Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 12, MAÍ 1994 43 ESTER JÓNSDÓTTIR + Ester Jónsdótt- ir fæddist í Hafnarfirði 20. ág- úst 1923. Hún lést á Borgarspítalanum 5. maí síðastliðinn. Ester var dóttir Jóns Hjartar Jóns- sonar og Guðríðar Einarsdóttur, sem býr á Hrafnistu í Hafnarfirði. Eftir- lifandi eiginmaður Esterar er Gunnar Guðjónsson. Hún átti fjögur börn: Hjördísi Guðbjörns- dóttur, Gunnar Gunnarsson, Gyðu Gunnarsdóttur og Lilju Gunnarsdóttur. Útför Esterar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði á morgun. ÞEIR sem dvelja fjarri fólkinu sínu vita að fátt jafnast á við bréf- in að heiman, einkum þó þau sem hefjast eitthvað á þessa leið: „Héð- an er svo sem ekkert sérstakt að frétta...“ Það er mikil kúnst að setja saman þessa vinsælu gerð af sendi- bréfum og vart á annarra færi en umhyggjusamra mæðra og tengda- mæðra. Vinsældimar byggjast ekki síst á því að bréfritarinn gefur sér nægan tíma til skriftanna og lítur á það sem skemmtun og sjálfsagða skyldu sína að upplýsa viðtakand- ann um minnstu hræringar, jafnt innan fjölskyldunnar sem í þjóðlíf- inu. í þessari grein var Ester tengdamóðir mín mikill meistari og hafði þar að auki sér við hlið annan ekki síðri sem alltaf var meira en fús til að semja einn og einn kafla eða skella inn skondinni, heima- smíðaðri vísu á meðan hún brá sér frá skrifborðinu til að kveikja undir kartöflunum eða taka út úr þvotta- vélinni. í mínum huga eru þessi indælu bréf afskaplega einkennandi fyrir samlíf þeirra Esterar og Gunnars; svo sneisafull af umhyggju, natni og notalegri kímni en umfram allt samvinnu. Þau voru líka ólöt að leggja land undir fót og næg voru tækifærin til að skreppa í heimsóknir til barn- anna sem öll voru langdvölum í útlöndum ásamt fjölskyldum sínum eða í fjarlægum landshlutum. Og alltaf komu Ester og Gunnar eins og frelsandi englar til að dytta að hinu og þessu sem aflaga hafði farið frá því í síðustu heimsókn. Mér er reyndar ekki grunlaust um að sumu hefðum við getað kippt í lag svona nokkurn veginn hjálpar- laust — og auðvitað eru einstakling- arnir í þessum fríða hópi þeirra með misjafnlega marga þumalfingur — en svona virtust allir vilja hafa þetta og áreiðanlega blandaðist engum hugur um að þeim hjónum fórst þetta best úr hendi. Ekkert var sem sagt sjálfsagðara en að þau legðu upp í hvern „björgunarleiðangur- inn“ af öðrum, klyfjuð splunkunýj- um barnafötum, fagurlega merkt- um handklæðum pg græjum til alls kyns viðgerða. Ég veit svei mér ekki hvort þeirra var lukkulegra þegar þau lögðu af stað austur héma um árið — hún með sauma- vélina eða hann með borvélina! En reisurnar, hvort sem leiðin lá suður í Hafnarfjörð eða til Parísar, gengu ekki bara út á puð fyrir misjafnlega klaufska ættingja. Allt- af tókst þeim að sleppa frá okkur um lengri eða skemmri tíma til að kanna saman ókunna stigu. Bara þau tvö. Þetta vom rómantískar menningarreisur með hæfilegu ívafí af innkaupum. Auðvitað var spenn- andi að fá gjafir og hlusta á ferða- sögu en alltaf fannst mér skemmti- legast þegar hún brá sér í ítölsku eðalskóna eða nýju, flottu dragtina — sem maður reiknaði síður með að hefðu fengist fyrir gjafverð á útimarkaði — og Gunnar sagði stoltur: „Sjáið þið hvað þetta fer henni vel!“ Þá vissum við hin að stutt var í að hann bætti við af innlifun: „Það er svo gaman að ferð- ast með henni Ester.“ Þessum kapítula í lífi okkar allra er því miður lokið fyrr en nokkurn varði en minningarnar eigum við og verðum áreiðanlega iðin við að rifja þær upp. Þótt vissulega sé erfitt að sætta sig við að hún Ester skuli vera farin í sína hinstu för óskum við Gunnar og Dagur henni af alhug góðrar ferðar og þökkum sam- fylgdina. Hildur. Það eru ríflega tveir áratugir síð- an móðir mín dó. Þá ræddi Ester við mig og sagði: Sigurður þú hefur misst mikið en þú hefur nú eignast aðra móður. Þú getur alltaf leitað til mín sem væri ég móðir þín. Það voru orð að sönnu. Við Gyða, dóttir hennar, vorum þá nýlega gift og þrátt fyrir að ég væri andstæðan við allt það sem Ester hafði senni- lega gert sér í hugarlund um verð- andi tengdason tók hún mér opnum örmum. Allt frá okkar fyrstu kynnum var Ester búin og boðin til að aðstoða okkur eftir fremsta megni. Hún hafði milligöngu um að útvega okk- ur fyrstu íbúðina okkar og sá um að sauma gardínur og rúmföt fyrir fyrsta heimilið okkar. Samgangur- inn við tengdaforeldra mína fyrstu hjúskaparárin okkar var mjög mik- ill, en síðan fluttum við burt, fyrst til Homafjarðar í eitt ár og síðan til Svíþjóðar í sjö ár. Þrátt fyrir mikla ijarlægð voru þau Gunnar og Ester ætíð nálæg. Þau héldu áfram að sjá um öll okkar mál heima á íslandi og eyddu flestum sumarfríum sínum hjá okkur í Stokkhólmi, enda var Gunnar sonur þeirra, ásamt íjölskyldu sinni, einn- ig búsettur þar. Ester var lífsglöð kona og naut hins fijálsa og áhyggjulausa lífs sem bömin hennar lifðu í Stokk- hólmi. Svo hagaði til að einungis einn dagur skildi á milli afmælis- dags okkar. Og eitt sumarið, sem þau voru hjá okkur, var ákveðið að halda mikla veislu á afmælisdegi Esterar. Bakaði ég þá kringlu mikla fyrir Ester og vakti hún svo mikla lukku að ætíð þegar afmæli var í fjölskyldunni þaðan í frá var þess krafist að ég bakaði kringlu. Og alltaf fékk Ester fyrsta bitann og sagði ætíð það sama: Hún er góð en hún jafnast ekki á við kringluna sem þú bakaðir fyrir mig hér um árið. Sumarið 1981 komu Ester og Gunnar einu sinni sem oftar til Stokkhólms, í það skiptið til að vera viðstödd þegar dóttir þeirra eignaðist barn. Okkur fæddist dótt- ir, sem var gefið nafnið Vala. Vala litla varð strax augasteinn afa og ömmu og eftir að við fluttum út til íslands tveimur árum seinna og settumst að í Hafnarfirði vom þau Ester og Gunnar nær daglegir gest- ir hjá okkur, til að fylgjast með uppvexti dótturdótturinnar. Það varð þeim báðum mikið áfall þegar Vala litla dó af slysförum skömmu fyrir tveggja ára afmælið. í þeirri sorg reyndust þau okkur svo miklar hjálparhellur að mér er til efs að við hefðum komist klakklaust frá henni án stuðnings óg aðstoðar þeirra og annarra náinna ættingja og vina. Oft hefur maður heyrt sagt um ýmsar formæður okkar að þeim hafi aldrei fallið verk úr hendi. Það átti við um Ester. Það var henni keppikefli að heimili þeirra Gunnars væri fallegt og snyrtilegt og sömu sögu er að segja um fatnað hennar sjálfrar og hennar nánustu. Sæi hún gat á buxum barnabarnanna var hún ekkert að tvínóna við hlutina, tók buxurnar með sér heim og næsta dag var komin á þær bót. Og væru fótin orðin það slitin að hún teldi það ekki ómaksins vert að reyna að lappa upp á þau, birt- ist hún daginn eftir með nýja flík og bað um að þeirri gömlu yrði hent. Hún var mikil hannyrðakona, saumaði út og prjónaði flíkur hve- nær sem tækifæri gafst. Ester varð ætíð að hafa eitthvað fyrir stafni og helst að vera stödd í miðri hringiðu mannlífsins. Starfs- feril sinn hóf hún í Einarsbúð í Hafnarfirði og þegar hún settist að á Kárastíg 1 í Reykjavík með Gunn- ari varð hún innanbúðar í verslun Guðjóns föður Gunnars. Hún átti síðan eftir að afgreiða í fjölmörgum verslunum um dagana en skemmti- legast held ég að henni hafi þótt að vinna í Gyðubúð í Ásgarði, sem hún rak í samvinnu við Guðnýju Guðbergsdóttur æskuvinkonu sína. Gyðubúð hét eftir sameiginlegri vinkonu þeirra Esterar og Guðnýjar sem búsett er í Bandaríkjunum. Það er til marks um hversu vel stelpurn- ar, sem ólust upp með henni í Hafn- arfirði, ræktuðu vinskapinn, að enn í dag hittast vinkonurnar reglulega í saumaklúbbi, sem þær hafa haft í áratugi og sennilega er klúbburinn einn elsti starfandi saumaklúbbur- inn á landinu. Síðustu árin starfaði Ester í mötuneyti Alþingis. Það var afar gaman að hlusta á hana lýsa störf- um þingsins og hátterni einstakra þingmanna. Álit hennar á þeim og gjörðum þeirra var ekki alltaf mik- ið, enda lá hún sjaldnast á skoðun- um sínum. Það sem hún mat mest í fari þeirra, sem og annarra, var háttprýði og snyrtimennska. Væri hún spurð um einstaka þingmenn átti hún til með að segja að álit hennar væri ekki mikið á honum, hann væri alltaf í óburstuðum skóm og kastaði ekki kveðju á starfsfólk þingsins. Skipti þá ekki máli hvort hún væri sammála honum eða ósammála pólitískt. Ester var berdreymin. Nokkru eftir að hún veiktist fyrir þremur og hálfu ári, dreymdi hana að hún væri að færa Salome Þorkelsdóttur þingforseta kaffi inn í þingflokks- herbergi Sjálfstæðisflokksins. Ester hellti í bollann en þá vildi svo til að kaffið var á þrotum og vantaði um fjórðung á að bollinn fylltist. Ester fór þá fram til að ná í meira kaffi, en það var sama hvað hún leitaði, hvergi var dropa að finna. Ester túlkaði drauminn svo að ríkis- stjórnin myndi einungis lifa þrjá fjórðu af kjörtímabilinu, en eftir á að hyggja held ég að hana hafí dreymt fyrir öllu merkara lífi en einnar ríkisstjómar. Nú er langvinnu og erfiðu stríði lokið. Það var sárt að sjá hvernig sjúkdómurinn smám saman vatt lífsþróttinn úr þessari þróttmiklu og glæsilegu konu þar til að Iokum enginn dropi var eftir. Fyrr í vetur, þegar við Gyða vorum í heimsókn hjá Ester, sagði hún að hún væri orðin svo þreytt á þessu ástandi að hún vildi bara deyja og fara til hennar Völu dótturdóttur sinnar. Gunnar stóð við hlið hennar allan tímann og reyndi sem hann gat að hjálpa henni og er hans missir mik- ill, nú þegar baráttunni er lokið. Samrýndari hjón var erfítt að fínna. Megi hann fínna styrk til að takast á við þá baráttu sem framundan er. Að lokum vil ég þakka allt sem i ERFI DKYKK.IIK Látið okkur annast erfidrykkjuna. Fyrstaflokks þjónusta og veitingar. Rúmgóð og þœgileg salarkynni. Ijiplvsinjsar I sínia 29900 Ester gaf mér. Hún gaf mér nýja móður þegar ég þurfti mest á því að halda. Sigurður Á. Friðþjófsson. í Firðinum speglast fagurlit óljós mynd, af ferðbúnu skipi á leið út i ljóshvíta eilífð. Hafsjór minninga, mósaik tímans svo litn'k meitluð í tæran kristal geymd af heilum hug. (Aðalst. Ásb. Sig.) Æskuvinkona horfin, farin í sína hinstu för og verður kvödd á morg- un frá kirkjunni okkar þaðan sem blasir við fjörðurinn okkar fagri. Minningar leita á hugann og allar eru þær ljúfar: Tvær litlar stelpur í sama húsi, sama eldhúsið, mömm- ur okkar góðar vinkonur. Fóru sam- an með stelpurnar sínar í messu. Tvær konur í íslenskum búningum leiddu tvær litlar stelpur sér við hönd. Önnur telpan átti pabba sinn hjá Guði, hin átti pabba sinn í Ásmund- arbakaríi og hann kom heim á kvöldin með vínarbrauðsenda, hnossgæti þeirra tíma, og skipti jafnt milli telpnanna, glaður maður og hress, mamma mild og hlý. Hlupum saman vestur í fjöru til þess að læra sund í sjónum hjá Hallsteini. Skulfum saman undir klettunum í fjörunni. Önnur lítil, nett og dömuleg, kotroskin og frökk, hin búttuð og hlédræg; dáð- ist að vinkonu sinni hvað hún var ákveðin og dugleg. - Þetta voru hamingjudagar. - Eftir fermingu fórum við í Flens- borg. Sá skóli var mikill menningar- auki fyrir Hafnarfjörð á þeim tíma. Skóli undir leiðsögn úrvals kennara. Þar vorum við Ester sessunautar í þijú ár. Á skólaárunum vorum við Ester nánar vinkonur og deildum saman gleði og sorgum unglings- áranna. Við vorum 24 sem útskrif- uðumst saman úr þriðja bekk vorið 1939. Að loknu gagnfræðaprófi stundaði Ester verslunarstörf sem varð hennar aðalastarf utan heimil- isins í rúm 40 ár. Eiginmaður Ester- ar er Gunnar Guðjónsson rafeinda- virki. Þau eiga þijú börn saman, Gunnar, Gyðu og Lilju. Fyrir átti Ester dótturina Hjördísi Guðbjörns- dóttur sem ólst upp hjá móðurfor- eldrum sínum og var þeim alla tíð mikill gleðigjafi. Ester var framúrskarandi mynd- arleg húsmóðir og líka mikil hann- yrðakona og fagurkeri, um það ber heimili hennar glöggt vitni. Þar var gengið um garða af alúð og nær- gætni af beggja hálfu. Hún hafði mikinn metnað fyrir hönd barna sinna og það var henni mikil lífsfylling hvað þeim hefur öllum vegnað vel, bæði í námi og í starfi. Sá er mikill gæfumaður í lífínu sem eignast góð börn með ástríkum maka, þess vegna vaV gæfa Esterer vissulega mikil. Hún bjó við það lán að eiga að lífsföru- naut mann sem dáði hana og hafði með greind sinni og fágætri frá- sagnargáfu mikil áhrif á skoðanir hennar og lífssýn alla. Ester og Gunnar ferðuðust mik- ið, bæði innanlands og utan. Öll börn þeirra voru við nám erlendis og var það þeim eðlilega aukin hvatning til utanlandsferða. Þau undirbjuggu ferðir sínar ævinlega af vandvirkni, öfluðu sér upplýsinga og kynntu sér sögu þeirra landa sem þau ætluðu að heimsækja og síðan deildu þau af örlæti skemmtun og fróðleik með vinum sínum er heim kom. Slíkar stundir með þeim Gunnari og Ester verða mér margar ógleymanlegar. Ég á nöfnu minni skuld að gjalda fyrir órofa tryggð hennar og ævi- langa vináttu. Eg veit að sú skuld verður aldrei goldin, en þegar við stöndum yfir moldum kærs vinar fínnum við sárt fyrir þeim miskunn- arlausa sannleika sem fólgin er í máltækinu: Að kveðja, það er að deyja dálítið. Hafi vinkona mín heila þökk fyr- ir árin sín öll. Ester Kláusdóttir. Þó að okkur hafí ekki vafist tunga um tönn á saumafundunum okkar, sem í seinni tíð mega frekar kallast málfundir, þá er öðruvísi farið nú er við kveðjum Ester hinsta sinni. Það tekur óneitanlega nokkurn tíma að átta sig þegar vinkonurnar hver af annarri eru kallaðar burt á góðum aldri, en Ester er hin þriðjá okkar, sem hverfur yfir móðuna miklu. Það var engin lognmolla yfir Ester, hún lifði lífinu af krafti og áhuga og lét sig miklu varða aðra menn og málefni og hafði fastmót- aðar skoðanir á hlutunum og var ófeimin við að bera þær fram. Ester var mikill fagurkeri og snyrtimenni enda bar heimilið og fjölskyldan öll merki þess að þar um fjölluðu natnar hendur og góður vilji. Þar naut hún góðrar aðstoðar eiginmannsins, sem stóð eins og klettur við hlið hennar allan þeirra búskap. Um leið og við þökkum það að hafa notið samfylgdar Esterar þá sendum við Gunnari og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum þeim mildi og Guðs bless- unar. Saumaklúbburinn. Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram tíundi útdráttur húsbréfa í 1. flokki 1991, sjöundi útdráttur í 3. flokki 1991, sjötti útdráttur í 1. flokki 1992, fimmti útdráttur í 2. flokki 1992 og fyrsti útdráttur í 1. flokki 1993. Koma þessi bréf til innlausnar 15. júlí 1994. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði og í dagblaðinu Degi fimmtudaginn 12. maí. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis- stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa- fyrirtækjum. Éh HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADtllO • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • Slttl 6? 69 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.