Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 1
106. TBL. 82. ÁRG. Bandaríkin Aukinn þrýsting- uráHaití Washington. Reuter. MADELINE Albright, sendiherra Bandaríkianna hjá Sameinuðu þjóð- unum (SÞ), segir stjórn Bills Clint- ons forseta telja nauðsyn á því að senda bandaríska hermenn til Haití, jafnvel þótt hertar viðskiptaþvingan- ir gagnvart landinu neyði hersjórn- ina á Haití til að láta af völdum. Dagblaðið The Los Angeles Times sagði frá því í gær að rík- isstjórnin hygð- ist senda að minnsta kosti 600 bandaríska hermenn til Ha- ití til að hreinsa til í her landsins. Talsmaður for- setans, Dee Dee Myers, vísaði þessum fréttum á bug. Albright sagði í samtali við banda- rísku sjónvarpsstöðina NBC að her SÞ, auk bandarísks liðsafla, þyrfti til að „fást við öryggismál á Haití og til að reyna að koma því [land- inu] á réttan kjöl“. Ríkisstjórnin hefði ekki enn ákveðið hversu lengi ætti að láta auknar viðskiptaþving- anir gilda en þær taka gildi hinn 21. maí, komist forsetinn Jean- Bertrand Aristide ekki aftur til valda. Honum var steypt af stóli árið 1991. í gær mótmæltu banda- rísk stjórnvöld tilnefningu nýs for- seta herforingjastjórnarinnar á Ha- ití, Emile Jonassaints, 81 árs dóm- ara. Útilokar ekki innrás á Haití The Los Angeles Times hafði eft- ir ónafngreindum heimildum í utan- ríkisþjónustunni og á Haití, að nú þegar væri rætt hvenær tímabært væri að hefja hernaðaraðgerðina. Neitaði Albright þessu ekki í sjón- varpsviðtalinu og ítrekaði orð Clint- ons um að stjórnin útilokaði ekki innrás á Haití, en sagði slíka um- ræðu enn ekki tímabæra. Jeltsín heilsað BORIS Jeltsín Rússlandsforseti kom í gær til Þýskalands og var myndin tekin er þeir Helm- ut Kohl kanslari heilsuðust í Bonn. Richard von Weizsacker forseti fylgist með. Hermt er að í heimsókninni vonist Jeltsín til að geta fengið Þjóðverja til að taka undir með sér að Rúss- um beri æðri sess í öryggismál- um Evrópu en óbreyttum aðild- arríkjum Friðarsamstarfs NATO. Jeltsín minnti þýsku íeiðtogana á að Rússar væru Evrópuþjóð og hvatti Þjóðverja til þess að snúa ekki baki við Rússum því það yrði einungis Madeline Albright 96 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 FIMMTUDAGUR 12. MAI1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Ný ríkisstjórn í Suður-Afríku Winnie Mandela og Buthelezi á meðal ráðherra Pretoríu. Reuter. NELSON Mandela, forseti Suður-Afríku, tilnefndi Winnie, fyrrum eigin- konu sína, og Mangosuthu Buthelezi, leiðtoga Jnkatha-frelsishreyfingar Zúlúmanna, ráðherra í ríkisstjórn sinni í gær. í henni eiga sæti 27 ráð- herrar og 12 aðstoðarráðherrar. Tilheyra 25 þeirra flokki Mandela, Afr- íska þjóðarráðinu, níu ráðherrar eru úr Þjóðarflokki F.W. de Klerks, vara- forseta, og fjórir úr Inkatha. Mandela-hjónin skildu að borði og sæng árið 1992 en Winnie hafði þá verið dæmd fyrir að ræna tveim- ur drengjum. Er Mandela var kjör- inn forseti á mánudag virti hann hana ekki viðlits þrátt fyrir að hún sæti við hlið hans í þinghúsinu í Höfðaborg, og kom ákvörðun hans nú því mjög á óvart. Sagði aðstoðar- maður Winniar að hún hefði fyrst talið að verið væri að gera at í sér. Winnie Mandela verður aðstoðar- ráðherra og fer með lista-, menn- ingar-, vísinda- og tæknimál. Buth- elezi verður innanríkisráðherra og bindur tilnefning hans enda á vangaveltur um hvort hann yrði utan hennar, en talið er að það hefði aukið mjög á spennuna í land- inu. Brosmildur Berlusconi SILVIO Berl- usconi tók í gær við sem forsætisráð- herra 53. ríkisstjórnar Ítalíu eftir stríð og þeirr- ar fyrstu, sem fasistar eiga aðild að. Eiga þeir og samstarfsflokkarnir 5 ráð- herra af 25 en fara með ekkert af mikilvægustu embættunum. ■ Ríkistjórn /18 Lögreglu PLO fagnað ÞÚSUNDIR Palestínumanna dönsuðu á götum úti í gær og fögnuðu komu fyrstu palestínsku lögreglusveitanna til Gazasvæð- isins. „Nú finn ég til öryggis og friðar,“ sagði einn hinna fjöl- mörgu Palestínumanna sem flykktust að lögreglustöðinni í Deir al-Balah á Gaza. Á mynd- inni sést mannfjöldinn bera á höndum sér einn lögreglumann- anna 157 sem verða á stöðinni og veifar hann fána Palestínu og AK-47 riffli. Meiri harka færist í borgarastríðið í Jemen Eldflaugum skotíð á íbúðahverfi í Sanaa BJÖRGUNARSVEITIR drógu í gær sundurtætt lík barna og fullorðinna úr rústum húsa í Sanaa, höfuðborg Jemens, eftir að her suðurhluta landsins hafði skotið Scud-eldflaug á þéttbýlt íbúðahverfi í borginni. Síðar um daginn var eldflaug skotið á íbúðahverfi í borginni Taiz í norðurhlutanum. vatn á myllu rússneskra þjóð- ernissinna. Sömuleiðis mun Jeltsín freista þess að fá þýsk stjórnvöld til að fallast á að hersveitir fjórveldanna í Berlín Reuter verði kvaddar við sameiginlcga athöfn en ráðgert er að rúss- nesku sveitirnar yfirgefi borg- ina viku á undan sveitum Breta, Frakka og Bandaríkjamanna. Árásin á Sanaa var gerð í fyrri- nótt þegar flestir íbúanna sváfu. Sjónatvottar sögðu að héyrst hefði ógurlegur hávaði, rykmökkur risið til himins og skelfingu lostnar mæður hefðu hlaupið með grát- andi börn út á göturnar. Síðar sögðu norðanmenn að um tvær flaugar hefði verið að ræða. Lögreglumenn gengu um hverf- ið með hátalara og hvöttu íbúana til að hafa sig á brott þaðan því hætta væri á annarri eldflaugaá- rás þá og þegar. Björgunarsveitir grófu með berum höndum í rú- stirnar, ruddu burtu steinhrúgum og ónýtum húsgögnum í leit að líkum. Að minnsta kosti 23 manns biðu bana í árásinni og urn 30 særðust. „Guðleysingjar sem sýna enga miskunn" „Þetta er ragmennska. For- setinn verður að svara þessu með eldflaugaárás á suðurhlutann," sagði einn borgarbúanna. „Þetta eru guðleysingjar sem sýna sak- lausum borgurum enga miskunn,“ sagði hann um ráðamennina í Aden í suðurhlutanum, sem vilja aðskilnað frá norðurhlutanum. Mohammad Said al-Attar, starfandi forsætisráðherra Jem- ens, sagði að her norðurhiutans gæti gert eldflaugaárás á suður- hlutann en vildi það ekki. Sunnanmenn höfðu að minnsta kosti 15 sinnum reynt að skjóta Scud-flaugum á Sanaa en engin þeirra lenti í borginni. Harðir bardagar geisuðu í gær, áttunda daginn í röð, í grennd við landamæri Suður- og Norður-Jem- ens frá því fyrir sameininguna árið 1990. Misvísandi yfirlýsingar um gang stríðsins Talsmenn beggja herjanna gáfu út misvísandi yfirlýsingar um gang stríðsins. Eina leiðin fyrir Jemena til að fylgjast með fram- vindunni er að hlusta á útvarps- stöðvar, sem flytja áróðursfréttir frá heijunum. ^Hálfum sólarhring fyrir Scud-árásina hafði til að mynda útvarpið í Norður-Jemen tilkynnt að norðanmenn myndu vinna fullnaðarsigur í stríðinu á næstu klukkustundum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.