Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1994 ALDARMINNING MORGUNBLAÐIÐ ÁSGEIR ÁSGEIRSSON FORSETI BÓNDINN og faktorinn í Kóranesi á Mýrum vestur, Ásgeir Eyþórsson, reið geyst úr hlaði að morgni hvíta- sunnudags árið 1894. Kona hans, Jensína Björg Matthíasdóttir, hafði tekið léttasóttina; það styttist óðum milli hríða og þurfti að sækja ljós- móður um langan veg. Þegar hann kemur aftur er sonur fæddur í sigur- kufli, en sú hjátrú hefur ríkt allt fram á okkar daga að sá sem þannig kem- ur í heiminn eigi láni að fagna í lífinu. Sonurinn var Ásgeir Ásgeirsson forseti, en á morgun, hinn 13. maí, er öld liðin frá fæðingu hans; Mig langar til að minnast Ásgeirs fáum orðum af þessu tilefni, en það kom í minn hlut fyrir fáum árum að skrifa ævisögu hans sem út kom haustið 1992. Sá tími einkenndist af ánægjulegu erfiði og mun seint gleymast. Sannarlega var lærdóms- n'kt að fá tækifæri til að kynnast viðburðaríku lífi Ásgeirs forseta með aðstoð barna hans, sérstaklega Þór- halls, og ótal heimilda sem aldrei höfðu birst áður; persónusögu hans og yfirgripsmikilli starfsævi sem endurspeglar helstu viðburði Islands- sögunnar á tuttugustu öld. Ásgeir var góðum námsgáfum >gæddur; hann lauk stúdentsprófi átj- án ára gamall og minntist þeirra ára svofelldum orðum löngu síðar: „Við runnum þetta þroskaskeið á upp- gangstímum. Gamlar kreddur voru skorpnaðar, og framþróunin var náttúrulögmál. Pyntingar og kúgun voru söguleg fyrirbrigði frá löngu liðnum tímum, og frelsið og vísindin slógu bjarma á framtíðina. Hver skyldi hafa trúað því vorið 1912 að skammt framundan væri heimsstyij- öld, kreppa og svo annað stríð sem rótaði upp öllum verstu tilhneiging- um mannsins, grimmd og svikum, og kollvarpaði hinni björtu lífsskoðun stúdentsins frá því ári?“ Að loknu stúdentsprófi hefur Ás- geir guðfræðinám í Háskóla íslands sem þá hafði aðsetur í Alþingishúsinu við Austurvöll. Hann lýkur guðfræði- prófi 1915 með góðum vitnisburði og hlýtur styrk til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn og Uppsölum. Á þessum árum er hann staðráðinn í að taka vígslu og gerast prestur; hann lætur sig dreyma um gott brauð eins og til dæmis Vestmannaeyjar, þar sem hann dvaldi tvö sumur og kenndi sund. Og ekki dregur úr þeim ásetningi, þegar hann kynnist Dóru, dóttur Þórhalls Bjarnarsonar bisk- ups, en þatrgiftu sig 3. október 1917. Ásgeiri er hins vegar annað hlut- skipti ætlað. Hann gerist biskupsrit- ari, bankastarfsmaður og Ipks kenn- ari við Kennaraskólann. Árið 1923 er hann beðinn um að bjóða sig fram til þings í Vestur-ísafjarðarsýslu fyr- ir Framsóknarflokkinn. „Þeir sýna þér traust, þessir menn,“ sagði^Matt- hías Einarsson læknir, þegar Ásgeir leitaði ráða hjá honum. „Bjóddu þig bara fram. Það er enginn hætta á að þú verðir kosinnl" Raunin varð önnur. Ásgeir var kosinn með yfirgnæfandi meirihluta í Vestur-ísafjarðarsýslu í hvert skipti sem hann bauð sig þa/ fram. Hann var þingmaður kjördæmisins í tæp þijátíu ár, eða frá 1923 til 1952, þegar hann var kosinn forseti. Fyrst bauð hann sig fram á vegum Fram- sóknarflokksins, eitt kjörtímabil var hann utanflokka, en síðan gekk hann í Alþýðuflokkinn. Árið 1930 var Ásgeir Ásgeirsson forseti sameinaðs þings á alþingishá- tíðinni á Þingvöllum sem rúmlega þijátíu þúsund manns sóttu og er einn af merkisviðburðum íslandssög- unnar. Framganga hans öll þótti til fyrirmyndar, og þjóðhátíðarræða hans var lengi í minnum höfð. „Á alþingi eiga að- sitja vitsmuriir Snorragoða," sagði harin, „stjórrivísi Þorgeirs, göfgi Halls af Síðu og manndómur Jóns Sigurðssonar.“ Stjómmálaferill Asgeirs Ásgeírs- sonar verður að sjálfsögðu ekki rak- inn í stuttri blaðagrein, en áhugamál hans voru mörg og trúnaðarstörfin sem hann gegndi óteljandi. Hann varð fjármálaráðherra í ríkisstjóm Tryggva Þórhallssonar 1931, mynd- aði síðan ríkisstjórn með Sjálfstæðis- flokknum 1932 og var forsætisráð- herra til ársins 1934. Hann lét mikið til sín taka á sviði fjármála; í því sambandi má nefna að það var hon- um mest að þakka, eins og rakið er í ævisögu hans, að Islandsbanki varð ekki gjaldþrota og Útvegsbanki ís- lands var stofnaður. Á menntamálum hafði hann einnig mikinn áhuga, enda gegndi hann starfi fræðslu- málastjóra um árabil, og hvað kjör- dæmamál varðar, þá var hann meira og minna viðriðinn allar breytingar á því sviði sem gerðar hafa verið á þessari öld: 1934, 1942 og 1959. Síðast en ekki síst voru honum utan- ríkismál hugleikin, en hann var alla tíð í hópi þeirra íslensku stjórnmála- manna sem aðhylltust vestrænt lýð- ræði: „Varist þá sem beita málfrelsi sínu til að afnema það, þegar þeir komast til valda,“ sagði hann eitt sinn í ræðu. „Varist þá sem ganga til kosninga í þeim tilgangi að af- nema kosningar, ef þeir ganga með sigur af hólmi. Verndið lýðræðið, því að einræði leiðir fyrr eða síðar til harðstjórnar.“ Þegar forsetakosningar voru haldnar í fyrsta sjnn hér á landi 1952, vann Ásgeir Ásgeirsson glæsi- legan sigur, þrátt fyrir mótstöðu tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins. „Fólkið velur forsetann" var kjörorð stuðningsmanna hans, og síðan hefur þjóðin valið sér þjóð- höfðingja án afskipta stjórnmála- fiokkanna. Ásgeir Ásgeirsson sat á forsetastóli í sextán ár, og hann og Dóra nutu í senn vinsælda og virðing- ar. „Um stjórnmálastörf Ásgeirs verður sjálfsagt deilt,“ skrifaði Olaf- ur Jóhannesson forsætisráðherra, „og dómar felldir, svo sem um starf- semi annarra þeirra, er á því sviði standa. Um hitt hygg ég að öll þjóð- in sé sammála að hann hafi rækt sitt langa forsetastarf svo sem best varð á kosið. Þar naut hann sín vel, vann sér hvarvetna traust og virð- ingu, jafnt heima og erlendis, jafnt í konungssölum sem á alþýðuheimil- um. Má og segja að hann hafí verið vel undir það búinn að takast forseta- starf á hendur. Auk meðfæddra hæfileika hafði hann mikla og marg- háttaða starfsreynslu og staðgóða þekkingu á fólki og þjóðarhögum. Með virðulegri framkomu og eðlis- lægri háttvísi rækti hann hið vanda- sama þjóðhöfðingjastarf smáþjóðar og kom ætíð fram á þann hátt að íslandi var til sóma.“ Frú Dóra Þórhallsdóttir lést svip- lega hinn 10. september 1964, 71 árs að aldri, þegar fjórða kjörtímabil Ásgeirs forseta var nýlega hafið. Hann gegndi starfi sínu einn til árs- ins 1968 og lifði eftir það kyrrlátu lífi, þar til hann varð bráðkvaddur 22. september 1972. Þriðji forseti íslenska lýðveldisins, Kristján Eldjárn, lýsti fyrirrennara sínum vel með þessum orðum: „Hann var vitur maður og hlýr í viðkynn- ingu.“ Gylfi Gröndal. Margæsir eru litlar gæsir sem hafa viðdvöl á Islandi á leið til varpstöðva í Kanada. Hópur þeirra staldrar við í maímánuði á Álftanesi. Fuglaskoð- unarferð FI HIN árlega fuglaskoðunarferð Ferðafélags Islands verður næsta laugardag. Að þessu sinni er ferðin farin í samvinnu við Hið íslenska náttúrufræði- félag. í upphafi ferðar fá allir þátt- takendur skrá yfir allar þær fuglategundir sem sést hafa í þessum fuglaskoðunarferðum frá því skrásetning hófst árið 1970 og merkja svo í reitin fyrir 1994. Þátttakendur eru því með í að gera þessa fugla- skrá sem þykir orðin merkileg heimild um komu farfugla til íslands þar sem ferðin er alltaf farin á sama tíma í byijun maí ár hvert. Fararstjórar verða Gunn- laugur Þráinsson og Gunnlaug- ur Pétursson en þeir eru þaul- vanir fuglaskoðarar. Lagt verð- ur af stað kl. 10 frá Umferðar- miðstöðinni og komið við í Mörkinni 6 skömmu síðar. Bent er á að gott sé að hafa með sér sjónauka og fuglabækur. Saab stolið BIFREIÐIN R-36630 hvarf af bllastæði við Möðrufell 3 að kvöldi laugardagsins 23. apríl, eða aðfaranótt sunnudagsins 24Á Bifreiðin er af Saab-gerð, blá að lit, árgerð 1981. Þeir sem kynnu að vita hvar bifreiðin er nú niðurkomin eru beðnir um að láta lögregluna í Reykjavík vita. Félagsvist í Glæsibæ á uppstigningardag kl. 15. Húsið opnar kl. 14:30. Reykjavíkurlistinn verður með félagsvist í Danshúsinu í Glæsibæ, fimmtudaginn 12. maí kl. 15:00. Glæsilegir vinningar: Ferðir með Flugleiðum til London og fleiri góðir vinningar Sigrún Magnúsdóttir efsti maður Reykjavíkurlistans flytur stutt ávarp. Frambjóðendur Reykjavíkurlistans verða á staðnum. Allir velkomnir, kaffiveitingar, aðgangur ókeypis. Knutab SUMARf.GARDHIK Við bjóðum fjölbreytt úrval vandaðra húsa sem eru auðveld ogfljótleg í uppsetningu. Sla-rrtir frá 3,5 m2 lii 30 m2 Og l’ú getur ulltufbivtt vit). Vcrrtin koma skcmmtilega a óvart. Virt hjórtiitn t.d. 15m- hiis incrt vcröntl á kr. 289.000,- Sjálfval hf Skútuvogi 11 sínti 67SS4Í), fax 67S620
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.