess heldur ekki þörf. Nem- endur geta sótt skóla sem ekki til- heyrir þeirra sveitarfélagi kjósi þeir nám sem þeirra hverfis- eða sveitar- félagsskóli býður ekki upp á. Nem- endur hafa einnig frelsi til að stunda nám í skóla í öðru hverfí eða sveitar- félagi en þeirra eigin þó svo að þeirra hverfísskóli bjóði upp á sams- konar nám. Nemandi sem býr t.a.m. í Stokkhólmi hefur jafn mikinn rétt á að stunda nám í Uppsölum eins og nemandi sem hefur lögheimili í Uppsölum. Með þessu nýja kerfí búast Svíar við að hver skóli keppi að því að bjóða up á betri kennslu og betri aðstöðu. Nemendur munu að sjálf- sögðu Ieita þangað sem þeir telja sig geta fengið bestu menntunina. Svíar hafa einnig tekið þá athyglis- verðu ákvörðun að ríkið láti af af- skiptum af skólunum og feli stjórn skólamála í hendur sveitarfélag- anna. Hingað til hafa Svíar verið Sigrún Sigurðardóttir „Einkunnagjöf sem stuðlar að samkeppni milli nemenda og hefur hingað til verið talin óæskileg verður nú aukin og samkeppni tal- in af hinu góða.“ mjög hlynntir ríkisafskiptum á öll- um sviðum svo að þessi ákvörðun kemur mörgum á óvart. Sveitarfé- lögunum verður úthlutað ákeðinni upphæð frá ríkinu til skólamála sem úthlutar þeim áfram til skólanna. Miðast sú upphæð við nemenda- fjölda. Stjórn hvers skóla tekur ákvörðun um hvemig fjárframlög- unum verði varið. Sveitarfélagið skipar skólastjórn fyrir hvern skóla sem sér um að ráða skólastjóra og reka skólann svipað og um fyrir- tæki væri að ræða. Til að byija með sér sveitarfélagið um að ráða kennara en þegar fram líða stundir er gert ráð fyrir að stjórn skólans taki í sínar hendur öll ráðningar- mál. Einu hömlurnar sem stjórn skólans era settar er að námsskráin innihaldi kjarnagreinar í réttu hlut- falli við valgreinar. Skólastjórnin ræður aftur á móti hvaða valgrein- ar verður boðið upp á, í hvaða röð námsefnið er kennt og hversu lengi hver kennslustund varir svo dæmi séu tekin. Gert er ráð fyrir að nemandi sem stundar nám sitt á eðlilegum hraða ljúki því á þremur árum. Á þeim tíma er ætlað að nemandi fái 2.180 klukkustunda kennslu sé hann í bóklegu námi og 2.400 klukku- stunda kennslu sé hann í atvinnu- tengdu námi. Nemendum er þó gert mögulegt að ljúka námi á styttri eða lengri tíma, eftir því sem hentar hveijum og einum. Hafi nemandi ekki lokið menntaskóla- námi sínu á því ári sem hann varð tvítugur verður hann að halda námi sínu áfram í öldungadeild. Öldunga- deild eða fullorðinsmenntun verður byggð upp á sama hátt og fram- haldsskólamir og verður menntun þar metin til jafns á við þá mennt- un sem boðið er upp á í framhalds- skólunum. Það er greinilegt að hugarfars- breyting hefur orðið hjá þeim mönn- um sem fara með stjórn skólamála í Svíþjóð. Meginmálið er kannski það að Svíar hafa gert sér grein fyrir því að háskólanám hentar ekki öllum og offramboð á háskóla- menntuðu fólki býður upp á aukið atvinnuleysi. Þar af leiðandi hafa þeir ákveðið að sérhæfa framhalds- skólana. Bjóða nemendum upp á sérhæfingu strax á framhaldsskóla- stiginu svo að þeir séu vel í stakk búnir til að takast á við ólík efni úti í atvinnulífinu strax að námi loknu. Þjóðarbrautir: Félagsfræðibraut, náttúrufræði- braut, fjölmiðlabraut, matvæla- fræði, landbúnaðarbraut, heilsu- gæslubraut, hótel- og veitinga- braut, iðnaðarbraut, uppeldisfræði- braut, mannvirkjabraut, rafmagns- fræðibraut, orkuvinnslubraut, lista- braut, samgöngubraut, viðskipta- og stjómunarbraut, handverks- braut. Kjarnafögin: Sænska, enska, samfélagsfræði, stærðfræði, náttúrufræði, íþróttir, listfræði, trúarbragðafræði. Höfuadur er blaðamaður. Igrímskirkju & ^ýjatKlais-orgpljö , ii \ { llallgrímskirkju j! ; fhe NcW Klais-Organ ' jn llallgrímskirkja j /t Hörður Áskelsson leikur á NYIA -ORGELIÐ Falleg og merk gjöf til vina, -heima og erlendis, og um leiö stuöningur viö Orgelsjöö Hallgrímskirkju. Hér erfyrsta útgáfa hljóörítunar hins nýja orgels Hallgrímskirkju. Okkur er ánœgja aö geta boöiö þennan vandaöa hljómdisk á einstöku veröi - adeins kr. 1.200 Komib í Hallgrímskirkju eöa hafiö samband í símum : / 07 4Sog 62 14 7S Við sendum í póstkröfu og bjóbum einnig greiöslukortaþjónustu. Opið alla daga frá kl. 10:00-17:00, Á nerma mánudaga frá kl. 13:30-17;30. -----♦ ♦ ♦ Nýtt fjöl- notahús á Eyrarbakka Eyrarbakka. UNNIÐ hefur verið að myndar- legri stækkun samkomuhússins Staðar á Eyrarbakka. Húsið var tekið í notkun í síðustu viku með því að Kvenfélag Eyrar- bakka hélt þar sitt árlega jólab- ingó. í húsinu er fjölnota salur til íþróttaiðkana og samkomuhalds, 10x16 metrar að stærð, einnig leiksvið, fundarsalur, nýtt rúmgott anddyri og snyrtingar. í eldri hlut- anum eru svo eldhús, herbergi til afnota fyrir félög á staðnum og búningsklefar. Þó húsið hafi verið tekið í notk- un verður það ekki formlega vígt fyrr en í febrúar á næsta ári. - Óskar Metsölublad á hverjum degi! Fjármagn til framnðar: hagstœÖkjör, langur lánstími, sveigjanlegt lánshlutfall, margirgjaldmiðlar ||ri IÐNÞROUNARSJOÐUR Kalkofnsvegi 1 150Reykjavík sími: (91) 69 99 90 fax:62 99 92 IÐNÞROUNARSJOÐUR Kalkofnsvegi 1 150Reykjavík sími: (91) 69 99 90 fax:62 99 92

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.