Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ1994 MORGUNBLAÐIÐ Undirbúning’ur að viðræðum við Evrópusambandið að hefjast Breytt lög um sljórn fiskveiða samþykkt ALÞINGI samþykkti í gær breyting- ar á lögum um stjórn fiskveiða með 26 samhljóða atkvæðum. 25 þing- menn sátu hjá, þ. á m. tveir þing- menn Sjálfstæðisflokksins. 12 þing- menn voru fjarverandi. Fundum Al- þingis var frestað í gærkvöldi en það verður væntanlega kvatt saman aft- ur 15. júní til að fjalla um mál sem taka á fyrir á hátíðafundi 17. júní. Ný ákvæði í lögum um stjórn fisk- veiða kveða meðal annars á um banndagakerfí fyrir smábáta og þrengdar reglur um framsal á afla- heimildum. í atkvæðagreiðslu um fiskveiðistjórnunarfrumvarpið sátu allir viðstáddir þingmenn Alþýðu- bandalags, Framsóknarflokks og Kvennalista hjá auk Guðjóns Guð- mundssonar og Eggerts Haukdals þingmanna Sjálfstæðisflokks. Lög um Þróunarsjóð sjávarútvegs- ins voru einnig samþykkt með 24 atkvæðum gegn 12 en 27 þingmenn voru fjarverandi. Þá var samþykkt frumvarp um fjárhagsaðstoð til fyrir- tækja á Vestfjörðum vegna þorsk- aflabrests með 27 atkvæðum stjórn- arflokkar.na og Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur þingmanns Kvenna- lista. 12 greiddu ekki atkvæði, þar á meðal tveir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, Ámi Johnsen og Tómas Ingi Olrich, sem lýstu þeirri afstöðu að í frumvarpinu væri ekki skilgreint að fleiri svæði á landinu ættu rétt á samskonar aðstoð á sömu forsendu. Loks varð svonefnt villidýrafrum- varp að lögum en samkvæmt þeim er meginreglan sú að villt spendýr og fuglar séu friðuð. Davíð ræðir við Delors 15. júlí DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra hittir Jacques Delors framkvæmda- stjóra Evrópusambandsins (ESB) að máli í Brussel 15. júlí næstkomandi til að ræða tvíhliða samskipti íslands og sambandsins í framtíðinni í kjöl- far aðildar hinna EFTA-ríkjanna að sambandinu. Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra verður á sama tíma i Brussel sem formaður ráð- herranefndar EFTA og ræðir þar við ýmsa ráðamenn Evrópusambandsins. Þetta kom fram hjá Davíð Oddssyni á Al- þingi í gær- morgun og hann ítrekaði að það væri ekki á dagskrá hjá rík- isstjóminni að sækja um aðild að Evrópusam- Ja Delors bandtnu. Hann sagði að íslenskir sjórnmálaflokkar ættu að móta sameiginlega stefnu til væntanlegra viðræðna við ESB um tvíhliða samning á grundvelli samningsins um Evrópskt efna- hagssvæði og nota haustmánuðina til þeirra viðræðná. Davíð Oddsson sagði að utanrík- isráðherra hefði fullt traust sitt og ríkisstjórnarinnar til að fara með samningamál við Evrópusamband- ið. En Olafur Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalagsins hafði lýst efasemdum um það í ljósi þess að utanríkisráðherra virtist ekki lengur styðja ályktun Alþingis frá í fyrra um að leita tvíhliða samn- inga við ESB og stefndi þess í stað, ásamt Alþýðuflokknum, að ESB- aðild. Davíð sagði að Alþýðuflokk- urinn hefði ekki óskað eftir því inn- an ríkisstjórnar að breyta ákvörðun hennar um að aðild að ESB sé ekki á dagskrá. Davíð Oddsson Einangrunar- ótti ástæðulaus Davíð sagði að mat á stöðu íslands snerist ekki um- að kanna í aðildar- viðræðum hvort innganga í ESB komi til greina. Menn verði fyrst að hafa gert upp hug sinn áður en gengið sé til slíkra viðræðna. Mestu skipti að Evrópu- stefna Íslendinga snerist ekki um tveggja kosta val: aðild að ESB eða einangrun. Davíð sagði að einangr- unarótti hefði gripið um sig um stund, og endurspeglast i skoðana- könnunum, þar sem fólki hefði að- eins fundist kostirnir tveir. „En við höfum miklu fleiri kosti og ég hygg að þegar almenningur í landinu hefur áttað sig á því þá muni þessi viðhorf breytast. Ef einangrunar- kenningin væri rétt, þá myndi ég hallast að aðild en ég tel ekki að kostimir séu aðeins tveir,“ sagði Davíð. Óiafur Ragnar Grímsson sagði að margt af því sem Davíð Oddsson hefði sagt um Evrópumálin væri á þann veg, að hægt ætti að vera að ná nokkuð breiðri samstöðu innan þingsins um þróun þessara mála. í MORGUNBLAÐINU þessa dagana taka lesendur eftir nokkr-. um breytingum á niðurröðun efnis blaðsins. Markmiðið er að færa saman tengda efnisþætti, þannig að þeir verði aögengilegri Efnisskipan í Morgunblaðinu fyrir lesendur. Á myndinni hér að neðan er sýnt hvar helstu efnis- þætti er að fínna. Dagskrá ljós- vakamiðlanna er nú á öftustu opnu blaðsins ásamt dagbók og veðurkorti. íþrótta'opnan færist Sigmund Forsioa, eriendar fréttir Innlendar fréttir ] Auglýsingar Akureyri/Landið fram um einá opnu. Teikning Sigmunds verður á sama staö og áður — á blaðsíðu 8 — innan um Listir innlendar fréttir. Staksteinar verða aftarlega í blaðinu í grennd viö Bréf til blaðsins, Velvakanda °g Víkverja og ýmsa þjónustu- tengda þætti. Aösendar greinar í fT | ': 51 liil Baksíða,-1 Dagbók - innlendar Veður Útvarp/ L íþróttir fréttir Krossgáta Sjónvarp Kvikmynda- Fólk í - áuglýsingar fréttum Daglegt lif, neytendur Erlendar frettir Leiðari Minningargremar Mynda- Velvakandi \ s°9ur Stjðrnuspá Bréftil Víkverji blaðsiris Staksteinar Þjónusta Messur-/ Peningamarkaður Miðopna- Sérblðð dagsins eru Viðskipti/Atvinnulif og Dagskrá FRETTIR Morgunblaðið/Þorkell Gámur kremur bíl AMERÍSKUR fólksbíll gjöreyði- lagðist þegar tengivagn með gámi sem í var um 10 tonna farmur losnaði aftan úr flutningabíl, valt á hliðina og yf ir mannlausan bíl- inn, sem lagðist saman. Bíllinn stóð við hús Goða hf. við Kirkju- sand og var flutningabíllinn að taka farm hjá fyrirtækinu þegar beisli dráttarbíisins gaf sig með fyrrgreindum afleiðingum. Lög- regla sagði að hefði maður verið í fólksbílnum væri ótrúlegt að sá hefði þurft að binda um sár. Alvarlegt umferð- arslys TVEIR voru lagðir inn á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri eft- ir harðan árekstur á mótum Gránufélagsgötu og Laufásgötu um kl. 15.35 í gær. Tveir fólksbílar lentu saman og voru báðir óökuhæfir á eftir. Taka þurfti hurð úr öðrum bíl- anna til að ná ökumanninum út. Hann var ásamt farþega í bílnum fluttur á slysadeild. Almennur umferðaréttur, þ.e. hægri réttur, er á gatnamótun- um og telur lögregla hugsanlegt að óöruggi gagnvart honum hafi haft áhrif á hvernig fór. * Itrekar ósk um apótek BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum s.l. þriðjudag að ítreka áskorun sína til heilbrigð- isráðherra um að veita hið fyrsta heimild tii starfrækslu apóteks í Grafarvogi. Um 9.000 manns búa nú í Grafarvogi og er mikil- vægt að slík þjónusta sé til stað- ar í hverfinu, segir í samþykkt ráðsins. Flutningsgjöld skipafélaganna rædd á aðalfundi SÍF Hækkun þrátt fyrir yfírlýsingar um lækkun VORDAGAR - 13. 28. MAf I HUSASMIÐJUNNI . t SÍF hf. hefur ekki notið iækkunar á flutningsgjöldum stærsta skipafélags- ins hér á landi vegna útflutnings afurða sinna, þvert á móti hafa flutnings- gjöld hækkað í erlendri mynt. Þá var nýverið farið fram á hækkun flutn- ingsgjalda vegna flutninga á erlendar hafnir, en horfið var frá því á ný. Þetta kom fram hjá Sighvati Bjarnasyni, formanni stjórnar SÍF, á aðál- fundi félagsins í gær. Sighvatur Bjarnason fjallaði meðal annars um hagræðingu og niðurskurð í sjávarútvegi annars vegar og hjá þjónustuaðilum sjávar- útvegsins hins vegar í ræðu sinni á aðalfundi SÍF í gær. Hann sagði að sjávarútvegsfyrirtækin hefðu lagt mikið á sig til að draga úr kostnaði og ná fram hagræðingu, en lítið virtist fara fyrir slíkum að- gerðum í þjónustugeiranum. Hann benti á að vextir á afurðalánum væru 10% þrátt fyrir að þau væru gengistryggð og á því hefði engin leiðrétting fengist. Vaxtamunur bankanna væri allt of hár. Fragtin hefur hækkað í erlendri mynt Þá fjallaði Sighvatur um flutn- Auglýsingablað Húsasmiðj- ingsgjöld skipafélaganna og sagði unnar fylgir Morgunblaðinu. svo: „Nokkur umræða hefur átt sér stað nýverið um flutningsgjöld skipafélaganna. í svargreinum tals- manna eins skipafélagsins, þar sem ásökunum um óeðlilega háa fragt á innflutningi landsmanna var svar- að, var meðal annars fullyrt: „.. að flutningsgjöld, til dæmis í innflutn- ingi, hafa lækkað að meðaltali um 5% á ári allt frá 1986.“ Greitt með innflutningi? „SIF, sem talið er vera stór og góður viðskiptaaðili þessa flutn- ingafyrirtækis, hefur ekki notið þessarar lækkunar í sínum útflutn- ingi, þvert á móti hefur fragtin frek- ar hækkað í erlendri mynt og nýver- ið var farið fram á hækkun, þrátt fyrir ofangreinda yfirlýsingu og góða afkomu skipafélagsins á síð- asta ári og þrátt fyrir lækkun heimsmarkaðsverðs á olíu. Því spyr maður, hvort það geti virkilega ver- ið, að útflutningsgreinarnar séu að greiða með innflutningi lands- manna? Þetta þarf sjávarútvegur- inn að kanna betur,“ sagði Sighvat- ur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.